Helgarpósturinn - 02.07.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Blaðsíða 20
20 Pöstudágiji' 2. |úlf 'i982 ísfurinn Eftir Þröst Haraldsson Friöarhreyfing, hvaö er nú þaö? Jú, þaö er miiljón manns i Central Park, kvart- milljón i Hyde Park og Bonn, hundrað þús- und I Paris og óeirðir i Vestur-Berlin. Og mikiu, miklu meira. Svo miklu meira, aö þótt Mogginn bæti alltaf „svonefnd” fram- an viö oröið þá sjáldan hann nefnir friöar- hreyfinguna, þá hefur þessi hreyfing veriö plássfrekt umfjöllunarefni á siöum allra heimsblaöa, hvort sem þau flokkast til hægri eöa vinstri. Og þau taka hana alvar- lega. baö gera lika æ fleiri stjórnmálamenn, sem sést glöggt á ræðuhöldum á afvopnun- arráðstefnu þeirri sem S'ameinuðu þjóðirn- ar halda þessa dagana i New York. Þar hafa helstu leiðtogar heimsins stigið i stólinn og allir hafa talið nauðsynlegt að vikja orði að friðarhreyfingunni; Helmut Schmidt, Ronald Reagan, Trudeau, o.sfrv. Edward Kennedy hefurþegar tekið nokkur af stefnumálum hreyfingarinnar upp á sina arma og þau njóta vaxandi fylgis innan Demókrataflokksins i Bandarikjunum. Sumir telja þau verða eitt helsta kosninga- málið i haust. ótti við átök Þessi hreyfing er ekki gömul. Upphaf hennar i Vestur-Evrópu má rekja til fundar utanrikisráðherra NATÖ i Briissel i desem- ber 1979. Þá var ákveðið að koma fyrir hartnær 600 nýjum kjarnorkueldflaugum i Vestur-Evrópu. Við þessa ákvörðun fékk ótti Evropubúa við kjarnorkuvopn nýjan byr i segl. Þeir óttast að lönd þeirra verði vigvöllurhernaðarátaka risanna I austri og vestri, hernaðarátaka sem þeir fá engu ráðið um, hernaðarátaka sem munu ger- eyða öllu lifii álfunni. Þeir fóru að streyma út á göturnar til að mótmæla vitfirringu kjarnorkuvopnakapp- hlaupsins. Fyrst þúsundum saman, svo tugþúsundum, loks þurfti að gripa til sex stafa talna til að koma tölu á þá. Borgir Vestur-Evrópu höfðu aldrei upplifað aðra eins fundi, og var þá sama hvort i hJut átti Róm eða Bonn, London eða Briissel. Bandariska friðarhreyfingin var seinni aö taka við sér, enda brann áðurnefnd ákvörð- un utanrikisráðherranna ekki jafnheitt á þeim og ibúum Vestur-Evrópu. Þar vestra var fyrstu frjókornum hreyfingarinnar sáð þegar Carter forseti neitaði að undirrita samkomulagið um takmörkun kjarnorku- vopna sem nefnt hefur verið SALT II. Við- gang hreyfingarinnar má þó fremur þakka eftirmanni hans, Ronald Reagan. Banda- riskum almenningi hefur beinlinis blöskrað stefna hans i fjármálum ríkisins sem geng- ur út á harkalegan niðurskurð félagslegrar þjónustu á sama tímaog útgjöld til hermála eru stóraukin. Hann hefur hrint í fram- kvæmd eða hert á f jölda áætlana um aukna framleiðslu kjarnorkuvopna og allskonar tóla sem beiting þeirra krefst. 6.000 fundir — enginn árangur Það sem friðarhreyfingin á sameiginlegt, hvarsem er i heiminum — lika sá visir sem til er austan járntjalds — er vantraust á yfirlýsingum stjórnmáiamanna og þjóðar- leiðtoga um að þeir séu allir af vilja gerðir til að draga úr kjarnorkukapphlaupinu. Siðan seinni heimsstyrjöldinni lauk hafa veriö haldnir yfir 6.000 fundir um takmörk- un kjarnorkuvopna. Á sama tima hefur kjarnorkuvopnum fjölgað hratt og stöðugt. Nú er svo komið að báðir aðilar geta þurrk- að út allt lif á yfirráðasvæði óvinarins mörgum sinnum. Samt finnst þeim það ekki nóg, enn skal margföldun gereyðingarmáttarins haldið áfram. Sovétmenn hamastvið að koma upp SS-20 eldflaugum sem bera kjarnaodda og beinast að Evrópu, Eng- lendingar hafa uppi stór áform um að efla flota sinn af kjarnorkukafbátum, Frakkar halda ótrauðiráfram tilraunasprengingum á Kyrrahafi og Bandarikin fjölga stöðugt hjá sér sprengjuin, eldflaugum og flug- vélum sem borið geta kjarnorkuvopn. Það er gegn þessari þróun sem friðar- hreyfingin beitir sér. Hún treystir ekki lengur stjórnmálamönnum sem segjast elska friðinn en hlaða upp vopnum. Frysting vigbúnaðar Bandariska friðarhreyfingin og sú ev- rópska eru um margt likar, en ýmislegt greinir þær þo að. Einsog áður sagði leggur evrópska hreyfingin höfuðáherslu á að losa álfuna við kjarnorkuvopn sem stórveldin hafa komið þar fyrir eða beina að álfunni. 1 þessu skyni hefur hreyfingin barist fyrir þvi að koma upp kjarnorkuvopnalausum svæðum i álfunni. Þar má benda á kröfuna um kjarnorkulaus Norðurlönd, annað svæði er Balkanlöndin, þriðja Niðurlönd og f jórða eyjarnar á Miðjarðarhafi. Lokaáfangi slikrar þróunar yrði svo Mið-Evrópa, báð- um megin járntjalds. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að koma þessum svæðum á. Fjöldagöngur, undirskriftarherferðir oþh. hafa það að markmiði að þrýsta á stjórnendur rikj- anna. A Bretlandseyjum hefur verið farið inn á þá braut að borgar- og bæjarstjórnir sem stuðningsmenn friðarhreyfingarinnar hafa meirihluta i hafa lýst viðkomandi borgir og bæi kjarnorkuvopnalaus svæði. Inn iþau mega aldrei koma kjarnorkuvopn, hvorki timabundið né til langframa. Siðasta dæmið um þetta er þegar borgar- stjórinn i London lýsti borgina kjarnorku- vopnalaust svæði að morgni 6. júni sl., sama daginn og 250 þúsund manns komu saman til friðarfundar i Hyde Park. 1 Bándarikjunum hefur friðarhreyfingin sett áoddinn kröfu um aö fyrsta skrefiði átt til afvopnunar verði „frysting” á núverandi ástandi, þ.e. aðstórveldin komi sér þegar í stað saman um að hætta allri framleiðslu á kjarnavopnum og meðfygjandi tóium, til- raunirmeð þau ogdreifinguþeirra. Þessi stefna hefur þegar fengið mikinn hljómgrunn, ekki bara meðal almennings. t marslok hafði tillaga i þessa veru þegar hlotið stuöning 22 þingmanna i öldunga- deildinni og 150 i fulltrúadeildinni. Þetta eru fyrst og fremst þingmenn úr röðum demókrata en einn þingmaður úr hópi repúblikana, flokki forsetans, hefur lagt fram tillögu i öidungadeildinni þar sem Reagan er hvattur til að bjöða Sovétmönn- um þegar i stað til viðræðna um afvopnun- armál. Og eins og áður sagði hefur Edward Kennedy, einn helsti leiðtogi demókrata, gert málstað friðarhreyfingarinnar að sin- um og má buast við að sum stefnumið hennar verði tekin inn á stefnuskrá flokks- ins á flokksþinginu sem haldið verður i sumar. Upplýsingaherferð Það sem hér hefur verið rakið er, ef svo má segja, andlit hreyfingarinnar, það sem snýr að fjölmiðlum heimsins. Þá er ótalið það starf sem unnið hefur verið meðal al- mennings I löndunum — og það er ekkert smáræði. Talsmenn hreyfingarinnar hafa verið á stöðugum ferðum i þvi skyni að mæta á fundi hinna ýmsu hópa og samtaka, útskýra stefnu hreyfingarinnar og fræða al- menning um kjarnorkukapphlaupiö. Mikið starf hefur verið lagt i að afla upplýsinga um raunverulega stöðu stórveldanna i kapphlaupinu, kryf ja herfræðikenningar til mergjar og greiða úr frumskógi talna sem herforingjar og starfsmenn hernaðarblokk- anna hafa ræktað af mikilli natni siöustu 30 ár. Nú er svo komið að ef talsmenn NATO eða Varsjárbandalagsins opna munninn um vigstöðu blokkanna eru orð þeirra skil- greind, og metin á alla kanta. Með fulltingi óháöra friðarrannsóknastofnana hefur friðarhreyfingin komið sér upp þekkingu á raunverulegri stöðu hermála, áróður stór- veldanna er ekki lengur einráður. I Bandarikjunum hefur fólk úr ýmsum starfsstéttum og þjóðfélagshópum myndað sérsamtök sem berjast gegn kjarnorku- kapphlaupinu og kennir þar margra grasa. „Læknar með félagslega ábyrgð”, „Sam- tök lögfræðinga sem berjast fyrir takmörk- un vigbúnaðar”, „Listamenn sem vilja iengja lifið” osfrv. Meira að segja menn úr viðskiptaheiminum hafa bundist samtök- um i þessuskyni. Þaðer athyglisvert vegna þess að hingað til hafa forystumenn at- vinnulffsins talið vopnakapphlaupið vera sér i hag, það auki framleiðsluna og styrki atvinnulífið. Nú hafa verið stofnuð samtök athafnamanna sem lita lengra frami tim- ann og falla ekki i freistingar stundar- gróðans. Frestar og herforingjar Sagt hefur verið að friðarhreyfingin sé öflugasta og útbreiddasta fjöldahreyfing sem sprottið hefur upp amk. frá striðslok- um, og er þá sama hvort átt er við Vestur- Evrópu eða Bandarikin. Og hún er öðruvisi en aðrar slikar hreyfingar sem risið hafa undanfarna áratugi. Ef borið er saman við æskulýðsuppreisnina sem kennd er við árið 1968 þá var sú hreyfing að mestu leyti takmörkuð við ungt fólk, yfirleitt stúdenta og menntafólk. Nú horfir öðruvisi við. I friðarhreyfing- unni mætast allar kynslóðir og allar stéttir. Þar má að sönnu f inna fólk sem tók á sinum tima þátt i andófinu gegn Vietnamstriðinu, en það er i minnihluta. Það hverfur innan um alla prestana, lögfræðingana, læknana, já jafnvel herforingjana. Fylgismenn nýju friðarhreyfingarinnar eru jafnt úr röðum ihaldsmanna sem frjálslyndra og róttækra. 1 bandarisku hreyfingunni má m.a. finna Noel Gayler, fyrrum sjóliðsforingja og for- stjóra Þjóðaröryggisráðsins, nánasta ráð- gjafahóps Bandarikjaforseta i utanrikis- málum, Paul Warnke/ fyrrum fulltrúa Bandarikjanna i SALT II viðræðunum, gyð- ingarabbiann Alexander Schindler, leiðtoga hebresku kirkjunnar i Bandarikjunum, aragrúa biskupa og presta úr röðum kaþó- likka, lúterstrúarmanna, prestbytera, kvekara osfrv... 1 Evrópu er sama uppi á teningnum. Þar hafa forystumenn Heimskirkjuráðsins ver- ið áberandi i störfum hreyfingarinnar, þar eru menntamenn á öllum aldri með ýmsar skoðanir á stjórnmálum, stjórnmálamenn, verkalýðsleiðtogar osfrv. Fyrir utan alþýðufólk af öllum gerðum. Skriðþunginn eykst Þótt friðarhreyfingin sé ekki orðin gömul hefur hún þegar náð ótrúlega miklum árangri. Eins og áður sagði geta þjóðarleið- togar og stjórnmálamenn ekki sniðgengið hana lengur, þótt þeir fegnir vildu. Eitt dæmi er þegar Helmut Schmidt bannaöi þingmönnum i flokki sinum að láta sjá sig á fundi friðarhreyfingarinnar i Bonn á sl. hausti þar sem voru 250 þúsund manns. 80 þingmenn, uþb. þriöjungur þingflokksins, virtubannið aðvettugi. Hreyfingunni hefur tekist að koma kjarn- orkumálunum á dagskrá með ótviræðum hætti, jafnt á hefðbundnum vettvangi stjórnmálanna — á þjóðþingum og i fjöl- miðlum — sem úti á meðal almennings — á almennum fundum, vinnustöðum, heimil- um, skólum og sveitarstjórnum. Hún hefur skotið stjórnmálamönnum skelk i bringu og eflt alþýðu manna kjark tii að gera kröfu til stjórnmálamanna um að þeir hlusti á rödd almennings og beygi sig undir vilja hans. • Og það sem meira er; áhrif hreyfingarinn- ar fara stöðugt vaxandi. Það er sem skriða fari yfir Evrópu og Bandarikin og skrið- þunginn eykst stöðugt. Erlendis_____________________ Milljónir á götunni FRIÐARHREYFINGI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.