Helgarpósturinn - 17.09.1982, Síða 5

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Síða 5
Zpfísturinn_ Föstudagur 17. september 1982 við að telja tékkana og raða þeim upp fram og aftur. Enn var hamrað á að nöfn „skálkanna" yrðu birt. Skolli sást í hverju horni. Það var svo að morgni 24. sept- ember að umboðsdómarinn boð- aði fréttamenn á sinn fund. Þar lagði hann fram lista með 17 nöfn- um, reikningseigenda og sam- starfsmanna, í nokkrum tilvikum ættingja. Þá höfðu listar af ýnrsu tagi gengið um bæinn á milli manna í nokkurn tíma og voru að sjálf- sögðu eitt helsta umræðuefni borg- arbúa. (Enn skulum við muna and- rúmsloftið á þessum viðsjártímum í dómsmálum í landinu). Þeir, sem sátu þennan blaðamannafund. muna vel að frá Vísi sáluga voru tveir blaðamenn. Þegar nafnalist- inn hafði verið lagður fram spurði annar þeirra hvort ekki væri ein- hversstaðar salerni á hæðinni. Jú- jú. var svarið, inn ganginn og til vinstri. Hann kom ekki aftur þótt fundurinn stæði enn í drjúga stund. Skýringin var augljós strax urn hádegið: Þá kom út aukablað Vísis með nafnalistanum. Það þótti í blaðaheiminum mikið „skúbb" hjá Vísi. Allir aðrir fjölmiðlar birtu nöfnin ýmist samdægurs (RUV) eða daginn eftir. S Afram með smérið Um jól var tölvuvinnslu gagn- anna lokið. Þá voru þáttaskil í mál- inu ogumboðsdómarinnsendiþað til ríkissaksóknara með fyrirspurn um hvort rannsókninni skyldi hald- ið áfram og þá hvaða stefnu bæri að taka í framhaldinu. Þá höfðíu verið kannaðir hátt í fimmtíu þúsund tékkar af alls nærri sextíu ávísana- og hlaupareikningum. Fimmtíu og tveir menn höfðu verið yfirheyrðir. Könnunin náði yfir allar hreyfingar á þessum reikningum frá 1. janúar 1974 til 1. júní 1976. Og á þessum tíma hafði ýmislegt komið upp á yfirborðið, sem breytti svip málsins, einkum það að reikningshafarnir höfðu haft veru- legar yfirdráttarheimildir. Mun færri tékkar reyndust innstæðu- Iausir en ætlað var í upphafi. Bank- arnir höfðu haft talsverðar vaxta- tekjur. Það var því ekki að ástæðu- lausu, að fréttamenn spurðu unt- boðsdómarann hvort það væri innanríkismál bankakerfisins þeg- ar það leyfði þess konar notkun reikninga, sem bryti í bága við lög og reglur. Þeirri grundvallarspurn- ingu sagðist hann ekki treysta sér til að svara. En þegar málið var sent embætti ríkissaksóknara um þessi áramót sagðist dómarinn meta stöðuna þannig, að rannsókninni yrði ekki haldið áfrarn án þess að ríkissak- sóknari markaði henni ákveðinn farveg og takmarkaði umfang hennar verulega. „Verði niður- staða ríkissaksóknara sú, að halda eigi rannsókninni áfram, er mikið verk framundan og langt frá því að máli þessu sé lokið“, sagði Hrafn í viðtali við eitt blaðanna. Ríkissaksóknari taldi fráleitt að láta rannsókninni lokið á þessu stigi, ekki væri búið að rannsaka nema lítinn hluta málsins. Hófust svo opinberar deilur umboðsdóm- arans og Þórðar Björnssonar ri'kis- saksóknara um hvort stefnu- mörkun hans væri nógu skýr og af- mörkuð. Niðurstaðan varð að sjálfsögðu sú eðli málsins vegna að rannsókninni var haldið áfram að kröfu ríkissaksóknara og það í ver- ulegu umfangi, enda var það ekki komið á „ákæruhæfan grundvöll", eins og það var orðað. Tuttugu pappakassar Enn var haldið áfram langa hríð. Reiknistofa bankanna hafði tekið til starfa á miðju ári 1976 og þar voru enn frekari gögn tölvuunnin. Síðia árs 1977 voru nokkrir reikningshafanna enn kallaðir fyrir og um miðjan mars 1978 fór fram yfirheyrsla yfir einum í Danmörku. Síðari hluta maí 1978, rúmum tveimur árum eftir að fyrst var farið að grafast fyrir um „tékkakeðjuna" í Sakadómi Reykjavíkur og Seðla- bankanum, var rannsókninni loks lokið af hálfu umboðsdómarans. Þá hafði hann skipt málinu niður í tíu einstök mál til aðgreiningar og auðveldunar úrvinnslu. „Ég hefði getað sagt ykkur frá þessari niðurstöðu rannsóknarinn- ar um áramótin 1976—1977“,sagði Hrafn þegar hann kynnti fjölmiðl- um niðurstöður sínar. „Það hefði ekki þurft að taka tvö ár að rann- saka málið — því olli m.a. skoð- anaágreiningur í kerfinu”. Þöttust menn sjá að átt væri við ágreining- inn við ríkissaksóknara, sem getið var hér að framan. Og heldur hafði reyst utan af þessu ntikla hitamáli. Umfangið var þó orðið gríðarlega mikið — a.m.k. ef rúmmálið eitt var skoðað. Sjálf rannsóknin var að vísu ekki nerna tæpar 200 síður en henni fylgdu tuttugu pappakassar með tölvustrimlum. Það var því ekki undarlegt þótt þeir styndu hjá ríkissaksóknara þegar málið barst þangað. Ári síðar hafði málið verið skoðað hjá ríkissaksóknara og það- an var það sent kæranda, Seðla- banka íslands, 14. júní 1979. í bréfi sem fylgdi pappakössunum tuttugu kom glögglega í ljós, að ríkissak- sóknara þótti ekki fyllilega ljóst hvað hefði raunverulega verið kært. Eða eins og sagði í bréfinu: „í málinu liggja á hinn bóginn cnn ekki fyrir aðrar eða frekari skýring- ar eða skilgreiningar sakarefnis samkvæmt tölvulistunum en frant koma í meðfylgjandi tveimur vinnulýsingum BGÓ, starfsmanna Reiknistofnunar... um það hver hafi verið tilgangur hverrar „keyrslu" fyrir sig“. Úrvinnsla þessara gagna var af bæði tæknilegum og hagnýtum ástæðum ekki möguleg hjá ríkis- saksóknara. „Þetta voru kílómetra langar rúllur", sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari. Því var óskað eftir frekari aðstoð hjá Seðlabankanum, „sem kæranda málsins". Skilgreining óskast í fyrsta lagi óskaði ríkissaksókn- ari (raunar var það Bragi Steinars- son vararíkissaksóknari, sem ann- aðist málið) eftir að Seðlabankinn gæfi ítarlegri lýsingu og skil- greiningu kæruefna en frarn kæmi í kærubréfunum frá haustinu 1976. „Aðgreind verði þar glöggt sakar- efni hinna kærðu hvers fyrir sig... Sakarefni þeirra aðila, er tilgreind númer tölvuvinnslunnar vísa til óskast sérstaklega skilgreind á grundvelli tölvuvinnslunnar og fyrirliggjandi tölvulista í mál- inu...“ Sérstaklega var og beðið um skilgreiningu á sakarefni þeirra, er átt höfðu sjálfa keðju- tékkana þ.e. þá tékka, er gengu á milli reikningshafanna innan á- kveðinna tímamarka. í öðru lagi var óskað eftir — vegna fullyrðingar Seðlabankans 3. september 1976 um að verulegur hluti tékkanna hafi verið innstæðulaus — að upplýst yrði „hvernig reikningsfærslu tékka- reikninga hafi almennt verið hátt- að hjá viðskiptabönkunum á því tímabili, sem rannsókn máls þessa tekur til, annars vegar eignfærslu innlagna er greidd voru með tékk- um á aðra banka, hins vegar skuld- færslu þeirra sömu tékka er þeir bárust viðkomandi reiknings- banka...“ Vararíkissaksóknari sagðist í bréfinu ekki sjá betur en að nokkr- ir dagar hefðu getað liðið á milli þess sem tékki var lagður inn í einn banka þar til hann skiiaði sér og var bókaður í reikningsbankanum. í framhaldi af því segir: „Óskað er upplýsinga um hve almenn slík reikningsfærsla tékkareikninga var hjá viðskiptabönkunum á um- ræddu tímabili og hve lengi skulda- færslan gat með þeirri reiknings- færslu dregist við tékkaskipti ein- stakra banka og bankaútibúa frá því að tékki var innleystur af inn- lausnarbanka og til bókunar í við- komandi reikningsbanka". Sem sé: Var þetta eitthvað öðru- vísi en tíðkaðist á þessum tíma? Var þetta ekki einfaldlega skuld- færslumáti bankanna á þessum árum — áður en Reiknistofa bankanna kom til sögunnar? Seðlabankinn missir áhugann Það runnu tvær grímur á þá Seðlabankantenn þegar pappakass- arnir tuttugu bárust þangað og þá ekki síður þegar þeir lásu bréfið sem vitnað hefur verið til hér á undan. „Okkur fannst við eigin- lega vera búnir að gera nóg í mál- inu”, sagði einn embættismanna bankans í samtali viö Helgarpóst- inn. „Okkur þótti þetta jafnvel til- ætlunarsemi af ríkissaksóknara að ætlast til þess að við færum ofan í málið á þann hátt, sem óskað var eftir. Hreint út sagt: okkur hraus hugur við því — þetta hefði getað kostað tveggja mannára vinnu". Pappakössunum var því kontið fyrir í góðri geymslii. Svo liðu sjö og hálfur mánuður. Þá svöruðu þeir Björn Tryggvason og Sveinbjörn Hafliðason fýrir hönd Seðlabankans. í upphati minntu þeir á að afskipti bankans heföu hafist að beiðni Sakadónis Reykja- víkur og hefði bankinn þá aöeins ætlað að veita aðstoð við úrvinnslu gagna. Augljóst var af bréfi þeirra tveggja, að Seðiabankinn hafði misst áhugann á málinu. Þeir minntu á, að Seðlabanki íslands væri ekki rannsóknaraðili skv. lögum og hefði hvorki réttindi eða skyldur sem slíkur. Bankanum væri ókunnugt um þær réttarregl- ur, að kærendur í opinberu rnáli skuli inna af hendi rannsóknir! Skilgreining sakarefna væri ekki á „voru starfssviði", einsog það var orðað. Bankinn teldi ekki rétt að hann ætti að vinna þetta verk, enda hefði kæruefnið áður verið nóg- samlega skilgreint. Nú, og hvað varðaði hvaða hátt- ur hefði verið á færslum tékka í viðskiptabönkunum. þá minntu Seðlabankamenn á, að öll gögn hefðu verið „kölluð fram fyrir milligöngu sakadómara". Seðla- bankinn væri ekki í aðstöðu til að krefja „innlausnarbanka" um upp- lýsingar og gögn. Og „því teljum vér oss ekki fært að vinna verkið". Engu að síður kváðust Seðla- bankamenn reiðubúnir að svara „ákveðnum spurningum" um þetta mál — hefðu þeir á annaö borð aðstöðu til að svara þeim. Meö bréfinu voru pappakassarnir tutt- ugu endursendir „óhreyfðir", eins og sagði í bréfinu. Uti er ævintýri Þetta urðu óopinber endalok málsins. Hjá ríkissaksóknara þótti eftir þetta afsvar Seðlabankans ekki ástæða til frekari aðgerða. Bréfið slátraði málinu, eins og sagt var. Seðlabankamaðurinn, sem blaðamaður Helgarpóstsins ræddi við, sagði að þar á bæ hefðu menn allt eins átt von á að sú yrði raunin. Og niðurstaðan: eiginlega sú, eins og sagði í upphafi, að enginn taldi sig hafa verið svikinn. Sá veik- leiki í bankakerfinu sem notaður var til að „búa til peninga", eins og það var orðað, var úr sögunni fljót- lega eftir að málið kom upp með tilkomu Reiknistofu bankanna. Bankamenn. sent HP hefur rætt við. telja að ávísanamálið hafi á vissan hátt orðið til að efla innra eftirlit í bönkunum. Erfitt er að segja til um heildarkostnað við alla rannsóknina en giska má á. að hann hafi skipt 3—4 milljónum króna á núvirði. Þessar tölur eru óstaðfestar. En lítið er orðið eftir af því stór- kostlega „fjármálamisferli", sem setti bæinn á annan endann fyrir sex árum, gaf tilefni til aukablaða og fréttaauka og var í upphafi ætlað að finna morðingja. Þvottavélin ALDA þvær og purrkar vel Þetta er þvottavél sem hentar íslenskum heimilum, hefur innbyggðan þurrkara og tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Verðið er mjög hagkvæmt, hringdu í síma 32107 og kynntu þér verðið, við borgum símtalið. ÞYNGO 78 kg HÆÐ 85 CM BREIDO 60 CM OÝPT 54 CM ÞVOTTAMAQN 4-5 KG ÞURRKMAGN 2-2.5 KG VATNSMAGN 15/18 I OG 19/25 I VINDA 450- 800 SNUN. MlN. RAFMAGN 220 VA. C. 13 AMP. MAX/ELEMENT 1350 VÖTT ÞURRKMÓTOR 50 VÖTT ALDA þvottavélin fæst á eftirtöldum stöðum: Hafnarfjörður: Ljós og raftæki Akranes: Þórður Hjálmarsson Borgarnes: KF. Borgfirðinga Patreksfjörður: Raft. Jónasar Þórs ísafjörður: Straumur hf. Bolungarvík: Jón Fr. Einarsson Blönduós: Kf. Húnvetninga Sauðárkrókur: Hegri sf. Siglufjörður: Gestur Fanndal Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan sf. Akureyri: Akurvík Þvottakerlin eru 16 og mjog mismunanOi. með þeim er hægt að S|oða, skola og vinda, leggja ( bleyti, þvo viðkvæman þvott og blanda mýkingarefni i þvott eða skolun Þvottavélin tekur 4-5 kg af þurrum þvotti, tromlan snýst fram og til baka og hurðin er með öryggislæsingu. Vinduhraði allt að 800 snúningar a min. Þurrkaranner hægt aðstilla á mikinn eða litmn hita og kaldur blástur er á siðustu min. til að minnka krumpur. Með einu handtaki er h|ólum hleypt undir vélina sem auðveldar allan flutning. Húsavík: Grímur og Árni Vopnafjörður: Kf. Vopnfirðinga Egilsstaðir: KHB Seyðisfjörður: Stálbúðin Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskfirðinga Neskaupstaður: Ke. Lundberg Höfn: K.A.S.K. Þykkvibær: Fr. Friðriksson Vestmannaeyjar: Kjarni sf. Keflavik: Stapafeli hf. SÍMI86117

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.