Helgarpósturinn - 17.09.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Blaðsíða 8
8 syiiiiii|;irK;ilir Mokka: Qlga von Leuchtenberg sýnir oliumyndir, acryl- myndir og vatnslitamyndir. Gott kaffi á meöan á glápinu stendur. Listasfn ASÍ: Sex félagar í Textílfélaginu sýna verk sín og verður sýningin opiri frá kl. 14-22 fram til 22. september. Listmunahúsiö Þar heldur áfram sýning svissneska Ijósmynd- arans Max Schmid á rúmlega 70 myndum, flestum teknum hér á landi. Sýningin er opin kl. 10-18 virka daga, 14-18 laugardaga og sunnu- daga en á mánudögum er lokað. Norræna húsiö: Sýningin margumtalaða á verkum Errós heldur áfram í kjallara og anddyri. Niðri eru málverkin og skiptast i tvaer deildir; Geimfarar og 1001 nótt heita þær. Uppi eru plakötin. Opið til 26. þm. Kjarvalsstaöir: Mikið um dýrðir. Höggmyndir Bertil Thorvald- sens í fyrsta sinn á íslandi. Svo er Septemhóp- urinn enn að, þar má ma. sjá verk ettir Þorvald Skúlason og Sigurjón Ólatsson auk yngri spá- manna. I forsal er svo textílsýning, ullarverk- smiðjan Gefjun sýnir íslensk gluggatjöld, áklæði og værðarvoðir. Gallerí Lækjartorg: Sýning tvíburabræðranna Hauks og Harðar Harðarsona stendur tram á sunnudagskvöld. Gallerí Langbrók: AG og AU eru skammstafanir fyrir silfur og gull og i þau efni vinnur finnski hópurinn sem nú sýnir verk sín. Opið til 20. þ.m„ kl. 12-18 virka daga en 14-18 um helgar. Ásgrímssafn: Nú eru einkum sýndar vatnslitamyndir og hafa margar þeírra sjaldan sést áður. Þar gefur að lita landslagsmyndir, blómamyndir og flokka mynda úr þjóðsögum. Opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgangur ókeypis. Djúpiö: Agnar Agnarsson sýnir collage- og tússmyndir. Opið fram eftir öllu kvöldi. Nýlistasafniö: Hollendingurinn Kees Visserog islendingurinn Rúna sýna verk sín. Opið kl. 16-22 virka daga og 14-22 um helgar. Skruggubúö: Sýning á klippimyndum arabísku listakonunnar Haifa Zangana sem veriö hefur atkvæðamikil í starfsemi súrrealista bæöi í arabíska heiminum og á Englandi. Opiö kl. 17-21 virka daga en 15-21 um helgar. Skruggubúó er i Suöurgötu 3a. Nýja Galleríiö: Magnús Þórarinsson sýnir nýjar olíu- og vatns- litamyndir. Opið kl. 14-18. Ásmundarsalur: Tarnús sýnir verk sin fram á sunnudagskvöld. Opið kl. 16-21. Árbæjarsafn: Opið samkvæmt umtali. Upplýsingar í sima 84412 kl. 9-10 alla virkadaga. Listasafn Einars Jónssonar: Stórfenglegar höggmyndir Einars eru til sýnis alla daga nema mánudaga kl. 13.30- 16. Á efstu hæð hússins er íbúð Einars og konu hans og er hún til sýnis gestum. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14-16. Kirkjumunir I versluninni Kirkjumunir, Kirkjustræti 10, stend- ur nú yfir sýning á list- og kirkjumunum ettir Sigrúnu Jónsdóttur. Hún er opin á verslunar- tima og auk þess til kl. 16 laugardaga og sunnu- daga. Bókasafn Kópavogs: Sýning Félags áhugalistamanna - FÁLM - stendur yfir til 30. september. Þar sýna niu óþ- ekktir áhugalistamenn verk sín. Iciklins Þjóöleikhúsiö: Litia sviöið: Sunnudagur kl. 20.30: frumsýning á Tvíleik eftir Tom Kempinski í þýðingu Úlfs Hjörvar. Leikstjórn: Jill Brooke Árnason. Leikmynd: Birgir Engilberts. Ljós: Ásmundur Karlsson. Miðasala kl. 13.15-20. Simi 11200. Föstudagur 17. september 1982 ^Q^f, irihn i Gerningaveður Haustið er á leiðinni, listin er að vakna til lífsins í leikhúsun- um, sýningarsölunum og svo er bókaflóðið væntanlegt snemma í ár. Listin vaknar á haustin, blómgast í myrkrinu á vetuma, geispar golunni á vorin, en end- urnýjast til nýrra átaka á sumrin. Galdratíðin er að hefjast. Fyrsta gerningaveðri hausts- ins var þeytt upp innan húss í Nýlistasafninu viðVatnsstíg 3b dagana 6. til 8. september. Seið- skrattamir voru þrír: Hannes Lárusson, Halldór Ásgeirsson og galdrakindin Sigríður Guðjóns- dóttir. Hvað eru gerningar? Eins konar leikur oft byggður á tilvilj- unum. Sjaldan er þetta leikur sem stefnir að því að fólk geti alls ekki tára bundist. Nei. ígerning- um hefur ekki enn örlað á því mikla áfengisböli millistéttarinn- ar á íslandi sem leikhúsin færa á svið. f gerningum er ekki heldur neitt kitlandi framhjáhald í rót- tæku umhveifi. Fólkið er fremur maður lá í rauðum poka sem hafði verið saumaður á strengt tjald. Petta var ekki óáþekkt því sem leikrit Becketts voru sýnd í London fýrir nokkmm árum, á afmælinu hans. Maðurinn í pok- anum lá krepptur og nefndi orð sem annar skrifaði á tjaldið. Áhorfandinn vissi þá að galdra- kindin lá í orðabelg. En belgir voru algengir í galdri. Galdurinn við að færa orðin úr belgnum yfir á tjaldið var sá að hinn sem skrif- aði breytti þeim örlítið. Áhorf- andinn hélt því að honum hefði misheyrst eða að hann væri örlít- ið ruglaður eða heyrnarsljór, uns hann gerði sér grein fyrir eðli leiksins. Til marks um rímáhuga íslendinga er það að ef úr orða- belgnum barst orðið hljóð, þá skrifaði hinn á tjaldið rjóð. Að lokum varð tjaldið að ljóðvegg. Halldór Ásgeirsson hafði ann- an hátt á hjá sér. Þrónni í Nýlista- safninu var breytt í laug, líkt og komið væri í neðanjarðarhvelf- ingu í rómversku baðhúsi. Gufan * gcrnmgum Hannesar (neðri mynd) og Halldórs (efri mynd) í Nýlist- asafninu — „Fólkið sem framdi gerningana hafði myndrænt vit fram yfir leikara, scm eru oft engu myndrænu viti gæddir. Gerningar gætu því verið leiklistarskóli fyrir leikara", segir Guðbergur í pistli sínum. ctiW'fy gerningana leikur ekki einu sinni í hjólastólum, en það er talið til meiriháttar afreka á sviði. Eins og allir sjá, þá eru gerningar ekki mikil stykki. Þar af leiðandi er sætanýtingin hjá Nýlistasafninu heldur verri en hjá leikhúsunum og Flugleiðum. En flugfélögin og leikhúsin stefna að fullkominni sætanýtingu þótt hið andlega flug sé þar Iíkt og hjá lóunni þegar hún er að barma sér. íslendingum hefur farið mikið fram í gerningum. Gerningamir í haust voru með þeim betri sem ég hef séð: innihaldsríkir (buðu upp á túlkun), stflhreinir og myndrænir. Fólkið sem framdi gerningana hafði myndrænt vit fram yfir leikara, sem eru oft engu myndrænu viti gæddir. Gerningar gætu því verið leiklist- arskóli fyrir leikara. Gerningar Hannesar Lárus- sonar vom á þann veg að nakinn frá vatninu var lík reyknum se^n er fylgjandi galdri. í lauginni var rautt vatn og svamlaði í því nak- inn líkami, líkt og hann væri físk- ur í búri. Á vatninu flaut hins vegar flotholt og tjaldað yfir og á hvíta tjaldinu var skuggamynd af manninum. Handan við Iaugina miklu var tígullaga myndræma á vegg, síendurteknir tíglar með teikningum sem minntu örlítið á Tachlin, einkum þó skreytingar hans á barnabókum sínum. Að hverfa aftur til bókaskreytinga er orðið altítt í myndlist samtímans. Raunvemleikinn er sóttur í bæk- ur en ekki í hina villtu áráttu. í hinu rauða vatni rann hinn nakti líkami endalaust áfram líkt og hann og eilífðin væru hið sama við uppsprettuna: vatnið. Vatn var einnig viðfangsefni Sigríðar Guðjónsdóttur. í þessu verki var engin nekt. Trúlega hafa galdrakarlar verið duglegri við að bera sig er kerlingamar. Rétt er að geta þess að nektin í galdrinum átti ekkert skylt við ögrandi nekt eða þá móðursýki sem henni fylgir á sviðinu. Ekk- ert var höfðað til gluggagægisins í manninum. Á veggnum hékk fölt málverk af skipi á úthafi og sást hvergi til lands. Petta var seglbátur. Myndin var römmuð inn með ferhymdu ljósi frá myndasýningarvél. í skugga á gólfinu var bali með vatni og kona sem hélt á fötu. Hún sótti vatn í fötuna úr balanum. Hvarf inn í skuggann en réðst síðan að veggnum og barði fötunni í hann með ópi svo vatn gusaðist á gólf- ið. Síðan fálmaði konan sig aftur á sinn stað. Þetta endurtekið, en án ópsins, góðu heilli. í gerning- um er rétt að hafa hemil á móð- ursýkinni. Myndin af skipinu er notuð sem tákn: maðurinn er skip sem vill sigla í víðáttu h'fsins sem skip. En hann er lokaður inni í fleti sem hann brýst út úr með tákn lífsins í Iitlu fláti: vatnið; og hann ræðst gegn múrnum sem um- kringir og heftir frelsið. Y fir öllu hvfldi ljóðræn fegurð. Allt fór þetta fram í algerri þögn. Áhorfendur bærðu ekki á sér. Þeir sem hafa áhuga á gerning- um er fámennt lið, en fámennið verður til þess að andrúmsloftið verður magnaðra, innilegra, dul- arfyllra. Gerningarnir fara fram í eins konar heilögum véum þar sem fjöldinn á ekki heima. Að vera vitni að gerningum er eins og að hafa komist inn í hið allra- heilagasta í musterinu, að tjaldi sjálfs leyndardómsins. Ef hægt er að líkja gemingum við eitthvert þekkt listform, þá eru þeir eins konar kammerleik- hús, h'kir kammertónlist borin saman við hljómsveitarmúsík. Listamenn eiga næsta leik Af ráöstefnu gagnrýnenda og listamanna Um síðustu helgi hittist stór hópur listamanna og gagnrýn- enda í Árnagarði í Reykjavík. Samkvæmt fundarboðun áttu þeir að ræða efnið: Gagnrýni - fyrir hvern? hvernig?, en eins og vænta mátti fóru umræður nokk- uð á víð og dreif. Kannski er óhætt að viðurkenna eftir á að við sem stóðunr að þessu málþingi höfðum ýmislegt fleira í hug en komast til botns í tilteknu um- ræðuefni. Markmið okkar var e.t.v. ekki síst að sanna mönnum að íslenskir listamenn og gagn- rýnendur gætu í alvöru skipst á skoðunum um hlutverk gagnrýn- innar. Það tel ég að hafi tekist framar öllum vonum. Ekki skal dregin dul á að mál- þing þetta var skipulagt og undir- búið af nokkrum vanefnum. Samtök íslenskra gagnrýnenda áttu frumkvæði að því, en fengu til liðs við sig fulltrúa helstu lista- mannasamtakanna. Samtök gagnrýnenda, eða Samgagn eins og þau eru oftast nær nefnd í tali manna, eru fjárvana og ráða ekki yfir neinu starfsliði. Allur undir- búningur var því unninn í sjálf- boðavinnu og ekki undarlegt þó að sumt hefði mátt betur fara í skipulagningu og framkvæmd þingsins. Sú skoðun kom t.d. fram að ekki hefði átt að ganga fram hjá kvikmyndagerðar- mönnum og kvikmyndagagnrýn- endum, eins og þarna var gert á þeim forsendum að íslensk kvik- myndagagnrýni beindist einkum að erlendri framleiðslu, kvik- myndahöfundar væru hér fáir og hefðu litla reynslu af gagnrýnni umfjöllun fjölmiðla. Um allt þetta má vitaskuld deilda, en vonandi fá kvikmyndamenn tækifæri til að ræða sín mál síðar. Einnig var fundið að því að arki- tektum skyldi ekki hafa verið boðin þátttaka og kvartað yfir því hversu illa fjölmiðlar sinntu list þeirra. Leiðast af öllu var þó hversu fáliðaðir tónlistarmenn voru þarna, en á síðustu stundu kom í Ijós að tímasetning þingsins hentaði þeirri stétt sérlega illa. Það er ekki ætlun mín að gefa lesendum Helgarpóstsins ítarlega skýrslu um það sem fram fór á þessu þingi. Sjálfur tók ég þátt í því sem leiklistargagnrýnandi og hlýt að sjá það frá þeim sjónar- hóli. En sem einn af hvata- mönnum þess get ég glaðst yfir mörgu. Þingið hófst á framsögu- erindum sem öll voru til þess fall- in að vekja athygli, síðan var gengið til hópstarfs, þar sem full- trúar hverrar listgreinar ræddu við sína gagnrýnendur, og að lok- um voru frjálsar umræður í sam- einuðu þingi. Það verður tæpast sagt annað en þarna hafi ríkt hressilegt og opinskátt andrúms- loft, m.a.s. í leiklistarhópi, sem at einhverjum ástæðum var lang- fjölmennastur. Auðvitað gat ein- stöku félagi listamannasamtaka ekki stillt sig um að senda á- kveðnum gagnrýnendum glósur, en þær voru fæstar svara verðar og spilltu í engu anda umræðn- anna. Á því er enginn vafi að menn munu velta áfram á milli sín þeim mörgu áhugaverðu spurningum sem þarna var bryddað á. Þessi stutta grein getur ekki heldur orðið annað en liður í slíkum skoðanaskiptum. Og þá er eitt mál sem mig langar til að segja fáein orð um. Sumir listamenn, einkum í hópi leikara, halda að til sé eitthvað sem heiti „fagleg gagnrýni”. Þeir ganga jafnvel svo langt að vísa ölluni mótmælum á bug sem aumlegum tilraunum leiklistarpenna til að afsaka fá- kunnáttu sína og getuleysi. Á umræddu þingi stóð einn af helstu gáfumönnum Ieikarastétt- arinnar upp og reyndi að skýra fyrir mönnum þennan fagra óska- draum. í máli hans kom m.a. fram að leiksýning væri svo merkilegt og flókið fyrirbæri að enginn einn rnaður gæti gert henni verðug skil, heldur þyrfti til þess hóp sérfræðinga. í staðinn fyrir lifandi vitnisburð um fund manns við listaverk vildi leikar- inn sem sé fá samhengislausa og steindauða tækniskýrslu. Nú finnst manni einhvern veg- inn að reyndur listamaður ætti að vita að list er ekki búin til handa fagmönnum, heldur venjulegu fólki sem leitar með opnum huga að einhverjum votti sannleika og fegurðar í listinni. Hann ætti einnig að vita að list skírskotar ekki til okkar sem hópsálar, held- ur sem einstaklinga og að því yrði einhvers konar fjöldaumsögn um listaverk aldrei annað en skrípa- mynd (mér vitanlega hafa viti bornir menn heldur aldrei reynt að setja slíkt saman). Fagmenn eru til þess að framleiða list, ekki til að tala um hana, og tali þeir um hana gera þeir það ekki sem fag- menn, heldur listnjótendur. Gagnrýnandinn, sem er í fjöl- miðlum nútímans fulltrúi listnjót- enda, verður að vera fullkomlega frjáls að segja hug sinn og það án allra forskrifta þeirra sem standa

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.