Helgarpósturinn - 06.08.1982, Qupperneq 12
12
Föstudagur 6. ágúst 1982
Frá sýningu 7—menninganna í
Norræna húsinu - ein fersk-
asta samsýning sem haldin
hefur verið í sumar, segir
Halldór Björn í umsögn sinni.
zp'Ssturinrx.
7 / Norræna húsinu
,,7sýna f Norræna hiísinu”, er
sýning sem hófstum verslunar-
mannahelgina og mun standa til
16. ágUst. Eins og nafnið gefur
til kynna, eru þaö 7 listamenn
sem standa fyrir þessari sýn-
ingu og eru þeir allir nýútskrif-
aðir úr hinni „frægu og marg-
umtöluðu” nýlistadeild viö
eftir Halldór Björn Runólfsson
Myndlista- og handiðaskóla Is-
lands. Hópinn skipa Daði Guð-
björnsson, bræðurnir Pétur og
Tumi Magnússynir, Kristján
Steingrimur Jónsson, Ómar
Stefánsson, Ragna Hermanns-
dóttir og Þorlákur Kristinsson.
Þetta er fremur samstilltur
hópur, sem fæst við málverk i
sinni fjölireytilegustu mynd, að
Rögnu frátaldri sem gengur út
frá ljósmyndum.enda hafði hún
stundað ljósmyndun í 10 ár, áð-
ur en hUn gerðist nemandi I ný-
listadeildinni.
Það kemur manni á óvart hve
frjálslega menn nálgast listina.
Þaðereins og verið sé að bæta
fyrir alla þá stifni sem elt hefur
islenskt málverk meö örfáum
undantekningum, allt frá upp-
hafi. Það er greinileg þörf fyrir
að láta gamminn geysa i hinu
„nýja málverki”. Það hefur tvi-
mælalaust sina kosti aö um-
gangast tjáningarmiöilinn með
alvöruleysi (sem vissulega er
ekki réttaorðið, þvinóg er af al-
vöru i list hópsins, heldur má
segja að túlkunin sé ,,án hátiö-
leika”) , en hinu er ég ekki
sammála, að hér sé á ferðinni
eitthvert marktækt úrtak, sem
hægt sé að kalla „islenska nýja
málverkið”.
Þannig held ég aö ómögulegt
sé að dæma um það á þessu
stigi, aö hvaða leyti islenska
málverkið sé frábrugðið þvi
þýska og italska, eins og reynt
er að fiska eftir i sunnudags-
blaði Timans (viðtal við 7-
menningana, 1. ágúst). Þaö er
engin reynsla komin á þetta
fólk,þannig að hægtsé að leggja
einhverjar linur, þótt tilþrifin
leyni sér ekki i mörgum verka
þeirra.
Þaðer t.a.m. einkennandi hve
Þorlákur Kristinsson er miklu
snarpari I fi'gUrativum myndum
sinum en óhlutbundnum og
virðast þessir tveir stilar litið
eiga sameiginlegt. „Nafnlaus”
(3) finnst mér bera af.
Daöi Guðbjörnsson er hins-
vegar fylginn sér i stilistiskri
aðferö. Bæði málverkin og graf-
ikmyndirnar benda til þrosk-
aöra vinnubragða, án þess að
slikt gangí nærri sjálísprottinni
tjáningu hans.
Ómar Stefánsson er hæpnasti
maður hópsins. Það kemur til af
karikatúriskum svip málverka
hans. Kannski er það ekki grin-
myndin sjálf sem veldur þessu
(þvi margir hafa notaö slikt
með góðum árangri svo sem
Georg Grosz), heldur hitt að
ómar notar íslensk-ættaða grin-
myndagerð sem undirstöðu
verka sinna. Hann siglir m.ö.o.
á mið „Eden-málaranna”.
Kristján S. Jónsson notar i
bestu myndum sinum hug-
myndrænan bakgrunn til aö
byggja á. Syrpa sú sem hann
málar kringum skynfæri
mannsins, minnir óneitanlega á
hugmyndina að baki tepparöö-
inni „Stúlkan og einhyrningur-
inn” sem hangir i Baöhúsa-
safninu i Parls (Cluny). Krist-
ján afsannar kenninguna, aö
nýja málverkið á Islandi sé ó-
intellekuelt.
Þeir bræðurnir Tumi og Pétur
eru mjög ólikir i afstööu sinni,
þótt tvömálverk þeirra séu gerö
i sameiningu. Tumi málar
hressilegar og einfaldar figúra-
sjónir, gjarnan byggðar á hug-
myndum um sveitasælu.
„Gamli bærinn” (38) er eitt-
hvert besta málverkið á sýning-
unni.
Pétur vinnur hins vegar all—
harðsoðnar en hrifandi mynst-
urmyndir og notar margfaldan
umbúðapappir til að mála á,
sem hangir likt og teppi á vegg.
Þaö er fremur hugvitssemin i
aðferðafræði og skemmtileg
útfærsla efniviðarins sem held-
ur verkum Péturs á lofti en
sjálf mynsturgeröin, þótt hún sé
mjög lifandi.
Lestina rekur eini listamað-
urinn í hópnum, sem ekki er
karlmaður og notar ekki mál-
verk til að tjá sig með. Ragna
Hermannsdóttir sýnir ljós-
myndaverk, unnin á mjög ljóð-
rænan hátt meö hjálp daufra
lita og handmálar hún verk sin.
,,36andlit” (27) er skinandi gott
verk fullt af draumkenndum
hugmyndum.
Sýning 7-menninganna i Nor-
ræna húsinu er ein ferskasta
samsýning sem hér hefur verið
haldin i sumar. Ef tekiö er mið
af stuttum ferli listamannanna,
má búast við skemmtilegu
framhaldi af þeirra hálfu.
Það er einföldjausn
að lifa í vímu...
Ragnar Ingi Aöalsteinsson
frá Vaðbrekku:
fcg er alkóhólisti
Ljóö (48 bls.)
Ljóöhús 1981.
Ragnar Ingi Aöalsteinsson
hefur áður gefið út tvær ljóöa-
bækur, Hrafnkelu (1974) og
Undir Hólmatindi (1977). Þess-
ar bækur hafa nokkra sérstöðu
meöal verka yngri skálda að þvi
leyti að nærri öll ljóðin eru ort
undir hefðbundnum háttum.
Reyndar er töluvert mikið i
þessum bókum af kersknis- og
háðskveðskap, en til sliks brúks
hafa hinir hefðbundnu hættir
mjög verið notaöir á siðustu
árum. En þar er einnig að finna
alvarlegar tilraunir til þess að
yrkja marktæk ljóð undir hefö-
bundnum háttum. Þessar bækur
sýna vel aö Ragnar er bullandi
hagmælskur, en hagmælskan
verður honum oft að fótakefli
þegar hann fellur ofan i þá
gryfju aö láta meira og minna
sjálfvirka tjáningarhætti hefö-
arinnar ná valdi yfir sér.
Þessi nýja bók, Ég er alkóhól-
isti, er frábrugöin fyrri bókum
Ragnars á fleiri en einn veg.
Hann notar aö sönnu hefðbundið
bragform, en beitir þvi á miklu
agaðri og markvissari hátt en
áður. Orðfærið er einnig að
mestu leyti laust undan fargi
ljóðhefðarinnar og orðið per-
sónulegt. Ennfremur er ljóða-
bókin einn ljóðaflokkur sem
fjallar um atmarkaö efni i
þremur köflum.
Hver kafli bókarinnar er með
sinn sérstaka bragarhátt. Þó að
þessir bragarhættir séu ólikir
innbyrðis þá hafa þeir það sam-
eiginlegt að vera ekki dauð um-
gerð um orð heldur eru þeir not-
aðir markvisst til þess að auka
áhrifamátt oröanna. Ljóö-
stafasetningu og rimi er þannig
fyrir komið að það falli hvort-
tveggja á orð sem eru merking-
arlega mikilvæg, mikilvægari
en orðin sem i kring eru. Með
þessum hætti er bragarháttur-
inn notaður markvisst til að
vinna með og auka á merkingu
oröanna.
Annað einkenni á ljóðunum i
þessari bók er aö öll mælska er
skorin niður i lágmark. Þaö
væri nær aö segja að stillinn sé
samþjappaður og fáorður.
Skáldiö hefur á allan hátt beitt
sig verulega meiri ögun en finna
má dæmi um i fyrri bókunum.
Eins og nafnið bendir til fjall-
ar bókin um alkóhólista og
alkohólisma. Er hér um að ræða
nærgöngula persónulega tján-
ingu á ástandi og fyrstu skref-
unum til þess aö ná valdi á
þessu ástandi.
Fyrsti hluti ljóðaflokksins
heitir Reynsla og er hann eins
og nafniö bendir til lýsing á
ástandi alkóhólista og þó öllu
fremur hugarástandi hans.
Hefst flokkurinn á þessu ljóði:
Ég er alkóhólisti, —
miskunn, ég get ckki meir,
máttvana ligg ég
i höggdofa skjálfandi nekt.
Svört liður nóttin, —
bugast hinn brákaði reyr.
Komdu i dögun
og leystu mig ljáberi kær,
lif mitt er stia
mörkuð af áfengisþörf.
Svört kemur nóttin
nær, — nær, —
öll ljóöin i fyrsta kaflanum
’hefjast á orðunum: Ég er alkó-
hólisti, og siðan kemur knöpp
útlistun á þvi hugarástandi
alkóhólistans. Ekki er þvi að
leyna að andrúmsloftiö og sum-
ar lýsingar minna mann tölu-
vert á bölsýni nýrómantisku
skáldanna i upphafi aldarinn-
ar,en yfirleitt veldur það ekki
mikilli truflun.
Ljóðin i fyrsta kaflanum eru
12 eins og reyndar einnig i hin-
um tveimur.
Annar kaflinn heitir Spor. Eru
þar i stutt fimmlinuljóð. Ljóðin
eru einskonar innri sjálfsskoð-
un, innhverf athugun skáldsins
á huga sinum, upphaf aö þvi að
slita þann vitahring sem lifiö
hefur fallið i:
Andlegan vanmátt
gcgn áráttu holdsins
er erfitt að skiija.
Ég get ckki gctað,
ég vil ekki viljað. (I)
Ragnar Ingi - nærgöngul
persónuleg tjáning, segir
Gunnlaugur í umsögn sinni.
Það er einföld lausn
að lifa i vimu.
Leystur er vandinn
þcgar höfuðið
hverfur í sandinn. (IX)
Þriðji kafli ljóöabálksins heit-
ir Ganga. Þar er eins og nafnið
ber meö sér glímt við gönguna
miklu, gönguna út úr vita-
hringnum, en sú leið liggur i
gegnum sálardjúpin myrku út
undir bert loft, út i frelsið:
Ég cr aikóhólisti
undir minni skel
er ýmislegt
scm þjakar mina sál.
Mér er byrði
að bera þessa dul,
mér ber að gera
i
ævireikningsskil
og vinna vcl.
Læra að þekkja
það sem helst ég vil
og þá er aftur
gottað vera til.
Vert er að benda sérstaklega
á ytra form þessa ljóðs, sem er
eins og allra hinna i þessum
kafla, en það sýnir glöggt
hvernig Ragnar fer með hina
hefðbundnu þætti islenskrar
ljóðagerðar.
Með þessari bók hefur Ragn-
ari Inga Aðalsteinssyni tekist aö
ná valdi á aö nota hefðbundið
bragform til þess aö tjá hug sinn
án þess að falla að ráði i freistni
sjálfvirkrar orðanotkunar hag-
mælskunnar. Er það meira en
sagt veröur um flesta yngri
menn sem reynt hafa i seinni tiö
að yrkja i hefðbundnu formi.