Helgarpósturinn - 29.10.1982, Qupperneq 4
Tugir tonna af
smygluðu
bornir inn í veitingahúsin
Boröir þú aö staðaldri á veitingastööum Reykjavíkur eru yfirgnæf-
andi líkur á að þú hafir einhverntíma tuggiö kjöt af nauti sem át gras aí
sléttum Argentínu eöa Uruguay, eöa kjöt af svíni úr verksmiðjubúg-
öröum í Danmörku. Borðir þú aö staöaldri í mötuneytum eru líkurnar ef
til vill ennþá meiri. Þaö er jafnvel ekki útiiokaö aö þú sért að maula
smyglaöa skinku, eða spægipylsu eða hamborgarahryggjarsneiöar,
akkúrat núna, ef þú ert aö lesa blaðið meö morgunkaffinu, - þó þú
hafir keypt áleggiö í búöinni útá horni. Hér á íslandi eru nefnilega
boröuð kynstrin öll af smyglaöri landbúnaöarvöru.
Dönsk skinka og belgísk skinka, ör-
lítið brot af því sem landsmenn borða
sem íslenska vöru.
„Það er útilokað að reka topp veitingastað
á höfuðborgarsvæðinu án þess að nota annað
slagið smyglvarning", segir maður með árat-
ugareynslu í veitingaheiminum í samtali við
Helgarpóstinn. „Það koma alltaf tímabil sem
skortur er á vissum tegundum kjötvöru, og
þá er einfaldlega ekki um annað að ræöa en
að kaupa erlent. Það v.eitingahús gengur
ekki lengi sem getur ekki boðið uppá nauta-
lundir eða filé í mánuð eða jafnvel mánuði í
senn“.
Utanúr heimi heyrast alltaf annað slagið
fregnir af kjötsmygli og farsóttum sem oft
fylgja í kjölfarið, nú síðast í þessari viku frá
Þýskalandi, þar sem selt hafi verið mikið
magn af kengúru- og asnakjöti sem nauta-
kjöt. Hér á landi er vonandi ekki mikið um
slíkan varning, en hér er á boðstólum veru-
legt magn af smygluðu kjöti. Þar ber lang-
mest á skinku í dósum, og dýrustu hlutum
nautaskrokks, þ.e. nautalundum ogfilé. Erf-
itt er að geta sér til um magnið, en þeir aðilar
sem Helgarpósturinn hafði samband við um
þau mál, og vilja af augljósum ástæðum ekki
láta nafns síns getið, voru sammála urn að
það skipti tugum tonna, og færi líklega á ann-
að hundruð tonn árlega. Þetta er umtalsvert
magn, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að
um er að ræða mjög dýra kjötvöru.
Kuldi
verslunareiganda
Þessi vara kemur einkum til landsins með
farmönnum, eins og megnið af öðrum smygl-
varningi. Kaupendur eru bæði
almenningur - vinir og kunningjar
sjómanna - ogfyrirtæki. Það vísast til viðtals
hér í opnunni um fyrirkomulag þeirra við-
skipta. Þau fyrirtæki sem kaupa kjötvöruna
Föstudagur 29. október 1982
^p&sturinrL
eru að sjálfsögðu einkum veitingastaðir og
mötuneyti, kjötvinnslufyrirtæki og matvöru-
verslanir.
Nokkur hluti þessa varnings, einkumdósa-
maturinn, er keyptur af almenningi, en
langmest af hrámetinu kaupa veitingast-
aðirnir. Ekki vegna þess að þessi vara sé langt-
um betri eða ódýrari en sú íslenska - heldur
vegna þess að annað er stundum ekki að
hafa. Smyglvarningur í verslunum hefur
minnkað uppá síðkastið, aðallega vegna
harðara eftirlits, og vegna þess að hjá versl-
unum er yfirhöfuð ekki skortur á neinni kjöt-
vöru. Sumar búðir eru reyndar þekktar fyrir
smyglgóss^kalkúna og skinku sérstaklega, og
er ein ákveðin búð í austurbænum einkum
nefnd í því sambandi. Fara miklar sögur af
„kulda" eiganda hennar og viðskiptum hans
við tollayfirvöld. Er nú svo komið að toll-
verðir koma þar á fárra daga fresti og gera
skyndikannanir. En alltaf sér eigandinn við
þeim.
Það innflutta kjöt sem fæst hér í verslunum
er yfirleitt vandlega dulbúið. Allar merking-
ar eru að sjálfsögðu fjarlægðar, og kjötið t.d.
skinka niðursneidd og pökkuð í lofttæmdar
umbúðir. Þegar svo er komið þarf þjálfað
auga til að sjá mun á þessu kjöti og því ís-
lenska. Um sannanir er nánast ekki að ræða.
Hættulegt
Hrámetið - þ.e. óunnið kjöt - kemur
einkum hingað til lands frá meginiandi Evr-
ópu, en einnig frá Bandaríkjunum. Það er að
sjálfsögðu flutt hingað frosið, og vegna van-
kvæðanna við að fela það kemur óhjákvæmi-
lega fyrir að það þiðnar. Þegar búið er að
tvífrysta það hafa gæðin minnkað nokkuð,
enda segja veitingamenn að þetta kjöt sé
mjög misjafnt.
Guðmundur Einarsson, sem hefur þann
starfa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að
líta eftir veitingastöðum, verður ekki var við
smyglvarning á eftirlitsferðum. „Ég hef grun
um að hann sé matreiddur þannig strax að
útilokað sé að greina á milli hans og íslenskr-
ar vöru“, segir hann. „Maður heyrir alltaf um
þetta, því miður, því það er mikil hætta þessu
fylgjandi, en við fáum aldrei ábendingar",
segir hann ennfremur.
Innflutningur á hráu kjöti, og fóðurvöru
sem í er kjöt og beinamjöl, er bannaður eða
háður takmörkunum samkvæmt lögum frá
1928, sem endurnýjuð voru 1962 og 1972. Að
sögn Páls A. Pálssonar, yfirdýralæknis er til-
gangurinn sá að forðast sjúkdóma. „Það eru
mýmörg dæmi þess að alvarlegir sjúkdóms-
faraldrar fylgja í kjölfar sölu á smygluðu kjöti
um allan heim. I sumar hertum við mjög
eftirlit, og fengum við því góðar undirtektir,
vegna gin og klaufaveikifaraldursins í Dan-
mörku. En það verður sjálfsagt aldrei hægt
að koma alveg í veg fyrir þennan ólöglega
innflutning. Skipin koma með þetta, og
mennirnir um borð eru að borða þetta jafnvel
hérna í höfnum og það gefur auga leið að
eitthvað hlýtur alltaf að koma inn í landið“,
segir hann.
Til að vernda
landbúnaðinn
Það er aðeins hrámetið sem yfirdýralæknir
árlega
hefur áhyggjur af. Innflutningur á niðursuðu-
vörum er bannaður til þess að vernda íslen-
skan landbúnað, en ekki vegna sjúkdóma-
hættu. Gunnar Guðbjartsson, formaður
Stéttarsambands bænda sagði bændasam-
tökin alltaf heyra um þetta, en þeir hefðu
engar sannanir frekar en aðrir. „Ég veit til
þess að í sumar voru flutt inn egg í ''élum
Flugleiða, og ég hef nokkra vissu um að
hluti þeirra fór inná Hótel Loftleiðir. En
þetta er alltaf grunur ekki vissa, og því erfitt
að meta hvort um verulegt magn er að
ræða“. Gunnar taldi ekki að íslenskum land-
búnaði, sem slíkum stafaði hætta af innflutn-
ingi þessum.
Engar upplýsingar fengust hjá Tollgæsl-
unni um magn þess sem gert er upptækt af
tollinum. Slíkar upplýsingar liggja ekki fram-
mi.að sögnHermanns Guðmundssonar, full-
trúa tollgæslustjóra.
Þegar Helgarpósturinn hafði samband við
veitingamenn og spurði hvort þeir yrðu mikið
varir við smyglað kjötmeti voru svör þeirra
nánast samhljóða. ÞeimÓmari Hallssyni á
Rán og Naustinu, ísleifi Jónssyni á Loft-
leiðum, Erni Baldurssyni á Torfunni, Sverri
Þorlákssyni á Holti og Lárusi Loftssyni á
Veitingamanninum kom santan um að þeir
yrðu alltaf varir við framboð á þessu annað
slagið, að það hefði þó verið meira áður fyrr,
og að þeir notuðu þennan varning aldrei,
vegna þess að þeir hefðu nóg af íslensku
kjöti.
En flestir bættu þeir líka við að það væri
sama þótt þeir notuðu eingöngu smyglgóss.
ég fengi engann veitingamann til að viður-
kenna að hann byði kúnnum sínum ólöglegan
varning til kaups.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem Helg-
arpósturinn hefur aflað sér hefur dregið úr
smygli á þessum varningi á undanförnum
árum. en hann er þó enn umtalsverður.
Veitingahúsin gera mismikið af því nota
hann, og þau nota hann í skorpum. „Þekkt er
sagan af því að þegar Gullfoss hætti siglingum
þá varð eitt ónefnt veitingahús allt í einu
nautakjötslaust. Það hafði fengið allt sitt
nautakjöt af Gullfossi", segir maður úr
veitingaheiminum í samtali við Helgar-
póstinn.
„Það er eitt sem kemur í veg fyrir að þetta
sé gert í mjög stórum stíl í dag“ , bætir hann
við, „og það er að bókhaldseftirlit er allt
miklu strangara núna en það var, eins og
reyndar tolleftirlit líka, og þess vegna er ekki
hægt að kaupa mikið magn af vöru með
„svörtum“ peningum - það er að staðgreiða
og geta hvergi sýnt hvert peningarnir fóru, en
eiga alltaf fullt af kjöti. Það er Iíka helvíti
dýrt“.
Það er með kjötsmygl, eins og annað
smygl, að það er fremur litið á það sem sjálfs-
bjargarviðleitni, en alvarlegan glæp. Og á.
meðan svo er er ekki við því að búast að
núverandi ástand breytist mikið.AUir vita -
en engum dettur í hug að kæra. Fólki dettur
miklu frekar í hug að kaupa. Að komast í
sambönd. Og þeir eru margir á íslandi sem
hafa sambönd.
eftir
Guðjón Arngrímsson
myndir: Jim Smart
íslensk eða Argentínsk? - Þegar
nautasteikin er komin á diskinn er
ekki nokkur ieið að greina á milli.
Nautalund, falleg og þykk, komin aila
leið frá Suður-Ameríku.