Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.09.1982, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Qupperneq 6
6 Föstudagur 17. september 1982 J-leh fiBlgai----- posturinrL önnur íslcnsk hljómsveit, svo þeir verða lagðir svolítið til hliðar í þessari grein. Á milli þessara tveggja póla eru í flestum tilfellum tíu til fimmtán ár. Og hvort sem það er þessum árum að kenna, eða einhverju öðru, þá er bilið ansi iangt tónlistarlega og „hugmyndafræðilega” líka. Sitthvad sameiginlegt Sitthvað eiga þó þessar and- stæðu fyllkingar sameiginlegt. fs- land er ekki fjölmennt land, og markaður fyrir poppið er tak- markaður. Að einhverju leyti kaupir því sama fólkið plötu með Þey og Þú og ég. Og sama fólkið fer á ball hjá hljómsveit Björgvins Halldórssonar og hjá Egó. Þessir hljómlistarmenn nota svipuð hljóðfæri. Gefa út plötur hjá sömu útgefendum. Búið. Ef litið er á tónlistina eina sér er munurinn strax auðheyrður. Tón- list þeirra eldri og reyndari er mun fágaðri, mýkri og huggulegri áheyrnar en tónlist þeirra yngri. „Um tíma lokuðu þessir menn sig inní stúdíóum og misstu þar með samband við fólkið sem þeir voru lega ógnun við okkur. Þeir vissu allt um þennan bransa - allt sem hefur tekið okkur tíu til fimmtán ár að iæra. En þeir eru líka enn í fullu fjöri og engir aukvisar held- ur. Eg held að þetta sé að endur- taka sig núna,” sagði Björgvin. Hugsjónir? Tónlist yngri kynslóðar íslenskra poppara en mun hrárri, ágengari og kraftmeiri, og hún er engan veg- inn eins poftþétt og hinna eldri. Þar eru engir strengir, bara trommur, bassi, gítarar og hljóm- borð. Það sem þó aðallega skilur á milli er að yngri hljómsveitirnar eru stöðugt að leika á böllum og hjjómleikum, ef þær hafa þá eitt- hvað að gera, en þeir eldri koma ekki fram nema við einstök tæki- færi, og á ,,túrum” sem þeir taka um landið í einn mánuð eða svo yfir sumartímann. Textarnir eru líka allt öðruvísi. Þeir eldri yrkja fyrst og fremst um ástina miklu - jákvæða texta um stelpur og stráka sem verða skotin. Undantekningar eru að sjálfsögðu til, alveg eins og að yngri hljóm- sveitirnar láta stundum frá sér voru ótal hljómsveitir til, og þeir sem ennþá eru í eldlínunni eru að- eins brot af öllum þeim skara. Þá spiluðu hljómsveitimar kraftmikla tónlist og í textunum var boðskap- ur þess tíma: ,,AlIt sem við viljum er friður á jörð”, og svo framvegis. ,,Mér finnst talsvert vanta uppá að þessir menn séu alveg heiðarlegir í sinni listsköpun,” segir Ásmundur Jónsson, útgefandi í Gramm og annar umsjónarmaður Áfanga. ,,Þeir sem fylgdu þessum móral fyrir 10 til 12 árum eru alveg búnir að gleyma honum og eru komnir útí týpíska iðnaðarmúsík. Hug- sjónirnar hafa vikið.” Valgarður Guðjónsson í Fræbbblunum er á svipaðri skoð- un en segist svosem alveg skilja þessamenn. „Þeirerueldrien við, komnir með íbúðir og börn að hugsa um, og þeir eru í þessu til að lifa af því fyrst og fremst. Við, þessir yngri, erum meira í þessu til að hafa gaman af því. Ég fíla alls ekki það sem t.d. Gunni Þórðar er að gera, en piötumar hans seljast, og það er það fyrst og fremst sem þessir menn hugsa um.” lenskri rokkmúsík. En fyrir utan hana þá hefur þessi kynslóð popp- ara óskaplega lítið haft að segja. Það breytist ekkert þó þeir eldist. Þeir eru ekkert að segja frá sinni eigin reynslu í músík sinni, eða að fjalla um íslenskan samtíma. Þetta segi ég ekki til að kasta rýrð á þá. Þeir eru einfaldlega í öðru.” Bubbi taldi það hinsvegar enga afsökun þó þeir væru í þessu með öðrum formerkjum, þ.e. til að lifa af því. „Ég lifi eingöngu af tónlist. Ég lifi ekki flott, en lifi þó. En ef menn fórna tónlistarsköpuninni fyrir börn og fjölskyldu, þá er það allt í lagi, en þeir sem gera það eru ekki listamenn. Þeir em eitthvað annað. Iðnaðarmenn kannski," sagði hann. Þegar þessi gagnrýni var borin undir Björgvin og Magnús Kjart- ansson sagði Magnús: „Við höfum nánast veriö afgreiddir sem óal- andi og óferjandi en tökum það ekki nærri okkur. Við erum sjálfir alveg klárir á okkar stöðu - vitum hvað við kunnum og getum. En við vitum líka að sumir þeirra sem hæst hafa geta ekki mikið. Þursaflokkurinn er afar sérstæð hljómsveit. Ekki aðeins að hún Ieiki góða og vandaða tónlist, - til eru fleiri hljómsveitir sem gera það, - heldur sker hún sig úr á sérkennilegri hátt. Meðlimir Þursaflokksins, Egill, Tómas, Þórður og Ásgeir, em nefnilega af eldri kynslóð íslenskra rokkara, en leika tónlist sem meira á skylt við það sem þeir yngri eru að gera. Þursaflokkurinn er eina hljóm- sveitin í framlínu íslenskrar dæg- urlagatónlistar sem ekki má næsta auðveldlega skipa í annan hvorn þeirra hópa sem íslenski rokk- bransinn er búinn til úr. Línurnar eru ótrúlega hreinar. Annarsvegar eru „gömlu mennirnir”: Gunni Þórðar, Rúnar Júl, Bjöggi, Maggi Kjartans, Laddi, Pálmi, Jói Helga, svo einhverjir séu nefndir. Auk þessara koma svo minni spámenn, m.a. félagar þessara kappa úr gömlum hljómsveitum, Brimkló, Brunaliði, HLH o.fl. o.fl. Á hinum vængnum erusvo Egó, Þeyr, Grýlurnar, Bara-flokkurinn, Purrkurinn til skamms tíma, Tappi tíkarrass, Fræbbbiarnir o.fl. o.fl. í þessum hópi mætti líklega telja Mezzoforte, en þeir piltar eru bara að gera allt aðra hluti en nokkur Verða kannski Bubbi og félagar orðnir að virðulegum og rólyndum poppurum eftir tíu ár, eða halda þeir sig við sama heygarðshornið, eins og t.d. Pétur Kristjánsson, sem ennþá er að spila sama rokkið og fyrir tíu árum og sem nú eraftur í tísku? Valgarður Guðjónsson sagði engar líkur á að hann eða félagar hans í Fræbbblunum héldu áfram. „Við erum að þessu með annarri vinnu á meðan við höfum gaman af því, svo hættum við.“ Bubbi sagði hinsvegar að hann yrði nijög líklega starfandi að tónlist næstu tíu árin eða svo. „Það á ef- laust eftir að koma kynslóð sem kemur til með að gagnrýna mig og það sem ég er að gera. Bæði vegna þess að það getur verið helvíti töff, og eins vegna þess að ég verð ekki málpípa þeirrar kynslóðar, hvernig sem ég reyni, alveg eins og eldri poppararnir hafa núna fjarlægst krakkana. Ég verð einfaldlega af annarri kynslóð og get ekki sett ntig alveg í spor mér langtum yngra fólks, sent reynt hefur annaðen ég. En Þursarnir t.d. hafa fylgst með, og sýnt að það er hægt að halda áfram að spila góða tónlist þó mað- ur eldist." að Ieika fyrir. Andrúmsloft í stúdíói er langtum afslappaðra en á balli eða tónleikum. Nú og svo mýkjast menn með aldrinum, er það ekki?” sagði Gunnlaugur Sig- fússon, poppgagnrýnandi Helgar- póstsins. Það læðist að manni sá grunur að krakkar um tvítugt geri ekki lengur greinarmun á hljómlist B jörgvins Halldórssonar og Ragn- ars Bjamasonar. En Bjöggaerlíka kannski alveg sama? Hann sagðist ekki kippa sér upp við gagnrýnina sem yngri kynslóðin í poppinu beinir að honum. „Ég lít á það frekar sem kompliment” sagði hann í viðtali við Helgarpóstinn. „Ég man vel eftir því sjálfur, þegar ég var að byrja, hvemig við gagn- rýndum og gerðum jafnvel grín að Ragnari Bjamasyni og Hauki Morthens. Nú geri ég mér grein fyrir ástæðu þessa „fjandskapar” okkar: Þessir menn voru einfald- þannig texta. En það em undan- tekningamar. Langflestir texta yngri kynslóðarinnar fjalla um vandann að vera til í vondum heimi - þeir em, eins og músíkin, kjarnyrtir, einfaldir, flippaðir og mddalegir á köflum. Um og fyrir 1970 voru þeir sem nú tilheyra eldri kynslóðinni í ansi svipuðum sporum og yngri kyn- slóðin núna. „Það ganga allir í gegnum þetta skeið_,” sagði Magn- ús Kjartansson. „Eg man sjálfur vel eftir því þegar ég var svo mikill töffari og pönkari að ég ætlaði að henda mér í drullupoll þegar gömlu skólafélagarnir vom að koma af unghjónaballi í Keflavfk. Bara til að sjokkera þá, sem mér fannst svo smáborgaralegir og uppskrúfaðir. Nú sé ég auðvitað að þetta var bara della.” Fylgst med eda ekki I þá daga, á hippatímabilinu, Ég er ekki viss um að þessi sveifla eigi eftir að skila mörgum góðum músíköntum. Þetta er kannski núna eins og kartöflu- garður, sem á eftir að taka uppúr, en mér sýnist þetta nú samt. Það sem mér þykir verst er að margir af þessum krökkum, yngri hljóð- færaleikurunum, ganga með ógur- lega fordóma gagnvart þeim sem á undan hafa farið - og ég er hrædd- ur um að þau þurfi að éta sumt af þessu þegar fram í sækir,” sagði Magnús Kjartansson. Málpípa Á kannski sagan eftir að endur- taka sig? Ragnhildur Gísladóttir telur sig sjá þess merki í vinnu- brögðum að bilið á milli fari minnkandi. „Mér finnst áber- andi,” sagði hún, „að þessir yngri eru farnir að taka upp vinnubrögð sem þessir eldri hafa mótað: það er, vinnan er mun skipulegri. Þetta kennir reynsian þeim.” Ragnhildur Gísiadóttir varð fyrst fræg sem söngkona í Lumm- unum og síðan í Brunaliðinu, þar til hún svissaði alveg yfir og fór að spila hrátt rokk í Grýlunum. Hún þekkir því báðar hliðar mæta vel. Hún var spurð hvort það væri í rauninni einhver merkjanlegur munur á músíköntunum. „Já”, það taldi hún greinilegt. „Megin- atriðið finnst mér að það er miklu meiri þörf hjá þessum nýju að skapa sjálfir eitthvað. Þessir eldri nenna hreinlega ekki að fylgjast með nema að litlu leyti. Þeir hlusta í mesta lagi á plöturnar sem koma út, en sjást varla á hljómleikum.” Kartöflugarður? Bubbi Morthens, sem segja má að hafi verið upphafsmaður hins nýja tíma í íslenskri dægurmúsík, sagði að krakkar í dag hugsi ein- faldlega allt öðruvísi en gert var fýrir tíu árum. „Ég er á því að Éifun með Trúbrot sé eitt það allra

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.