Helgarpósturinn - 02.07.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 2. júli 1>82 ,rinn „Akranes Krakkar i gulum og svörtum treyjum að leika sér i fótbolta er eitt það fyrsta sem ber fyr r augu þegar labbað er frá Akraborginni uppiAkranesbæ. Þau eru um þaðbil tylft að leika sér á litlum grasbletti vinstra megin við göngustiginn upp af hafnarbakkanum. Og ef rölt er um Skagann á góðviðr- isdegi, sjást þessir gulklæddu krakkar hvarvetna, Akranes er mikill fót- boltabær. Maðurinn sem kannski er öðrum fremur ábyrgur fyrir fótboltadellu Skagamanna, Rikharður Jónsson, var að vinna við Pósthúsið þegar hann var heimsótturum daginn— stóð þar útá stétt i vinnufötunum. Það er nú orðið æði langt siðan hann var smástrákur að leika sér i fótbolta, um fjörutiu ár liklega, en ennþá er hann að, kominn á sextugsaldurinn. Rikki hefur lika gert fleira en að spila fótbolta á Akranesi.hann er þar eignamað- ur, „forrikur bæði andlega og veraldlega” eins og hann sagði, hann hefur lengi setið i bæjarstjórn og vasast i mörgu. En að aðalstarfi er hann mál- arameistari og dúklagningameistari og þegar Helgarpósturinn var á Akra- nesi var hann að vinna við endurnýjun Pósthússins. Þegar heim til Rikharðs er komið virðist fátt þar minna á frægðarár knattspyrnumannsins. En þegar betur er að gáð kemur i ljós að nánast allir öskubakkar, styttur og skálar i stofunni eru minjagripir úr fótboltanum, — sem Rikharði hafa verið gefnir viðsvegar um heim. Hann var fyrst spurður hvort hann héldi að fótboltinn hefði orðið honum til góðs, i það heila tekið. „Ég dreg það ekki i ef'a að knattspyrnan hefur orðið mér að verulegu leyti til góðs. Ég byrjaði mjög ungur i henni og hætti ekki fyrr en eftir mörg ár. Ég varð að visu fyrir áföllum, en hvar verður maður ekki fyrir þeim? Það er hægt að fótbrotna á eldhús- gólfinu heima hjá sér, eins og dæmin sanna. Ég held að ég hafi ekki sótt meiðsli i fótbolt- ann. Yfirleitt siapp ég vel. — En hvað meö sálina? Slapp hún ósködduð frá þessu? ,,Tja”,segir Rikharður oghugsarsig um. „Égerað minnsta kosti alveg viss um að ég væri ekki betri maður þó ég hefði sleppt knattspyrnunni. Og ég held að þessi iþrótt, eins og aðrar iþróttagreinar, sé i rauninni mannbætandi, ef maður hefur skilning á þvi hvað þetta gefur manni. Og þvi lengur sem maður er i þessu þvi meira gefur þetta manni. Ég var i 20 ár i landsliðinu, og kynntist á þeim árum ótrúlegum fjölda fólks, sem ég hef getað lært sitthvað af. Svo hef ég nú lengst af verið sjálfur stjórnandi hér i knattspyrnunni, og hef þvi reynt að hafa þetta þannig að það skaðaði engan . Það heíur ef til vill kostað það að ég hef verið talinn heldur harður húsbóndi. Svolitið frekur. Samt sýnist mér nú að ég geti ekki hafa verið mjög ósanngjarn, þvi menn sóttust eftir að vera með i þessu”. 4iiir í vörn — Varla hefur fótbolti verið jafn vinsælt hobbi þegar þú varst ungur og hann er nú? „Jú,ég held að hannhafi í rauninni verið alveg jafn vinsæll. Knattspyrnan sjálf er einhvernveginn alltaf jaín aðlaðandi fyrir stráka. Þá þurfti hinsvegar ekki endilega jafn fina skó og núna eða annað sem nú virðist alveg nauösynlegt. Aðstaðan var þá allt önnur. Nú gera strákarnir sem eru i þessu griðarlegar kröfur um góða aðstöðu og hjálp við að stunda iþróttina, enda eru gerðarmiklar kröfur til þeirra á móti. Það er gallinn, þvi svoer ekki til f jármagn til aö koma á móts viö þær. Hér horfa orðið svo fáir á knattspyrnu. Nú um daginn voru 500 áhorfendur á fyrstudeildarleik og 6 til 8 hundruð áhorfendur er ekki óalgengt. Ég man eftir þrjú, fjögur og uppi átta þúsund áhorfendum á fyrstudeildarleikjunum þeg- ar við lékum i Reykjavik hér áðurfyrr. Þessir áhorfendur, og þá um leið pening- arnir, koma ekki aítur fyrr en fótboltinn verður skemmtilegri. Fótboltinn núna er að einu leyti betri en hann var þegar ég var uppá mitt besta, en að flestu leyti er hann verri. Við spiluðum nefnilega lengst af með fimm menn i framlinunni. Svo var þeim fækkaði fjóra, siðan þrjá, og nú eru þeir yf- irleitt tveir, og jafnvel bara einn. Og menn- irnir hafaekkifariðútafvellinum. Nei, þeir hafa farið i vörnina. Það er þetta sem hefur gert knattspyrnuna miklu leiðinlegri en hún var. Ljósi punkturinn við þetta er sá, svona útávið.aðviðfáum ekki lengur skelli þegar við keppum við betri lið. Ef við tækjum aft- ur upp gömlu aðferðina þá held ég að liðin nú væru ósköp álika og við vorum fyrir nokkrum áratugum”. Þr]öskan mikii — Enhvaðmeð þig sjálfan. Hversu góður varstu? „Ég á nú voðalega erfitt með að meta þetta sjálfur”, segir Rikharður. Siðan stendur hann upp, fer i bókahillur i stofunni og sýnir mér nokkrar bækur, aðailega úr- klippubækur. 1 einni þeirra eru aðallega snifsi úr skandinaviskum og þýskum blöð- um, og þar eru hrósyrðin ekki spöruð um Rikharð. Og i bókinni „Fram til orrustu” þar sem kafli er um Rikharð, er það haft eftir sænska landsliðseinvaldinum i knatt- spyrnu að Rikharður sé af svipuðum gæða- flokki og sjálfur Puskas á yngri árum. „Ég stóð landsliðsnefnd til boða i 21 keppnistimabil”, segir Rikharður. „Minn fyrsta landsleik lék ég 1946, þá sextán ára, og þann siðasta 1965. Ég hafði ætlað að hættá fyrr, en árið 1964 var ég settur útúr landsliðinu og það hljóp i mig einhver kergja. Ég vildi hætta sjálfur i landsliðinu, en ekki vera settur útúr þvi af öðrum. Svo ég héltáfram að æfa i eitt keppnistimabil i viðbót, komst i landsliðið á ný, og hætti svo. Svona er nú þrjóskan mikil.” — Æfðuð þið mikið á þessum árum? „Já, það gerðum við, og mun meira en fólk virðist halda i dag. Ég æfði lika alla tið miklu meira en á hinum venjulegu æfing- um. Og leikirnir voru ekki svo miklu færri en núna, eins og margir telja. Nú er bara eitt Reykjavikurmót, auk Islandsmótsins, en hérna einu sinni voru þau tvö, auk tveggja eða þriggja annarra móta. tslands- mótið var bara eitt af mörgum mótum, þannig að leikirnir urðu þegar upp var staðið hreint ekkisvofáir.” Guiiölöin — H versvegna er þessi fótboltadella hér á Skaganum? „Það er útilokað að benda á eitthvað ein- stakt i þvi sambandi — ekki nema þá stað- reynd að við áttum svo gott lið hér áður fyrr. Þegar ég kom hingað uppá Akranes 1951, eftir að hafa verið i f jögur ár að læra i Reykjavik, þá hafði ÍA aldrei átt landsliðs- mann. Fljótlega vinnum við Islandsmótið og fáum þá strax landsliðsmenn til viðbótar við mig. Þróunin varðsiðan sú að við áttum átta menn i landsliði og tvo varamenn — 10 menn i allt. Þetta endurtekur sig áreið- anlega aldrei. Þetta var þannig á timabili, að þegar nýir menn komu af varamanna- bekknum inni Akranesliðið, þá fóru þeir sjálfkrafa i landsliðiö. I dag eigum við eng- an sem er sjálfsagður i landsliðið.” — Haldið þið gömlu kempurnar, Rikki Donni, Þórður, Guðjón... saman að ein- hverjuleyti. Þekkistþið ennþá? „Já, við höfum haldið hópinn svona eins ogeðlilegt má teljast. Við hittumst svona j stórafmælumhver hjá öðrum og svo fram- vegis. Sumir eru lika ennþá að æfa, ég var t.d. að keppa i fyrradag á íslandsmóti fyrir öldunga. Allflestir búum við hérna áfram. Tveir eru látnir, og tveir farnir suður, en við hinir erum hér ennþá”. — Njótið þið sérstakrar heiðursmeðferð- ar i bænum? „Nei, sem betur fer ekki. Við erum hér eins og hverjir aðrir bæjarbúar og eigum heldur ekki að vera annað. Ég veit ekki hvort þaö er rétt að vera að lyfta mönnum á vindra

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.