Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.09.1982, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Qupperneq 14
14 Föstudagur 17. september 1982 JpSsturinn. Úr atvinnuleysinu í Bretlandi í Kassagerðina „Treysti ekki lofti sem ég sé ekki” Philip Clayton þurfti að flýja til íslands frá atvinnulcysinu í Brctlandi. Atvinnuleysisskrifstofan vildi heldur halda áfram að borga honum ba-tur en greiða farjð með Smyrli til Islands. En Philip slapp við að fara á puttanum til Islands. (Mynd: Jim Smart). skóla 15 ára gamall og fór að vinna fyrir sér. Og það má segja, að hann hafi gert allt milli himins og jarðar. Hann vann í sirkus, seldi alfræðibækur í Þýskalandi, rak „Fish and chips" veitinga- stað, svo eitthvað sé nefnt. Loksins þegar hann byrjaði aftur á námi lagði hann stund á heimspeki, félagsfræði og blaða- mennsku, með aðal áherslu á út- varp og sjónvarp og lauk því 25 ára gamall. Hann stefnir á að verða rithöfundur, en hvað sem öllum framtíðardraumum líður verða menn að lifa, og því fór hann að sækja um vinnu. Hann reyndi meðal annars hjá blöðun- um, en komst fljótlega að raun um, að þúsund til fimmtán hundruð sækja um hvert starf sem losnar. Og svipað virðist vera uppi á teningnum annars- staðar, og atvinnuumsóknir hans skipta tugum eftir þessi tvö ár. — En eins og sést af því að nú vinn ég í Kassagerðinni í Reykja- vík er ég alls ekki vandlátur. Ég hefði engri vinnu neitað, segir Philip. Ogjafnframt þvísem hann hef- ur núna fengið vinnu hefur hann segir Philip Clayton en saknar einskis að heiman nema pöbbanna og veðreiðanna Philip Clayton gekk atvinnu- laus um götur London í tvö ár og fékk 80 pund hálfsmánaðarlcga í atvinnulcysisbætur, cinn af mill- jónum atvinnulausra Breta. Svo bauðst honum vinna á íslandi. Með bréf upp á vinnu hjá Kassa- gerðinni í Reykjavík reyndi hann að fá þá hjá utvinnuleysisskrif- stofunni til að borga sér hundrað pund fyrir fari til Islands, og síð- an væru þeir lausir við sig. — En það var of mikið fyrir skrifræðið. Þeir sögðu við inig, að þcir skyldu borga fyrir mig ('arið til Scrabster í Skotlandi þar sem ég gæti tekið Smyril til Is- lands, segir Pliilip við Helgar- póstinn. Hann hcfur nú unnið hjá Kassagcrðinni í rúman mánuð, og það réð úrslitum um að hann komst að hann hal'ði samband við stórhlaðið Guardian og sagði farir sínar ekki sléttar. — Ég skrifaði Guardian og benti þeim á hvað þetta væri vit- laust. Svo vissi ég ekki meir fyrr en mér var sagt að bréfið hefði verið birt í blaðinu. Ég sá það ekki sjálfur, því ég hafði ekki efni á að kaupa blöð! Ritstjórinn skrifaði mér síðan og tilkynnti, að hann hefði fengið bréf frá lesendum, sem höfðu boðist til að greiða fyrir mig farið til Islands, hvað sem það kostaði. En úrslitin urðu þau, að Guardi- an lánaði mér þessi hundrað pund, og ég kom til Seyðisfjarðar 10. ágúst, með eitt pund í vasan- um, segir Philip Clayton. Þá kom sjokkið. Hann hafði ekki haft hugsun á að líta á ís- landskort áður en hann lagði af stað og hélt að Seyðisfjöröur væri varla meira en svona 50 mílur frá Reykjavík. En hann komst svo sannarlega fljótlega að öðru, og illa klæddur fékk hann far aftan á mótorhjóli fyrstu 300 kílómetr- ana norður um. — Það var þoka á fjallinu og mér varð svo kalt, að ég hélt mér yrði aldrei hlýtt aftur, segir Phil- ip, og þaö fer hrollur um hann þegar hann rifjar upp ferðalagið. Og hann rifjar líka upp, að þeg- ar þeir stoppuðu á Möðrudalsör- æfum upplifði hann í fyrsta sinn á æfinni algjöra þögn. Það þótti honum merkileg reynsla, jafnvel svolítið ógnvekjandi. Og þessu hreina, tæra lofti er hann heldur ekki vanur, uppalinn í stórborg. , — Ég treysti ekki lofti sem ég sé ekki, segir hann og hlær við. En til Reykjavíkur komst hann og byrjaði að vinna hjá Kassa- gerðinni, og eftir nokkra leit fékk hann meira að segja á leigu lítið hús vestur við Skerjafjörð, gegn vægri leigu. í fyrsta sinn í tvö ár vinnur hann fyrir launum og kemst sæmilega af. Vinnan er að vísu ekki skemmtileg, hún er fólgin í því að stafla öskjunt, brjóta og líma. En hann hefur lof- orð fyrir vinnu í frystihúsi á vetrarvertíðinni — og þá sér hann líka fram á hærri laun. — En hvernig stendur á því að þú ert kominn í vinnu hér á ís- landi? — Upphafið var það, að ég kynntist Jóni Stefáni Hafstein hjá útvarpinu þegar við vorum saman í háskólanum í London. Við höfum haldið kunnings- skapnum síðan, og það var hann sem útvegaði mér þessa vinnu í Kassagerðinni. En áður en Philip hóf háskóla- nám í London 22 ára gamall má segja að ævi hans hafi verið álíka ævintýraleg og þeíta ferðalag hans til íslands. Hann hætti í GLUGGAPÓSTURINN tækifæri til að skrifa. Guardian bað hann að skrifa greinar um dvöl sína hér, og líklega getum við treyst því að hann beri okkur vel söguna. — Islendingar eru menning- arlegasta þjóð í heiminum og hér er heiðarlegasta fólk sem ég hef kynnst. Sjálfur sakna ég einskis frá Bretlandi nema kannski pöbbanna og veðreiðanna, segir Philip Clayton að lokum við Helgarpóstinn. —ÞG Þeir reka blaða- og fréttaþjónustu en voru áður allir á Dagblaðinu. Frá vinstri: Jón Birgir Pétursson, áður fréttastjóri á DB, Gissur Sigurðsson var í innlendum fréttum og Ólafur Gcirsson var í erlendum fréttum (Mynd: Jim Smart). Frilans fréttahaukar með blaóa- og fréttaþjónustu Leiðinlegast að rukka inn Það er oft sagt um blaðamenn, að þcir viti lítið um margt. Sann- leiksgildi þess er sjálfsagt svona upp og ofan eins og gengur. En á einu sviði eru blaðamenn þó óumdeilanlega sérfræðingar. Því að koma efni, hvaða nafni scm það ncfnist, á framfæri við almenning. Það cr einmitt þessi sérfræði- þckking sem þeir sclja félagarnir Jón Birgir Pétursson, Ölafur Geirs- son og Gissur Sigurðsson. Allt reyndir fréttahaukar af dagblöðum og voru síðast á Dagblaðinu sáluga. Jón fréttastjóri, Ólafur í erlenduin fréttum, Gissur í innlendum. Nú deila þeir kontór á þriðju hæð hússins við Bolholt 6 og reka Blaða- og fréttaþjónustuna en líta ásig sem „frílans" blaðamenn, sem kannski mætti þýða með orðinu „lausamenn". -Þetta byrjaði hjá mér þannig, að ég skrifaði skáldsöguna „Einn á móti milljón" - gerði það við þetta litla borð þarna úti í horni og not- aði hálfónýta ritvél. Vorið 1979 fór ég síðan að taka að mér allskonar verkefni m.a. fyrir Lífogfleiri blöð Jóa Briem, og'vann heima hjá mér sat mrkið úti og vélritaði. En það gekk ekki. Ég var stöðugt með krakkastóð í kringum mig, þetta 20 - 30 krakka, segir Jón Birgir við Helgarpóstinn. -Um haustið byrjaði ég fyrir al- vöru að skrifa fyrir tímarit. Ég tók að mér auglýsingatexta og tók á leigu skrifstofuhúsnæði við Skúla- tún. Um vorið stofnuðum við Óli svo Blaða- og fréttaþjónustuna og fengum þetta húsnæði hér við Bol- holtið, og í sumar bættist Gissur við. -í hverju erþessi þjónusta ykkar fólgin? Þeir þremenningarnir líta hver á annan, og eftir andartaksþögn verður Jón Bigir fyrir svörum. -Við höfum alltaf átt heldur erf- itt með að skýra það og höfum ekki komist nær því en í klausu í íslensk- um fyrirtækjum. Það tók okkur heilan dag að berja hana saman! Dagsverkið hljóðar þannig: „Almannatengsl fyrir fyrirtæki og stofnanir, frétta- og greinaskrif fyrir blöð og tímarit, einkum í sam- bandi við markaðsöflun fyrirtækja. Umsjón með blöðum og tímaritum stofnana, fyrirtækja og félaga". Þá vitum við það. -Við höfum haft umsjón með blöðum, séð um útlitið og komið þeim í gegnum prentsmiðju - sáum meðal annars um blöð Sjálfstæðis- félaganna á Seltjarnarnesi, Kópa- vogi og Garðabæ fyrir síðustu kosningar. Sjálfir gefum við út Húsbyggjandann, handbók fyrir húsbyggjendur, sem á að koma út einu sinni á ári. Við dreifum þessu frítt en látum kostnaðinn ballans- era með auglýsingum. Þetta er lík- lega það eina sem húsbyggjendur fá frítt! Auk þess skrifum við auglýs- ingatexta í bæklinga og útbúum fréttatilkynningar fyrir fyrirtæki og sendum á blöðin ásamt myndum, segir Jón Birgir. -Það er ákaflega erfitt að skil- greina þessa frílansvinnu, hér á landi hefur hún varla þekkst til þessa, bætir Ólafur Geirsson við. En okkar styrkur er sá, að við erum allir með víðtæka reynslu á þessu sviði, alveg frá því að láta okkur detta í hug efni til að skrifa um, út í að ná blöðunum tilbúnum út úr prentsmiðju. Við þekkjum líka markaðinn, vitum hvernig blöðin vilja fá aðsent efni. Þess vegna höf- um við t.d. engar tvær fréttatil- kynningar um sama efni eins. Enda virðast blöðin taka þeim með þökkum og birta þær yfirleitt óbreyttar, segir Ólafur, og Jón Birgir skýtur því inn í, að þeir geti auk þess gért allt þetta á styttri tíma en „almenningur". -Hvernig gengur að afla verk- efnanna? -Ég hef aldrei þurft að afla mér verkefna. Hver stafur sem ég skrifa hefur gengið út, og það hefur verið allt frá framhaldssögum fyrir börn út í ferðasögu frá Kína. Það er Jón Birgir sem segir þetta, og hann bætir við: -Annars var ég að lesa það í World Paychecks, að frílans blaða- mennska sé áhættusamasta starf í heimi. Það dugir ekkert annað fyrir okkur en halda á spöðunum og vinna, en stundum hríslast ónotin uppeftir hryggnum á mér á kvöld- in, þegar ég hugsa um hvað gerist ef vinnan bregst. Og það er dýrt að reka þessa skrifstofu. -Leiðinlegasta verkið hérna er að rukka inn. En það gerum við þó þegar allt um þrýtur, segir Ólafur og bætir því svo við, að óneitanlega sé gaman að þessu. Félagar hans kinka kolli og samsinna því, en ein- hver þeirra læðir því út úr sér að þeir verði að vera ansi hreint reglu- samir í fjármálum til að láta allt ganga.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.