Helgarpósturinn - 06.08.1982, Side 25
J-lek
irinri Föstudagur 6. ágúst 1982
25
TÓMABÍÓ
+ \ Sími 31182
Barist fyrir borgun (The Dogs of
War). Bresk-bandarisk. Árgerö
1980. Leikstjóri: John Irvin. Aöal-
hlutverk: Christopher Walken,
Tom Berenger, Colin Blakely.
John Irvin, sem leikstýröi svo vel
sjónvarpsþáttunum Tinker Tailor
Soldier Spy eftir John LeCarré,
tekst ekki eins vel upp i þessari
hasarsögu eftir Frederick For-
syth. Christopher Walken leikur
atvinnuskæruliöa sem tekur aö
sér aö steypa spilltri einræöis-
stjórn i Afrikuriki, og berst leik-
urinn um alþjóölegt samsærisnet
fjármála- og stjórnmálaafla.
Leikstjóranum heppnast ekki að
gæða þetta efni umtalsverðri
spennu, og persónusköpun hangir
i lausu lofti. Hvorki fugl né fiskur.
—AÞ.
ÍGNI
cm«ö9<l
Siösumar (On Golden Pond).
Bandarisk kvikmynd, árgerö
1981. Leikendur: Henry Fonda,
Katherine Hepburn, Jane Fonda.
Leikstjóri: Mark Rydell.
Verðlaunamyndin fræga loksins
komin hingaö. Segir frá uppgjöri
milli fööur og dóttur. Stórkostleg-
ur leikur hjá gamla fólkinu og
Jane litla stendur alltaf fyrir
sinu.
★ ★
Margt býr I fjöllunum (The Hills
have Eyes). Kanadísk kvikmynd.
Leikstjóri: Ves Craven. Fjöl-
skylda fer inn á svæði, þar sem
áður voru framkvæmdar tilraun-
ir með kjarnorkuvopn. Fólkið,
sem bjó þar áður, varð fyrir
geislum og við það urðu allir
mjög blóðþyrstir. Saklausa fjöl-
skyldan á svo i baráttu við villi-
mennina. Ógeðsleg mynd, en
nokkuð góð.Svik að leiðarlokum
(The Hostage Tower). Bandariks
kvikmynd. Leikendur: Peter
Fonda, Britt Ekland. Fremur illa
gerð mynd eftir sögu Makklin um
ránið á Eiffelturninum i Paris.
Ekkert spennandi.
★ ★ ★
Sólin ein var vitni (Evil under the
Sun). Ensk. Árgerð 1981. Leik-
stjóri: Guy Hamilton. Handrit:
Anthony Shaffer. Aðalleikari:
Peter Ustinov.
LAUGARAS
1 Sími 32075
Skæramoröinginn (Schizoid).
Bandarisk-israelsk kvikmynd.
Leikendur: Klaus Kinski, Mari-
ana Hill. Leikstjóri: David Paui-
sen.
Kinski er einhver brjálaöasti
leikari, sem nú er uppi, og ein-
hver sá stórkostlegasti, sem um
getur, þegar sá gállinn er á hon-
um. Ég veit ekki hvort það skýrir
nokkuð, en i myndinni er læknir-
inn af þýskum ættum. Fremur
blóðug mynd og þvi væntanlega
bönnuðbörnum.
frammistöðuna. Mynd, sem kem-
ur öllum i gott skap.
Sýnd kl 9 og 11. . .
rC't
Bláa lónið (The Blue Lagoon).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur
Brooke Shields, Christopher At-
kins. Leikstjóri: Randall Kleiser.
Ungmenn alast upp á eyðieyju og
uppgötva hvort annaö. Falleg og
væmin unglingaástarmynd. Sýnd
kl. 5 og 7.
21*1-15-44 ★ ★ ★
Young Frankenstein. Bandarisk
kvikmynd, árgerð 1974. Leikend-
ur: Gene Wilder, Marty Feld-
man, Peter Boyle, Madeline
Kahn, Gene Hackman. Leik-
stjóri: Mel Brooks.
Þrumufyndin útfærsla háðfugls-
ins Mel Brooks á hinni klassisku
sögu Mary Shelley. Tilvalin mynd
i rigningarsuddanum. Sýnd kl. 5.
Kagemusha. Japönsk kvikmynd
árgerö 1980. Leikstjóri: Akira
Kurosawa.
★ ★
Kagemusha. — sjá umsögn i
Listapósti.
Rocky Horror Picture Show.^ ★
Þessi stórkostlega skemmtilega
tónlistarmynd er nú endursýnd
kl. 11.
GAMLA BIO
Sími 1 1475
Kisulóra. Þýsk kvikmynd. Leik-
endur: Ulrica Butz, Roland
Trenk. Leikstjóri: Hubert Frank.
Gamanmynd og erótik. Segir frá
ungri stúlku, sem gengur með þá
sjaldgæfu veiki brókarsótt, en við
þeirri veikinni er aðeins til eitt
meðal. Komið og sjáið hvaða
meðal það er, komið og látið
koma ykkur á óvart. Skemmti-
lega á óvart. Sýnd kl. 9.
Faldi fjársjóðurinn (Treasure of
the Mate Cumbe). Bandarisk
kvikmynd frá Walt Disneyfélag-
inu. Leikendur: Peter Ustinov.
Skemmtileg fjölskyldumynd um
leit að týndum fjársjóði. Sýnd kl.
5 og 7.
\
lll|
<i 7MMI
18936
A-salur
Draugahúsið (Ghostkeeper).
Bandarisk kvikmynd og bresk.
Leikendur: Riva Spier, Murray
Ord, Sheri McFadden. Leikstjóri:
James Makichuk.
Ungmenni nokkur, þrjú að tölu,
eru á ferðalagi með snjósleðum.
Þau koma aðhúsi einu og þar tek-
ur ferð þeirra hryllilegan endi.
Þau hitta nefnilega mannætu-
drauginn Windigo. En spennandi.
Sýnd kl. 5, 9 og 11. ^ ^ ^
Miðnæturhraðlestin (Midnight
Express). Bandarisk kvikmynd.
Leikendur: Brad Davis o.fl.
Leikstjóri: Alan Parker. Hörku-
spennandi og skemmtileg kvik-
mynd um ævintýralegan flótta
ungs Amerikumanns úr tyrk-
nesku fangelsi. Sérlega skemmti-
leg og vel gerð mynd. Sýnd kl. 7.
B-salur:
Cat Ballou. Bandrisk kvikmynd,
árgerð 1965. Leikendur: Lee Mar-
vin, Jane Fonda, Nat King Cole.
Leikstjóri: Elliot Silverstein.
Stórkostlega skemmtileg og fynd-
in kúrekamynd. Tekið er til þess
hve vel Marvin stendur sig, enda
fékk hann Óskarinn fyrir
Sími 78900
★ ★
Hvellurinn (Blow Out). Banda-
risk kvikmynd, árgerö 1981. Leik-
endur: John Travolta, Naney All-
en. Handrit og leikstjórn: Brian
DePalma.
John Travolta leikur hljóðupp-
tökumann við gerð þriðja flokks
kvikmynda og er reyndar þriðja
flokks hljóðupptökumaður eftir
þvi hvernig hann handleikur
hljóðnemann og hvernig hann
vinnur við klippiborðið.
★ ★ ★
Ameriskur varúlfur i London (An
American Warewolf in London)
Bandarisk kvikmynd, árgerð
1981. Lcikendur: David Naugton,
Jenny Aguttcr, Griffin Dunne.
Ilandrit og leikstjórn: John Land-
is.
Myndin segir frá tveimur ungum
Amerikumönnum sém eru að
skoða sig um i heiminum. Þeir
ætla að byrja á skosku heiðunum
og enda i Róm en komast aldrei
svo langt.
Píkuskrækir (Pussy Talk). Djörf
kvikmynd. Leikendur: Penelope
Lamour, Nils Hortzs. Leikstjóri:
Frederic Lansac.
Ekta porno, segir danskurinn um
þessa mynd. Auk þess á hún að
vera þrælfyndin og koma manni á
óvart. Tilvalin mynd fyrir þá,
sem keyptu sér frakka um dag-
inn, áður en þeir fóru i Laugarás-
bió. Já, þær gerast ekki betri.
Breaker, Breaker. Bandarísk
kvikmynd. Leikendur: Chuck
Norris, Terry O’Connor.
Trukkarnir á fullu og samkeppnin
lika. Að sjálfsögðu fylgja slags-
málin með.
★ ★ ★
Fram i sviðsljósið (Being There)
Bandarisk, árgerð 1981. Handrit
Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld-
sögu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley
MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby.
Eggjakökur og öldurhús
Aldrei hef ég skilið þá áráttu Islendinga að
þeytast um þjóðvegi landsins i umferðarhnútum
um árvissa helgi, eftir fyrirskipunum frá um-
ferðarráði i útvarpinu, þar sem prestar og lög-
regluþjónar predika jafnframt um þá skaðsemi
sem ölvun akandi og/eða ælandi ferðamanna
getur haft fyrir guðsgræna náttúruna.
Ég eyddi verslunarmannahelginni i Reykja-
vik, reyndi af fremsta megni að forðast um-
ferðarráð, verslaði heilmikið milli þess sem ég
gekk um og skoðaði holt og hæöir, höfnina og .
Oskjúhliðina i dálitiö nýju ljósi. A daginn voru
nefnilega fáir á ferli nema blínandi ferðamenn
frá framandi löndum. En á kvöldin var alveg
greinilegt að þeir Reykvikingar sem höfðu orðið
eftir i borginni, voru vaknaðir til lifsins (úr rot-
inu?) og flykktust á öldurhúsin, misvel á sig
komnir.
Að öllu samanlögðu get ég mælt með Reykja-
vikurdvöl um verslunarmannahelgina: á daginn
sjá menn borgina sem rólegan túrhestabæ, og
vilji einhverjir ölva sig af öðrum vimugjöfum en
óblandaðri hriftiingu yfir hrikafegurð Reykja-
vikur með Esjuna i baksýn, geta þeir gert það i
henr.ahúsum eða samkunduhúsum án þess aö
valda náttúruspjöllum, nema þá e.t.v. á sjálfum
Matkrakan
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
sér.
Sjálf er ég oröin aö hálfgerðri eggjaköku eftir
helgina, þ.e.a.s. eftir aö hafa bakast við meðal-
hita i Oskjuhliðinni á daginn (náttúrulega á
þykkbotna málmpönnu, eins og vera ber), og
siöai: i leifturljósum öldurhúsa á kvöldin. Þó er
ekki beirlinis hægt að segja að ég sé orðin'að
„gullnu augnayndi’’ eins og velheppnaðar
eggjakökureiga aðvera. Þess vegna langar mig
nú mest til að skrifa um eðli eggjakökunnar og
e.t.v. öldurhús i leiðinni, þar sem málin eru
skyld.
Eggjakökur í viðkynningu
Eðli eggjakökunnur er slikt aö auðvelt er að fá
hana til að heppnast svo unun er aö, en jafnauö-
velt getur reynst að fá hana til að mistakast
herfilega. Almennileg eggjakaka er gullið
augnayndi, mjúk og rök að innan, smjörslikjuð
að utan. Hún er framreidd beint af pönnunni,
ýmist i stilhreinum einfaldleika sinum, eöa fyllt
á hinn margvislegasta máta. Þvi eru nokkur
grundvallaratriði sem vissara er að hafa i huga
við eggjakökugerð.
Eggin og smjörið sem i hana fara þurfa nátt-
úrulega að vera fyrsta flokks. Bakið eggjakök-
una við meðalhita, með snörum en öruggum
handtökum, á tandurhreinni pönnu. Byrjið á þvi
að útbúa fyllinguna, svo hægt sé að framreiða
eggjakökuna um leiö og hún er fullbökuö. Betra
er að láta svanga maga biða eftir eggjakökunni
en öfugt, þvi að biö gerir eggjaköku þurra, kalda
og allt aö þvi fráhrindandi i viðkynningu.
Best er að baka eggjaköku á þykkbotna pönnu
með afliðandi brúnum. Hentug panna auðveldar
meðhöndlun eggjakökunnar meðan hún er að
bakast, og ekki sist þegar á að flytja hana yfir á
disk. Fullkomin formfögur eggjakaka getur órð-
ið aö ólystugu hrúgaldi eftir að hafa verið varp-
að af brúnaskarpri pönnu yfir á disk.
Þegar þið búið til meðalstóra eggjaköku (úr
fimm eggjum), sem nægir sem aðalréttur handa
tveimur, er heppilegast að nota pönnu sem er
u.þ.b. 18 cm i þvermál. Auðvitað er hægt að búa
til stærri eggjakökur, en hentugra er aö búa til
nokkrar litlar en eina risastóra, t.d. að búa til
eina eggjaköku á mann, úr tveimur til þremur
eggjum. Þaö þarf siður en svo að vera seinlegt.
Se'u fyllingin og eggjahræran til taks, er hægt að
baka eina litla eggjaköku á svo sem hálfri ann-
arri minútu.
Hér á eftir fer grundvallaruppskrift að eggja-
köku sem nægir i aðalrétt handa tveimur, og
þar á eftir nokkrar einfaldar uppástungur um
fyllingar. Rétt er að taka fram að eggjaköku má
fylla meö óliklegustu hráefnum og þvi fyllsta
ástæða til að leyfa hugmyndaflugi ykkar og
forðabúri að ráða feröínni, ef ykkur list miður á
minar fyllingar eða þið eigiö ekki tiltækt hráefni
i þær.
Eggjakökur má svelgja i sig á öllum timum
sólarhrings, en i hádeginu geta þær fengið
þyngstu brúnir til aö lyftast, ef vel tekst til!
Fimmeggja kaka fyrir tvo
Þeytið fimm egg örskotsstund meö gaffli og
kryddið þau eftir smekk. Bræöiö tvær matskeið-
ar af smjöri á hentugri pönnu og þegar að
krauma tekur, heilið þið eggjahrærunni á pönn-
una.
Þegar botn eggjakökunnar er orðinn gulbrúnn
og áður en yfirborð hennar er fyllilega þornað,
brjótið þið kökuna saman og berið hana á borð.
Kryddjurtafylling
Setjiö saman viö eggjahræruna saxaða stein-
selju, timjan, marjoram eða aörar kryddjurtir.
Ekki spillir að leyfa smávöxnum lauk, söxuðum
að sjálfsögöu, aö steikjast með.
Ostafyllíng
Rifið niöur ost aö eigin vali (1 — 11/? dl i 5egg),
s.s. tilsitter, port salut, gopda eða gráöaost (sbr.
syndafallseggjakökuna), og stráið honum yfir
eggjakökuna rétt áöur en hún er fullbökuð ,
brjótið hana saman og borðið með nýmöluðum
pipar, múskati og e.t.v. jurtasalti.
Fylling meö sveppum og rjómaosti
Skerið nokkra sveppi i sneiöar og léttsteikiö.
Þegar eggjakakan er hálfbökuð, smyrjið þið
þunnu lagi af rjómaosti yfir annan helming
hennar, stráið sveppunum yfir, brjótiö kökuna
saman og leyfiö henni aö fullbakast i efna min-
útu.
Tómatafylling
Sneiðið niöur tvo tómata, léttsteikið þá og notið
sem fyllingu kryddaða meö basilikum.
Egóflipp
Eins og fram hefur komið eru eggjakökur
fjarska viökvæmar, jafnt ytra byröi þeirra sem
hið innra, það eru mannskepnurnar vissulega
einnig. En það veit trúa min að innra byrði
þeirra siöarnefndu er viðkvæmara fyrir hvers
kyns hnjaski en hið ytra, fyrir nú utan að það
skiptir höfuðmáli i öllum meiriháttar samskipt-
um.
Ýmislegt innan (islenskra) öldurhúsa er
sálartetrinu skeinuhætt, t.d. var mitt hætt komiö
á einu sliku fyrir skömmu, og ég kom út úr þvi
eins. og misheppnuð eggjakaka (sbr. ofan-
greinda lýsingu). Til að komast i jafnvægi á ný
streittist ég við að tjá þau áhrif sem ég hafði orö-
iö fyrir i eftirfarandi orðum:
Þórscafé
(kvörtun til þrumuguðsins Þórs)
Undir llimnaborg nánætur
hásúlur óttans
silfraðir máttarstólpar
um sindrandi kynni
lötra tölta brokka stökkva stóðhryssur
þreyttar dreymnar hryggar styggar
hring eftir hring
reið eftir reið
i sama hófaspili hrasandi si
ungu skjóttu gömlu sorri-gránana
á ný þarf að járna og mýla
/
deyja brjóst
undir dinglandi gullmenjum
á gandreiö gegnum reykskýin
deyja stjörnur
i döprum augum
undir heiðum himni blánætur.
Ég hef áður látiö þess getið á þessum vett-
vangi að ljóðagerð og matargerö væri sam-
kvæmt minni reynslu bestu meöulin gegn
streitu. Hvort tveggja þarfnast alúðar og þjálf-
unar (og ég ræfillinn er rétt að byrja að þreifa
mig áfram...). 1 anda umferðarráös (loksins!)
segi ég þvi: aðgát skal höfö á ljóðvegum og
kransæöum — menn mega ekki gleyma sér við
stýrið jafnvel þótt þeir séu helteknir af matar-
ást!
Ji
.•ív