Helgarpósturinn - 06.08.1982, Page 5
5
irinn Föstudagur 6. ágúst 1982
hafa verið veitt fyrir á árinu,
munu koma til landsins.
Þetta mundi spara þjóðarbúinu
talsverðar fjárhæðir, auk þess
sem það mundi stuðla að minnk-
andi sókn i fiskistofna.
„Tilgangurinn er sá að togara
flotinn mun einfaldlega ganga
úr sér og þær útgerðir sem verst
erusettarfara „á hausinn”, segir
einn heimildarmanna okkar.
Þessi ráðstöfun hefur að sjálf-
sögðu það i för með sér, að at-
vinna við sjávarútveginn mun
minnka. Hinsvegar má gera ráð
fyrir þvi, að það geti skapað inn-
lendum skipasmiðaiðnaði verk-
efni næstu árin við nýsmiði, þegar
efnahagurinn fer aftur að rétta
við, en afkastageta islenskra
skipasmiðastöðva er þrir til fjórir
togarar á ári.
Skorið niður fé
Um niðurskurð i landbúnaði
hefur áður verið fjallað i Helgar-
póstinum. Þar hafa bændasam-
tökin gert tillögur um að 50 þús-
und fjár verði skorin niður i haust
og önnur 50 þúsund næsta haust.
En til að bændur standi undir
þeirri fækkun fjár er farið fram á
30 milljónir króna úr rikissjóði.
Skattar og styrkir
Settar hafa verið fram tillögur
um nýja skatta og að þeir at-
talsverðra tekna. Engu að siður
hefur hann lika valdið 900 milljón
króna viðskiptahalla, sem jafn-
gildir um 6—7% af þjóðar-
framleiðslunni.
Eitt mikilvægasta verkefnið er
að draga úr þessum innflutningi.
Þar koma ýmsar leiðir til greina,
en einna áhrifarikasta leiðin er að
draga verulega úr útlánum úr
bönkum.
Samdráttur i fram-
kvæmdum
Samdráttur i framkvæmdum
hins opinbera er varla fram-
kvæmanlegur fyrr en á næsta ári,
þar sem framkvæmdir ársins eru
flestar komnar langt á veg. Þetta
verður verkefni þeirra sem koma
saman fjárlögum næsta árs.
Miklar opinberar fram-
kvæmdir á undanförnum árum
hafa stuðlað að þvi, að hér hefur
veriðmikil vinna. Með samdrætti
má þvi búast við vaxandi at-
vinnuleysi i byggingariönaöinum.
Það er þó ekki meira en margir
hafa lengi búist viö, menn hafa
rætt um „íalið atvinnuleysi” i
skjóli mikilla opinberra íram-
kvæmda.
Til viðbótar þessu heíur Svavar
Gestsson heilbrigðis- og íélags-
málaráðherra rætt um, að auka
Kreppan nú og þá:
1967 hvarf síldin —
1982 hvarf loðnan
Afailið 1967—’69 þegar sildin
hvarf var talsvert meira en það
áfall sem þjóðfélagið hefur nú
orðið fyrir.
Við hvarf sildarinnar varð um
45% samdráttur á framieiðslu
útflutningsatvinnuveganna. Nú
er rætt um 15% samdrátt við
hvarf loðnunnar og minnkandi
þorskafla.
Gengið var fellt haustið 1967
og aftur haustið eftir, um sam-
tals 48%. Við það hækkaði er-
lendur gjaldeyrir að meðaltali
um 204% á þessum tveimur ár-
um.
„1 tölum talið var áfallið
1967-’68 talsvert meira en núna.
En ástandið núna er að þvi leyti
verra, að efnahagsástandið i
heiminum er allt i mikilli lægð.
Við getum þvi ekki vænst hjálp-
ar frá erlendum mörkuðum eins
og gerðist þá”, segir Ólafur
Daviðsson forstöðumaður Þjóð-
hagsstofnunar viö Helgarpóst-
inn.
Þessu til viðbótar má benda á,
að 1968 hafði landhelgin ekki
verið færö út. Nú hefur það ver-
ið gert, og við höfum auk þess
nýtt til fulls fiskistofnana. Við
höfum tekið út það sem útfærsla
landhelginnargaf.
Auk þess eiga fiskafurðir okk-
ar i harðri samkeppni á erlend-
um mörkuðum. Það er þvi ekki
að vænta veröhækkunará þeim
á næstunni.
A árunum eftir 1967 fór verð á
útflutningsvörum okkar hins-
vegar hækkandi og auk þess
hófst útflutningur á ullar- og
skinnavörum. En verðbætur á
laun voru lika skertar og 1 1/2%
launaskattur var settur á. Með
þessum aðgerðum og fleiri,
meðal annars eflingu atvinnu-
lifsins,fór verðbólgan úr 24%
1969 niður i 14% 1970 Og 7% 1971.
Eftir það hækkaði hún i 14% ’72,
25% ’73 og 39% ’74. Jafnframt
var farið að semja beint við
verkalýðsfélögin um verðbætur
á laun og auknar niðurgreiðslur.
Siðan hefur verðbólga á tslandi
verið „á flugstigi”.
Er verðbólgan þá orðin hams-
laus og ómögulegt að koma i veg
fyrir að hún fari i 80% á næsta
ári?
Þeirri spurningu er erfitt að
svara. A hitt má benda, að verð-
bólgan i nágrannalöndum okkar
stefnir i 7.5% Sérfræðingar i
alþjóða efnahagsmálum segja,
að nú riki svonefnd „miðlungs-
kreppa”, sem taki um þrjú ár til
viðbótar aökomast útúr. Von er
til þess að tslandi takist að
fylgja öðrum löndum út úr
kreppunni.
vinnuvegir sem verst eru settir
verði styrktir. Þetta hefur sömu
erfiðleika i för með sér og kjara-
skerðing eða gengisfelling. Féð
verður að taka úr vasa almenn-
ings. Sé þvi skynsamlega ráð-
stafað gæti slik ráðstöfun þó
borgað sig þegar frami sækir.
Endurskoðun á sjóða-
kerfi
Endurskoðun á sjálívirku sjóða-
kerfi atvinnuveganna heíur verið
nefnd i umræöum efnahags-
nefndarinnar, en virðist þó ekki
eiga miklu fylgi að fagna.
Helstu rökin fyrir slikri aögerð
eru þau, að til er fjöldi sjóða, sem
ætlaðir eru til að styrkja
ákveönar atvinnugreinar. Þar
eru alltaf til peningar, sem
streyma nánast sjálfkrafa til fyr-
iríram ákveðinna þarl'a, hvort
sem þeirra er þörf eöa ekki.
Einna skýrasta dæmið um þetta
eru án efa byggðasjóöur og fisk-
veiðasjóður. Sjálfvirkt fjár-
streymi úr þeim á stóra sök á of-
fjölgun togaraílotans.
liömlur á innflutning
Gifurlegur innflutningur fyrri
hluta ársins hefur aflað rikissjóöi
þurfi lramleiðni i islenskum
iðnaði, skera niður milliliði og
ylirbygginguna i þjóöfélaginu,
jafnl'ramt þvi sem „virkja” þurfi
versiunargróöann til almennings-
heilla. Þetta hefur lika sinar
dökku hliðar, helst þá, aö hætta á
atvinnuleysi eykst við slikar
aðgerðir.
Um miðjan ágúst?
Miklar umræður hala farið
fram um það hvenær efna-
hagsráðstaíanir verði lagðar
fram. Margir hafa spáö þvi, að
það verði ekki gert fyrr en Alþingi
kemur saman i haust. Það hefur
þó þann ókost, að alls óvist er
hvort rikisstjórnin hefur nægan
þingmeirihluta til að koma i gegn
umdeildum ráðstöfunum.
Það kemur þvi ekki á óvart, að
öruggar heimildir Helgarpóstsins
segja, að von sé á einhverjum
ráðstöfunum þegar um miöjan
ágúst. Hinsvegar hefur ekki náðst
samkomulag um þaö hvort leggja
eigi allar efnahagsráðstafanirnar
fram ieinu — ieinum „pakka”,—
eða hvort það veröur gert i nokkr-
um áföngum. Um það heíur verið
rætt mikið i efnahagsneíhdinni
undanfarnar vikur aö sögn heim-
ildarmanns okkar.
Síríus
sækir á brattann!