Helgarpósturinn - 17.09.1982, Page 9
9
jjosturinn Föstudagur 17. september 1982
Skáldsögur eftir þrjá nýja
eru meðal útgáfubóka Máls og menningar í ár
Af þeim bókum sem Mál og
menning gefur út um þessi jól
ber hæst fjórar nýjar íslenskar
skáldsögur, þar af eru þrjár eftir
höfunda sem nú stíga fyrstu
spor sín á sviði skáldsagnagerð-
ar fyrir fullorðna lesendur.
Fjórða skáldsagan er eftir Guð-
berg Bergsson og nefnist hún
Hjarta býr enn í helli sínum. Að
sögn Þorleifs Haukssonar útgáfu-
stjóra MM er hér á ferð nútíma-
saga úr Reykjavík, hrakningasaga
fráskilins manns um forstofuher-
bergi borgarinnar. ,,Þetta er
flóknari saga en Ari fróði, Guð-
bergur bregður fyrir sig nýjum stíl,
það er meiri fantasía í bókinni en
að sjálfsögðu er ofurraunsæið enn
ásínumstað,“ segir Þorleifur.
Álfrún Gunnlaugsdóttir Iek-
tor við Háskólann er nýliði í skáld-
sagnagerð og nefnist bók hennar
Af manna völdum. „Þetta eru
samtengdir þættir, á mörkum
skáldsögunnar og smásagnasafns-
ins, en grunntónninn er sá sami,
ofbeldi í ýmsum myndum. Sögu-
sviðið er nútíminn, bæði hérlendis
og suður í Evrópu," sagði Þorleif-
ur.
Ami Bergmann lagði upp sem
rithöfundur með endurminninga-
bók frá Moskvuárum sínum en nú
kemur fyrsta skáldsagan frá hans
hendi. Geirfuglarnir heitir hún
og gerist á Suðurnesjum. Þar segir
frá ungum pilti, uppvexti hans í
dæmigerðu byggðarlagi Suður-
nesja allt þar til þorpið springur í
loft upp. Pilturinn kemst af því að
hann hafði dvalið við nám á Akur-
eyri en deilur koma upp hvað olli
sprengingunni.
Loks gefur Mál og menning út
skáldsögu eftir Olgu Guðrúnu
Árnadóttur. Olga gaf fyrir nokkr-
um árum út unglingabókina Búrið
en Vegurinn heim er fyrsta ,,al-
vöru“skáldsaga hennar. Aðalper-
sóna bókarinnar er stálpað barn
sem verður bitbein foreldra sinna
sem standa í skilnaði. Því er ætlað-
ur staður hjá öðru þeirra sem býr í
útlandinu en sjálft vill það búa hjá
hinu.
Þrjár ljóðabækur koma út hjá
MM á þessu hausti. Þar er líka ný-
liði á ferð, Norma Samúelsdóttir
gefur út bókina Tréð fyrir utan
gluggann minn. Nína Njörk
Arnadóttir er hins vegar enginn
nýliði, en hún gefur út Kórónu úr
skýi.Loks gefur forlagið út heild-
arsafn ljóðaþýðinga Helga Hálf-
danarsonar undir titlinum Erlend
ljóð frá liðnum tímum og er þar
að finna ýmis ljóð sem ekki hafa
birst áður.
Áfram verður haldið útgáfu rit-
safns Sverris Kristjánssonar
sagnfræðings og fjallar 2. bindið
einkum um íslands sögu þessarar
aldar en einnig er þar að finna
þætti af mönnum og dægurmála-
greinar. 3. bindi greinasafns
Brynjólfs Bjarnasonar h'tur dags-
ins ljós en samheiti þess er Með
storminn í fangið. Þá verður gef-
ið út úrval greina sem Magnús
Kjartansson ritaði í Þjóðviljann
Við Lækjartorg er gallerí seni
dregur nafn sitt af torginu. Þar
ræður ríkjum Jóhann G. Jóhanns-
son tónlistar- og myndlistarmaður
með meiru. Hann er nú búinn að
skipuleggja starfsenii gallerísins
frain að áramótum og báðum við
hann að skýra frá því sem fólki
gefst kostur að líta nú á hausti
komanda.
„Þessa stundina stendur yfir sýn-
ing tvíburanna Harðar og Hauks
og hefur hún hlotið góða aðsókn.
Eftir að henni lýkur, eða 25. sept-
ember og fram til 3. október sýnir
þýsk kona, Erika Stumpf frá Reck-
lingshausen, 40-50 verk eftir sig.
Það eru einkum landslagsmyndir,
myndskreytingar við ljóð ofl.
Erika hefur sýnt víða í álfunni og
hlotið verðlaun fyrir list sína.
Dagana 9. október til 24. októ-
ber sýnir Miriam Bat Yosef, öðru
nafni María Jósefsdóttir, verk sín.
María er mjög þekkt listakona og
hefur haldið sýningar víða um
heim. Hún sýndi síðast hér á landi í
Norræna húsinu árið 1971.
30. október til 7. nóvember sýnir
Svava Sigríður Gestsdóttir frá Sel-
fossi verk úr olíu og pastel og vatns-
undir dulnefninu Austri. Vésteinn
Lúðvíksson hefur valið^reinarnar
og skrifað formála. Urval leik-
dóma eftir Sigurð A. Magnússon
er á dagskrá og heitir í svidsljós-
inu. Síðast en ekki síst ber að
nefna samtalsbók um Einar skáld
Benediktsson eftir Bjöm Th.
Bjömsson, prýdd fjölda mynda
sem ekki hafa birst áður.
Þrjár íslenskar bamabækur gef-
ur MM út. Vésteinn Lúðvíksson
heldur áfram að segja af Sólar-
blíðunni, Sesselju og mömm-
unni í krukkunni. Kötturinn
sem hvarf heitir bók eftir Nínu
Tryggvadóttur og Andrés Indr-
iðason er á ferð með barnabók
sem enn hefur ekki hlotið nafn.
Þ.H.
litamyndir. en Svara lærði í mynd-
listaskólanum við Freyjugötu.
13.-22. nóvember verður Ragn-
ar Lár á ferðinni með teikningar,
grafík. olíumálverk og glermyndir.
en það er í fyrsta sinn sem hann
sýnir slík verk.
27. nóvember til 5. desember
sýnir Haukur Halldórsson mynd-
skreytingar sem hann hefur gert
við útgáfubækur Arnar og Örlygs.
Og 11. - 19. desember^iýnir Páli
ísaksson frá Selfossi pastelmyndir.
Páll var einn stofnenda Myndlistar-
félags Árnessýslu og er núverandi
formaður þess.
Þá erum við að hefja leigu og
sölu á listaverkum. Viö verðum
með sýnishorn af ýmsum verkum í
búðinni sem fólk getur síðan tekið
á leigu. Ef það vill kaupa verkin
gengur leigugjaldið upp í söluna.
Handmenntaskólinn hefur tekið
ýmsar sýningar upp á myndbönd
ogverða þauleigðútíbúðinni. Það
er upplagt tækifæri fyrir skóla sem
vilja kynna nemendum sínum
myndlist. Loks er ætlunin að hafa á
boðstólum eftirprentanir af lista-
verkum og jafnvel að hefja útgáfu
listaverkakorta,” sagði Jóhann G.
Jóhannsson. - ÞH
Gallerí Lækjartorg
7 sýningar í haust
Frá ráðstefnunni í Arnagarði um
síðustu helgi - DV-mynd: Bj.Bj.
að baki listaverksins. í umræðum
leiklistarhóps kom skýrt fram að
þetta vissu sumir leikarar og leik-
stjórar og voru fyllilega sáttir við.
Samt gekk umræddum leikara
erfiðlega að átta sig á þessum ein-
földu sannindum og það jafnvel
þótt tveir af virtustu listamönn-
um þjóðarinnar reyndu að koma
honum í skilning um þau.
Raunar gerðust þau tíðindi á
þessu þingi að tveir skeleggustu
verjendur gagnrýninnar komu úr
röðum listamannanna. Það voru
þeir Guðbergur Bergsson og
Thor Vilhjálmsson. Þeir vörðu
að vísu ekki beinlínis þá menn
sem hér stunda gagnrýni í fjöl-
miðlum - Guðbergur virtist finna
þeim flest til foráttu sem og sum-
um helstu listgreinum þjóðarinn-
ar - heldur rétt þeirra til að tjá
skoðanir sínar. í skarplegu og
stórskemmtilegu framsöguer-
indi, sem vonandi verður prentað
við fyrsta tækifæri, tók Guðberg-
ur nokkuð svipaða stefnu og Osc-
ar Wilde í frægri ritgerð um gagn-
rýnandann sem listamann og
sagði ýmsum hefðbundnum
trúarsetningum stríð á hendur.
M.a. hafnaði hann því að til væri
eitthvað sem kalla mætti „já-
kvæða” og „neikvæða” gagnrýni;
gagnrýni gæti aðeins verið skap-
andi eða deyðandi sagði hann, og
er það skoðun sem undirritaður á
afar auðvelt með að fella sig við.
Þá drap hann á tengsl sköpunar
og niðurrifs, athyglisvert efni,
sem ég þori þó ekki að tjá mig um
hér. Thor, sem talaði seinni dag-
inn og vakti ekki síður fögnuð á-
heyrenda en Guðbergur, var hins
vegar öllu jarðbundnari og mun
umburðarlyndari en kollega hans
gagnvart íslenskum gagnrýnend-
um. Var Thor ekkert að skafa ut-
an af því ; óskaði þess að gagn-
rýnin væri bæði harðskeytt og há-
vaðasöm, „rifi menn upp á rassin-
um”, eins og mig minnir hann
orða það, og gerði heilu stofnan-
irnar og listflokkana örvita. Og
hann skýrði fyrir áheyrendum
með dæmi frá sjálfum sér hversu
erfitt væri fyrir listamanninn þeg-
ar engin viðbrögð yrðu við verki
hans. Verst af öllu kvað Thor þó
náttúruleysið og munu trúlega fá-
ir verða til að andmæla því.
Og hver er svo útkoman þegar
upp er staðið? í lok þingsins var
samþykkt ályktun þar sem m.a.
er hvatt til þess að „hið fyrsta
verði boðað til annarrar ráð-
stefnu og þá með stjórnendum og
starfsfólki fjölmiðla og lista-
mönnum”. Efni slíkrar ráðstefnu
yrði að sjálfsögðu öll sú meðferð
sem listir og menningarmál fá í
íslenskum fjölmiðlum. Hún verð-
ur þó ekki að veruleika nema ein-
hver beiti sér fyrir henni. Samtök
íslenskra gagnrýnenda hafa nú
stigið fyrsta skrefið til að efla
skoðanaskipti listamanna og
gagnrýnenda um störf sín og
aðstöðu og það er alveg ljóst að
allt framhald er mjög undir lista-
mönnum komið. Á þinginu í
Árnagarði leyndi sér ekki að
margir hafa áhuga á að ræðast
betur við en þar var unnt og haga
þá samfundum þannig að betra
tóm sé til að fjalla um mál ein-
stakra listgreina. Menn hafa
einnig rætt um að ástæða sé til að
gefa almenningi kost á að taka
þátt í samkomu af þessu tagi;
hann sé nú einu sinni sá sem þetta
allt er gert fyrir.
Skal ekki spáð um hér hvort og
hvenær þessum hugmyndum
verður hrint í framkvæmd, en
óhætt mun þó að fullyrða að
Samtök íslenskra gagnrýnenda
séu reiðubúin til frekari sam-
starfs. Það er okkur öllum mikið
hagsmunamál að íslensk menn-
ingarumræða komist á hærra plan
en hún er almennt á um þessar
mundir og stuðli að auknum kröf-
um jafnt til listamanna sem gagn-
rýnenda. Og auðvitað hafa þessir
aðilar um miklu fleira að ræða en
sérstök vandamál þeirrar gagn-
rýni sem fjölmiðlarnir flytja.
Þvert á móti er hætt við að slíkar
umræður verði ekki verulega
frjóar nema þær tengi framlag
gagnrýninnar því sem við gætum
kallað „innri mál” listgreinanna,
deildum meiningum manna um
þau markmið sem okkur beri að
keppa að. Jón Viðar Jónsson
llíóill
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ ágæt
★ ★ jgÓð
★ þolanleg
Oléleg
Regnboginn: ***
Siðsumar (On Golden Pond). Bandarisk
kvikmynd, árgerð 1981. Handrit: Ernest
Thompson, eftir eigin leikriti. Leikendur:
Henry Fonda. Katherine Hepburn, Jane
Fonda. Leikstjori: Mark Rydell.
Allt legst á eitt með að gera þessa mynd góða.
leikurinn. handritið. kvikmyndatakan og
leikstjórnin.
★ ★ ★
Breaker Morant. Astrolsk. Argerð 1980.
Handrit: Bruce Beresford o.fl. eftir leikriti
Kenneth Ross. Leikstjori: Bruce Beresford.
Aðalhlutverk: Edward Woodward, Jack
Thompson.
Ákallega vonduð og lallega gerð mynd, mettuð
dramatiskri spennu, þar sem fjallað er um sið-
terði og siðleysi manna undir þrýstingi striðs, -
áslralskra hermanna i Búaslriðinu i Suður-
Afriku. Vel leikin og vel stjórnað al einum helsla
kvikmyndagerðarmanni Ástraliu.
— ÁÞ
Hammersmith er laus. Leikstjóri Peter
Ustinov. Aðalhlutverk: Elisabeth Taylor,
Richard Burton, Peter Ustinov.
Þriller um afbrotamann, sem hefur mikil áhrif á
lólk. Hann hefur setið í langelsi, en losnar, eins
og nefnið bendir til. Endursýnd.
* *
Himnariki má biða (Heaven Can Wait).
Bandarisk. Árgerð 1978. Leikstjórn: Warren
Beatty. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Julie
Christie og James Mason.
Þetta er ansi hugljúf mynd um mann sem lær
annan séns hér á jörðu niðri, eftir aö hala lent i
dauðaslysi. Vel gerð og leikin. Endursýnd.
Gamla bíó: *
Komdu með til Ibiza (Summer Night Fever).
Frönsk-þýsk kvikmynd. Leikendur: Olivia
Pascal, Stephane Hillel, Klaus Obalski.
Leikstjóri: Siggi Götz.
Allsber mynd með silikonbrjóstastúlkunni Oliviu
Pascal. Um ungt lólk i sumarleyli á Ibiza. Flottar
stelpur.
Bíóhöllin: *
Porky s. Bandarisk. Árgerð 1982. Handrit og
leikstjórn: Bob Clark. Aðalhlutverk Dan Mona-
han, Mark Herrier, Wyatt Knight.
Porky's helur ekkert nýll fram að færa. Hún er
stæling á American Graffiti: baldin menntaskóla-
æska, prakkarastrik, kynlifslitl, smávegis andóf
við fúllorðinsheiminn og slatti af gömlum dægur-
lögum. I heild eins og gamall slitinn slagari.
— ÁÞ
★ ★ ★
Staðgengillinn (The Stunt Man). Bandarisk,
árgerð 1981. Handrit: Larry Marcus og Ric-
hard Rush. Leikendur: Steve Railsback,
Peter O’Toole og Barbara Hershey. Leik-
stjórn: Richard Rush.
Slaðgengillinn er afskaplega haganlega upp-
byggð mynd. Það er langl siðan ég hef skemmt
mér jafn vel i bió. - GA.
Klæði dauðans (Dressed to kill). Bandarísk, ár-
gerð 1980. Leikendur: Michael Caine, Angie
Dickinson, Nancy Allen. Leikstjóri: Brian De
Palma. Endursýnd.
Dularfullar simhringingar (When a Stranger
Calls). Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Charles Durning, Carole Kane, Colleen
Dewhurst.
Skólastúlka er fengin til að passa böm, en þá
hringir síminn og ókunn rödd.bammbamm-
bammba. Ótti og örvæntinq.
★ ★ ★
Fram i sviðsljósið (Being There). Bandarisk,
árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir
eigin skálsögu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik-
stjóri: Hal Ashby.
Austurbæjarbíó
0
Með botninn úr buxunum (So Fine). Banda-
risk. Árgerð: (óþekkt). Leikstjóri og höfund-
ur handrits: Andrew Bergman. Aðalleikarar:
Ryan O'Neal, Jack Warden, Mariangela Me-
lato, Richard Kiel.
So Fine er sannarlega rangnelni á þessari
leiðinda þvælu. So Bad væri nær lagi, og So
Terrible liklega réttnelni. Sumar svona ódýrar
dellumyndir, sem nánast enginn metnaður virð-
ist lagður I, geta átt það til að vera skemmtilega
leiðinlegar, en þessi nær því ekki einu sinni.
Aldrei hló nokkur í biósalnum þegar ég sá
myndina. Það að Ryan O Neal skuli lenda i
mynd al þessum gæðaflokki sýnir e.t.v. loksins
af hvaða gæðallokki hann er sem leikari. Hann
„leikur" þarna son fatakaupmanns, sem fyrir
slys fínnur upp nýja gallabuxnalínu og allir
verða ríkir, en vandinn er sá aö hann er ástlang-
inn af eiginkonu vonda kallsins. T errible. - G A.
Háskólabíó
Kafbáturinn (Das Boot). Þýsk. Árgerð 1981.
Handrit og leikstjórn: Wolfgang Petersen. Að-
alhlutverk: Jurgen Prochnow, Herbert Grön-
emeyer, Klaus Wennemann.
Sú saga sem þarna er sögð er ekki frumleg. Þetta
eru í sjálfu sér hrakningar og hættur sem við höf-
um áður séð i ótal myndum. En þetta er svo miklu
betur gert. Hér er ákaflega vönduð fagmennska i
hverri deild, smekkvisi og Iraust stjórn sem beinir
myndinni hægl og örugglega að lokaatriðinu sem
er áhrifamikið.
— ÁÞ
Tónabíó
Saga úr vesturbænum (West Side Story).
Bandarísk. Árgerð 1961. Leikstjórn: Robert
Wise. Aðalhlutverk: Natalle Wood, Richard
Beimer.
Þetta er alskaplega góð mynd, stilhrein, vel
tekin og leikin. En hún helur elst svolítið illa og
sum dramatiskustu atriðin fara vel ylir strikið í
væmninni. Samt þokkaleg skémmtun, enn í
dag. Endursýnd. - GA.
Laugarásbíó: ***
Okkar á milli - i hita og þunga dagsins. ís-
lensk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur:
Benedikt Árnason, Valgarður Guðjónsson,
Andrea Oddsteinsdóttir, Margrét Gunn-
laugsdóttir, Maria Ellingsen, Sirrý Geirs.
Handrit og stjórn: Hrafn Gunnlaugsson.
Styrkur Okkar á milli liggur í djarflegu efnisvali,
nokkuð laglegri kvikmyndatöku, sem sjaldan er
ómarkviss en þó stundum of höll undir fiff i
linsunotkun og hreylingum, og yfirhöluð góðri
sviðssetningu, þar sem nostrað er við táknræn
smáatriði.
Leikurinn er ágætur. Benedikt Árnason fer sem
kunnugt er með langstærsta hlutverkið og er
sannlærandi. Leikur hans er lágt stemmdur,
tíllölulega jafn, og á köflum framúrskarandi. Þá
standa þær Maria Ellingsen og Margrét Gunn-
laugsdóttir sig vel i erfiðustu aukahlutverkun-
um. Aðrir leikarar slanda svo sem fyrir sínu, og
Sigurður (Þorvaldur S. Þorvaldsson) er
skemmtileg týpa.
— GA
Hafnarbíó
Varlega með sprengjuna strákar. Banda-
risk. Aðalhlutverk: Keith Carradine, Sybil
Dannlng, Tom Skerrit.
Grinmynd og spennu um tvo náunga sem lenda
i maliuhasar.
Stjörnubíó: *
Stripes. Bandarisk. Árgerð 1982. Handrit: Har-
old Ramis o.fl. Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðal-
hlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren
Oates.
Þeir félagar úr National Lampoon-klikunni, Harold
Ramis, Ivan Reitman o.fl. virðast stefna býsna
hratt niðurávið eftir þá ágælu grínmynd Animal
House. Þeir gerðu skelling slappa tilraun, Meat-
balls sem sýnd var í Háskólabíói i lyrra og var
„National Lampoon ler úr menntaskóla í sumar-
búðir" og núna gera þeir aðra lítt skárri, Stripes,
sem er „National Lampoon fer úr sumarbuðum í
herinn". Allar þessar myndir byggja sumsé á þeirri
aðferð að skella nokkrum manískum karakterum
inná afmarkað sögusvið og láta þá fillast i einn og
hállan tima. Gott og vel. Þetta gekk upp í Animal
House. En Stripes er alar hugmyndasnauð og
þreytuleg. Hún virkar eiginlega best fyrst þegar
verið er að lýsa aðdraganda þess að þeir lélagar
Bill Murray og Harold Ramis, sem ætti nú ekkert
frekar að leggja leiklist fyrir sig, ganga i herinn.
Murray er letilegur gamanleikari og leggur hér lítið
á sig, enn minna en i Meatballs, og lái honum hver
sem vill.
— ÁÞ
B-salur
Geðveiki morðinginn (Lady Stay Dead).
Ensk. Leikstjóri Terry Bourke. Aðalhlut-
verk: Deborah Coulls, Chard Hayward.
Hrikalegur horror um baráttu geðveiks morð-
ingja og ungrar konu í stóru húsi á eyðiströnd.
Böh.
Nýja bíó
Rokk i Reykjavik. íslensk, árgerð 1982.
Framleiðandi: Hugrenningur. Leikendur:
Hljómsveitir margar og fagrar. Stjórnandi:
Friðrik Þór Friðriksson.
Rokk i Reykjavik er heimildarmynd um músík-
heiminn, heimild um músík og lifsviðhorf reyk-
viskra rokkara, sem sumpart - en vel að mer-
kjabara sumpart - speglar einnig líf og lilsvið-
horf neytenda þessarar tónlistar. Alstöðu hö-
lundar myndarinnar til viðlangsefnisins er ekki
troðið uppá áhortanda. Hér er hvorki predikað
gegn eimt eða neinu né lofsungið. En sjálft valið
á viðfangsefninu og framsetning efnisins bera
með sér skilning og að vissu leyti virðingu fyrir
þvi. - ÁÞ.
P.s. þetta er óstytta útgáfan og þvi bönnuð
innan 14 ára. Siðasti séns að sjá þessa mynd.
MÍR - salurinn
Sunnudag klukkan fjögur verður sýnd mynd um
skáldið Maxím Gorkí, með íslensku skýringar-
tali. Aðgangur ókeypis.
twnlist
Menntaskólinn
við Hamrahlíö:
Ung Nordisk Musikfest. Tónleikar með verkum
eftir Ton de Leeuw. Stjórnandi Guðmundur
Emilsson. Sunnudag kl. 20.
Kjarvalsstaöir:
Ung Nordisk Musikfest. Kammertónleikar mán-
udag kl. 20. Á dagskrá eru verk eftir Sviann
Lars-Ove Börjesson, Danann Steen Pade, Fin-
ann Tapio Nevanlinna, Norðmanninn Cecilie
Ore og íslendingana Hróðmar I. Sigurbjörns-
son og Hjálmar H. Ragnarsson.
Djúpið:
Lifandi músik á hverju fimmtudagskvöldi, hugs-
anlegt aö næst heyrist til visnavina, jalnvel að
Bergþóra Árnadóttir mæti á svæðið.
Stúdentakjallarinn:
Alltal djassaö á sunnudagskvöldum, byrjað kl.
21. Fjórir knáir sveillusveinar, Tómas Einars-
son, Friðrik Karlsson, Sigurður Flosason og
Gunnlaugur Briem. Mætið snemma ef þið viljið
ekki standa.