Helgarpósturinn - 17.09.1982, Side 24

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Side 24
JjSsturinn- Föstudagur 17. september 1982 Samband íslenskra samvinnu- f J félaga hefur haldið uppá ^ merkisafmæli sitt með pomp og prakt á þessu ári. Einn þáttur í þessu afmælishaldi verður útkoma nýrrar sögu Samvinnuhreyfing- arinnar sem Helgi Skúli Kjartans- son sagnfræðingur var ráðinn til að skrifa og hefur unnið að undanfar- in ár. Núna er verið að prenta þessa merku bók og bíða margir hennar vafalaust með nokkurri eftirvænt- ingu. En einn kafla í sögu hreyfing- arinnar munu menn hins vegar ekki finna í verkinu. Það er „olíu- málið” svokallaða og þáttur Vil- hjálms Þórs í því. Ekki svo að skilja að Helgi Skúli Kjartansson hafi ekki gert málinu skil. Eins og sönn- um fræðimanni sæmir fór hann oní þennan þátt eins og aðra sem við koma SIS. En yfir þessu verki er sérstök ritnefnd. Fyrir þessa nefnd lagði sagnfræðingurinn hverja út- gáfuna af annarri af þessum kafla. Nefndin hafnaði þeim öllum. Á „olíumálið” er því ekki minnst í verkinu. Það hefur aldrei gerst. 'Minnir þetta óneitanlega dálítið á sovéska söguskoðun... 7 Margt skrítið gerist í utan- ríkisþjónustunni. Um mán- aðamótin urðu þar ýmsar til- færingar á sendiherrum, eins og vitað er. Meðal annars átti Sigurð- ur Bjarnason, sendiherra í London, að koma heim og Einar Benediktsson, fyrrum sendiherra í París, að taka við. Engin breyting hefur orðið á þeim fyrirætlunum en einhver dráttur mun verða á því að Einar geti flutt inn í sendiherrabú- staðinn í London - að minnsta kosti til 2. október næstkomandi. Ástæðan er sú, að í sendiherra- bústaðnum stendur yfir sýning á höggmyndum eftir Ólöfu Pálsdótt- ur, sendiherrafrú, og var að sögn ekki hægt þess vegna að rýma búst- aðinn. Á meðan hírist fjölskylda Einars í leiguherbergjum í höfuð- borg Bretaveldis. Utanríkisráðu- neytið hefur ekki treyst sér til að gera athugasemdir vegna þessa... 9 Sjónvarpið hefur vakið á sér athygli undanfarið fyrir óvenju mikið af góðum jazz- þáttum. Við heyrum að ekki eigi að láta deigan síga í því efni, og m.a. séu ráðagerðir um íslenska jazz- þætti. Til dæmis mun í bígerð að gera sérstakan þátt um Gunnar heitinn Ormslev en til er talsvert af sjónvarpsupptökum með honum. Jafnframt er svo væntanleg plata fyrir jólin með hljóðritunum þessa ágæta saxista... Viðgetum glatt jazzunnendur f J enn frekar: Nú er frágengið að Jazzvakning fær hingað til tónleikahalds 26. október í Hásk- ólabíói hljómsveitina Charlie Ha- den Liberation Music Orchestra sem gerði það gott fyrir rúmum , áratug, en kemur nú saman í fyrsta skipti í 11 ár og heldur í tónleika- ferð um fimm Evrópulönd. Hefst hún á íslandi, og lýkur með plötuupptöku í Þýskalandi. Þetta er ellefu manna hljómsveit, undir stjórn bassaleikarans Charlie Ha- den, og í henni eru margir af þekkt- ustu jazzkröftum samtímans eins og Carla Blcy, Don Cherry, Dewey Redman, og Paul Motion... Og ekki verðum við heldur f J blúslaus í vetur. Jazzvakning y fær í desember okkar gömlu kunningja frá því í fyrra The Missi- sippi Delta Blues Band. Þar verður sem fyrr Sam Myers í fararbroddi en að öðru leyti mun hljómsveitin taisvert uppstokkuð og að sögn miklu betri... 'í, ) Peir sei f J verkam CPoílt Ul sem kunnugir eru á lista- verkamarkaðnum hérlendis segja að um þessar mundir sé alveg óvenju mikið af málverkum í umferð, bæði á uppboðum og alm- ennri sölu, sem eignuð eru meistara Kjarval. En því er einnig haldið fram að mörg þessara verka séu ekki Kjarvalsmálverk. Þetta séu einkar fagmannlega gerðar falsanir eða eftirlíkingar á^tíl Kjar- vals sem framleiddar séu í alræmdri málverkafölsunarsmiðju í Hol- landi. Séu þær hingað komnar fyrir milligöngu tiltekins framkvæmda- manns úr undirheimum viðskipta- lífsins sem áður hefur verið orðað- ur við slíka iðju. Er hér greinilega mál sem þarf að rannsaka svo fólk sé ekki féflett með þessum hætti... D Nýlega var sem kunnugt er heimiluð fjölgun dómara við Hæstarétt íslands til að létta störfum af réttinum um stundar- Cation valin myndavél heimsmeistarakeppninnar í fótbolta á Spáni 1982. Canon valin myndavél Ólympíuleikanna í Los Angeles 1984. Canon Canon Canon Canon Canon valin myndavél ársins 1977, 1978, 1979 og 1980 af lesendum brezka áhugaljósmyndarablaðsins „Practical Photography". valin af þorra íslenskra atvinnuljósmyndara. myndavélar fyrir áhugaljósmyndara. myndavélar fyrir alla, sem vilja einfalda en góða myndavél. myndavélin fyrir þig. Sjáið og sannfærist. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: lýli Sérverzlun með jjósmyndayörur I Austurstræti 7. | Símar: 10966, 26499. POST- SENDUM ÍITSÖLUSTAÐIR: Filmuhúsið, Akureyri, Fókus, Reykjavík, Ljósmyndaþjónusta Mats, Reykjavík, Týli, Reykjavík, Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík, Verslunin Eyjabær, Vestmannaeyjum. sakir. Meðal hinna nýju hæstarétt- ardómara er Guðrún Erlends- dóttir, lektor í lögum við Háskóla íslands. Það vakti nokkra kátinu meðal laganema að staðgengill SGSr Guðrúnar við háskólann er Ar- mann Snævarr, hæstaréttardóm- ari. Og þykir mörgum sem rök- semdafærslan fyrir fjölgun dómar- anna sé þar með komin í snotran hring... Alþýðubandalagið hefur fest f J kaup á nýju húsnæði sem y leysa á núverandi skrifstofur flokksins að Grettisgötu 3 af hólmi. Nýja húsnæðið er efsta hæð nýbyggingarinnar sem nú er að rísa á lóð Hörpu á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. En það er athyglis- vert við þessar eignabreytingar að það er ekki flokkurinn sjálfur sem skráður er fyrir eignunum, hvorki þeirri gömlu né nýju, heldur hluta- félagið Samtún h.f. Hluthafar í þessu félagi eru 17 einstaklingar úr forystusveit flokksins og svo- nefndur Sigfúsarsjóður sem stofn- aður var á sjötta áratugnum til minningar um Sigfús Sigurhjartar- son fyrrum ritstjóra Þjóðviljans. Mörgum almennum flokksmanni stendur stuggur af þeim hlutafélagaskógi sem vex í kringum eignir Alþýðubandalagsins. Það hefur líka komið í ljós að almennir flokksmenn fá litlu ráðið um at- hafnir þessara hlutafélaga þegar á reynir. Til dæmis settust af- komendur Sigfúsar heitins á Sigfúsarsjóð hér um árið þegar flokkurinn seldi Tjarnargötu 20 og keypti Grettisgötuna og hleyptu öðrum ekki að.... i-|Talandi um hlutafélög ' J Alþýðubandalagsins þá er ný- búið að stofna eitt enn. Það er félagið Prent h.f. sem á að annast rekstur hinnar nýju prentsmiðju Þjóðviljans. Reyndar er til félag sem ber nafnið Prentsmiðja Þjóð- viljans h.f. en það lagði niður starf- semi sína eftir að gamla prent- smiðjan við Skólavörðustíg var seld árið 1977. Ekki var það þó lagt niður með öllu og segja sérfræð- ingar í hlutafélagaskógrækt að Prent sé dótturfyrirtæki Prent- smiðju Þjóðvjljans sem væntanlega er dótturfyrirtæki Útgáfufélags Þjóðviljans sem er ... Lesendur þessa blaðs muna f r væntanlega eftir hressilega y opinskáu viðtali við Hilmar Helgason, fyrrum formann SÁÁ, sem birtist hér á síðasta ári. Síðan hefur lítið til Hilmars spurst en nú hefur verið sagt frá því, að hann hefur tekið að sér áróðursstörf fyrir meðferðarheimili og afvötnunar- stöð drykkjumanna vestur í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. Heitir stöð þessi Hidden Brook (Felulækur) og segir Hilmar í sendibréfi, sem hrafl er birt úr í nýjasta hefti Verndar, að hann hafi á einum mánuði fyllt stöðina af sjúklingum. Mun nú jafnvel standa til, að Hilmar verði meðeigandi í Felulæk.... BUNAÐARBANKINN undirbýr ðskipti *

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.