Helgarpósturinn - 17.09.1982, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Blaðsíða 7
7 Guðbergur skrifar um mynd- list í HP Halldór Björn Runólfsson sem undanfarin þrjú ar hefur skrifað um myndlist fyrir Helgarpóstinn hefur nú látið af því starfi. Blaðið þakkar honum samvinnuna og árnar heilla á nýjum vettvangi. Við myndlistarskrifum tekur nú einn okkar fremsti rithöfund- ur, Guðbergur Bergsson. Guðbergur er vel að sér um myndlist og listasögu, auk þess sem hann hefur sjálfur tekið virkan þátt í myndlistar- sköpun. Helgarpósturinn bý- ður hann velkominn til starfa og væntir góðs af samstarfinu við hann. Ráðstefnuhald um síðustu helgi: Gagnrýni — fyrir hvern? — hvernig? Saga heitir þessi mynd en hún er önnur tveggja mynda sem Ragnheiður Jónsdóttir sendi á sýninguna í Fredrikstad. Ragnheiður Jónsdóttir verðlaunuð á alþjóðlegri grafíksýningu í Noregi Á alþjóðlegri grafíksýningu sem haldin er í Fredrikstad í Noregi annað hvert ár, gerðist það nú í haust að Ragnheiður Jónsdóttir grafíker hlaut verðlaun fyrir verk sín. „Ég veit nú ósköp lítið um þessi verðlaun", sagði Ragnheiður þeg- ar Helgarpósturinn spurði hana frétta. „Ég fékk bara bréf um að mér hefðu verið veitt verðlaun, en ég hef enn ekki séð sýningarskrána og veit því lítið um aðrar myndir á sýningunni en þessar tvær sem ég sendi. Ég hef tekið þátt í þessari sýningu oftast nær síðan árið 1972 en mér skilst að hún hafi veriö nokkuð öðruvísi nú en vanalega". — En ertu ekki ánægð með verðlaunin? „Vitaskuld er ég þaö og mér U..A í An t.iHoiT'i n-imnn tiA í dómnefndinni sátu menn frá öllum heimshornum. Það var einn frá Kólumbíu, einn frá Japan, einn frá Spáni, einn frá Sovétríkjunum og einn frá Noregi. Fað hefur þýtt að engin ein lína var ráðandi". Þetta eru þriöju alþjóðlegu verð- launin sem Ragnheiður hlýtur á ferli sínum. Hún var verðlaunuð árið 1976 á alþjóðlegri grafíksýn- ingu í Þýskalandi og sama sagan endurtók sig á Spáni árið 1978. — ÞH Samtök gagnrýnenda héldu um síðustu helgi í samvinnu við félög listamanna fyrstu sameiginlegu ráðstefnu þessara aðila hér á landi. Efni ráðstefnunnar var „Gagnrýni — fyrir hvern? — hvernig?“. Var ráðstefnan fjölsótt og umræður fjörugar. í fjölmiðla- dálki Helgarpóstsins ijallar Jón Viðar Jónsson, leiklistargagnrýn- andi blaðsins og formaður samtaka gagnrýnenda um ráðstefnuna frá sjónarhóli þeirra, en hér á eftir eru raddir nokkurra úr hópi lista- manna sem ráðstefnuna sóttu. ráðstefna, enda liggur í augum uppi að samræður séu af hinu góða. Ef ég á að nefna einhverja agnúa þá væri það helst að umræðuhópar voru helst til stórir. En það væri ekki vitlaus hugmynd að halda svona ráðstefnur á fárra ára fresti". Guðrún Asmundsdóttir, leikari: „Mér fannst ráðstefnan mjög fróðleg enda gerist það ekki oft að við fáum tækifæri til að skiptast á skoðunum við gagnrýnendur svona beint. En árangurinn, hann verður að sýna sig. Pað var rætt um að halda aðra ráðstefnu síðar og þar mætti leggja fram einhver gögn, t.d. leikdóma, sem ræða mætti út frá. Slíkt myndi auka skilning lista- manna og gagnrýnenda á milli". Asa Sólveig, rithöfundur: „Mér sýndist þetta vera gagnleg Sveinn Einarsson, þjóðleikhús- stjóri: „Mitt álit rúmast í einni setn- ingu. Ég átti ekki von á að mikill árangur næðist, en held þó að kannski hafi ráðstefnuhaldið verið skárra en ekkert". Edda Jónsdóttir, grafíker: „Mér fannst ráðstefnan gagnleg og eftir þetta er kannski hægt að halda alvöruráðstefnu sem væri betur undirbúin. Þarna var svosem ekki tekið á neinu, þetta var frekar rabbfundur. Galli var hve fáir myndlistar- gagnrýnendur mættu, það vantaöi þá sem mann langaöi kannski mest að tala við. En það er sjálfsagt að auka samskipti listamanna og gagnrýnenda". Eðlilegast væri að klippa á blaða- Rætt við Ingólf Margeirsson sem er með tvær bækur á jólamarkaðnum Ein þeirra bóka sem hvað mesta athygli vöktu í bókaflóð- inu í fyrra var Lífsjátning, end- urminningar Guðmundu Elías- dóttur söngkonu sem Ingólfur Margeirsson skráði. Nú hefúr sú bók verið útnefnd til að keppa fyrir Islands hönd um bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. En Ingólfur ætlar ekki að láta þar við sitja heldur verður hann með tvær bækur á markaðnum í ár. „Onnur bókin heitir Erlend andlit og undirtitillinn er Mynd- brot af mannfólki. Ég hef gengið með þessa bók í maganum í nokk- ur ár. í janúar settist ég svo við skriftir og lauk við bókina í ár,” sagði Ingólfur þegar Helgarpóst- urinn ræddi við hann. „Þetta eru sex frásögur af jafnmörgum per- sónum sem ég hef kynnst á flæk- ingi mínum um útlönd á 15 árum. Persónurnar eru pólsk vændis- kona í Varsjá, sænskur jámbraut- arstarfsmaður sem dreymir um að verða ríkur og fékk mig til að stela með sér koparlest, Grikki sem ég hitti bæði í Grikkíandi og Stokk- hólmi, amerísk ekkja í suðurríkj- um Bandaríkjanna, lestarstjóri í Búdapest sem lifir í vellystingum og tilheyrir hinni útvöldu stétt, og loks er það enskukennari sem ég hafði í Brighton, dæmigert af- kvæmi bresks skólakerfis. Þessi bók er eins konar uppgjör, eins og að loknum grímudansleik, þá fyrst rennur upp fyrir manni við hverja maður var að dansa. Þegar þessari bók var lokið hélt ég að ársvinnan væri búin en þá barst mér símtal frá ASÍ. Ég var beðinn um að ritstýra ákveðinni útgáfu sem væri leyndarmál hver væri. Málið skýrðist þó fljótlega. Listasafn alþýðu hafði ákveðið að hefja samvinnu við bókaútgáfuna Lögberg um útgáfu bóka um ís- lenska myndlistarmenn og þar sem Listasafnið hafði orðið til með því að Ragnar Jónsson í Smára gaf ASÍ 120 myndir úr einkasafni sínu árið 1961, var ákveðið að hefja samstarfið á því að heiðra Ragnar með bók. Ég tók verkið að mér og hafði samband við 15 samferða- og sam- starfsmenn Ragnars. Upphaflega var ætlunin að þeir skrifuðu hver sína grein en af ýmsum ástasðum, svo sem til að forðast endurtekn- ingar, varð það úr að ég tók viðtöl við þá alla. Þessi viðtöl verða í bókinni ásamt ítariegum formála um Ragnar og 48 eftirprentunum eftir 25 meistara íslenskrar mynd- listar, allt myndir úr safni Ragnars. Bókin verður í stóru broti eins og listaverkabækur.” - Við hverja ræddirðu? „Árna Kristjánsson píanóleik- ara, Björn Th. Björnsson listfræð- ing, Guðberg Bergsson rithöfund, Guðmund Daníelsson rithöfund, Gylfa Þ. Gíslason prófessor, Hall- dór Laxness, Hannibal Valdimars- son, Jóhann Pétursson vitavörð, Jón Þórarinsson tónskáld, Krist- ján Davíðsson listmálara,Kristján Karlsson bókmenntafræðing, Matthías Johannessen ritstjóra, Sigrúnu Eiríksdóttur ekkju Páls ísólfssonar, Sigurjón Ólafsson myndhöggvara og Thor Vilhjálms- son rithöfund." - Hvernig hefur Lífsjátning gengið? „Stórvel. Hún kom út í tveimur upplögum í fyrra og það síðara seldist upp nú í sumar. Þá voru seld af bókinni 6.500 eintök og nú er verið að prenta þriðja upplagið. Ég var hálfundrandi á þessu, mað- ur verður svo óraunsær á eigin verk þegar búið er að vinna lengi í þeim, svo nærsýnn á þau. Undrun mín náði svo hámarki í marsmán- uði sl. þegar mér var tilkynnt að bókin hefði verið útnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs, það er fátítt að endurminn- ingabækur hljóti þann heiður.“ - Hvað er svo framundan hjá þér, gengurðu kannski með skáld- sögu í maganum? „Ég ætla nú að taka það rólega fram að jólum, fást við smíðar o.þ.h. En ég er með ýmsar hug- myndir og geng vitaskuld með skáldsögu í maganum. Ég hef tek- ið hægfara þróun sem skríbent. Byrjaði í blaðamennskunni, fyrst í fréttum, síðan komu viðtöl, þar á eftir Lífsjátning sem er eiginlega útvíkkað viðtalsform og í Erlend- um andlitum er ég að skrifa mig frá blaðamennskunni, hún er á mörk- um blaðamennsku og smásagna- formsins. Eðlilegasta framhaldið væri því að klippa endanlega á blaðamennskuna. En ég fer hægt í sakimar, reyni að tileinka mér formið og tæknina áður en ég vind mér út í einhver stórvirki. Nú og því meir sem ég les, þeim mun meiri komplexa fæ ég. Það eru til svo margir góðir rithöfundar." ÞH

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.