Helgarpósturinn - 02.07.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Blaðsíða 24
•24 P6stúdágór2.^h982 ,rinn „Mér leið eins og „Ég vonast til aö gera einhvern tima kvikmynd meö Fassbinder. Ég er mcð á- kveðið efni i huga: að sýna á hvita tjald- inu lif Ulrike Meinhof, hetju Baader- Meinhof hópsins." Það var ieikkonan Romy Schneider sem lét hafa þetta eftir sér i viötali við franska dagblaðið Le Matin. En það verður aldrei neitt úr þessari mynd, þvi með rúmlega viku millibili féllu þau bæði i valinn. Skarðið, sem þau skildu eftir sig I evrópskri kvikmyndagerð, verður vand- íyllt. Bæði voru þau risar, hvort á sinu sviði. Gildir þá einu hvort litið er á þann mikla fjölda mynda, sem þau léku i eða stjórnuðu, eða hæfileika þeirra. Regnboginn heiðrar minningu Fass- birders um þessar mundir með sýningum á næst siðustu mynd hans, Lolu, og á næstu vikum og mánuöum fá Reykvik- ingar tækifæri til að sjá þrjár kvikmyndir, þar sem Romy Sehneider leikur aðalhlut- verkið. Sú fyrsta þeirra er Lestin (Le Train) eftir franska leikstjórann Pierre Granier-Deferre. Hún verður sýnd á franskri kvikmyndahátið sem verður i Fjalakettinum ibyi jun júli. Lestin verð- ur sýnd dagana 3., 4., 7., 8., 10. og 11. júli. Regnboginn mun sýna hinar myndirnar tvær sem eru Madamc Emma (La Banquiere) eftir Francis Girod og La Mort en directeítir Bertrand Tavernier. Sú fyrrnefnda verður sýnd um miðjan júli, en sú siðarnefnda i haust. Romy Schneider var aðeins 43 ára göm- ul, þegar hún lést þann 29. mai siðastlið- inn i Paris. Sagan mun fyrst og fremst lita á hana sem „franska” kvikmyndaleik- konu, þótt hún hafi leikið i kvikmyndum vitt og breitt um heiminn, þvi það var i frönskum kvikmyndum, sem hún náði hvaðmestum þroska i listsköpun sinni, og ekki sist undir stjórn Claude Sautet. Romy var annars austurrisk að ætterni, fædd i Vinarborg haustið 1938, um það leyti sem nasistar lögðu borgina undir sig. Foreldrar hennar, Magda Schneider og Wolf Albach-Retty voru frægir kvik- myndaleikarar þess tima. Sissi-árin í striðslok var Romy send i enskan klausturskóla, þar sem fljótlega kom i Romy Schneider og Michel Piccoli i mynd Sautet Mat et les ferrailleurs. ljós, að hún var gædd góðum teiknihæfi- leikum. Arið 1953 ákvað móðir hennar að senda hana til Kölnar til að læra tisku- teiknun, en þá gripu örlögin i taumana. Kvikmyndaframleiðandinn Kurt Ulrich fór þess á leit við Mögdu Schneider að hún tæki að sér aðalhlutverkið i kvikmyndinni Wen der weisse Flieder wieder blUth und- irstjórn Hans Deppe. Magdastakk þá upp á að Romy yrði ráðin til að leika hlutverk dóttur konunnar sem hún átti að leika, en aðstandendur myndarinnar höfðu árang- urslaust leitað að ungri leikkonu i það hlutverk. Frammistaða Romy vakti slika athygli að gamlir aðdáendur Mögdu Schneider litu á hana sem verðugan arf- taka móður sinnar. Sama ár fékk Romy hlutverk i annarri kvikmynd, þar sem hún lék á móti Lili Palmer og Karl Schönböck, og eftir þá reynslu ákvað hún að helga sig kvik- myndaleik og feta þannig i fótspor for- eldra sinna. Ári siðar komst hún i kynni við óper- ettuleikstjórann Ernst Marischka og fór með aðalhlutverkiö i kvikmynd hans um æskuár Viktoriu drottningar. Marischka bauð henni siðan samning, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á allt lií Romy. Samn- ingur sá var um, að hún tæki að sér hlut- verk Elisabetar keisaraynju af Bæjara- landi, sem allirkölluðu Sissi, i kvikmynd- uin, sem hann ætlaði aö gera um lif henn- ar. Kvikmyndirnar um Sissi urðu aldrei nema þrjár, þvi Romy hafnaði tilboði um að leika i fjórðu myndinni, þótt miklir peningar væru i boði. Hún vildi sýna fleiri hliðar á sér sem leikkonu, en ekki staðna i einu og sama hlutverkinu. Um þetta sagði hún sjálf eitt sinn: „Sissi elti mig hvert sem ég fór. Sissi brosti eins og engill, þegar mig langaði til aö gráta eða þjást. Þegar ég kom inn i verslun eða gistihús i Vin, Paris eða Róm, benti fólk á mig og sagði: „Þarna er Sissi! ”. Mér leið eins og vinarbrauði, sem allir vildu bita I. Það var eins og fólk héldi, að ég væri með kórónuna mina i poka og myndi brátt fljúga á brott, eins og i ævintýrunum. Það var hræðilegt. Mér var boðið að leika Sissi i fjórða sinn íyrir eina milljón marka, en ég hafnaði þvi. Það sauð i mér hin sanna Schneider, held ég.” Delon, Visconti o.fl. Romy hélt til Frakklands þar sem hún lék i kvikmyndinni Christineá móti ung- um og upprennandi leikara, Alan Delon. Delon kom henni i kynni við italska leik- stjórann Luchino Visconti, en Delon hafði farið með eitt af aðalhlutverkunum i mynd Viscontis, Rocco og bræður hans. Undir stjórn Viscontis léku Romy og Dei- on saman i leikritinu En ieiöinlegt, að hún skuli vera hóra eftir breska leikskáldið John Ford. 1 hlutverki sinu fékk Romy tækifæri til að sýna Parisarbúum að „Sissi" gæti lika túlkað harmleiki. Frum- sýningin var þann 29. mars 1961, og var hún stórsigur fyrir leikkonuna ungu. Vis- conti bauð henni þá að leika i atriði i myndinni Boccacio 70. Þessi mynd varð svo upphafið að glæsilegum ferli Romy Schneideroger oft talað um Viseonti sem „kvikmyndalegan föður” hennar. Arið 1972 endurnýjaði Vis- conti svo kynni hennar og Elísabetar keis- araynju af Bæjaralandi i myndinni Lud- wig um samnefndan keisara, þar sem Romy lék Sissi á alit annan hátt en i hin- um sykursætu óperettum i upphafi ferils sins. A næstu árum lék Romy i myndum frægra leikstjóra, eins og Orson Welles, Otto Preminger, Clive Donner, Jules Dassin, Terence Young og Jacques Der- ay. Myndin, sem hún lék i undir stjórn son Welles, var Réttarhöldin eftir sam- nefndri skáldsögu Kafka. Romy tókst að fá hann ofan af þvi að láta hana leika það hlutverk sem upphaflega var ætlað henni, og fékk hún það hlutverk, sem hún óskaði sér. Auk þess tókst henni að sannfæra Welles um að leika sjálfur i myndinni. Romy fékk verðlaun fyrir bestan leik i kvenhlutverki á kvikmyndahátiðinni ( Cannes árið 1963 fyrir frammistöðu sina i þessari mynd. Samstarf hennar við Well- es hafði mikil áhrif á hana, og i viðtali sagði hún eitt sinn, að hún myndi yfirgefa allt ef Welles bæði hana að leika i mynd hjá sér, hvort sem það væri litið eða stórt hlutverk. „Þeir tiu dagar sem ég starfaði með honum i Réttarhöldunum eru einhverjir þeir bestu i endurminningunni. Mig lang- aði til að skrifa hjá mér allan timann”, sagði hún. Stradivarius Arið 1969 ieikur hún aðalhlutverkið i í kvikmynd Claude Sautet Les Choses de la I Vieog var sú mynd upphafið að gifturikri samvinnu þessara tveggja listamanna. / Myndiner einnig upphaf ferils Romy sem I franskrar leikkonu. Myndirnar með Sautet urðu alls fimm f og hafði Romy mikil áhrif á leikstjórann. Um hana sagöi hann eitt sinn, að hún væri háleit eins og allegro eftir Mozart og væri sér að fullu meðvituð um vald likama sins og töfra. „Hún býr yfir þeirri tviræðni sem er að- al allra stórra stjarna. Hún mun alltaf leika, þvi Romy hefur andlit sem timinn getur ekki eyöilagt. Hann getur aðeins þroskað það”, sagði Claude Sautet um eftirlætisleikkonu sina. Betrand Tavernier sem leikstýrði myndinni La Mort en direct sem Regn- boginn mun sýna i haust sagði eftirfar- andi um samvinnu þeirra: „Hún er eins og Stradivariusfiðla. Hún hefur aldrei rangt við, tilfinningar hennar eru alltaf einlægar. Ég hef aldrei séð nokkurn leika á sama hátt. Hún held- ur ekki aftur af sér, heldur leggur allt i sölurnar, bæði likama sinn og sál.” Með Romy Schneider hverfur af sjónar- sviðinu einhver mikilhæfasta leikkona evrópskrar kvikmyndagerðar, og er það þvi mikill fengur fyrir reykviska biógesti að fá tækifæri til að kynnast henni, eða rifja upp fyrri kynni, á næstu vikum og mánuðum. brauðf ?lUr vUm bít

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.