Helgarpósturinn - 17.09.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Blaðsíða 20
20_________________Föstudagur 17. september 1982 -ftfe ,rinn Hafnarstrætisróninn er að deyja út Hér á árunum fóru þeir í hópum, einkum um miðbæinn, enda voru þeir kenndir við eina helstu verslunargötu bæjarins. Pá fann margur grandvar húseigandinn koggaflösku í ruslageymslunni á morgnana. Þeir gáfu sig gjarnan á tal við vegfarendur og báðu um sígarettu eða. tíkall „fyrir súpu“. Hvar eru þeir nú, útigangsmennirnir sem kenndir voru við Hafnar- strætið? Jú, það má sjá einn og einn á stangli í miðbænum eða uppi á Hlemmi. En stéttin sem slík er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Það er eins og engin endurnýjun eigi sér stað og oft sér maður kunnugleg andlit, ekki órökuð og kámug, heldur bústin og sælleg, ekki á tilgangslausu ráfi um miðbæinn, heldur er gengið rösklega til vinnu. Hvað er það sem veldur slíkri þróun? Er „rónavandamálið" kannski leyst? Nei, ekki alveg, en að miklum hluta. Alltaf eru einhverjir í strætinu en þcir eru miklu færrienáðurvar. Eftirþvísem Helgarpóstur- inn kemst næst er fastur kjarni stéttarinnar ekki stærri en svona 10 - 20 manns, flestir karlkyns. Það er töluverð hreyfing, menn koma og fara. sumir eru í meðferð, aðrir að korna undir sig fótunum. Það gengur ekki alltaf, oft falla menn aftur og aftur. „Oaö tekur þá kannski 2-3 ár að ná sér á strik," segir Þórarinn Tyrfingsson læknir á Silunga- polli um útigangsmennina. „Hér á Silunga - polli hafa 29 útigangsmenn verið lagðir ínn sl. þrjú ár. Það gengur misjafnlega að lækna þá, eins og aðra hópa. En suntir hafa verið án áfengis í 2 - 3 ár. Þetta má þakka nýjum aðferðum sem komið hafa til sögunnar, auk þess sem aðstoð við útigangsmenn eftir að þeir koma úr meðferö hefur verið aukin. Þetta starf er að skila sér, mtiður sér árangur á hverjum degi," sagði Þórarinn. Hröð þróun Fram undir 1970 áttu útigangsmenn sem vildu ná sér upp úr ræsinu ekki margra kosta völ. Eiginleg meðferö var ekki til, einungis „geymslustaðir" á horð við Gunnarsholt, Flókadeild og Víðines. Árið 1969 var Gisti- skýlið í Farsóttarhúsinu opnað, þar gátu úti- gangsmennirnir fengið húsaskjól yfir nóttina, ef þeir voru ekki mikið drukknir. Þar fengu þeir líka morgunverð, voru skikkaðir til að baða sig og gátu þvegiö fötin sín. Síðan hefur þróunin verið ör. Tilkoma SÁÁ og meðferðarheimilanna á Sogni, Sil- ungapolli, Vífilsstöðum og Staðarfelli liafa opnað dyr margra út í lífið og í Illaðgerðar- koti reka trúaðir menn heimili sem í er með 'ferðarstofnun og „geymsla". Annað sem skiptir verulegu máli er tilkoma tveggja gisti- heimila í Reykjavík, við Ránargötu og Risið í Stakkholti. Þar geta drykkjumenn komið eftir meðferð og dvalið í lengri eða skemmri tíma þangað til þeir treysta sér til að stíga skrefið til fulls og stofna heimili. Einu skil- yrðin fyrir dvöl á þessum stöðum eru að menn séu edrú og hafi vinnu. Loks ber að nefna aö Gistiskýlið í Farsóttarhúsinu hefur nú verið opnað að deginum og tinnað gisti- skýli, fyrir konur, hefur verið opnað við Amtmannsstíg. 13 - 14 manna fastur kjarni „Við hér á Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar verðum ekki mikiö vör við yngra fólk senr er á leiðinni í ræsið," segir Jón Guð- bergsson áfengisfulltrúi stofnunarinnar. „Yngra fólkið kemur ekki í gistiskýlin að neinu marki, það fer heldur í meðferð. Fólk skammast sín ekki eins mikið fyrir drykkju- skapinn og áður. Heimilin sem taka við fólki úr meðferðinni hafa minnkað eftirköstin og gert því kleift að ná sér upp.“ Jón bætti því við að gjörbreyting hafi oröið á síöustu árum á þessu sviði. „Breytingin hef- ur veriö það ör að eftirmeðferðarheimilin eru orðin of fá, þau anna ekki eftirspurn. Þess vegna eru td. 5-6 manns í Farsóttarhúsinu og bíða eftir plássi. En það er þó alltaf eitthvaö um að menn detti aítur. Það er mj9g algengt að það taki útigangsfólkið hálft ann- að til tvö ár að ná sér upp. En þetta þokast áfram og gömlu alkarnir ná alltaf lengri og lengri þurrurn tímabiium, einn þeirra hefur td. unnið á sama stað í tvö ár,og dvalið hjá okkur á Farsótt." Á Farsótt var okkur sagt að þar væri svona 13 - 14 manna fastur kjarni útigangsmanna. Einn þeirra hefur veriö þar frá því dagvistin var opnuð árið 1976. „Það er töluverð eftir Þröst Haraldsson myndir: Jim Smart hreyfing á mannskapnum, sumir ná sér upp og fara að vinna, en það hendir líka að þeir koma aftur. Það er dálítið um að ungir menn komi hingað en þeir stoppa ekki lengi, þeir eru sendir í meðferð. Það er rneira gert fyrir þá yngri," sagði vaktmaður sem ekki vildi koma fram undir nafni. Nú gildir sú regla á Farsótt að þar mega menn ekki vera undir áhrifum áfengis. Við spurðum vaktmanninn hvort því væri stíft framfylgt. „Nei, ef menn eru rólegir og ekki mikið drukknir fá þeir að vera. Við erum farnir að þekkja fólkið og vitum hverjum er óhætt að hleypa inn ölvuðum og hverjum „Útigangslífið er harkan sex ff Vilhjálmur Svan var i ræsinu í fimm ár en náði sér upp Vilhjálmur Svan er um þessar mundir rckstrarstjóri í Villta tryllta Villa. Hann er í leyfi frá sínu aðalstarfi sem meðferðarstjóri á Silungapolli. Hann hefur þó ekki alltaf vcrið fyrirmyndarborgari. IJm fimm ára skeið deildi hann kjörum með útigangs- mönnum borgarinnar, sökk ansi djúpt. Við báðum hann að segja frá lífi sínu sem drykkjumaður. Ég byrjaði snemma að drekka, var far- inn að drekka mikið 14-15 ára gamall og sextán ára drakk ég að heita mátti á hverj- um degi. Þegar kom fram um 1970 sá ég ekki lengur neina ástæðu til að verða annað en ég var, drykkjumaður. Þetta var á blómatímanum, fólk gekk í gallabuxum og mér virtist þaö hafa það gott, það var stæll á því. Svo ég gaf skít í allt og drakk. Framan af vildi ég halda uppi vissum klassa, ég vildi vinna í smóking, sofa og synda í smoking. Það gerði ég þangað til galjabuxurnar tóku við. Ég var oftast atvinnulaus en datt stundum um borð í báta eða togara. Svo lenti ég á Hrauninu í 15 mánuði fyrir þjófnað og ávísanafats. Við prentuðum ávísanir á Sparisjóð Horna- fjarðar, ég og kunningi minn. „Sneri hlutunum við“ Á þessum árum lenti ég í sambúð með stelpu. Hún reyndist mér vel en ég kunni ekki að meta það og á endanum gafst hún upp á mér. Þá sagðist ég vera skilinn við hana. Ég sneri hlutunum við, sagðist vera fullur af því ég væri atvinnulaus eða hús- næðislaus, en auðvitað var það öfugt. Gangurinn var sá að fyrst fann maður að fólk var að gefast upp á manni. Ég lofaði öllu fögru og sveik allt og smátt og smátt braut ég allar brýr að baki mér. Alltaf hafði maður þó einhvers staðar innhlaup, ég gat t.d. farið til mömmu ef pabbi var ekki heima og til afa eftir að hann kont úr vinn- unni, amma var hrædd við mig. Ég fékk að vera yfir nóttina og lét vorkenna mér. Annars byggist þessi útigangsdrykkja á hörkunni sex, það var stolið, logið og yfir- leitt gert allt sem þurfti til að komast í vímu. Ég var nokkuð lunkinn við að finna mér svefnstaði. Það eru yfirleitt til einhverjir staðir þar sem útigangsfólkið á afdrep, ein- hver hefur innhlaup í kjallaraíbúð og þann- ig. Það var sterkt bræðralagið meðal úti- gangsfólksins, þ.e.a.s. þegar snapið og erf- iðleikarnir voru fyrir hendi. En þegar nóg var af víni og peningum var engum að treysta, ekki frekar en hjá öðrum fyllibytt- um. En þetta bræðralag gat þýtt það að maður tímdi ekki að fara að sofa heldur sat kannski alla nóttina með einhverjum vinin- um niðri í Slipp eða uppi hjá Hallgríms- kirkju. Nú en annars var ég aldrei í vand- ræðum með svefnstaði síðasta árið í úti- ganginum, maður skreið inn í rusla- eða hjólageymslur, svo eru til bílar og skúrar og á Reykjavíkursvæðinu er ein hlaða. „Af hverju hann?“ Eftir nokkurn tíma fer sjálfsvirðingin að hverfa og svo fer virðingin fyrir öðrum. Þegar svo var komið hafði ég farið oft í afvötnun og átti reyndar hvergi heima nema í grjótinu. Vinna, athvarf, matur og afkoma voru alger aukaatriði, líðandi stund aðalatriðið. Ef það rann af einhverjum úr hópnum og hann náði sér á strik, þá varð maður gripinn afbrýðisemi og öfundsvki. Af hverju hann en ekki ég. Það eru allir svo góðir við hann en enginn við mig, sagði maður við sjálfan sig. Sjálfsvorkunin var í algleymingi. Svo gerðist það í október 1976 að ég var tekinn úr umferð. Fyrst var ég færður í Hverfistein og þaðan inn á Klepp. Þar var ég sviptur sjálfræði og sendur austur að Gunnarsholti. Þar datt mér í hug að fara í meðferð, af hverju veit ég ekki. Ég hafði frétt af samferðamönnum mínum sem höfðu farið í meðferð og fékk að fara að Vífilstöðum. Ég held að það hafi einn mað- ur trúað því að ég gæti náð mér upp, það var Stefán J óhannsson sem vann á Vífilstöðum. En þessi vist dugði mér. Ég hafði þá trú að ég gæti náð mér upp því aðeins að ég gerði allt sjálfur, útvegaði mér vinnu og húsnæði, að ef ég héldi mér ekki eins góð- um andlega og félagslega og ég gæti, þá dytti ég í það. Og þrátt fyrir alla óþolin- mæðina tókst mér að vera lítillátur og ein- lægur í því sem ég var að gera. Þetta er erfið leið en arðbær ef hún tekst. Ég féll aldrei aftur. Atvinnuleit á Hressó Nú er meirihluti minna utangarðsfélaga giftir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Sumir eru þó enn að og margir eru inni á stofnun- um að reyna að ná sér á strik. Margir falla á því eftir að þeir koma úr meðferð að leita sér að vinnu með því að sitja á Hressó og fletta síðdegisblaði. Það gengur ekki. Þú verður að fara á staðina og sýna þig, taka því að fá 100 nei en hætta ekki fyrr en þú færð já. Einangrunin sem útigangsmenn komast í er fyrst félagsleg en svo leggst hún á sálina. Maður hefur á tilfinningunni að manni sé hafnað, þó maður viti það innst inni að einum og einum þyki eitthvað varið í mann. — Þú hefur unnið á Silungapolli undan- farin ár, hvernig gengur að endurreisa fólk sem kannski hefur verið í ræsinu svo ára- tugum skiptir? Ég held að flestir utangarðsmennirnir þekki öll stig alkóhólismans nema kannski tvö, annað er dauðinn en hitt er einskonar geðveiki, þegar menn eru útbrunnir og hausinn á þeim dettur út. Svoleiðis menn eru þó til. Utigangsmennirnir eiga við meiri einangrun að stríða og þeir hafa það erfitt en það er misskilningur að þeir eigi bágt. En að öðru leyti er enginn munur á þeim og hvítflibbarónunum. Þeir fá því alveg sömu meðferð og aðrir. — Er ekki meiri von til þess að hægt sé að endurreisa útigangsmennina eftir tilkomu allra þessara stofnana? Jú, en það sem skiptir þó mestu máli er að skilningur almennings hefur breyst. Úti- gangsmennirnir ættn því að eiga auðveldara

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.