Helgarpósturinn - 17.09.1982, Blaðsíða 3
3
-tpjffiLf! innn Föstudagur 17. september 1982
Deyjandi stétt
Helgai-----
posturínn
Blað um þjóðmál, listir og menn-
ingarmál.
Ritstjórar:
Árni Þórarinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi:
Guðjón Arngrímsson.
Blaðamenn:
Guðlaugur Bergmundsson, Óm-
ar Valdimarsson, Þorgrímur
Gestsson og Þröstur Har-
aldsson.
Útlit:
Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir:
Jim Smart.
Dálkahöfundar:
Hringborð:
Auður Haralds, Birgir Sigurðs-
son, Heimir Pálsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Jónas Jónasson,
Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríð-
ur Halldórsdóttir, Sigurður A.
Magnússon.
Llstapóstur:
Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ást-
geirsson, Jón Viðar Jónsson,
Sigurður Svavarsson (bók-
menntir & leiklist), Árni Björnsson
(tónlist), Sólrún B. Jensdóttir
(bókmenntir & sagnfræði), Guð-
bergur Bergsson (myndlist),
GunnlaugurSigfússon (popptón-
list), Vernharður Linnet (jazz).
Árni Þórarinsson, Björn Vignir
Sigurpálsson, Guðjón Arngríms-
son, Guðlaugur Bergmundsson,
Jón Axel Egilsson (kvikmyndir).
Erlend málefni:
Magnús Torfi Ólafsson.
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson.
Spil:
Friðrik Dungal.
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir.
Stuðarinn:
Jóhanna Þórhallsdóttir.
Utanlandspóstar:
Erla Sigurðardóttir, Danmörku,
Inga Dóra Björnsdóttir, Banda-
ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans-
son, Bretlandi.
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
Magnússon.
Auglýsingar: Inga Birna Gunn-
arsdóttir.
Innheimta: Guðmundur Jó-
hannesson.
Dreifing: Sigúrður Steinarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að
Síðumúla 11, Reykjavik.
Sími: 81866.
Afgreiðsla og skrifstofa eru að
Hverfisgötu 8-10. Símar 81866,
81741 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Lausasöluverð kr.15.
Einhvers staðar lét Karl Marx
þess getið að ailar stéttir hefðu
hlutverki að gegna í hinni sögulegu
framvindu, en það hlutverk gæti
breyst í tímans rás. Ekki vitum við
hvort þessi fullyrðing gamla
mannsins nær til þeirrar stéttar
sem hér á landi hefur verið kennd
við Hafnarstræti en sú stétt hefur
þó gegnt verulegu hlutverki við að
setja svip á mannlífið í miðbæ
Reykjavíkur um langt árabil.
En það er eins með Hafnarstræt-
isrónann og aðrar stéttir, hlutverk
hans breytist. Nú eru þeir orðnir
sárafáir sem standa undir því heiti
að geta kallast útigangsmenn.
Hafnarstrætisrónarnir eru flestir
hættir að telja gangstéttarhellur
miðborgarinnar. Þeir eru komnir í
meðferð og stór hluti þeirra farinn
að vinna og borga skatt eins og
aðrir sómakærir vísitöluþegnar
þessa lands.
Sumir segjast sakna þessara úti-
gangsmanna. fínnst miðbærinn
hafa misst eitthvað við hvarf
þcirra. Og víst er til nóg af rómant-
ískum lýsingum á framferði þeirra
og uppátækjum. Fleiri munu þó
taka undir með Bjarka Elíassyni
yfirlögregluþjóni sem í grein Helg-
arpóstsins í dag um þetta efni segist
ekki sakna þeirra. Sjálfír munu
útigangsmcnnirnir yfirleitt vera
fegnir að sleppa úr því andlcga og
líkamlega volæði sem fylgir því að
vera útlægur úr samfélagi siðaðra
blaðsins sem um fimm ára skeið
deildi kjörum með þessum út-
lögum. „Eftir nokkurn tíma fer
sjálfsvirðingin að hverfa og svo fer
virðingin fyrir öðrum. Vinna, at-
hvarf, matur og afkoma voru alger
aukaatriði, líðandi stund aðalatr-
;iðið“, bætti hann við.
En nú er þessi stétt að syngja sitt
síðasta. Svo er fyrst og fremst fyrir
að þakka breyttum viðhorfum al-
mennings og yfirvalda til þess sjúk-
dóms sem nefnist ofdrykkja.
Aukinn skilningur hefur orðið til
þess að upp hafa risið fjölmargar
meðferðarstofnanir og heimili jiar
sem drykkjumenn geta komið eftir
meðferð og dvalið meðan þeir eru
að koma undir sig fótunum á ný og
fínna sig sem venjulegt fólk.
Enn er þó eftir nokkur hópur
fólks sem ekki fínnur sig á þeim
stofnunum scm til cru eða stofnan-
irnar vilja ekki vcita viðtöku. Sá
hópur er ckki stór en hann á yfir-
leitt við samtvinnuð vandamál að
glíma þar sem saman fer áfengis-
neysla, lyfjaát og geðrænar truflan-
ir. Bjarki segir að enn vanti stofnun
fyrir þetta fólk, hún þurfí ekki að
rúma ncma á að giska 20 vistmenn.
En að þessu frátöldu virðist hafa
tckist á undanförnum árum að
koma upp öryggisncti sem dugir til
að afstýra þvi að fólk fari í hundana
vegna ofdrykkju og skyldra sjúk-
dóma. Það er vel.
manna, eiga hvergi höfði sínu að
halla og þurfa að standa í stöðugu
harki til að eiga fyrir vökvanum,
hver sem hann nú er.
„Líf útigangsmannsins byggist á
hörkunni sex, það var stolið, logið
og yfirleitt gert allt sem þurfti til að
komast í vímu“, segir viðmælandi
Á uppboði
„Komdu með á uppboð í
dag. Þig vantar sjónvarp, er
það ekki?“
„Ég fer aldrei á uppboð."
„Ég gæti orðið æst og
skuldbundið mig til að borga
ofsalega mikið fyrir eitthvað
sem ég hef ekkert að gera
við.“
skortur og hörmungar þeysa
yfirsjónhimnuna. Þettagæti
hækkað, þeir gætu hætt að
framleiða það, þeir gætu
bannað það. Þá er gott að
eiga það. Nóg af því.
„Öryggishungrið fengi
mig til að reka upp spaðann
oghrópa: „Tek allt partíið!"
hrinqborbiö
„Della, þú býður bara í
sjónvörpin."
„Nei. Mér finnst ljótt að
græða á ógæfu annarra. Ef
ég keypti svoleiðis sjónvarp,
þá yrðu þulurnar alltaf ör-
væntingarfullar í framan í
því.“
„Þú ert vitlaus."
„Ég veit það. Það er alltaf
verið að segja mér það."
Og Geirlaug fór ein á upp-
boðið og fékk þrjár eldhús-
innréttingar á 500 kall. Hún
ætlar að nota eina í eldhúsið,
aðra á baðherberginu og þá
þriðju, þessa með inn-
byggða hitaskápnum, sem
hillusamstæðu í stofuna.
Þessa sem hún er með fyrir,
setur hún í bílskúrinn, skúff-
urnar eru svo góðar undir
skrúfur.
„Varstu búin að skipu-
leggja þetta áður en þú
fórst?“ spurði ég.
„Neineinei,“, svaraði
hún, „en þegar þeir fóru að
bjóða upp eldhúsinnrétting-
ar, þá fann ég að það gæti
verið gott að eiga eitthvað af
þeim, vont að verða uppi-
skroppa með eldhúsinnrétt-
ingar."
Það var þess vegna sem ég
vildi ekki fara. En ekki
vegna samvizku og siðgæð-
isþreks. Ég lield ég hafi
hvorugt, en ég er aftur á
móti aflögufær um samvizk-
ubit. Það kemur af að hugsa
eftirá.
Það er nefnilega á upp-
boðum sem öryggisþörfin
læsir nöglunum í hnakkann
á manni og kreppur, stríð.
Ég held nefnilega að
svona kreppuvarúðarráð-
stafanir séu ættgengar. Ég
átti kjól úr efni sem var
keypt ístríðinu. Afþvíað þá
keypti maður ef eitthvað
fékkst, en var ekki að bíða
eftir að ntann vantaði
hlutinn. Það var tuttugu ára
aldursmunur á strfðinu og
kjólnum.
IVIamma var ekki ein urn
svona frábæra fyrirhyggju.
Mörgum árum áður en
stríðshamstrið varð að ólýs-
anlega sexí hylki (kjólar
voru þannig þá, það var ekki
hægt að borða í þeim), fór
pabbi með kreppuminning-
arnar á uppboð. Og keypti
slangur af skóreimum.
Hann kom glaður heim og
sagði: „Nú eigum við skó-
reimar," alveg eins og hann
hefði fram að því gengið í
skónum flakandi frá. Hann
hafði það ekki.
Mamma sneri sér við, hún
að vinda tusku svo þetta
hlýtur að hafa verið á
laugardegi, og urraði. Pabbi
reyndi að útskýra hvað það
væri áríðandi fyrir hvert
heimili að eiga skóreimar.
Svo lauk hann upp kassan-
um og við fengum öll að sjá
hvað hann hugsaði vel um
okkur.
„Eru hvítar?“ spurði syst-
ir mín, „mig vantar reim í
annan skautann minn.“
",,Nei,“ sagði pabbi. Það
voru aðeins tuttugu þúsund
brúnar og tuttugu þúsund
svartar. Svo kíkti systir von-
svikin ofan í kassann og
sagði: „Þær eru líka of
stuttar."
' „Hvað,“, sagði pabbi,
„geturðu ekki hnýtt saman
tvær brúnar eða tvær
svartar?“
„Og látið sjá mig þann-
ig?“ spurði systir og það
heyrðist að hún léti ekki
jarða sig þannig í lokaðri
kistu.
Pabbi varð sár, svo hún
mildaði þetta með: „Og svo
eru þær svo þunnar, það
þarf sterkari reirnar í
skauta." Jú, pabbi áleit að
það gæti rétt verið, reis upp
og spurði:
„Hvar á ég að láta þær?“
„Hvar áttu að láta 40.000
skóreimar?" spurði mamma
og háðstónninn fór fram hjá
honum. „I geymsluna." Það
sem eftir var dagsins
muldraði hún, óskiljanlega
sem betur fer, það hefur
ekki verið við barna hæfi.
Systir var í landsprófinu
og hún settist strax við að
reikna út hvernig mætti
hagnýta skóreimarnar.
„Ef pabbi skiptir urn
reimar í skónum sínum á
hverjum degi...“
„Áf hverju ætti hann að
gera það?“ spurði ég.
„Þegiðu,“ sagði hún og
bandaði ógnandi með blý-
antinum, „ef hann skiptir
um daglega, þá er hann
10.000 daga að nota allar
svörtu reimarnar og það
gera 28 ár og 88 daga.“
„Hvað ef hann gleymir að
skipta um?“ spurði ég.
„Þegiðu,“ svaraði hún og
hélt áfram: „Þá eru þessar
brúnu eftir og hann á enga
brúna skó.“
Hún reiknaði áfram og
kom loks fram í eldhús með
lausnina. Hún hafði fundið
eina manninn í veröldinni
sem hefði getaö gernýtt
40.000 skóreimar á einu
bretti. Greifann af Monte
Christo. Hann hefði getað
hnýtt þær sarnan og fléttað
og flúið af Djöflaey.
V^g á meðan systir mín
reyndi að ná sambandi við
fangana í ZingZing með til-
boð sem þeir hefðu ekki get-
að neitað, tók mamma til
sinna ráða. Hún stakk nokk-
ur þúsund skóreimum í
brúnu mjólkurbúðartösk-
una og fór til skósmiðsins.
Hann haföi þekkt hana
árum saman og vissi að hún
var stálheiðarleg. Þannig að
þegar hún sagði honum sög-
una af ntanninum, sem
pabbi í góðmennsku sinni
hafði lánað peninga sem
maðurinn gat svo ekki borg-
að, en þröngvaði pabba til
brúnu. Hún var svo iagin við
þetta, að nokkru síðar, þeg-
ar skóreim slitnaði í fyrsta
sinn á heimilinu, þá varð að
fara út í búð og kaupa tvær
svartar reimar á upp-
sprengdu verði.
Pabbi hélt áfram að vinna
að hagsmunum heimilisins.
Hann keypti 144 rússneskar
j barnasápur með hindberja-
bragði á uppboði. Þær
reyndust einstaklega vatns-
þolnar. Þó unnu bitjárn á
þeim ef maður beitti afli.
Mamma gaf þær á hl utaveltu
og dreifði þannig ógæfunni.
, Á eftir sápunni komst
hann yfir kassa af tannkremi
á uppboði. Mamma sendi
það á hæla sápunnar.
Pabbi tók nú að verða
vonlítill um að geta látið gott
af sér leiða. Hann gerði síð-
ustu örvæntingarfullu til-
raunina á bögglauppboði.
Keypti köttinn í sekknum. {
bögglinum reyndust við
heimkomuna vera álitlegt
magn af tuskudúkkum.
Mamma var fljót að útskúfa
þeim: Þær lyktuðu.
að taka við fáeinum skö-
reimum, svo 1 hann fengi
eitthvað, þá trúði hann ör-
ugglega ekki sögunni, en var
handviss um að hún hafði
ekki stolið reimunum. Því
tók hann fimm þúsund
reimar í umboðssölu.
Mamma fikraði sig áfram
og áður en varði var hver
einasti skósmiður í bænum
kominn með traustar birgðir
af skóreimum í svörtu og
r
I þettasinnfórpabbisjálfur
og prangaði dúkkunum inn
á leikfangasala sem hann
þekkti. Og eftir þetta fór
hann aðeins á bókauppboð
og keypti bækur handa sér.
Siðferðisboðskapurinn í
þessu er: Þótt maður fari á
uppboð til að höndla litsjón-
varp, þá getur maður allt
eins komið heim með 144
vatnsheldar sápur.