Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 5
5
JpSsturinn Föstuda9ur
29. október 1982
„Nánast öll skinka á
íslenskum veitinga-
stöðum var smygluð”
„Ég byrjaði á þessu fyrir um tuttugu
árum, og eins og allir aðrir í þessum
bransa þá var upphafið það að ég réðst á
millilandaskip. I þá daga, um miðjan
sjötta áratuginn, mátti heita að hver ein-
asti farmaður stundaði smygl í einhverj-
um mæli, og ég varð þar engin undan-
tekning.“
Viðmælandi Helgarpóstsins er maður
á miðjum aldri sem hefur haft af því
aðalatvinnu í mörg ár að selja varning
sem komið hefur til landsins eftir óopin-
berum leiðum - verið dreifiaðili fyrir
smyglvarning einkum kjötvöru og
áfengi. Viðtalið er tekið á vel búnu
heimili hans í Brciðholtinu.
„Smygl hefur dregist mjög mikið saman frá
því sem var hérna áður fyrr. Ástæðurnar fvrir
því eru eflaust margvíslegar, en aðalástæðan
tel ég að sé sú staðreynd að hér á landi fæst
miklu meira núna en t.d. á haftatímabilinu.
Hér er ekki beinn skortur á neinni matvöru,
nema ef væri góðuin alifuglum kannski. Og
fatnaður og húsgögn og fleira, sem áður var
smyglað, er nú flutt inn löglega án tolla. Þörf-
in fyrir smyglvarninginn hefur einfaldlega
minnkað mjög rnikið. Um leið og það gerist
þá lækkar verðið á honum og það þýðir nátt-
úrulega minni ágóða fyrir farmennina. Við
það minnkar áhugi þeirra. Þetta hjálpast allt
að á þennan hátt.
Snobb
Ef við tökum matvöruna þá er líka alveg
auðséð að gæði hennar hafa aukist alveg
gríðarlega hér a landi á nokkrum árum.
Skinkan og hamborgarahryggirnir t.d. Þetta
er orðið alveg sambærilegt við það sem fram-
leitt er t.d. í Danmörku. Almenningur er því
ekki að kaupa nein sérstök gæði. Verðið er
kannski eitthvað aðeins betra, en aðallega er
þetta snobb nú orðið. Fólk hreinlega heldur
að „dönsk“ skinka sé miklu betri en sú ís-
lenska. Reyndar má segja að sú skinka sem^
hingað kemur smygluð sé ekki raunveruleg
skinka, því að slík ekta gæðavara á ekki í dós
að koma. Þessi dósaskinka er allt öðruvísi
matur en raunverulega skinkan. En einmitt
það gerir það að verkurn að hún heldur sér
aðeins betur, og það gerir hana eftirsótta
fyrir veitingastaði. Dósaskinka sem komin er
á brauðsneið í kæliborð á veitingastað heldur
sér mun lengur en íslensk skinka. Sú íslenska
þornar fyrr og verður bragðminni."
Lítill glæpur
Samkvæmt upplýsingum þessa manns dró
rnjög úr smygli fyrir um það bil tíu árum og
það hefur farið minnkandi. „Ég get nefnt þér
sem dæmi að fyrir tíu árum var verulegur
skortur á íslenskri skinku. Ég leyfi mér að
fullyrða að á þeim tíma hafi rneira og minna
öll skinka í íslenskum veitingastöðum verið
smygluð. Þá var spurningin nefnilega ekki sú
aðfá aðeins betri skinku en þá íslensku, held-
ur að fá smyglaða skinku eða enga skinku.
Og auðvitað völdu menn heldur fyrri ko-
stinn, ekki síst þar sem áhættan var sáralítil.
Ég sagði áðan að þegar ég byrjaði hafi
nánast allir stundað smygl. Nú veit ég að
þetta er öðruvísi. í flestum tilfellum er smygl-
ið núna þannig að menn taka með sér nokkr-
ar skinkudósir, nokkra bjórkassa og nokkrar
flöskur. Bara tvö til þrjú stykki umfram það
sem leyfilegt er. Og þessir aðilar þurfa enga
dreifingaraðila til að selja fyrir sig. Þetta fer
allt til vina og kunningja og gróðinn er ekki
mikill. Kjör sjómanna, þó þau séu enn slæm,
þá hafa þau batnað verulega miðað við það
sem gerist í landinu, og það hefur haft sitt að
segja.
Það sem hefur gert smygl tiltölulega
auðvelt hér, er sú staðreynd að hér er ekki
iitið á það sem neinn meiriháttar glæp.
Hvorki af almenningi né yfirvöldum. Ég þori
t.d. að veðja að ef þú labbar hér inn á veiting-
astað, sama hvern þeirra, og býður tvær dósir
af skinku til sölu, þá dettur ekki nokkrum í
hug að hringja í lögregluna. Sumir myndu
þiggja boðið, sumir ekki, en enginn mundi
kæra þig.
Það sama gildir nefnilega um yfirvöld.
Fyrir mörgum árum var ég t.d. tekinn með
um þúsund kíló af kjöti, en sektin fyrir það
var eitthvað smáræði. Ég hef oftar verið tek-
inn, en aldrei lent í alvarlegum vandræðum.
Þetta er að breytast eins og annað, en til
skamms tíma hafa sektir alls ekki fylgt eftir
öðru verðlagi hérna. Áhættan sem menn taka
er ekki svo mikil. Refsingar hafa verið
vægar.“
Helgarpósturinn
ræðir við mann sem
hefur fyrir
aðalatvinnu að selja
smyglvarning
Fastir kúnnar
Þau viðskipti sem þessi rnaður stundar fara
fram á þann hátt að hann er í sambandi við
ákveðna farmenn, sem hann síðan kaupir af
varning og borgar útí hönd. Síðan leggur
hann eitthvað á vöruna, það fer eftir því hver
hún er, og seiur síðan kúnnum sínum. Með
þessu móti losna sjómennirnir við að dreifa
vöru sinni. Þetta gengur fyrir sig nánast eins
og heildsala.
„En þetta hefur dregist saman. Það er liðin
tíð að rnenn verði auðugir af þessu. Það var
hægt hér áður. Ef menn héldu þá vel á spilun-
um gátu þeir orðiö mjög vel stæðir. Það er
heldur engin tilviljun að margir kaupmenn,
sérstaklega matvörukaupmenn, eru fyrrver-
andi farmenn. Þeir hafa tlestir komið undir
sig fótunum með smyglinu.
Nú hefur þörfin fyrir dreifiaðila eins og mig
minnkað mjög og við erum ekki margir í
þessu, og ekki stórir í sniðum. Ég hef t.d.
nýléga hafið rekstur á fyrirtæki sem ég hef
með þessu, og veitir ekki af. Markaðurinn er
almenns eðlis, það eru bæði einstaklingar og
fyrirtæký sem versla við mig."
Lifnar á vorin
Viðnrælandi Helgarpóstsins segir að toll-
gæslan hafi batnað á undanförnum árum, að
Engum dettur í hug að hringja á lögregluna þó þeir heyri um
smygl. Það hefur aldrei verið talinn alvarlegur glæpur á ís-
landi, segir viðmælandi Helgarpostsins meðal annars.
minnsta kosti sú hlið sem snýr að farmönnun-
um. Og nú á þessum tíma, í október og nó-
vember eru tollverðir, að vanda, í miklum
hanr. „Ég veit ekki af hverju það stafar.
Sennilega eru þeir að þessu til að veita
mönnum viðvörun fyrir jólin. Þeir vita að
þau eru einna besti sölutíminn.
Jólin eru samt ekki sá besti. Það er vorið.
Ég veit ekki nákvæmlega hvers vegna. Líkast
til er það þó vegna þess að þá færist mikill
fjörkippur í allan veitingarekstur í landinu,
og það svona lifnar yfir fólki almennt."
Pappírssmygllð
En þó mikið gangi á í tollgæslu hvað varðar
farmenn, segir viðmælandi Helgarpóstsins er
þó víða pottur brotinn. „Ef ég væri að byrja
núna, og ætlaði mér að verða ríkur af þessu,
þá mundi mér ekki detta í hug að fara þá leið
sent ég hef kynnst í gegnum árin. Núnaer það
faktúrusmyglið svokallaða, sem kraftur er í.
Það er orðið að mínum dómi stór mál. Ef ég
væri að byrja núna þá mundi ég ekki leggja
mig fram við að kynnast mönnum á skipun-
um, heldur mönnum erlendis og hér heima.
Það þarf ekki farmenn orðið. Nú fer þetta
frarn á pappírunum. Þú flytur inn í landið, en
ekki nákvæmlega það sem stendur á pappír-
unum. Ef þú ert til dæmis í innflutningi á
tveimur vörutlokkum, öðrum tollfrjálsum og
hinurn ekki, þá geturðu fært á milli á pappírn-
um þannig að það líti þannig út að þú flytjir
inn langtum meira af tollfrjálsa varningnum
en hinum. En í raun er því öfugt farið. Það
eru til margar slíkar leiðir. og á þessu sviði er
tollgæslan ekki nærri eins virk og á hinu.
Fyrir utan það að ef upp um menn kemst
þá bera þeir því gjarnan við að um óskiljanleg
mistök hafi verið að ræða og „leiðrétta"
pappírana án þess að vera sektaðir. Frægt
dæmi um slíkt kom upp fyrir nokkrum árum
þegar uppvíst varð um gríðarlegt smygl á tirri-
bri. Þá sögðu pappírarnir magnið hafa verið
svona mörg tonn, þegar í raun var flutt inn
langtum meira. En þegar upp komst, þá var
bara komið með nýja pappíra, borið við rug-
lingi ogallt féll í ljúfa löð, eða því sem næst."
{=-Tf K-=>
K\P\N<
a-\o
Model Reykholt er glæsilegt
borðstofusett í íslenskum
sögualdarstíl.
Framleitt af okkur úr valinni
massífri furu.
Fæst í Ijósum viðarlit eða
brúnbæsað.
Úrval fallegra áklæða.
Það er varla hægt að komast
nær handverki en gert er
þessum húsgögnum.
FCIftUHUS ÍÐ HF.
Suóurlandsbraut 30105 Reykjavík • Sími 86605.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
I