Helgarpósturinn - 17.09.1982, Síða 13
■JjnMZt, irir-in Föstudagur 17. september 1982________________________
Diddú er engum lík. Hún iðar af lífi og lífskrafti, augun eru lýsandi og
brosið nær langt út á rauðar kinnarnar. Þegar þetta bætist ofan á að
hún syngur eins og engill var kannski ekki undarlegt þótt hún syngi sig
inn í hjörtu landsmanna með Spilverki þjóðanna hér um árið.
Undanfarin fjögur ár hefur lítið til hennar heyrst — nema í útvarpi.
Hún hefur enda verið í útlöndum og er nú hálfnuð í námi við Guildhall
School of Music and Drama í hinu nýja og glæsilega Barbican Center í
London. Hún var heima í nokkrar vikur í sumar og er að fara aftur utan
eftir helgina. Við mæltum okkur mót við hana á kaffihúsi í miðborginni
áður en undirbúningur brottfararinnar komst á lokastig og hér á eftir fer
hrafl úr samtalinu, sem fram fór.
I STÖBUGUM
SPILALEIK
VIB ÖBLÖGIIN
— Hvernig gengur námið?
„Bara vel, takk. Nú eru búnir tveir vetur af
fjórum í námi, sem tekur allan minn tíma.
Þetta er reyndar fjórði veturinn ytra núna.
því fyrst var ég ein í London með kærastanum
mínum".
— Hvað tekur svo við?
„Égveit ekki. Kannski maðurfari eitthvað
annað í styttri tíma til að ná sér í önnur áhrif.
Það er svo sem nóg af áhrifum í London,
mannlífið er mjög fjölbreytilegt þar og mikið
að gerast í listum, en það er manni alltaf hollt
að komast í annað andrúmsloft".
— Finnst þér gaman að koma heim?
„Já, mér finnst það gaman — en það er
líka mjög skrýtið. Það eru svo örar breytingar
í mannlífinu hérna. I hvert sinn sem ég kem
heim finnst mér vera kominn nýr litur á
mannlífið..."
— Hvernig litur er á okkur núna?
„Mmmm, hann er eiginlega svona græn-
blár. Ekki neikvæður, alls ekki. Ástandið er
mjög skrýtið, vandamálin eru meðhöndluð á
sérstakan hátt. Viðkvæðið er alltaf það sama:
Þetta reddast allt einhvernveginn. Og svo
gerir það það!
Samt eru allir að kveina og kvarta. Ég skil
það bara ekki. Velmegunin hér er svo mikii.
Fólk hér fer í hrönnum tii útlanda á hverju
ári. Þetta er aðallega spurning um hvort fólk
á að fá sér þriðja bílinn og annað vídeóið.
Elns on I snú-snö
— Finnst þér munur á nú og fyrir fjórum
árum, þegar þú fórst fyrst héðan að heiman?
„Já, alveg hiklaust. Fólk hér er svo for-
dekrað að ég held að það þekkist ekki annað
eins í öðrum löndum. Samkeppnin — hún
ætiar allt lifandi að drepa, allir þurfa að vera
pínulítið framar en nágranninn. Þetta er
kaupbrjálæði. Gamlir skólafélagar inínir eru
nú að basla með hús og börn. Fyrir tíu árum,
eða svo, þá vorum við að flissa meinfýsnilega
og segja: Sjá þetta fólk með stresstöskurnar
(sem voru nýjasta vopnið þá), vesalingarnir.
Jæja, ég hef hreinlega ekki haft tíma í þetta
sjálf. En ég vona, að ég læri af reynslunni, að
mér takist að verja orkunni í eitthvað gáfu-
legra“.
-— Hvernig ætlar þú að verða öðruvísi en
við hin?
„Ja,ég vona að mér takist að verða nýtari
þegn. Að aðrir fái að njóta þess, sem ég er að
fást við — að ég fari ekki í þenna eilífa elt-
ingaleik við ekki neitt, að mér takist að gefa
af mér. Þetta er eins og snú-snú, sem við
lékum okkur í sem krakkar: það var alltaf
verið að bíða eftir heppilegu tækifæri til að
stökkva inn og svo var aftur sama angistin,
sem nagaði mann, þegar þurfti að stökkva út
aftur — í bæði skiptin án þess að flækjast í
bandinu og verða úr ieik".
— Hvað ætlar þú þá að verða þegar þú
verður stór?
„Söngkona. Það er það, sem ég er að fást
við í London. Þroska röddina. I rauninni er
ég í alhliða músíknámi með söng sem sér-
grein. Söngkennslu er ég með iíka. Annars er
maður alltaf í spilaleik við örlögin, eitt lítið
augnablik gæti spunnið upp á sig og breytt
öllum manns áformum og hugmyndum".
— Óperusöngkona?
„Nei, það held ég ekki. Minn karakter er
ekki þannig að ég geti bundið mig eingöngu
við óperu. Enda er ég að læra allskonar mús-
ík, allskonar söng — óperu, nútímatónlist,
barok, ljóðasöng, oratoríur, messur. Tungu-
mál er talsverður hluti af náminu, leiklist
sömuleiðis... námið er mjög yfirgripsmikiö.
Svo er lagt upp úr því að rækta skrokkinn,
sem hefur stundum orðið útundan í áþekku
námi. Hraust sál í hraustum líkama — það er
nefnilega ekki nóg að hafa bara rödd. Ég var
satt að segja mjög efins um að ég hefði það
sem þyrfti í þetta tvö fyrstu árin. Svo sann-
færðist ég um að ég ætti smugu. Það var
eitthvert smáatvik, sem gaf mér von".
Heyrnariaos a hæyra
— Manstu hvað það var?
„Nei, ekki þannig, að ég geti sett fingur á
það. Ég var eiginlega eins og rykkorn þegar
ég kom fyrst í skólann. Langflestir krakkarn-
ir voru yngri en ég og kennararnir sögðu mér
hreinlega, að þeir hefðu úr nógu að moða.
Það kannski var eitt af því, sem stappaði í mig
stálinu — ef þeir nenntu að vera að vinna
með mér, þá hlaut ég að geta þetta“.
— Einhver sagði mér að þú hefðir misst
heyrnina og gætir ekki lengur verið í músík?
„Hver laug því?“ Hún sagði þetta
ísmeygilega — með sama brosinu í röddinni
og áður. „Nei, í sannleika sagt, þá...ja, jú,
víst missti ég heyrnina. Á hægra eyranu. Ég
var með skaddað bein í innra eyra og var
ráðlagt að láta laga það. Það var náttúrlega
áhætta sem ég tók — og það tókst því miður
ekki betur en svo, að hægra eyrað er úr leik.
Takk og gúmoren. Ég læt það samt ekki aftra
mér, það háir mér til dæmis ekki í söng. Ég
hef aðeins þurft að gera smávægilegar tækni-
breytingar“.
— Hvernig vildi þetta til?
„Þetta vildi eiginlega ekkert til, ég hef ver-
ið svona í eyranu síðan ég var fimm ára og
aldrei fundið fyrir neinu vegna þessa. Það er
raunar sömu sögu að segja af vinstra
eyranu — en eitt er víst: ég skal aldrei taka
neina áhættu með það. Annars má venjast
þessu eins og hverju öðru, ég les til dæmis
dálítið af vörum fólks. Svo er nú búkurinn
þeim gáfum gæddur, að hann þjálfar upp hitt
eyrað í staðinn fyrir það ónýta. Svo virkjaði
allt þetta kergjuna í mér. Iss, annað eins hef-
ur nú gerst. Þetta pirrar mig ekki".
— Nú lýkur þú væntanlega námi eftir tvö
ár. Hvað ímyndar þú þér að þú verðir að fást
við eftir 4—5 ár?
„Augnablikin eru svo undarleg að það er
ómögulegt að segja. Hvað veit maður hvað
gerist, ef einhver heyrir ovart í manni? Eins
og til dæmis Spilverksstrákarnir. Auðvitað
væri gaman að reyna fyrir sér í útlöndum ef,
það er alltaf þetta stóra EF. Ég geri mér
engar gyllivonir".
heir heyrhu mlg yóia
— Hvernig vildi það til að Spilverksstrák-
arnir heyrðu f þér fyrir tilviljun?
„Það var í leiklistarskóla SÁL, þar sem ég
var með hálfum huga einn vetur. Maður var
náttúrlega alltaf gólandi og þeir voru þarna
talsvert, voru einskonar söngvasmiðir þar og
gerðu músík fyrir hitt og þetta. Svo heyrðu
þeir mig góla... Þannig var nú það“.
— Spilverkið var feiknarlega vinsælt á sín-
um tíma og þú sjálf ekki síður. Veistu hvers
vegna?
„Nei. Hef ekki hugmynd um það. Ekki er
ég rokktýpa — ég held miklu frekar, að það
sem ég var að gera hafi verið einskonar aftur-
hvarf til Erlu Stefánsdóttur, Ellýjar Vil-
hjálms og fleiri — svona rómantík. Auðvit-
að var þetta fyrst og fremst músíkin. Ég var
barn míns tíma, var á réttum stað á réttum
tíma.
Svo hefur kannski framkoman ráðið ein-
hverju um hvernig gekk, meðferð mín á efn-
inu. Það var að vísu allt óafvitandi, ég hef
alltaf sungið beint frá hjartanu og reynt að
vera einlæg. Stundum finnst mér að mér hætti
til að vera væmin — að minnsta kosti hef ég
aldrei þolað að hlusta á sjálfa mig. Ég hef
heldur aldrei verið fyllilega ánægð með það,
sem ég hef gert. Á vissan hátt er ég glöð yfir
því — það hlýtur að vita á, að ég geti gert
betur“.
— Hvenær vaknaðirðu upp við að fólki
þætti gaman að hlusta á þig?
„Ég hef nú alla tíð orðið frekar lítið vör við
það. Ekki var fólk að koma til mín og segja
mér það. Undirtektir voru hins vegar alltaf
jákvæðar. Ég hef aldrei áttað mig neitt sér-
staklega á því, að ég væri vinsæl. Tilgangur-
inn var náttúrlega alltaf — og er ennað
höfða til sem flestra en það má aldrei verða of
meðvitað, þá væri svo auðvelt að fara útyfir
strikið. Það er aldrei hægt að vita hvernig
hlutirnir gera sig — ég hugsa frekar uni upp-
troðslu í mynstri og litum, sem lög hafa, reyni
að koma á framfæri ákveöinni stemningu.
Stemningskona, það er ég“.
Poppió [ rassvasanum
— Manstu eftir áberandi skemmtilegum
tónleikum frá Spilverkstímanum?
Hún hugsar sig um drykklanga stund. „Nei
þetta rennur eiginlega allt í einn graut. Það
hefur þó örugglega ekki verið á Austfjörð-
um, því þangað fórum við aldrei! Ég veit
ekki... kannski lokakonsertinn í MH í maí
'77... líklega er hann bara ferskastur í minn-
ingunni. Nei, þetta var allt spaugilegt og
gaman — ég meina, það var aldrei hent í
okkur flöskum!"
— Áttu þá uppáhalds Spilverksplötu?
„Mér þykir ísland mjög skemmtileg. Hún
hefur heildarsvip, sem mér þykir vænt um.
13
Svo eru nokkur lög á hinum plötunum, sem
ég held mikið upp á. Ég veit að mörgum þykir
Sturla góð plata... ég veit ekki með sjálfa
mig, ég var orðin svo gegnsýrð af þeirri mús-
ik, því við notuðum hana líka í Grænjöxlum.
Annars hef ég ekki hlustað á hana síðan.
Plöturnar voru svo ólíkar, þótt alltaf væri
sama Spilverksbragðið af þeim. Þeir höfðu úr
svo miklu að moða, strákarnir, og hafa sjálf-
sagt ennþá".
— Ertu alveg hætt við léttpoppið?
„Nei nei. AIIs ekki. Ég hætti því aldrei —
það er alltaf gott að hafa það í rassvas-
anum...“
— Til að lifa af, meinarðu?
„Til dæmis. Ég held til dæmis að ég sé búin
að vinna mér fyrir farseðlinum til London
núna á meðan ég hef verið hér heima í sumar.
Það sem ég hef gert hér nuna er að ég hef
sungið eitt lag inn á plötu með Þorgeiri Ást-
valdssyni og svo er ég að byrja á að gera
kisuplötu með Ragnhildi Gísladóttur. Þetta
eru allt lög eftir Jóhann Helgason, vísur um
kisur, en Ragnhildur stjórnar upptökunni og
útsetur öll lögin. Þetta verður svona hugljúft
og sætt".
— Barnaplata?
„Já, ætli það ekki. Eitthvað fyrir börnin.
Við ætlum að vippa okkur í þetta núna í
vikunni — ég er að fara strax eftir helgina.
Hamingjangóða! Eftirhelgina! Mérfinnst ég
bara vera í því að toga í tímann, hann líður
svo hratt".
Alslóis undlr qaiisróium
— Hefur þér aldrei leiðst í London?
„Nei, aldrei. Ég hef svo mikið að gera.
Skólinn er frá því snemma á morgnana og þar
til seint á kvöldin, alla daga vikunnar. Svo
verð ég alein í vetur — kærastinn minn verð-
ur hér heima, bæði í Sinfóníunni og í fastri
kennslu. Það verður að byrja að safna fyrir
torfbænum!"
— Alveg rétt. Þú ætlar ekki að lenda í því
að byggja, eins og jafnaldrar þtnir og skólafé-
lagar.
„Æ nei, Helst vil ég búa aðeins fyrir utan
borgina. Það væri gott að geta haft þetta að-
skilið, geta hoppað í bæinn þegar maður þarf.
Örlítið afsíðis undir fjallsrótum, það er
draumurinn. Þar getur maður sorterað
hlutina".
— Og það er bara gaman í London?
„Já. Eg hef aldrei fundið fyrir stórborgar-
bragnum þar — enda hef ég aldrei mátt vera
aðþví. Skólinnergóður ogspennandi. Svoet
náttúrlega mjög gott að vera í London á rnínu
sviði — fjölbreytnin í músík er svo mikil.
Núna er til dæmis verið að dusta rykiö af
renessansinum og barok og nota upprunaleg
hljóðfæri til að flytja þessa músík. Það er allt
önnur tækni, sem hljómlistarmenn verða að
tileinka sér, allt önnur en sú, sem maður not-
ar í dag. Nútímamúsíkin er svo á hinum end-
anum með sitt sérstaka tæknisvið".
Sóngkona [ sióum k|ói
— Hvers konar músík þykir þér mest gam-
an að fást viö í dag — af þessu, sem þú ert að
læra í London?
„Ó, það er eiginlega alll uppáhalds í bili.
Það er allt nýtt fyrir mér, mjög spennandi og
erfitt að gera greinarmun á því. Að minnsta
kosti eins og er. Sumt er náttúrlega betur á
mínu valdi en annað — en þá skiptir tungu-
málið líka miklu máli. Nú eru það kannski
helst þýsku Ijóðalögi n, óratoríurnar og mess-
urnar, sem ég ímynda ntér að ég geti átt við.
Sumir ítalskir höfundar liggja Jíka nokkuð
beint við. Þetta er mikið spurning um tækni.
Maður er til dæmis miklu naktari í ljóðasöng
en óperu. í óperunni eru búningar, karakter,
sem verið er að koma á framíæri. í ljóða-
söngnum er þessu ööru vísi farið, þar er söng-
varinn tengill á milli tónskálds og áheyrenda
og þarf að gera rneira en bara að syngja ein-
hvern texta".
— En þegar þú syngur kisuvísur Jóhanns
Helgasonar — hefurðu ekkert fyrir því?
„Nei. Ég syng bara með rnínu nefi, hitt
krefst ákveðinnar tækni og áreynslu. Vafa-
laust hefði ég eyðilagt í mér röddina með
sama áframhaldi ef ég hefði ekki lært tækn-
ina. Maður var alltaf að nota ranga vöðva,
syngja á vitlausan hátt. Kannski þess vegna
var líka tímabært að drífa sig í nám. Ef maður
gerireinhverjar kröfur til sjálfssín, þá verður
maður líka að sækjast eftir áframhaldinu. En
svo var það ekki fyrr en á reyndi, eftir að
námið var hafið, að það var einmitt þetta,
sem ég vildi. Nú er ég þarna og get ekki
annað!“
— Þannig að þú hefur ekki verið staðráðin
í því frá barnæsku að verða söngkona?
„Nei. Aðallega ætlaði ég að verða hjúkka.
Og svo kannski söngkona í síðum kjól á
kvöldin“.
— Jæja, er það nokkuð sem þú vilt koma á
framfæri við þjóðina?
„Ekki í orðum. Ég er ekki góð í að tjá mig í
töluðu máli. En ég skal syngja fyrir þjóðina
eins og hún kærir sig um. Seinna“.