Helgarpósturinn - 17.09.1982, Side 19

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Side 19
 rcr.vi'jfr' ; ’_':;r,bu*f.r>: irinn Föstudagur 17. september 1982 1? Nú er Danmörk að rumska eftir langar og góðar hitabylgjur sumarsins. Græni liturinn er farinn að víkja fyrir haustlitunum, skólatöskumar em dregnar fram og yfirhafnirnar teknar fram úr skápum. Fréttabréf íslendingafélaganna er komið út eftir sumarið og búist er við líflegum vetri í Jonshúsi. Anker var vart kominn heim úr íslandsför þegar hann lýsti því yfir að nú myndi hann sleppa stjómar- taumunum. Poul Schlúter formaður íhaldsflokksins var fljótur að rankavið sér, enda var hann búinn að hvetja Anker óspart til að víkja úr forsætisráðherra- stólnum. Og nú hófst um- stangið. Hvaða borgara- flokkar áttu nú að ganga í sæng saman, skyldi þeim takast að mynda meirihluta- stjóm? Gilstrup framfaramanna- formaður kom með ýmiss konar hugmyndir. Hann á yfir sér fangelsisdóm vegna skattsvika og er þess vegna ekki sérlega æskilegt ráð- herraefni, en þó er enn ó- hugsanlegra að flokkssyst- kin hans trani sér fram án hans í brjósti fylkingar. Slík er lýðhyili hans vegna þess uppreisnaranda sem ennþá umvefur hann og gerir það því þeim flokksmönnum erfitt fyrir sem dreymir um að komast inn í borgaralega hlýjuna. Glistrup gaf sig fram sem efni í fjármálaráð- herra en það fór nú fyrir brjóst á sumum. Annars er nú lítil ástæða til að rekja þetta stjórnarumstang nán- ar, enda h'kist það flestum öðrum pólitískum þjóð- dönsum. Nú er svo komið að Poul Schlúter er búinn að mynda ráðherralista. Fyrst fær drottningin að sjá hann, en hún situr nú ein í höllinni með börnin á meðan Henrik fór fyrir hana á „Scandina- via Today“. Stjómin hans Schlúters er minnihluta- stjóm en treystir á stuðning Radikale Venstre og Frem- skridtspartiet. Preben Wil- hjelm þingmaður Vinstri sósíalista gat ekki varist að kalla þessa stuðningsflokka ,,BZ-brigaden“, en B og Z eru einkennisstafir þessara flokka og ,,BZ-brigaden“ kallast annars sá hópur fólks sem hefur verið hvað dug- legastur við að hertaka hús á þessu ári. Dagblaðið In- formation bendir á sameig- inleg einkenni þessara tveggja BZ-herdeiIda, eins og tildæmis að enginn tekur þær alvarlega og framtíðar- horfur beggja eru drunga- legarog óöruggar. Þessi BZ-herdeild stjóm- málalífsins er nú Iíka fremur spaugileg, Radikale hafa það að einu göfugasta mark- miði sínu að sitja ekki með Þannig sér Peder Nyman tciknari Politiken herinn, hina heppnu kú sem á eftir að eiga daga sæla hjá nýju ríkisstjórninni, enda ekki vanþörf, eldflaugin sem lagði fleiri sumarbústaði í rúst kostaði átta milljónir danskra króna. Og svo fór ég að skjóta Fremskridtspartiet í stjóm. í nýju stjóminni munu hins vegar sitja auk íhalds- manna, vinstri flokkurinn sem upphaflega var bænda- flokkur (nöfn danskra stjórnmálaflokka eru jafn mikil öfugmæli og nöfn ís- lenskra flokka), miðkratar og kristilegi alþýðuflokkur- inn. Eitt fyrsta verk stjórnar- innar verður að leggja fram f járlagafrumvarp en þá er nú smáþrándur í götu. Radi- kale neitar nefnilega að skrifa undir niðurskurð á fé- lagshjálp og öðru, ef ekki verður líka sparað við hem- aðarútgjöld. En sjáum nú hvað setur, fæstir spá nýju stjóminni löngum hfdögum en þess fleiri búast við þing- kosningum, en slíkar fóru síðast fram í desember fyrir tæpu ári. Helsta verkefni hins almenna íbúa í kon- ungsríkinu er nú að venja sig við nýjan pabba, enda er Anker greyptur í hjörtu flestra sem hinn eilífi faðir. Vart var Anker búinn að segja starfi sínu lausu, þegar danski herinn minnti þjóð- ina á tilveru sína. Danski herinn hefur nú ekki þótt fyrirferðamikill eða merki- legur, nema helst í fjárlög- um og vafamál er hvort þjóðin hefuröðlast meiriör- yggistilfinningu eftir síðustu hersýningu. Þannig var mál með vexti að Peder Skram eitt stærsta herskip Dana- drottningar var á leið til Nató-heræfingar og átti leið fram hjá norðurströndum Sjálands. Þegar vakandi augu áhafnarinnar voru að ganga úr skugga um hvort ekki væri allt örugglega með felldu gerðist ,,óhappið“. Af óskiljanlegum ástæðum byrjaði skipið að skjóta. Fórnarlömb eldflaugarinnar sem skaust af voru sumar- bústaðir, tveir þeirra jöfn- háltum mánuöi urðu slags- mál úti á Nörrebro á milli danskra unglinga og tyrkn- eskra jafnaldra þeirra. Astæðan var sú að Tyrki hafði keypt húsnæði undir grillbar, en það höfðu ungl- ingarnir dönsku áður notað sem samkomustað. Fólk er nú ekki sammála um hvort um hafi verið að ræða kyn- þáttaóeirðir eður ei. Síðdeg- isblöðin voru ekki lengi að blanda Ku Klux Klan inn í málið, en útlendingarnir Kaupmannahafnarpóstur frá Erlu Siqurðardóttur uðust við jörðu, aðrir stór- skemmdust. Yfirmenn í hernum vilja sem minnst um málið tala, yfirheyrslur fara fram um borð og á meðan rignir inn tilkynningum um stærri sem minni skemmdir á sumarbústöðum sem liggja á hinum óvænta víg- velli. Lætin heyrðust langar leiðir og hefur skelkað fólk skýrt frá skelfingu sinni þeg- ar það stóð í matvörubúð og hélt að nú væri öllu lokið. En friður hefur nú heldur ekki ríkt á Sjálandi. Fyrir halda því fram að slagsmál þessi hefðu eins getað kom- ið upp milli tveggja danskra hópa. Morten Sabroe skrif- aði góða grein í Information þar sem hann heimsótti óeirðagötuna eftir lætin. Sama dag höfðu fyrrnefnd síðdegisblöð myndskreytt fréttir sínar með myndum af brennandi Ku KÍux Klan krossum. Nú voru dönsku unglingamir mættir aftur á staðinn, þrír voru í splunku- nýjum bómullarbolum með Ku Klux Klan framan á en aðrir þrír voru með plast- poka undir hendinni en í þeim voru jafn nýir Ku Klux Klan Sabroe bolir. Niðurstaða er sú að meðferð fjölmiðla á slagsmálunum í Stefansgade hafi beint reiði unglinganna inn í vissan far- veg og um leið sett þá inn á bás. Sem sagt, ungir at- vinnulausir krakkar í verka- mannahverfi sem bara eru núll og nix, sérlega á þess- um síðustu og verstu tímum atvinnuleysis. Aðalspenn- ingurinn felst í bjórdrykkju, svörtu leðri og slagsmálum. Dag einn koma þeir svo í blöðin og eru allt í einu orðnir rosakallar, slagsmál hafa gert þá fræga. Nú, blöðin tengja þau við Ku KIux Klan og án þess að hafa kannski hugsað út í það finnst þeim eins gott að svara væntingunum. Þessi niðurstaða er umhugsunar- verð, upp í hugann koma náttúrulega orð eins og firr- ing og stéttaskipting en ekki síður hlutverk og vald fjöl- miðilsins, vald sem síðdegis- blöð í mörgum löndum hafa misnotað hrapallega og þá hugsa ég líka til íslands. En það er líklega ekki karl- mannlegt að hugsa sem svo að aðgát skuli höfð í nær- veru sálar, og ekki selur það, enda þyrstir lesendur ekki í prédikun heldur í eitt- hvað sem fær blóðið til að sjóða og vatnið til að spretta fram í munninum. Þá getur lesandinn líka tínt fram eig- in spakmæli og prédikað sjálfur. Poul Schlúter nýr forsætisráðherra (tv) ásamt Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráðherra. Eins og margir aðrir stökk hann úr sjónvarpsfréttastóinum út í pólitík og er nú hægri hönd formanns Venstre. Herforingjar hennar hátignar kanna skaða þá sem eldflaugin á Pcder Skram olli. En svo ég snú mér nú aft- ur að slagsmálunum á Nörrebro, þá er ekki síður forvitnilegt hversu margir voru fljótir til að líta á þetta sem kynþáttaóeirðir. Þá ekki eingöngu lesendur síð- degisblaðanna heldur líka fólk sem tekið hefur málstað erlends verkafólks hér í landi. Hvers vegna gat ekki þetta fólk, sem annars kipp- ir sér ekki upp við nærveru tyrkjans, tekið slagsmálum krakkanna afslappað? Er það innibyrgð hræðsla eða e.t.v. samviskubit sem hefur þurft svo lítið til að blossa upp? Já, það er ekki auðvelt að lifa í dag. En þetta blessaða kyn- þáttavandamál virðist nú ekki vera staðbundið við þau lönd sem drukku í sig erlent vinnuafl þegar allt lék í lyndi. í síðasta tölublaði Helgarpóstsins sá ég viðtal við mann sem var að stofna „Norrænt mannkyn". Þessi maður hefur það nú fram yfir marga aðra að þora að segja það sem margir aðrir aðeins hugsa. Heldur vildi ég rökræða við þennan mann en þá íslensku her- stöðvaandstæðinga sem segja ,,greyið“ í hvert sinn sem þeir sjá tyrkneska konu á götum Kaupmannahafn- ar. Sjálfsmynd íslendinga væri nú spennandi verkefni fyrir einhverja góða fræð- inga, en annars ætti for- svarsmaður Norræns mann- kyns að geta sofið rólegur, af eigin reynslu og annarra get ég vart sagt annað en að Utlendingaeftirlitið sé mjög duglegt við að halda útlend- um mönnum frá landinu. Eitt dæmi af mörgum var þegar ég sem 17 ára mennta- skólastelpa fór með suður- amerískum vini mínum að sækja um atvinnuleyfi. Þá kom skrifstofustúlka Út- lendingaeftirlitsins með hótanir um fangelsisvist fyrir okkur bæði þar sem út- lendingurinn væri greinilega kominn til landsins á fölsk- um forsendum. Nú og hvað með flóttamennina? Hafa íslendingar tekið á móti mörgum flóttamönnum miðað við fólksfjölda? Nei, hinn norræni kynþáttur er víst vel geymdur á sögueyj- unni, það er bara um aðgera að halda flugverðinu nógu hátt uppi.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.