Helgarpósturinn - 29.10.1982, Qupperneq 20
20
Föstudagur 29. október 1982
jjosturinn.
STRIPPAÐ FYRIR
Jórunn Sigurðardóttir og Guðjón Petersen
Garðveisla Guðmundar Steinssonar: í upphafi
verksins. - Mynd: Þjóðleikhúsið
THALIU
— um nekt á f jöl-
um leikhúsanna ''
Skilnaður Kjartans Ragnarssonar: Jón Hjartarson og Guðrún
Ásmundsdóttir. Mynd: LR, ímynd.
Þaö vekur jafnan nokkra athygli þegar ný íslensk leikrit eru frum-
sýnd, jafnvel þótt þaö veröi æ tíöara. Og þaö hefur ekki síöur vakið
athygli í haust, að í tveimur íslenskum leikritum eru nektaratriði, sem
valdiö hafa talsveröu umtali í borginni.
Þessi leikrit eru „Skilnaður“ Kjartans Ragnarssonar í lönó og
„Garðveisla“ Guömundar Steinssonar í Þjóðleikhúsinu. Þótt nekt á
sviöi sé ekkert nýtt fyrirbæri hérlendis - og þá enn síður erlendis - hafa
ýmsir orðið til að hafa orð á þessum atriöum í leikritunum tveimur, m.a.
gagnrýnendur í leikdómum. Þar hefur verið komist svo aö orði, aö svo
virtist sem stripl væri tískufyrirbæri í leikhúsunum í vetur.
Þótt manninum sé ekkert eölilegra en nekt eru líklega flestir feimnir
viö aö spranga á Adams- eöa Evuklæðunum einum frammi fyrir fjölda
fólks. Við leituöum því til þeirra, sem hlut eiga að umræddum leiksýning-
um, leikstjóranna tveggja (og þar meö annars höfundarins) og leika-
ranna fjögurra, sem „strippa fyrir Thalíu" á fjölunum þegar skamm-
degiö færist yfir.
„Fólk bjóst við
miklu klámi”
— segir
María
Kristjáns
dóttir,
leikstjóri
Garðveislu
María Kristjánsdóttir leik-
stjóri
„Nekt á íslenskum leiksviðum er ekkert nýtt
fyrirbæri þótt tilviljun valdi því, að nú séu í
gangi tvö leikrit, þar sem nekt fyrirfínnsf1,
segir María Kristjánsdóttir, leikstjóri
„Garðveislu“ Guðmundar Steinssonar i
Þjóðleikhúsinu. „Það er langt síðan ísinn var
brotinn. Kannski var það fyrst 1970 í „Hár-
inu“, en síðan hafa verið sýningar á borð við
Equus, Klukkustrengi, Lysiströdu, Að sjá til
þín maður og fleiri“.
María segir ekki hafa verið hægt að færa
„Garðveislu" á svið án nektar. „Nektin tákn-
ar sakleysið, hreinleika og einlægni", segir
hún, „í andstöðu við spillta lífernið, sem höf-
undurinn sýnir ókkur“.
- Nú ímyndar maður sér, að ýmislegt í
starfi leikarans kosti átök. Kostaði.það átök,
að fá fólk til að leika nakið í „Garðveislu?"
„Nei alls ekki. Leikararnir tveir, sem um
ræðir í „Garðveislu" eru bæði af yngri kyn-
slóð leikara. Þau hafa, held ég, ekki mjög
tilfinningalega afstöðu til nektar sem slíkrar,
þannig að þeim tókst að gera þetta að engu
máli. En svo má auðvitað segja, að þessi
þáttur verksins snerti mjög afstöðu allra sem
koma nærri sýningunni, til þeirra tveggja. Því
var þetta rætt mjög opinskátt á fyrstu æfing-
unum. Ég varð aldrei vör við neinn ótta eða
hræðslu - og það kom nektinni ekkert við,
að tveir leikarar kusu að vera ekki með í
verkinu".
- Hvað með áhorfendur, hvernig bregðast
þeir við? Flissar fólk í vandræðaskap og
feimni?
„Það er oft mjög skemmtileg tilfinning í
salnum en ég hef ekki orðið vör við mikið
fliss - nema í einstaka unglingi. En það má
heldur ekki gleyma því, að þau leika á bak við
svarta grisju, þannig að nálægðin er ekki
mikil. - Ég sagði víst áðan, að það hefði
aldrei kostað nein átök að færa nektaratriðin
á svið. Það er rétt en það er líklega ofsagt hjá
mér að það hafi aldrei verið tilfinningamál.
Auðvitað hljóta að hafa verið blendnar
tilfinningar - en það var aldrei vandamál".
- Finnurðu mun á fólki, sem kemur á sýn-
ingar nú og því, sent kom á allra fyrstu sýn-
ingarnar?
„Já, ég er ekki frá því. Á fyrstu sýningunni
var ntikill spenningur í loftinu. Ég held helst
að fólk hafi búist við einhverju svakalegu -
rniklu klámi, hvernig sem á því hefur staðið.
En síðan hefur það alveg vikið fyrir eðlilegu
andrúmslofti, fólk tekur verkinu með opnum
huga til að njóta þess“.
„Mjög erfitt"
— segir
Guðrún
Asmunds p/* jl
dóttir 'Qhm.
Guðrún Ásmundsdóttlr:
Nektaratríðin eru smá-
atriði.
„Það verður að viðurkennast að mér þykir
mjög erfitt að koma fram nakin fyrir fullu
húsi fólks“, segir Guðrún Ásmundsdóttir
leikari, sem fer með aðalhlutverkið í „Skiln-
aði“ Kjartans Ragnarssonar í Iðnó. í leikrit-
inu eru tvö atriði, þar sem leikarar koma
fram naktir.
„Ég myndi alls ekki gera þetta ef mér væri
ekki ljós sá listræni tilgangur sem í þessum
atriðum felst", segir Guðrún. „Ég hef sjálf
leikstýrt verkum og myndi ætlast til, í þeim
sporum, að hver sá, sem léki hlutverk Krist-
ínar, tæki sömu afstöðu og ég hef gert núna“.
- Þú hefur ekki viljað færast undan?
„Nei, það hvarflaði ekki að mér. Mér
fannst mjög spennandi að fá að leika þetta
hlutverk, takast á við það, og þá voru þessi
nektaratriði algjör smáatriði. Ég sá að þau
voru nauðsynleg í því, sem höfundur verksins
vildi segja og koma á framfæri og vildi taka
þátt í því. Nú, svo er það með mig eins og
margar miðaldra konur, að við erum ekkert
sérstakt augnayndi. Hlutverkið segir hins-
vegar: Hér er ekkert falið. Hér er þessi kona,
Kristín, hér eru kostir hennar og gallar,
aumingjaskapur og uppreisn og allt annað.
Hún stendur nakin og berskjölduð gagnvart
því, sent hún er. En svo kom auðvitað að því,
að ég hugsaði með mér: ég hlýt að deyja áður
en ég kem fram allsnakin. Nú, auðvitað dó ég
ekki...“
- Hvernig finnst þér áhorfendur bregðast
við?
„Áhorfendur hafa sýnt okkur mikla tillits-
semi og trúnað. Þeir eru ekki með fliss eða
fuss - ég hef a.m.k. ekki fundið fyrir neinni
hneykslun í salnum. Vitaskuld finnur maður,
að það kemur á fólk - nekt er ágeng gagnvart
áhorfandanum. En eftir fyrsta „áfallið", eða
hvað við viljum kalla það, er líka eins og
áhorfendurnir komi meira með manni inn í
sýninguna. Þeir skilja tilgang þessara tveggja
atriða og taka þátt í þeim með okkur".
- Nú er þetta í fyrsta skipti, sem þú kemur
nakin fram í leikhúsi. Hefur það komið til
álita áður?
„Já, það hefur nú gert það. En það er
afskaplega langt síðan og þá sá ég engan til-
gang í því, svo ég sagði bara nei takk".
„Nektin kallar
á afstöðu
áhorfenda”
— segir Kjartan
Ragnarsson,höfundur
ogleikstjóri Skilnaðar
„Nektartíska í Ieikhúsunum?“ segir Kjart-
an Ragnarsson, lcikstjóri og höfundur „Skiln-
Kjartan Ragnarsson
leikritaskáld og leikstjóri:
Ekkert sjálfgefiö að það
væri i lagi aö sýna fólk á
nærbuxunum.
aðar“ í Iðnó, og glottir. „Það held ég ekki.
Það er tilviljun að bæði atvinnuleikhúsin eru
að sýna verk þar sem nakið fólk kemur fyrir.
Nekt er vitaskuld ekki annað en hluti af
tungumáli leikhússins. Hún er notuð eins og
annað. Það er einnig alltaf afstætt hvað er
tabú í leikhúsi. Það þótti til dæmis hneykslun
lengi í ensku leikhúsi ef sást í ökkla á konu. Ég
man líka eftir því, að þegar við sýndum
Saumastofuna í Færeyjum urðu af því nokk-
ur vandræði, að í einu atriði sást maður á
nærbuxunum. Það var ekkert sjálfgefið þar,
að það væri í lagi að sýna fólk á nærbux-
unum“.
- Eru nektaratriðin í „Skilnaði“ bráðnauð-
synleg?
„Já, mérfannstþað. Leikritiðfjallar um og
sýnir í innri skilningi konuna standa nakta
gagnvart heiminum. Nektin kallar á afstöðu
áhorfenda með henni. Leikritið byrjar nokk-
uð bratt tilfinningalega og ég vissi það frá
upphafi, að ég gæti ekki byrjað svo bratt
nema með því að negla niður bæði leikarana
og áhorfendurna. Konan er nakin í sólar-
lampa í upphafi leiksins. Lampinn er eins og
flatningsborð eða líkkista, nektin og um-
komuleysið er algjört".
- Og finnst þér að þér hafi með þessu tekist
að negla báða hópana, leikendur og áhorf-
endur?
„Já, ég held að þetta sé áhrifarík negling.
Þessi sýning er sú, sem ég ætlaðist til.
Viðbrögðin eru, ja, þau eru á ýmsa vegu, en
fyrst og fremst eru þau afgerandi.