Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.10.1982, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Qupperneq 3
Ji,i zjpösti irinn Fteluda°ur 29. október 1982 Það er MORGUNBLAÐSHOLLIN sem er Ijót! _Helgai--- pósturinn Blað um þjóðmál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Er byggingasögulegt stórslys framundan? Ýmsir óttast það eftir að nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík stöðvaði það deiliskipulag um Grjótaþorp sem fyrrverandi meirihluti var tilbúinn að hleypa af stokkunum. Grjótaþorpið hefur verið „vand- raeðabarnið“ í skipulagsmálum Reykjavíkur í hálfa öld. Stöðugt hefur verið tekist á um það mál, og lengst af var helst til umræðu að rífa þessa húsaþyrpingu milli Aðal- strætis ogGarðastrætis einsog hún leggur sig. En sem betur fer varð ekkert af því, og meðan rifist var varð Grjótaþorpið elsta byggðin í Reykjavík. A síðastliðnu vori lá deiliskipu- lag um þorpið loksins fyrir, meira að segja samþykkt af borgarstjórn. I þessu skipulagi er gert ráð fyrir því að byggðin og gatnakerfið á svæðinu haldi sér að mestu. Og það skipti engum togum, íbúar í Grjótaþorpi sem lengi höfðu bcðið milli vonar og ótta um að byggðin yrði lögð í eyði, tóku til höndunum og hófu langþráðar endurbætur á húsum sínum. En eftir stjórnarskipti í borginni kom afturkippur í málið. Núver- andi meirihluti neitar að staðfesta skipulagið endanlega og ber það fyrir sig, að það beri að skipuleggja í tengslum við alla miðbæjar- kvosina, auk þess sem leysa þurfi bæði umferðar- og bílastæðavandamál svæðisins. Og sú viðbára hefur ekki síst ver- ið sett fram, að taka þurfi tillit til Morgunblaðshallarinnar við skipulagningu götulínunnar vestan Aðalstrætis. Davíð Oddsson borg- arstjóri segir í Innlendri yfirsýn í blaðinu í dag, að það eigi að gera með því að leyfa hærri byggð en nú er sitthvoru megin við húsið, til að það skeri sig ekki eins mikið úr um- hverfinu. Guðrún Jónsdóttir forstöðu- maður Borgarskipulags segir á hinn bóginn, að málið snúist fyrst og fremst um varðveislu elsta hluta Reykjavíkur. Hvað Morgunblaðs- höllina varðar bendir hún á, að þvert á móti verði að ieyfa þessum gömlu húsum að njóta sín þrátt fyrir hana. Og hún bendir á, að frændur okkar Færeyingar hafi eitt sinn rifið stórt hús, scm þcir töldu skemma gömlu byggðina í Þinga- nesi. Það væri stórslys ef Grjóta- þorpið ætti nú að fara undir græna torfu. Undanfarinn áratug hafa sjónarmið húsfriðunarmanna fengið mikinn hljómgrunn, sem best sést á uppbyggingu húsanna við Bcrnshöftstorfu. Ef Grjóta- þorpið á nú að hverfa væri það sannarlega til háðungar fyrir ís- lcndinga, á tímum þegar verið er að hressa upp á gamla bæjarhluta um allan heim. Ef citthvað ætti að hverfa er það Morgunblaðshöllin. Það er að sjálfsögðu hún sem setur Ijótan svip á bæinn en alls ckki gömlu húsin sem voru þar fyrir. Það er mesta hcimska að ætla sér að fara að byggja upp einhvern „glæsilegan“ miðbæ. Hann er glæsilegur á sinn hátt, eða gæti í það minnsta verið það ef staðið væri að endurreisn hans á skynsamlegan hátt og tekið mið af því gamla sem þó er eftir. Þeir sem vilja reisa stórhýsi geta gert það austur í Kringlumýri. Blaðamenn: Guölaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríð- ur Halldórsdóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ást- geirsson, Jón Viðar Jónsson, Sigurður Svavarsson (bók- menntir & leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Guð- bergur Bergsson (myndlist), GunnlaugurSigfússon (popptón- list), Vernharður Linnet (jazz). Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir. Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Lausasöluverð kr.15. Snaran er föl! Þau eru orðin mörg og sum afdrifarík víxlsporin sem stigin hafa verið í skammri sögu þessarar ný- frjálsu og nýríku þjóðar, og mætti æra óstöðugan að rekja þau öll. Eitt var Hær- ingur og er víst flestum löngu gleymt. Annað var samningur um álbræðslu í Straumsvík. Þriðja var Kröfluævintýri. Fjórða járn- blendiverksmiðja. Og þann- ig mætti lengi telja. Oll eiga þessi víxlspor það sammerkt að mönnum skildist eftir dúk og disk að rasað hefði verið um ráð fram. Með meiri forsjálni hefði mátt spara landslýð ómæld fjárút- lát og stjórnmálamönnum verulegan álitshnekki. Og var þó vart á óhöpp þeirra bætandi. Nú virðist eitt slíkt mál vera í uppsiglingu. Ungir og miðaldra framagosar og angurgapar í Sjálfstæðis- flokknum hafa á liðnum ár- um barið bumbur og haft í frammi mikinn hamagang útaf hugmyndum sínum um „frjálst útvarp“, og hefur hrinoboróió jafnvel þingflokkur Sjálf- stæðismanna gert formlega samþykkt um það efni. Hef- ur þessi bægslagangur há- stemmdra gasprara nú leitt til þess að menntamálaráð- herra hefur sett á laggirnar svonefnda útvarpslaganefnd sem hefur lagt fram álit sitt og komist að þeirri frumlegu niðurstöðu, að tími sé til kominn að afnema einkarétt Ríkisútvarpsins og þá vænt- anlega löghelga eftir á þau grófu lagabrot sem átt hafa sér stað á undanförnum misserum í sambandi við hinar alræmdu myndbanda- leigur sem purkunarlaust hafa dreift þjófstolnu efni án þess fingri væri lyft af opin- berri hálfu. Það sem fyrst vekur at- hygli í þessum kynlega mála- tilbúnaði er sú yfirlýsing for- manns útvarpslaganefndar, að útvarpslög á Norðurlönd- um hafi ekki komið að miklu gagni við samningu álitsins, og hefur nefndin þá væntan- lega tekið mið af Bretlandi, sem er rösklega tvöhundruð sinnum fjölmennara en ís- land, og Bandaríkjunum, sem er þúsund sinnum fjölmennara ríki. Bæði í Danmörku og Noregi hefur viðbótarköflum verið skeytt við útvarpslögin þarsem undanþágur eru gefnar frá einkarétti, en vitaskuld þarf dvergrtkið í Norður- Atlantshafi ekki að læra neitt af útkjálkaþjóðum. Stórhugur mörlandans er samur við sig og lætur ekki að sér hæða! íslenskur fréttamaður í Bandaríkjunum, Helgi Pét- ursson, gerði í einkar athygl- isverðu útvarpserindi grein fyrir meginatriðum þessa máls og færði veigamikil rök fyrir því, að hrein fásinna væri að hverfa frá einkarétti Ríkisútvarpsins og höggva þannig að rótum einnar mikilvægustu menningar- stofnunar landsmanna. Ein galvösk mannvitsbrekka úr búðum „frjálshyggju- manna“, Ólafur Hauksson, rauk þegar útá ritvöllinn, sakaði Helga um að halda á loft „órökstuddum full- yrðingum, sleggjudómum, lygi, þvættingi og mótsögn- um“, og tók sér fyrir hendur að hrekja orð fréttamanns- ins. En það fór einsog oft vill verða, þegar þrotin eru rök- in að staðhæfingar Helga Péturssonar stóðu óhagg- aðar og óhraktar, en grein- arstúfur frjálshyggjutrú- boðans var eitt allsherjar- hröngl af upphrópunum, út- úrsnúningum og fullyrðing- um þarsem hvað rak sig á annars horn og hvergi heil brú í málflutningi. Kannski gefur þetta upphlaup ofur- hugans forsmekk að því sem koma skal þegar hann og já- bræður hans fara að fóðra landslýð á afurðum anda síns í „frjálsum útvarps- stöðvum"? Slæmir eru rang- látir, en forði okkur ham- ingjan frá þeim (sjálfs)rétt- látu! Mergurinn málsins er sá, einsog Helgi Pétursson benti réttilega á, að Ríkisút- varpið hefur verið einn af hornsteinum íslenskrar menningar í röska hálfa öld og unnið það frækilega af- rek, þráttfyrir margháttaða vankanta og ýmislegt and- streymi, að verða sannkall- að þjóðarútvarp í ríkara mæli en útvarp nokkurrar annarrar þjóðar. Hvergi á byggðu bóli hafa hlutfalls- lega jafnmargir og jafnsund- urleitir hópar og einstakl- ingar tekið beinan þátt í störfum útvarps einsog hér- lendis, og þessari fámennu þjóð hefur með sameigin- legu átaki og miklum til- kostnaði auðnast að tengja allar byggðir landsins út- sendingum hljóðvarps og sjónvarps. Hitt er svo annað mál og á því má hæglega ráða bót, að Ríkisútvarpið hefði getað sinnt þjóðþrifahlutverki sínu af miklu meiri reisn og orðið mun virkari menning- armiðill, ef ekki hefðu kom- ið til þarflaus afskipti stjórn- málamanna sem telja sig þurfa að vera með nefið niðrí hvers manns koppi og hafa unnið stofnuninni meira ógagn en nokkur ann- ar hópur manna. Sú var tíðin að útvarpsráð var ekki skipað glefsandi varðhund- um stjórnmálaflokkanna, heldur menningarforkólfum þjóðarinnar, og var þá ólíkt meiri reisn yfir óskabarni þjóðarinnar. að er herfileg skammsýni að gera sér í hugarlund að svokallað „frjálst útvarp" muni á nokkurn hátt ráða bót á þeim annmörkum sem nú eru á stjórn Ríkisútvarps- ins fyrir tilverknað stjórn- málaflokkanna. Slíkar út- varpsstöðvar verða vita- skuld samkvæmt lögmálum hins rómaða markaðskerfis í höndum þeirra fjármagns- afla sem þegar ráða tveimur stærstu dagblöðum landsins og ætla sér ekkert minna en einoka alla skoðanamyndun og tjáningu í landinu. Þessi fjármagnsöfl eru miklu máttugri en menn virðast al- mennt gera sér grein fyrir, og eru hörmuleg afdrif Dag- blaðsins sáluga órækur vott- ur þess. Þegar þau hafa komið á fót sínum „frjálsu útvarpsstöðvum", þá fyrst fer fyrir alvöru að sneyðast um hið marglofaða lýðræði í þessu landi. Þeir sak- leysingjar sem gera sér þær grillur að formælendur „frjálsra útvarpsstöðva" láti stjórnast af öðru en ómeng- aðri valda- og gróðafíkn, þeir eiga vissulega eftir að vakna upp við vondan draunt, ef úr framkvæmd verður, en þá verður það bara urn seinan einsog svo oft áður. Ríkisútvarpið á eðli sínu samkvæmt að vera vettvang- ur landsmanna allra, þarsem hinar ýmsu hræringar þjóðlífsins birtast þvingun- arlaust og allar skoðanir sem uppi eru í samfélaginu fá átölulaust að koma fram. Það getur einungis orðið með því að afnema einokun stjórnmálaflokkanna á stofnuninni og fá hana aftur þjóðinni, sem á hana og get- ur vel rekið hana án afskipta pólitískra varðhunda, til dæmis með því að láta helstu menningarstofnanir og al- mannasamtök í landinu velja menn í útvarpsráð. Aðrar helstu menningar- stofnanir þjóðarinnar, svo- sem Háskóli íslands, Þjóðleikhúsið, Listasafn ríkisins, Tónlistarskólinn, Sinfóníuhljómsveit íslands, Landsbókasafnið o.s.frv., eru reknar í þágu alþjóðar án beinna afskipta stjórn- málamanna. Því þá ekki Ríkisútvarpið? að er þannig ein af ör- lagafirrum samtímans að ný tækni kalli á afnám einka- réttar þjóðarinnar á þessum voldugasta fjölmiðli lands- ins. Hinni nýju tækni þarf einungis að beita í þágu landsmanna allra með því að losa Ríkisútvarpið undan því miðaldakerfi sem stjórn- málaflokkarnir hafa hneppt það í, tryggja því sjálfstæðan starfsgrundvöll og óhefta möguleika á að fjalla um það sem máli skiptir í þjóð- lífinu. í umræðuþætti um á- lit útvarpslaganefndar sl. sunnudag kvartaði einhver undan skorti á frumkvæði og fjölbreytni hjá Ríkisútvarp- inu. Þarf nokkur heilskyggn maður að fara í grafgötur unt af hverju sá skortur staf- ar? Með sjálfstæðum starfs- grundvelli gæti Ríkisútvarp- ið orðið sá fjörmikli, ögr- andi og lífshvetjandi miðill sem engunt þegni þjóðfé- lagsins stæði á sama um. Formælendum „frjálsra útvarpsstöðva" vefst sem vonlegt er tunga um tönn, þegar þeir eru beðnir að gera grein fyrir, hvað annað en ábatavon ráði ferðinni hjá þeim. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að þeir ætli að ráðast í fyrirtækið af hugsjónasökum? Ólafur Hauksson talar fjálglega um að gera verði öllum til hæfis! Hvað merkir það? Ætla þeir kumpánar að komu upp tíu eða hundrað „frjálsum út- varpsstöðvum" í Reykjavík (strjálbýlið er hvorteðer ekki með í þeirra dæmi), svo allir fái bara það sem þeir vilja? Hundrað mundu ekki nægja! Og hvað þá? Allur þessi ótrúlegi vaðall um að fullnægja kröfum allra hópa og helst allra ein- staklinga í þjóðfélaginu er til þess eins ætlaður að slá ryki í augu auðtrúa fólks og leitast við að leyna því meginmark- miði angurgapanna í Sjálf- stæðisflokknum að koma allri fjölmiðlun í landinu í hendur þeirra fjársterku afla sem eru staðráðin í að slá tvær flugur í einu höggi: ráða upplýsingamiðlun og skoðanamyndun í landinu og raka saman fé á þeirri iðju. Láti fulltrúar annarra flokka á Alþingi gasprarana í Sjálfstæðisflokknum hafa sig að fíflum, geta þeir eng- um um kennt nema sjálfum sér. Þeim er boðið frelsi til að hengja óskabarn þjóðar- innar í snöru sérhagsmuna og einkagróða. SAM

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.