Helgarpósturinn - 06.08.1982, Síða 6
6
Einföld lausn á sárum vanda
Það á til að gerast hjá karl-
mönnum að forhúðin á getnaðar-
limnum bólgnar upp svo ekki er
hægt að hreyfa hana. Þarf vart að
segja neinum karlmanni það tvi-
vcgis að slíkt getur verið afar
kvalafullt.
Þegar karlmenn hafa leitað
lækninga við þessum fjára hafa
læknar hingað til þurft að beita
skurðhnifnum til að koma öllu i
réttar skorður. Nú hafa læknar á
borgarspitalanum i Arósum dott-
ið ofan á miklu einfaldari og auð-
veldari lausn. Hefur hún reynst
vel i niu tilvikum af hverjum tiu.
Nýja aðferðin er i þvi fólgin að
fyrst er kóngurinn og forhúðin
smurö með kremi sem inniheldur
deyfilyf. Siöan er tekinn gúmmi-
hanski númer8, fylltur isvatni og
dreginn upp á liminn, rétt eins og
Hanskinn nr. 8 er fylltur isvatni,
limnum stungið inn i þumalinn og
haldið þar i stundarfjórðung, þá á
bólgan aövera horfin.
smokkur. Kælingin ásamt þrýst-
ingnum veldur þvi að það dregur
úr bólgunni svo hægt er að setja
forhúðina á sinn stað. Einfalt,
ekki satt?
Fertug
danshljómsveit:
Gautarnir
enn á fullu
llljómsveitin Gautar á Siglu-
firði er án efa ein elsta, ef ekki
elsta starfandi danshljómsveit á
islandi. Upplraf hennar má rekja
allt aftur til ársins 1942, en þaö ár
tóku að þenja nikkur sinar á hin-
um nafntoguöu sildarböllum á
Siglufiröi bræður tveir,Guðmund-
ur og Þórhallur Þorlákssvnir, oft-
asl kenndir viö Gautland. Þeir
Gautlandsbræður urðu fljótt
landsfrægir, enda frábærir tón-
listarmenn.
Hafa þeir vafalitið átt sinn þátt
i þvi að skapa hina margrómuðu
„Siglóstemmningu” sem enn
þann dag i dag er vafin róman-
tiskum ævintýraljóma I hugum
svo margra.
Fljótlega fjölgaði i hljómsveit-
inni og var þvi nafn hennar stytt i
Gautar. Ýmsir kunnir tónlistar-
mennhafa leikið með Gautunum i
gegnum árin. Má þar til dæmis
nefna Geirharð Valtýsson, eða
Gerhardt Schmidt, en hann setti
mikinn svip á tónlistarlif Siglfirð-
inga þann skamma tima sem
hann starfaði þar. A þeim tima
léku Gautarnir undir á vinsælli
plötu karlakórsins Visis, og fleiri
tum hefur hljómsveitin eöa ein-
stakir meðlimir hennar átt hlut
að.
Siðan þeir Gautlandsbræður
þöndu dragspil sin á sildarböllun-
um á Siglufiröi fyrir fjörutiu ár-
um, hefur mikið vatn runnið til
sjávar. Sildin hvarf eins og al-
kunna er og með henni auðvitað
hin rómaða sildarstemmning. 1
dægurtónlistinni hafa á þessum
tima fleiri en eitt byltingarskeið
gengið yfir. Gautlandsbræður
hafa nú safnast til feðra sinna,
eftir aö hafa verið raunveruleg
goðsögn i lifanda lifi, en merki
þeirra hefur ekki verið látiö falla.
Þau sem þvi vandasama hlut-
verki gegna i dag að halda þvi á
lofti eru: Elias Þorvaldsson, git-
ar, hljómborð, Rafn Erlendsson
trommur, söngur, Sverrir Elef-
sen bassi, Selma Hauksdóttir
söngur og Stefán Friöriksson git-
ar.
Gautarnir hafa i sumar leikið á
dansleikjum vitt og breitt um
Norðurlarid, meðal annars i Sjall-
anum, hinni nýju og glæsilegu
gleðihöll Akureyringa, og mun
fyrirhugað að þau skemmti þar
aftur i sumar. Einnig mun
Reykjavikurferð verið i bigerð.
Aðspurð segjast þau leitast við aö
leika tónlist við sem flestra hæfi
og reyna að fylgjast sem best með
timanum i þvi efni. Hvað plötu
áhrærir, þá segjast þau eiga i fór-
um sinum nokkuð af lögum og
textum sem aldrei sé aö vita
nema sjái dagsins ljós á skifu.
Raunar mun plata hafa verið i bi-
gerð hjá þeim félögum siöastliö-
inn vetur, en ekkert varö af gerð
hennar vegna óviöráöanlegra
ástæðna. En vonandi fáum viö aö
heyra i þessari fertugu, en þó si-
ungu hljómsveit á plötu sem allra
fyrst, þvi það er nú einu sinni til
máltæki sem segir: „Alit er fer-
tugum fært”.
Lilja Bjarnadóttir falbýður sængurfötin á útimarkaðnum
viö Laugaveg.
Útimarkaður lífgar
upp á Laugaveginn
Það er mál manna að bæjar-
bragurinu hafi orðiö stórum
hressilegri eftir að útimarkaö-
urinn á Lækjartorgi var settur á
laggirnar. Þar getur hver sem
vill komið með varning sinn og
falboöið þeim sem leið eiga um
miöbæinn.
Nú ætlar Geröur kaupmaður i
Flónni að endurtaka leikinn
uppi á Laugavegi. A hornlóð
Laugavegar og Klapparstigs
hefur hún látið rifa niöur báru-
járnsgrindverk og opnað með
þvi litinn garð sem leyndist þar
á bakvið. Þennan garð hefur
hún látið helluleggja og snyrta
til auk þess sem byggð hefur
verið verönd við hornhúsið.
Þarna getur fólk komið með
varning sinn og boðið til sölu.
Einnig kemur til greina aö
halda þarna litla konserta,
uppákomur og annan gleðskap.
Þegar Helgarpósturinn leit
við i garðinum á dögunum var
Lilja Bjarnadóttir búin að raða
kössum á borð og tekin til við að
selja sængurver, lopapeysur,
barnaföt ofl. Innanum mátti
lika sjá kaffivél og forláta
hnifaparastell fyrir 12, húðað
með nýsilfri. Væntanlega fær
Lilja einhvern selskap og jafn-
framt samkeppni þarna i fram-
tiðinni.
HnuUu í fullu ejUri i irlnu 1976.
Gautar á arinu 1976.
Æ >
\
Föstudagur 6. ágúst 1982 ~Tjúsfurinn
ÁLFARNIR í
COTTINGLEY
öll höfum við einhverntima
gælt við þá hugmynd, að ein-
hversstaðar séu til álfar. A ts-
landi eru til óteljandi sögur af álf-
um —og enn í dag er til fólk, sem
er sannfært um tilvist þeirra.
Dæmin þekkjum við: ekki má
leggja veg hér eöa þar eöa slá:
jiennaii hólinn eða hinn vegna
þess að þar búa álfar.
Við rákumst nýlega á breskt
timarit, sem birti myndir af álf-
um. Myndirnar voru teknar siðla
árs 1918 og sýna litlar stúlkur
leika sér viö álfa í Cottingley
nærri Bradfordí Vestur Jórvi'kur-
skiri á Englandi.
Stúlkurnar tvær, Frances
Griffiths og Elsie Wright, voru
(og eru, þvi báöar eru enn á li'fi)
frænkur og léku sér löngum
stundum við lækjarsprænu nærri
heimilum si'num. Þær sögðu ætt-
ingjum sinum sögur af álfunum,
sem þær þekktu og léku sér við,
en enginn tók mark á þeim. Þar
til einn daginn, að Arthur Wright,
faðir Elsie, framkallaði plötur úr
myndavélinni, sem hann hafði
lánað dóttur sinni einhverju sinni.
Hann sá undarlegar figúrur á
tveimur myndanna, figúrur sem
ElsieogFrances fuliyrtu að væru
vinir þeirra álfarnir.
Mál þetta vakti mikla athygli i
Englandi á sinum ti'ma og lærðir
menn og leikir (þeirra á meðal
Sir Arthur Conan Doyle, höfundur
sagnanna um Sherlock Holmes)
skrifuðu um álfana langar grein-
ar. Aldrei tókst þd að sanna að
myndirnir væru falsaðar og
stúlkurnar tvær halda þvi enn
statt og stöðugt fram að þær hafi
engin brögð hafti tafli. Rannsókn
á herbergjum þeirra leiddi ekkert
það i ljós, sem gaf til kynna að
þær ættu sér dúkkur sem litu út
eins og „álfarnir” á myndunum
og ekki var vitað til að þær hefðu
verið skreytnar fram að þessu.
Niðurstaðan varð engin. Þeir,
sem trúa á álfa, telja væntanlega
að þarna hafi fengist merk sönn-
unargögn og þeir, sem ekki trúa,
telja á sama hátt væntanlega að
enn ein blekkingin hafi átt sér
staö.
Púma á norðurslóðum
Púma heitir dýr af kattarkyni,
öllu stærri þó en þeir sem hringa
sig á púðum hérlendis. Púman er
ættuð af suölægum slóðum og
fremur sjaldscð i Evrópu nema
þá i dýragörðum.
Undanfarnar vikur hafa ibúar i
landamærahéruðum Danmerkur
og Þýskalands þó lifað i stöðugum
ótta við að verða fyrir árás púmu,
þvi eitt eintak af þessari dýrateg-
und hefur gengiö laust i Slésvik--
Holstein.
Margir hafa talið sig sjá dýrið
en ekki hefur tekist að klófesta
það enn. Það hefur ekki valdið
mannskaða en i vikunni sem leið
lenti þó einn i klóm púmunnar.
Það var 38 ára gamall Þjóðverji,
Uwe Sander, sem ók fram á púm-
una nærri bænum Husum. Hann
Hann á
afmæli í ár
Sennilega hefur brjóstahaldarinn
sem Otto Titzinger færði sina
heittelskuðu Swanhildi i nóttina
góöu árið 1912 verið öllu efnis-
meiri en þetta plagg sem birtist á
sýningu erlendra tiskufyrirsæta i
Glæsibæ sl. vetur.
Brjóstahaldarinn
kominn á
eftirlaunaaldurinn
Þótt konur hafi I stórum stíl
lagt af notkun brjóstahaldara
verður þessi merka uppgötvun að
teljast athyglisverður kapituli i
sögu klæðagerðarlistarinnar. Þvl
er á þetta minnst að I ár munu
vera 70 ár frá þvi brjóstahaldar-
inn reif sig lausan frá því seig-
drepandi pyndingartæki sem
nefnist lifstykki og hóf að lifa
sjálfstæðu lLfí.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
það hvern skuli titla höfund þess-
hélt fyrst að þarna væri á ferð
schaferhundur en svo sá hann að
hér væri komin púman sem lög-
reglan var að eltast viö. Hann
stöÖvaði bilinn og teygði sig i hey-
kvisl sem lá i aftursætinu, en
púman var sneggri og réðst á
hann. Eftir nokkur átök náði Uwe
yfirhöndinni en púman reif sig
lausa og hvarf. Ekki olli hún Uwe
miklum meiðslum, þó var hann
illa rispaður á upphandleggjum.
Það sem lögreglan undrast
mest er hvaðan dýrið er komið.
Enginn dýragarður hefur lýst eft-
ir púmu. Ibúar svæðisins halda
þvi fram að hér sé komin púma
sem hvarf úr dýragarði á Norð-
ur-Jótlandi fyrir 10-12 árum, en
dýrafræðingar telja það af og frá,
að sú púma sé enn á meðal vor.
arar uppfinningar. Sumir segja
að það hafi verið Þjóðverjinn Sig-
mund Lindauer sem stal hug-
myndinni frá bróður sinum árið
1912. I bókinni „Bust-up” eftir
Bandarikjamanninn Wallace
Royburn sem hefur að geyma
sögu brjóstahaldarans og forvera
hans, lifstykkisins, segir hins
vegar að annar Þjóðverji, Otto
Titzling, hafi fyrstur manna feng-
ið einkarétt á framleiðslu hans.
1 bók Royburns segir að Titz-
ling hafi opinberað uppgötvun
sina fyrir sinni heittelskuðu
Swanhildu á hótelherbergi i New
York. En brjóstahaldarinn hélst
ekki lengi á sinum stað, hlýrinn
slitnaði. Siðan hafa margir hlýrar
slitnað i hita leiksins. En Titzling
þessi lést 30 árum eftir nóttina
góðu i New York, kalinn á hjarta
af þvi að uppgötvunin færði hon-
um minni frægð en hann hafði
vonast eftir.
Fyrstu brjóstahaldaramir sóm
sig f ætt lifstykkisins. Þeir voru
grjótharðir og styrktir stálpinn-
um til að halda réttu lagi. Siðan
fóru þeir að mýkjast og á sjöunda
áratugnum fundu framleiðendur
upp á þvi' að fóðra þá með
svampi.
En eins og áður sagði fer tvenn-
um sögum af uppruna brjösta-
haldarans. Ein sagan segir að
keisari einn sem ri"kti i Kina á 8.
öld, Hsuan Tsung, hafi átt frillu
sem varð það á að detta upp i hjá
hershöfðingja keisarans. Sá gerði
henni þann óleik að bi'ta hana i
brjóstiö svo stórsá á. Nú voru góð
ráð dýr svo hún huldi brjóst sin
rauðu silki. Þetta fannst keisar-
anum ofsasmart og siðurinn barst
um aila höllina og siðar út fyrir
veggi hennar. Þarna var kominn
visir að fyrsta brjóstahaldaran-
um.
En við skulum halda okkur við
vestrænu útgáfuna ænda hefur
hún haldist litið breytt frá nætur-
fundum þeirra Ottós og Swanhild-
ar árið 1912.