Helgarpósturinn - 06.08.1982, Page 15

Helgarpósturinn - 06.08.1982, Page 15
irínn Föstudagur 6. ágúst 1982 15 leicg se, helur engan orepið Þessi nýja kynslóð var að tjá nýja reynslu með nýjum hætti, varð eðlilega fyrir áhrifum af modernri ljóðlist úti i heimi, sem hafði verið alþekkt i öllum Evrópulöndum i langan tima, og verður fyrst til að innleiða hana hér á landi. Og eins og alltaf veröur, mætir þetta mikilli andspyrnu. Eftir þvi sem heföin er eldri og sterkari, á hún sér af eðlilegum ástæðum harðákveðnari íylgjendur og baráttumenn. Við urðum náttúrlega að taka á móti, þegar á okkur var ráðist, berjast fyrir þvi, sem við töldum rétt vera, fyrir tilveru okkar sem skáld, og geröum það. Ég hef eiginlega ekki annað en allt hiö besta um þetta að segja, þvi égheld menn hafi ekki nema gott af þvi að mæta nokkurri andspyrnu. Það herðir þá hreinlega, ef það er einhver tögg- ur i þeim, og drepur þá hina, sem ekki hafa nægan veig i sér til aö standast slika and- stöðu.” Eitl lióo ð ári — Nú yrkir þú fremur fá ljóð, hvernig eru vinnubrögö þin sem skálds? „Þetta er alveg rétt. Ég held, að ég hafi einhvern tima sagl, aö ég teldi mig full- sæmdan ef mér tækist að yrkja eitt fram- bærilegt ljóð fyrir hvert ár ævinnar. Ég er ákaflega lengi með ljóð i smiðum i þeim skilningi, að það liöur langur timi frá þvi að þau verða til i frumgerð sinni þangað til ég læt mér detta i hug aö láta þau frá mér fara á prent, og birti ekki nema litiö brot af þvi, sem ég yrki. Þetta er sprottið af þvi viðhorfi minu, að engin ástæða sé til að b jóða öðrum það, sem maður er ekki fyllilega sáttur við sjálfur. Þegar viö litum á ljóðagerö skálda al- mennt, þá er það aö minnsta kosti svo hér á Islandi, að langflest af okkar ljóðskáldum hafa skilaö á ævinni sem svarar einni sæmilegri bók. Þaö er ekkert illa gert. Þeg- ar maður les ljóð jafnvel hinna ágætustu skálda, eins og Jónasar Hallgrimssonar, Grims Thomsen, Þorsteins Erlingssonar eða annarra einnar bókar manna þá finnst mér að minnsta kosti að lestri loknum, að svona 20-30 ljóð séu frá öllum sjónarmiðum góð. Getur maður þá ekki verið ánægður sjálfur, ef manni tekst að yrkja t.d. 60 birt- ingarhæf ljóð, ég tala ekki um, ef af þeim værufáein, sem mættu teljast nokkurn veg- inn lýtalaus smið? Aðrir hafa annan hátt á og ég er ekkert að lasta þeirra vinnumáta. Þeir yrkja mikinn og gefa kannski mest eöa allt út, sem þeir yrkja. Tiðarandinn veldur nokkru um þetta. Nú á dögum er oröið tiltölulega auð- velt að gefa út, og jafnvel finna menn á sér þá kröfu, ef þeir fást viö ritstörf á annað borð, að þeir gefi út bók með ekki alltof löngu millibili, á tveggja, þriggja ára fresti, og falla þá i þá íreistingu að sanka saman þvi sem i handraðann hefur safnast og gefa þetta út. Það er nú svo sem enginn skaði skeður, ég held að ljóðabók, þó léleg sé, hafi engan drepið. Ég býst við að þetta verðisvona um ókomna tima.að sumir yrki mikiðoggefi það út jafnóðum, aðrir fari sér hægar.” Nágrannar — Það er orðiö nokkuö um liðið siðan þú sendir frá þér frumorta ljóðabók, en þú hef- ur stundað töluvert þýðingar á t.d. græn- lenskum og samiskum ljóðum. Liturðu kannski á þessar ljóðaþýöingar þinar sem þinn eigin skáldskap að einhverju leyti, að þetta komi i staðinn fyrir frumortu ljóðin? „Nei, það geri ég ekki á neinn hátt að sjálfsögöu. Ég hef ort á þessum tima, þó að ég hafi ekki gefið þaö út. Ég var nú að tala um það áöan, að hver maöur reynir aö byggja upp sitt lif með einhverjum skyn- samlegum hætti. Ég var búinn að minnast á bernskustöðvarnar og landið, siðan reynir maður að færa út kviarnar til Evrópu til dæmis. Það hef ég gert meö ýmsum hætti, kynnt mér Noröurlönd best, dvaliö þar i fjölda ára og tel mig nokkuö vel kunnugan þeim, siðan fariö i önnur lönd i vestur og mið-Evrópu. En svo uppgötvar maöur það einn góöan veöurdag, að manni hefur sést yfir þjóðir, sem búa alveg á næstu grösum við mann, og af einhverju yíirlæti ekki talið sig hafa neina þörf á þvi að lita á þeirra menningu. Þaö var alveg eins meö mig. Ég kynntist reyndar Eæreyingum snemma, vegna þess að færeyskir fiskimenn sóttu mikið til Auslfjarða, þegar ég var að alast upp. Ég hef margoít veriö i Færeyjum og eignast þar góða kunningja;af einhverri til- viljun byrjaði ég aö kaupa færeyskar bækur fyrir einum fjörutiu árum og á orðið mikið færeyskt bókasafn. En Grænlendinga og Sama aítur á móti þekkti ég ekki neitt, og mér fannst bæði skömm að þvi og bagi fyrir mig sjálfan. Ég fór þvi að kynna mér fyrst Grænland og fara þangað. Ég er þeirrar skoðunar, að þjóðirnar eigi að talast við yfir höf og landamæri, og þar sem ég er einu sinni rit- höfundur, þá er ég náttúrlega einnig þeirr- ar skoðunar, að bókmenntirnar séu mjög vel til þess íallnar að ræðast viö. Og það er ekki hægt með ööru móti heldur en að kynna sér bókmenntir þjóöanna. Þetta er ekki svo auögert hvað snertir Grænlend- inga og Sama, þvi að við skiljum ekki þeirra tungu; en það vill manni tii happs, að t.d. Grænlendingar eru eiginlega ailir tvi- tyngdir. Þeir yrkja ýmist á dönsku eða móðurmáli sinu, og stundum yrkja þeir sama ljóðið i tveimur gerðum, eða þá að þeir þýða sjálí ir ljóð sin á dönsku. Sama er að segja um Samana, þeir yrkja sumir ein- vörðungu á öðru máli en samisku, svo sem norskueða sænsku, eða þá að þeir yrkja sin ljóð á báðum tungum eða þýða. Það er þvi þrátt fyrir allt hægt að kynnast þessum bókmenntum, ef maður leggur sig fram. Auk þess á maöur aðgang að höfundunum sjálfum og getur haft samstarf við þá, og ég hef mjög mikið gert það. Mér fannst ein- faldlega ástæða til fyrir tslendinga að kynnast þessum verkum, og tók mér þvi fyrir hendur að reyna að þýða dálitið af ljóðum grænlenskra samtimaskálda, og siðan samiskra. Suoan i poilinum Hvað hitt snertir, sem þú varst að spyrja mig um,hvort ég liti á þetta sem frumort ljóð, þá geri ég það náttúrlega ekki. En á hinn bóginn er þaö þannig meö þýdd ljóð, að þaö eru náttúrlega alltaf önnur ljóð á hinu nýja máii, heldur en er á frummálinu. Þannig að ég veit ekki hvorl þetta orðalag „að þýða”, þó að þaö sé nú jafnaöarlega notað, segir allan sannleikann i þessu eíni. Sá, sem þýðir ljóð, heíur oft á tilfinning- unni, aðhann hali ort nýtt ljóð, þegar það er komið á pappirinn. Ég hafði löngun til aö kynna bókmenntir þessara þjóða, al þvi aö viö höföum van- ræltiþar.og ættum sjáifra okkar vegna aö kynna okkur þær. Nú elska ég ismana yfirieitt, þvi að mér finnst þeir vera m jög merkilegir og mikils- verðir sem hreyliafl i listinni; þeir koma róti á hugi manna, halda suöunni i pottin- um, ef svo mætti segja. Svo uppgötvar maður það ef til vill, að það sem maður kynnist hjá þjóðum eins og Grænlending- um, Sömum og Sigaunum, er að sinu leyti alveg jaf n merkilegt og f ramandi fyrir okk- ur og hið nýjasta nýtt frá Paris eða London. Mér finnst, aö þaö hafi verið mér töluverður ávinningur og örvun að kynnast ljóðum þessara þjóða. Þær eru okkur ákaf- lega fjarskyldar, þeirra menning er af allt öðrum toga spunnin og þarna er eitthvað, sem er mjög merkilegt, hefur lengi verið að vaxa, ekki siður en okkar bókmenntir, og hefur mikið að gefa okkur i aðra hönd.”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.