Helgarpósturinn - 17.09.1982, Page 10
10
Föstudagur 17. september 1982
JpSsturinn.
Purrkurirm kveðurf?)
Purrkur Pillnikk — No
Time To Think
Rétt áður en Purrkur Pillnikk
hélt í hljómleikaferð um Bret-
land í vor sem leið, lýsti Einar
Örn, raddmaður hljómsveitar-
innar, því yfir í blaðaviðtali að
hljómsveitin hefði aðeins gert
eitt lag með enskum texta og
fleiri yrðu þau ekki. Aldrei. Þeg-
ar til Bretlands var komið brá
hljómsveitin sér í stúdíó og
hljóðritaði fjögur lög sem nú
hafa verið gefin út á lítilli plötu,
sem ber heitið No Time To
Think. Já, það er enskt nafn og
það sem er nú enn furðulegra, sé
hljóti að vera vinsælar. Það er
ekki svo. Það er verið að reyna
að gera þær vinsælar og oftast
nær tekst það og þá sakir þess
hversu gagnrýnilaust fólk er á þá
vöru sem verið er að troða upp á
það í gegn um sjónvarp.
Það er þó fleira sem kemur til
þegar litið er á vinsældir B.A.
Robertson hér á landi og þá kem-
ur fyrst upp í hugann hið ágæta
pláss sem hann hefur fengið í
Skonrokki. Að vísu verður að
viðurkennast að það er þó
skömminni til skárra að hlusta á
hann af nokkuð vel gerðum
videofilmum en á plötu.
Eg hef nú svo sem verið bless-
unarlega laus við að þurfa að
hlusta mikið á B.A. Robertsori
fram að þessu þ.e.a.s. ég hef
sloppið með eitt og eitt lag í út-
varpi. En nú er ekki undankomu
auðið lengur því hann hefur sent
frá sér nýja stóra plötu R&BA og
er til þess ætlast að ég gefi henni
umsögn. Það er nú líka hægt að
gera það með einni stuttri setn-
ingu: Hún er hrútleiðinleg. En ég
slepp víst ekki með það. Af
hverju er platan leiðinleg? Jú á
miðað við fyrgreinda yfirlýsingu,
að textarnir eru allir á ensku.
Annars er mér alveg sama á
hvaða máli Einar ,,syngur“, því
tónlistarlega er þetta langbesta
plata Purrksins. Hún er kraft-
mikil og vel unnin í alla staði.
Bestu lögin finnast mér vera
Excuse Me og GooGooPlex.
Hljómsveitin er í þrumustuði
og mixið er sérlega gott og skilar
sér vel sá kraftur sem fylgt hefur
hljómsveitinni á hljómleikum.
Nú þegar Purrkurinn þykist
hættur skulum við vona að þeir
standi svona álíka vel við orð sín
og þeir gerðu varðandi ensku
yfirlýsinguna, því þó gróska sé í
íslenska rokkheiminum, þá meg-
um við illa við að missa hljóm-
sveitir úr þeim gæðaflokki sem
Purrkurinn tilheyrði, þ.e. þeim
efsta.
Go Go’s — Vacation
Kvennahljómsveitin Go Go’s
sló rækilega í gegn fyrr á þessu ári
með laginu We Got The Beat svo
og með sinni fyrstu stóru plötu,
Beauty And The Beat, sem fór í
fyrsta sæti bandaríska vinsælda-
listans. Mikið var skrifað um
hljómsveitina og þótti mörgum
sem hér væri komið nýtt og ferskt
afl fram á sjónarsviðið í banda-
rískum poppheimi. í rauninni er
tónlist Go Go’s ekkert ný af nál-
inni og nægir í því sambandi að
benda á skyldleika hennar við
fyrstu tvær Blondie-plöturnar.
Það var maður að nafni Rich-
ard Gottehrer, sem stjómaði
upptökum á fyrstu tveimur, og
margir segja bestu, plötum
Blondie en þau slógu ekki í gegn
fyrr en með sinni þriðju plötu.
Hljómur þeirra platna sem
Gottehrer hefur stjómað er
nokkuð sérstakur og dálítið gam-
aldags. Þessi sami maður stjórn-
ar einnig upptökum á plötum Go
Go’s og er þar komin að nokkm
leyti skýring á hversu hkar
hljómsveitirnar hafa verið. Við
það bætist að söngkonur hljóm-
sveitanna hafa nokkuð hkar
raddir.
Go Go’s hafa nú sent ffá sér
sína aðra stóru plötu, Vacation
og virðist gengi hennar ætla að
verða svipað og hinnar fyrri, þar
sem hún hefur nú þegar komið
sér fyrir meðal tíu vinsælustu
platna í Bandaríkjunum og lagið
Vacation nýtur einnig mikilla
vinsælda.
Tónlistin á Vacation er mjög
svipuð því sem Go Go’s vom að
gera á fyrri plötunni en ef eitt-
hvað er er hún ekki alveg jafn hrá
og tel ég það nokkurn galla.
Einhverjir hafa sagt um Go
Go’s að væri um karlahljómsveit
að ræða hefði hún aldrei náð
neinum vinsældum, vegna þess
hún þætti ekki nema svona miðl-
ungi góð. Það er nú kannski eitt-
hvað til í þessu en þó er nú hægt
að hafa gaman af Go Go’s.
B.A. Robertson —
R&B.A.
,,B.A. Robertson okkar
maður“. Eitthvað þessu hkt
stendur á auglýsingaplakati sem
Steinar h.f. hafa látið gera í til-
efni af útkomu nýjustu plötu
kappans. Þessi setnmg er sko
ekkert út í loftið þegar litið er á
að hvergi í heiminum er maður-
inn líklega jafn vinsæll og á ís-
landi. Hann átti nokkur lög á vin-
sældahstanum breska á ámnum
1979 og 80, og var Bang Bang
þeirra vinsælast, en síðan hefur
heldur hallað undan fæti og þar í
landi gægist nafn hans ekki einu
sinni lengur inn á vinsældalista. í
Bandaríkjunum hefur hann
aldrei náð neinum vinsældum en
hvað um önnur lönd er hægt að
segja veit ég að vísu ekki náið, en
þó hefur nafn hans svo sem ekk-
ert verið að flækjast fyrir augun-
um á mér þegar ég hef verið að
kíkja á Evrópu, Kanada og
Ástralíulistana.
Eru vinsældir B.A. Robertson
hér á landi ekki bara gott dæmi
um hvað er hægt að gera ef vilji er
fyrir hendi til að auglýsa eitthvert
nafn rækilega upp? Það er nefni-
lega, því miður, æði stór hópur
fólks sem trúir því að allt sem
auglýst er í sjónvarpi sé gott og
smekkur þess miðast við það sem
þar er bent á. Það er líka út-
breiddur misskilningur að allar
þær plötur sem þar em auglýstar
henni er ekki einn einasta frnrnl-
egan tón að finna. Tónlistin er
útjöskuð og á plötunni er ekkert
sem ekki hefur verið gert þúsund
sinnum áður og oft betur. Tón-
Ustin kom mér að vísu ekki á
óvart en ég átti von á að textamir
væru betri og hef ég á tilfinning-
unni að svo hafi hka verið á fyrri
plötum hans.
Eg á nú von á því að mesta
B.A. Robertson æðið hafi geng-
ið hér yfir þó sjálfsagt rjúki ein-
hverjir í næstu plötubúð þegar
þeir frétta af útkomu plötunnar.
Ég held þó að það sé nokkuð
öruggt að ekki bætir hann mörg-
um nýjum aðdáendum í safnið.
8JOKVAKI*
Föstudagur
17. september
20.40 PrúSuleikararnir. Einu sinni var skratti góð
hljómsveit sem hét Blondie. Þar var Debbie
Harry aöalkrafturinn. Svo tór bandið til Am-
eríku, komst í náiö samband við dollarana
og hefur vart borið sitt barr ennþá. Debbie
Harry er gestur þáttarins og hefði einhver
orðið hissa á því f. 3 árum.
21.05 Á döfinni. Eitt besta efni sjónvarpsins.
Hnitmiðuð dramatísk uþþbygging, humor,
gott komment á samtímann. Birna er þó
sætust af öllu.
21.10 Haförninn. Hreint blabla miðað víð þáttinn
á undan, en samt frábært, hafi menn
smekk fyrir náttúrunni. Einstök myndataka
af örnum.
21.40 Píanó handa Ester. Bette Davis leikur
aðalhlutverkið í þessari nýlegu bandarisku
sjónvarpsmynd um aldraða ekkju sem
flestir halda að sé elliær. En það er hún
ekki. Leikstýrt af George Schaefer. Bette
Davis á sér marga aðdáendur, en liklega er
rétt að hata vasaklúta við hendina þegar
horft er á þessa mynd.
23.20 Dagskrárlok.
Laugardagur
18. september
17.00 íþróttir. Hér er valinn maður i hverju rúmi.
Eigum við ekki að koma okkur fyrir á Hi-
inda Stole, heimavelli okkar, og fylgjast
með viðureign Bjarna Fel og Ellerts?
20.40 Löður. Bandariskur gamanmyndaflokkur
(321). JR kom f síðasta þæfti í fiasið á Lindu
þar sem hún sagði „I love you, Bobby".
Pam var brjáluð, hringdi i bróður sinn og
hann ætlaði að beita áhrifum til að stöðva
oliukaup Ewinganna. Eða er ég að rugla?
21.05 Blágrashátið. Það er ekki oft sem færi
gefst á að sjá grúppuna „The Seldom
Scene". En hverjum er svosem ekki
sama?
21.35 Adam átti syni fjóra. Mynd frá 1941 eftir
Gregory Ratoff og með Ingrid Bergman,
Warner Bexter og Susan Hayward í aðal-
hlutverkunum. Alveg bærileg mynd um
unga konu sem fóstrar fjóra stálpaða
stráka.
22.50 Dansar frá Suður-Ameriku. Eitthvað fyrir
Heiðar og önnur dansfrík. Ég verð hinsveg-
ar á dansgólfinu i Sóðali. Ég fæ fiðring. Ég
meina það.
23.55 Dagskrárlok.
Sunnudagur
19. september
18.00 Sunnudagshugvekja. Örn Báður Jónsson
rabbar.
18.10 Súsanna og drekinn. Nútímaævintýri fyrir
börn og fulla. Um fimm ára stelpu sem er
ein heima á kvöldin. Bö, bö og blaka.
18.45 Fyrirsátur við Masai Mara. Ljón f þjóð-
garði í Afríku. Áreíðanlega í hundraðasta
sinn. But. Góð visa er aldrei of oft ort um
kort.
20.40 Sjónvarp næstu viku. Spurningin er
þessi: Hvod er Guðmundur slæmur í
augunum, eða beina þeir kastaranum
beint í augun á honum af fantaskap? Samt
gott efni.
21.00 Jóhann Kristófer. Endalaus barningur á
þessum manni. Ekki sjónvarpsúrvinnsla
sem hæfir bókinni, er manni sagt.
21.55 Hljómleikar norrænu unglingahljóm-
sveitarinnar. Sinfónía eftir Dvorák, leikin
af krökkum. Þau eru nú orðin hálffullorðin,
sum hver, þvi þetta er meira en ársgamalt.
22.35 Dagskrárlok.
ÍITVARI’
Föstudagur
17. september
7.15Tónleikar. Jón Örn leikur einleik á hörþu
við undirleik. Þulur velur og kynnir. Amen.
9.05 Morgunstund barnanna. „Bangsimon".
Hulda bfó Valtýsdóttir þýddi og Hjalti ieikó
Rögnvaldsson lesó. Tíundi lestur?
10.30 Morguntónleikar. Johan Svendsen heitir
skandinaviskt tónskáld sem samið helur
verkið Rómönsu. örnulf Boye Hansen
heitirstjórnandi sem stjórnað hefur Filunni f
Osló. Þeim iendir saman hér. Ofl.
11.00„Það er svo margt að minnast á“. OK,
Torii. Láttu það koma. Jónsson. Hálftíma
þáttur.
11.30 Létt tónlist. Þetta er einhver léttasta tónlist
sem leikin hefur verið. Samkvæmt heims-
metabók Guinnes er þó meðalþyngd henn-
ar yfir lágmarki samkvæmt aiþjóðlegum
staðli Tónlistarráðsins i Vín. Semsagt gott.
13.00 Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir. Hlust-
aðu nú ef þú ert á dekki. Þú færð innilegar
kveðjur frá... tja öllum? I alvöru þá er þetta
svolítiö skrítinn þáttur. Sérstaklega núna
þegar allir sjómenn eru að koma í land.
15.10 „Kæri herra Guð, þetta er Anna". Fram-
haldssaga eftir Fynn, og les Sverrir Páll
Erlendsson eigin þýðingu. Hef bara ekki
heyrt þetta frekar en aðrir vinnandi menn.
Sorri.
16.20 Litli barnatíminn. Fjallað um göngur og
réttir fyrir norðan. Bíum bíum bamba, lömb-
in litlu þamba, fylla alla vamba, af landa
(færeyska).
16.40 Hefurðu heyrt þetta? Fáránlegt nafn á
þætti fyrir börn og unglinga. Ég meina það.
17.00 Síðdegistónleikar. Fantasíur, Ijóð og
rapsódíur. Radisur og rófur.
19.40 Á vettvangi. Sigmar og Arnþrúður. Gott
kvöld.
20.00 Lög unga fólksins. Nokkuð simpatískur
þáttur. Að minnsta kosti er nóg af kveðjun-
um. Öfugt við sjúklinga og sjómenn, sem
ekki nenna að senda.
20.40 Sumarvaka. Seinni partinn í september?
Mannskaðaveður og frásöguþættir.
23.00 Svefnpokinn. Páll Þorsteinsson.
Laugardagur
18. september
9.30Óskalög sjúklinga. Frísklegur þáttur á
ferskri stund. Morgunstund gefur gull i skó.
Kristín Björk Þorsteinsdóttir kynnir og
velur.
11.20 Sumarsnældan. Helgarpakki fyrir krakka.
Mjúkur pakki þetta og aðeins fyrir vont veð-
ur. Annírs eru allir krakkar úti að leika.
13.35 íþróttir. Jæja Hemmi. Hvað gera bændur
nú? Allur fótbolti búinn og rollur komnar i
hús. Taka fram handboltann? Hvað varstu
annars að gera á Laugaveginum á mið-
vikudaginn?
13.50 Á kantinum. Hvað gera bændur þegar
bensínið stendur á sér og er yfirleitt alltaf í
botni, og bíllinn rýkur áfram án þess að
nokkuð verði við raðið? Taka þeir frammúr,
kaldir og rólegir? Ha, Birna og Gunnar
Kári?
14.00 Laugardagssyrpa. Asgeir, Þorgeir, Sig-
urgeir, gorgeir. Guðgeir, Margeir, Friðgeir,
gorgeir. (Þetta er Ijóð). Ryksugumúsik og
snakk. Gott.
16.201 sjónmáli. Ég sé frammá friðsælt kvöld í
faðmi öldurhúsanna. En þú Sigurður Ein-
arsson?
17.00 Síðdegistónleikar. Tónlistarhátiðin i
Schwetzingen sl. vor var skemmtileg að
sögn. Þetta er gott útvarpsefni. Þægilegur
fróðleikur á góðri stund. Haraldur, ó Har-
aldur Ólafsson kann á þessu tókin.
20.00 Hljómskálamúsik. Ekki veit ég hvað það
er akkúrat, þó lengi hali þetta verið á
dagskránni. Klassik, veit ég, en nánari skil-
greiningu vantar. Guðmundur Gilsson
kynnir.
20.30 Þingmenn Austurlands segjafrá. Þriggja
kortera viðtal við Tómas Árnason. Það vili
svo til að Löður er að byrja, þannig að
hlustendahóþurinn verður vart fjölmennur.
Grey Tómas. Svo var Óli Jó að gera
bömmer i stólnum hans.
21.15 Kórsöngur. Kammerkórinn undir stjórn
Rutar.
21.40Heimur háskólanema. Ég sé fyrir mér
kjallaraíbúð í Vesturbænum, sem leigð er á
4000 á mán., ungt par í mussum sem
drekkur te og borðar rusínur úr leirskál. Er
þetta heimur háskólanema? Komumst að
því.
22.35 Frásögn frá Bretlandl. Stefán Jón Haf-
stein les þýðingu.
23.00 Danslög. Og dagskrárlok klukkan eitt.
Stefán hefur greinilega ekki nennt að vaka
út rokkþingið frekar en aörir. Það fór nú
svo.
Sunnudagur
19. september
8.35 Létt morgunlög. Miriam Makeba, Los Indi-
os Papajaras, Mes Svapidos, Dos maka-
lausas ofl. leika og syngja.
10.25 Út og suður. Það hlaut að koma að þvi:
Ámi Johnsen segir frá Eldeyjarleiðangri
sínum. Fyrir þá sem ekki hafa séð greinar
hans í Mogganum.
H.OOMessa. Síra Hjálmar Jónsson á Sauðár-
króki prédikar, og leggur útaf guðspjalli
dagsins. Hvaða guðspjall það er veit ég
ekki, enda fer það eftir því hve upptakan er
gömul, ekki satt?
13.15 Nýir söngleikir á Broadway. Er Óli
Laufdal að truflast? Nei. Það er alvöru
Broadway, sem við er átt. Auðvitað. Árni
Blandon stjórnar.
14.00 Norræn samvinna-staðreynd eða þjóð-
saga? Það er von þú spyrjir Hjörtur Páls-
son. Hvernig væri að stofna samnorrænt
ráð til að tékka á málinu? Eða skella á fundi
samnorrænu menningarnefndanna? Eða
hringja i Norræna félagið, sem er 60 ára og
ætti að vita það. Gunnar Thor flytur ávarp
og Hjálmar Ólafsson lika, ef ég man rétt.
15.30 í kaffitimanum. The Duke, B. Gees bræð-
ur og Diana Ross fá sér kaffi og rettu, og
spjalla um norrænt samstarf.
16.20 Það var og. Þráinn Bertelsson ræðir um
heima og geima. Það er ekki öllum lagið að
gera það vel. Það getur þó Þráinn.
Skemmtilegt snakk.
19.25 Hugleiðingar um nöfn. Dr. Gunnlaugur
Þórðarson les orðrétt úr símaskránni. Þrit-
ugasti lestur: Karl tii Kristján.
20.00 Harmonikkuþáttur.
20.30 Menningardeilur milli stríða. Bók-
menntaþáttur Arnar Ólafssonar. Fantagott
efni fyrir menningarpakkið.
21.00 islensk tónlist. I a, b, c, og d lið. Nenni ekki
að skrifa það uþþ.
21.35 Lagamál. Tryggvi Agnarsson, Heimdell-
ingur m.m. talar um lögfræðileg efni. Hvað
er sekt?, t.d. Hvað er sakleysi? Má maður
keyra yfir á bleiku?
22.35 Selsvarartröllið. Jónas Árnason, Múla-
tröll, les frásögu.
23.00 Á veröndinni. Halldór Halldórsson tekur
saman þátt um islenska andastofninn. Og
leíkur blúgrass með.