Helgarpósturinn - 06.08.1982, Page 14
_______Föstudagur 6. égOst 1962 ,r,nr|
„LjOOabOh. bo
Þiö verðið að kynnast Einari Braga og það fyrr en seinna, sagði einn vinur okkar
um daginn.
Við fórum að ráðum þessa ágæta manns og tókum hús á Einari í vinnuherbergi
hans uppi á Skólavörðustíg, þar sem umferðin var stundum ærandi úti fyrir. Að þessu
sinni voru engar tilfæringar, enda gaf húsnæðið ekki tilefni til þess, svo við gátum
snúið okkur beint að efninu.
Þegar upp var staðið, reyndist Einar hafa sprengt rammann, og vel það, og sagði
reyndar að þannig hefðum við getað haldið áfram allan daginn. Við verðum því að
láta okkur nægja að birta aðeins hluta samtalsins, en fyrsta spurningin, sem beint var
til Einars var um ætt hans og uppruna.
„Ég er fæddur og uppalinn á Eskifirði og
er þannig hreinræktaður Eskfirðingur, en
ég tel mig nú alltaf Austur-Skaftfelling, í
• aðra röndina, þvi aö ég á allar rætur þar og
var þar lika mikiö sem barn, og reyndar
einnig eftir að ég tók aö vaxa Ur grasi.
Móðurætt min er öll úr Austur-Skafta-
fellssýslunni og þetta fólk mitt flutti austur
á land' og varö ansi fjölmennt á Eskifirði
um skeið. Faðir minn var reyndar einnig
ættaður úr Austur-Skaftafellssýslu. Þegar
ég var krakki lenti ég suður i Suðursveit, og
var þar i nokkur sumur, og varð mjög
hændur að Austur-Skaftfellingum og hef átt
mjög náin tengsl við þá alla tið. Ég tel mig
þvi i viðasta skilningi Austfirðing.
Ef þú vilt vita nánari deili á minu for-
eldri, þá hét faðir minn Sigurður Jóhanns-
son. Hann var sjómaður alla sina ævi, skip-
stjóri á fiskibátum og siðar á flutningabát-
um fyrir Austurlandi og endaði sina ævi i
sjó. Hann fórst við Hornaf jörð 1946. Móðir
min hét Borghildur Einarsdóttir og lifði
miklu lengur. Hún lést hér i Reykjavik á
siðastliðnu ári, oröin fjörgömul kona, eða
nærri 83 ára. Hún var fædd i Suðursveitinni
og hún var upprunnin þaðan og úr öræfum i
allar ættir langt aftur.
Ée ólst sem sagt upp á Eskifirði, átti þar
öll min bernskuár, viö öli sömu skilyrði og
strákar gera i sjávarþorpum. Minir
draumar voru allir bundnir við sjóinn, eins
og annarra stráka. Þaö þótti ekki maður
með mönnum, ef hann fór ekki á sjóinn eða
fékkst við eitthvað, sem þvi viðvék.
Ég fór þannig aö heiman 16 ára gamall,
eiginlega fyrir fulltog allt. Ég fór þá á vetr-
arvertið á Hornafiröi á litlum bát, var þar i
Mikleynni. Þá hugsaði maður sér náttúr-
lega að halda þvi áfram. Ég var nú hins
vegar þannig settur, aö ég var svo ofboðs-
lega sjóveikur, að ég sá það fljótlega, að
það væri vonlaust að ég gæti nokkurn tima
lifaðá sjó. En þaövar lika þörf fyrir menn i
landi við bátana og ég hefði vel getað hugs-
að mér að stunda það til frambúðar.
En atvikin taka oft fram fyrir hendurnar
á manni og maður veit litið um það sjálfur
hvað verður um ævi manns. Það fór eins
með mig. Þegar ég var búinn að vinna fyrir
mér við sjó og land, safnaðist smám saman
ofurlitill peningur i vasana, og varð það úr,
að ég fór á Héraösskólann á Laugum. Það
var tveggja vetra skóli, en ég var þar að-
eins einn vetur, fór i eldri deildina, fékk að
þreyta eitthvert pungapróf þar og stóðst
það að þvi er sagt var, og lauk skólanum
þannig á einum vetri. Þar réðst það nú lika,
að ég fór siðan i menntaskóla. Ég lenti hjá
dr. Leifi Asgeirssyni, hann var þá skóla-
stjóri á Laugum, ákaflega mætur maður og
vildi sinum nemendum vel og vakti yfir vel-
ferð þeirra, og hann hafði hugmynd um, að
ég hefði áhuga á að stunda nám.
Það var fyrst og fremst fyrir hans hvatn-
ingu og hjálp, að ég fór svo i menntaskólann
á Akureyri og lauk þar stúdentsprófi utan
skóla 1944.”
Grundvöllurinn
— Þúsegist telja þig Austur-Skaftfelling,
en þú hefur skrifað sögu Eskifjarðar.
„Já, ég hef gert það og það eru orðin þr jú
bindi og engan veginn búið ennþá. Ég hef
stundum sagt þegar menn voru að spyrja
mig að þvi hvað þetta ætti að verða langt,
að það yrði tvö hundruð bindi. Ég býst nú
ekki við, aö mér endist aldur til að skrifa
þau öll, en það er bæði i gamni og alvöru
sagt. Ég hef kannski ekki hugsað þetta sem
sögu Eskifjarðar, heldur sem sögurit, sem
gæti haldið áfram að koma út ef verkast
vildi. Það má segja, að ég hafi átt töluverð-
an þátt i að hrinda þessu af stað og mér
fannst þá, að mér væri lika skylt að reyna
að koma verkinu úr höfn.
Ég tók að mér upphaflega að skrifa
fyrsta bindið, en siðan festist ég i þessu,
þannig að ég var kominn með feykilegt efni
i hendurnar. Það hefur nú orðið svo, að ég
hef skrifað þrjú bindi, og liklega skrifa ég
eitt i viðbót.
Mér finnst þetta töluvert þýðingarmikill
þáttur i minu rithöfundarstarfi. Ég lit nú
þannig á, að það eigi að vera þáttur i al-
mennri menntun hvers manns að þekkja
eitthvert svið nokkurn veginn til hlitar, og
helst betur en nokkur annar i heiminum. Ég
veit ekki hvort það var tilviljun eða art til
staðarins, sem olli þvi, að ég hreinlega
valdi mér þetta sem sérsvið úr þvi aö ég
var kominn út i það.
Það er á allan máta eðlilegt i rauninni að
reyna að þekkja uppruna sinn og færa siðan
út akurinn. Og stundum, eins og ég var að
minnast á, festist maður i ýmiss konar
hlutum án þess maður eiginlega viti hvern-
ig það gerist. Einkanlega er manni hætt við
að festast i alls konar heitum, sem maður
hefur gert einhvern tima á ævinni.
Ég man að ég strengdi þess heit, þegar ég
var ungur,að ég ætlaði mér að sjá, áður en
yfir lyki, allt lsland, sem væri i byggö,og
hef veriðaðrembast við það fram á þennan
dag, en er nú ekki búinn að þvi ennþá. Ég
held, að það séu ein þrjú eða fjögur byggð-
arlög, sem ég hef aldrei komið i. En ég vildi
gjarnan, að mér tækist að leggja þess hátt-
ar grundvöll að minni menntun, að ég
þekkti best mina heimabyggð, þar næst
mitt eigiðland, sögu þess og þjóðarinnar og
þar næst það, sem i kringum okkur liggur.
Við erum evrópsk þjóð, og maður þarf að
þekkja að minnsta kosti i höfuðdráttum til
evrópskrar menningar, og það hef ég leit-
ast við að gera. Þetta er kannski nokkurn
veginn skýringin á hvað maður er að fást
við.”
— Þannig að ræturnar skipta þig miklu
máli?
„Ég held, að þær hljóti að skipta alla
menn miklu máli, en það er kannski mis-
jafnlega rikt i mönnum, ég veit það ekki, og
efalaust leggja menn misjafnlega mikla
rækt við þær. Mér er allt mikils virði, sem
nærri mér stendur. Ég tek tryggð við menn
og umhverfi og hluti, sem ég hef i kringum
mig, meira að segja svona hversdagslega
hluti eins og þessar flöskur (rauðvinskútar
tómir i gluggum og i þeim puntstrá. Innsk.)
eða annað, sem hér er inni.
Maður verður svolitið tengdur þessu,
þegarmaður er búinn að hafa þetta i kring-
um sig lengi, þær verða eins og hálfgerðir
ættingjar manns. Það kemur jafnvel yfir
mig að fara að yrkja um það, sem ég hef
hérna hjá mér, svona fyrir sjálfan mig og
hlutina. Þeir þurfa kannski ekkert siður á
þvi að halda heldur en aðrir.
Orl al vili
— Úr þvi að þú talar þarna um yrkingar,
hvenær byrjaðir þú aðyrkja? Hvaðolli þvi?
Var mikill skáldskapur i kringum þig þegar
þú varst að alast upp?
„Ég get varla svarað þvi hvenær ég byrj-
aði að yrkja, en ég held, að ég megi þó
segja, aðég hafi ekki ort neitt af viti fyrr en
ég var kominn um átján ára aldur, og
sennilega þætti mér þaö ekki ort af miklu
viti nú. Hvað hitt snertir, þá ólst ég upp i
frekar bókmenntalegu andrúmslofti.
Móðir min var afskaplega ljóðelsk kona
og þetta hefur verið rikt i minu móöurfólki
sérstaklega að hafa mætur á bókmenntum
og skáldskap og skáldum.
Ég heyrði mikið farið méð ljóð, og ljóða-
bækur voru til á heimilinu, og þetta kann
allt aðhafahaftsin áhrif, ég veit ekkert um
það. Annars held ég, að þeir sem yrkja ljóð
viti minnst um þaö sjálfir hvernig á þvi
stendur, að þeir gera það. Þetta er eitthvað
ómeðvitað, sem þeir komast ekki undan,
annars væru þeir ekki að þvi,- einhver
ástriða eða eðli manns að tjá sina lifs-
reynslu með þessum hætti og er þeim sjálf-
um, að minnsta kosti framan af, harla
ómeðvitað hvað er að gerast.
Kannski er hjá öllum mönnum þörf að tjá
sig, tjá bæði lifsreynslu sina og skynjun og
tilfinningar, en það eru ekki nema fáir sem
láta það eftir sér að vera að banga saman
ljóð, en þeir, sem það gera, eru þá stundum
kallaðir skáld. En hvort þeir eru meiri
skáld en aðrir, þori ég ekki að fullyrða. Mér
finnst ég stundum hafa rekist á ansi efnileg
skáld, sem ég veit ekki til að hafi nokkurn
tima ort i venjulegum skilningi.”
Dðvíö pumöari
— Var mikið um skáld i þinni sveit fyrir
austan?
„Nei, það var það nú ekki. Það voru karl-
ar, sem kváðu náttúrlega og ortu visur,
svona sveitahagyrðingar og sumir nokkuð
góðir, en ég man ekki eftir neinum rithöf-
undi,sem hefur komið frá Eskifirði, öðrum
en Halldóri Stefánssyni. Hann átti þar
heima frá barnæsku og fram á fullorðins
ár, og skrifaði, eins og þú veist, bæði smá-
sögur, skáldsögur og leikrit. En hann skrif-
aði mest eftirað hann fluttist frá Eskifirði.
Hann fór þaðan i kringum 1930 og þá var
ég á barnsaldri, þannig að ég held, að það
hafi ekki getað haft nein áhrif á mina
hneigð i þessa átt. Hún hefur sjálfsagt
nærst meira af þvi umhverfi, sem ég dvald-
ist i siðar, eftir að ég er farinn að heiman,
bvi ég fer svo ungur frá Eskifirði, eins og ég
sagði, og dvaldi siðan mest af uppvaxtarár-
um minum og þroskaárum i skólum, á allt
öðrum stöðum og enn öðrum stöðum að
sumrinu, þvi að maður varð að vinna sér
fyrir námskostnaði.
Ég er átján ára gamall, þegar ég fer i
menntaskólann og i menntaskólanum á Ak-
ureyri var náttúrlega mjög bókmenntalegt
andrúmsloft alla tið. Siguröur Guðmunds-
son, sem þá var skólameistari, var is-
lenskufræðingur og mjög mikill áhugamað-
ur um bókmenntir, sérstaklega hinar eldri
bókmenntir íslendinga og hefur skrifað
bækur um þær, og unni mjög islensku máli.
Þar kynntist maður skáldum, bæði skóla-
skáldum og staðarskáldum. Þar var nátt-
úrlega stærstur allra Davið Stefánsson. Ég
hafði snemma miklar mætur á Davið. Ég
hitti hann ekki löngu eftir að ég kom til Ak-
ureyrar fyrst,þvi að hann var þá bókavörð-
ur i Amtsbókasafnið, og þótti ekkert aðlað-
andi fyrir unga fólkiö, sem sótti safnið.
Hann var þungur á brún og gat verið dá-
litið þumbaralegur.
Ég notaði þetta safn afskaplega mikið og
smám saman fór að detta af honum drung-
inn og við urðum vel málkunnugir fljótlega
og fór hiðbesta á með okkur. Hann fór sið-
an að ræða viðmig um bækur og benda mér
á bækur, sem vert væri að lesa.
Siðar á ævinni kynntist ég honum betur,
og hvað best er hann átti skammt eftir ólif-
að, og féll afskaplega vel við manninn.
1 safninu hjá Davið sökkti ég mér meira
ofan i bókmenntalestur heldur en ég hef
kannski nokkurn tima gert fyrr eða siðar á
ævinni. Það var ansi mikið bókaval þarna,
og gott, og maður hafðilnikinn tima, fannst
mér að minnsta kosti, til þess að lesa, auk
námsbókanna, hvað sem maður kærði sig
um. Og á vissum aldri er maður alveg ó-
seðjandi, eins og allir þekkja sem á annað
borð hafa yndi af bókum eða lifa með bók-
um.
A þessum árum minum i menntaskólan-
um las ég i rauninni kjarnann úr þvi, sem
skrifað hefur verið af skáldskap á islensku,
og hef búið að þvi, að mér finnst, alla ævi
siðan, þvi að það fer nú einhvern veginn
þannig, þegar árunum fjölgar, að maður
verður svo önnum kafinn, að maður hefur
hreinlega ekki tima til að lesa eins mikið og
þegar maður er yngri, önn dagsins farin að
kallaaðogkrefstsvomikilsaf tima manns.
Það verða þá meira samtimabókmenntirn-
ar sem maður þarf aö fylgjast meö.”
Úl vil ek
— Þú fórst til Sviþjóðar til náms og þar
kynntist þú þessum svokölluðu förtitalist-
um. Hverjir voru þessir menn og hvaða
áhrif höfðu þeir á þig og skáldskap þinn?
„Þetta er alveg rétt. Ég fór ekki strax i
framhaldsnám. Ég lauk stúdentsprófi i
striðslokin og ég hafði eiginlega alltaf hugs-
að mér að fara utanlands til náms, en það
var talsverðum erfiðleikum bundið að
komast hreinlega i nám erlendis meðan
striðið stóð, þannig að ég beið i eitt ár. Það
stafaði nú auðvitað lika af þvi, að maður
var orðinn dálitið skuldugur eftir mennta-
skólanámið, þvi aömaður varðaö kosta sitt
nám sjálfur. Það var talinn sjálfsagður
hlutur á þeirri tið.
Ég réð mig i kennslu einn vetur og kenndi
við gagnfræðaskólann i Vestmannaeyjum.
Sumarið á eftir var ég i blaðamennsku við
Þjóðviljann, en sumarið ’45 lauk striðinu og
þá fór ég strax á stúfana að brjótast i þvi að
komast til útlanda.
Ég var með ýmsar vangaveltur, var um
tima að hugsa um Bretland, en að endingu
varð það ofan á, að ég valdi Sviþjóð, og fór
til Lundar fyrst, og var þar tvo vetur, siðar
til Stokkhólms.
Þetta var á árinu 1945 og þá eru förtital-
istarnir svokölluðu mjög svo á ferðinni og
umdeildir i Sviþjóð. Þeir, sem þá eru hvað
þekktastir af modernistum i Sviþjóð,eru_
Ekelöv, Lindegren og fleiri, sem voru’
komnir á undan og ekki töldust til förtital-
istanna; menn eins og Harry Martinson og
Artur Lundkvist til dæmis. En það er eins
og sumir hafi einhvern veginn fengið það
inn i höfuðið, að ég hafi orðið fyrir áhrifum
af förtitalistunum, en ég held, að það sé
misskilningur. Ég hafði aldrei miklar mæt-
ur á förtitalistunum. Ég las þeirra ljóð að
sjálfsögðu til að kynnast þeim, og vegna
þess að þetta voru þeir menn, sem þá voru
mest umbrot i, en þeir voru töluvert annars
konar menn heldur en við hér á Islandi á
þeirri tið. Þetta var ákaflega akademisk
ljóðlist, þeir höíðu tamið sér alveg sérstakt
ljóðmál, sem mér fannst vera mjög sérhæft
og ljóðtæknilegt, ef svo mætti segja, og féll
mér alls ekki i geð. Þannig að ef ég ætti að
nefna skandinavisk skáld, sem á þessum
tima töluðu verulega til min, myndi ég
nefna allt önnur en förtitalistana. Sá fyrsti,
sem ég ætti kannski að minnast á er Vil-
helm Ekelund, afskaplega gott ljóðskáld og
ótrúlega modernistiskur, þótt hann væri
langt á undan modernismanum i tima, og i
fyrstu ljóðabók minni eru eitt eða tvö ljóð,
sem ég þýddi eítir Vilhelm Ekelund. Ég las
öll hans ljóð meö mikilli aödáun. Af mod-
ernistum i venjulegum skilningi, þá hafði
ég miklu meiri mætur á íinnlandssænsku
modernistunum. Þaö voru þeir, sem brutu
isinn á Norðurlöndum og voru á undan Svi-
um að innleiöa hina nútimalegu ljóðlist,
menn eins og Gunnar Björling og Elmer
Diktonius, og ekki sist Edith Södegran.
Þetta var fólk, sem átti við ákaflega svipuð
ihaldsöfl að striöa og þeir sem voru að
berjast fyrir modernismanum á Islandi.
Það var mjög sterk hefð rikjandi i skand-
inaviskri ljóðlist fyrir þeirra daga, og þeg-
ar þau fara fyrst að yrkja með modernum
hætti, þá ætluðu menn þau lifandi að drepa.
Það gerist i kringum 1920 og þegar ég
kem til Sviþjóðar aldarfjórðungi siðar, þá
er modernisminn i rauninni orðinn löngu
viðurkenndur sem bókmenntasöguleg stað-
reynd, það stendur ekkert strið um hann
lengur. Aftur á móti varmjöghart um hann
barist hér á tslandi. Ég hef sennilega fundið
að það var eitthvaðkeimlíkt, sem þetta fólk
hafði átt við að striða, eins og við áttum hér
á tslandi einmitt þá. Mér féll þeirra ljóðlist
ákaflega vel i geð, hef alla tið haft miklar
mætur á þessum skáldum, oghef lagt mikið
verk i það sérstaklega að þýða ljóð Gunnars
Björling, sem mér finnst vera mestur ný-
skapandi allra ljóðskálda á Norðurlöndum
á þessari öld.”
AO sluöla og ríma
— Nú varst þú einmitt eitt af þessum
svokölluðu atómskáldum hér, hver var
ykkar hugmyndaheimur, þegar þið voruð
að berja þessa formbyltingu i gegn?
„1 þvi harða striði, sem stóð um nútima
ljóðlistina á tslandi, þá var deila um hvort
menn ættu að rima eða rima ekki, hvort
menn ættu að stuðla eða stuðla ekki, mjög
fyrirferðarmikil, af þvi að þetta er svo
sterk hefð hér. Ýmsir virtust þvi telja sér
trú um það, að baráttan um nútima ljóðlist-
ina stæði um þessi ytri atriði. En íyrir okk-
ur, sem vorum aö yrkja atómljóð, voru
þetta eiginlega aukaatriði, sem v iö þurftum
ekki að ræða við einn né neinn. Það kom
ekki til greina að við spyrðum neinn að þvf
hvort við ættum að nota stuöla og rim og
annað slikt á hefðbundinn hátt eða ekki.
Þarna var einfaldlega ný kynslóð að
koma fram, borin inn i heim, sem er ákaf-
lega ólfkur þeim, sem næsta kynslóð á und-
an hafði kynnst og búið við, ekki sist er það
heimsstyrjöldin, sem kollvarpar allri
heimsmynd minnar kynslóðar. Hvað Is-
lendinga snertir sérstaklega, þá gerist það
allt i einu að einangrun landsins og þjóðar-
innar er gjörsamlega rofin, við stöndum
skyndilega i miðri atburðarás heimsins.
Strax að striðinu loknu opnast leiðir i allar
áttir. Þar að auki hafði efnahagur þjóðar-
innar breyst, þannig að það var ekkert
sjálfsagðara i raun og veru heldur en að
menn færu og kynntust öðrum þjóðum, ef
þeir höfðu löngun til.
Uppreisn
Lengi höfðu grænar flöskurnar staðið hæverskar
í gluggakistunni með gular melstangir upp úr
stútnum og heiisað mér glaðlega á hverjum morgni,
uns þær gerðu aðsúg að mér einn daginn otandi
hvössum öxunum og æptu: Nú vitum við það varst
þú og enginn annar sem stal frá okkur öllu rauð-
vfninu!