Helgarpósturinn - 29.10.1982, Page 23
-^T/^qr/y irínn Föstudagur 29. október 1982
23
Við sögðum frá því fyrir rúm-
f 1 umtveimurárum,aðeigenda-
S skipti hefði orðið að Skrif-
stofutækni h/f, OlivettiumboSinu.
Aðaleigendur Pennans seldu fyrir-
tækið þeim Leo M. Jónssyni sem þá
rak ráðgefandi þjónustu unt rekst-
ur og skipulagningu fyrirtækja og
Bergi Björnssyni sem rekur fyrir-
tækið Bókhaldstækni. í framhaldi
af þessu sagði þáverandi
framkvæmdastjóri Skrifstofu-
tækni, Stefán Ingólfsson, upp störf-
um, en í hans tíð hafði tekist að
rétta hag fyrirtækisins eftir nokkur
erfið ár og breyta tapi í nokkurn-
Skák
mjög framarlega sem höfundur
taflloka. Upphafsstaðan í þessari
þraut gæti sem best verið komin
úr tefldu tafli og svipað gildir um
framhaldið. Spurningin er svo sú
hversu margir hefðu fundið það
framhald sem hér er sýnt.
1. g3! Hg8
Hvítur hótaði. 2. Hh4+ gxh 3. g4
mát.
2. Hb4! g4!
Svartur á ekkert um að velja,
honum var ógnað með Hb4-þl-
hl- mát.
3. Hbl Hg5+
4. Kxfó Hg6+
5. KÍ7 d2
6. a4! dlD!
Svartur teflir tii þess að geta
brugðið fyrir sig patthótunum ef
svo ber undir.
7. Hxdl Kf6+
8. Kg7 Hf5!
Ekki Hg6+, Kh7 og hvítur vinn-
ur (Hg5, Hhl mát eða Ha6, Hd5
mát)
9. Hbl Kg5
Nú dugar Hb5 ekki vegna: 10.
Hbl h5 11. Kxf5+ Kxf5 12. a5 h4
og báðir vekja upp drottningu.
En hvítur vinnur leik á lævíslegan
hátt.
10. Hb6!!
Ef nú 10.-h5, þá Hg6 mát! En við
He5 á hvítur Hb5 og vinnur.
Síðasta dæmið er hárómantískt.
Staðan er all ótrúleg og sama máli
gegnir í enn ríkara mæli um fram-
haldið.
1. g7f2
Nú strandar 2. gxh8D+ Kxh8 3.
Kf7, í þeim tilgangi að máta með
Bg7, á flD + .
2. Be7 flD
3. Bf6 Dxf6
Um annað var ekki að ræða, hvít-
ur hótaði gxh8D mát. En nú er
ekki annað sýnna en skákin verði
jafntefli: exf6 og svartur er patt!
4. gxh8D+! Dxh8
5. d4!!
og svartur er varnarlaus þótt
hann eigi drottningu yfir!
veginn hallalausan rekstur. Þeirfé-
lagar Leó og Bergur voru stórhuga
mjög og bættu m.a. við sig tölvu-
deild undir nafninu Rank Xeros.
Þeir tóku líka á leigu nýtt húsnæði
tvær hæðir að Ármúla 38, í stað
þess gamla við Tryggvagötu þar
sem áður var O. Ellingsen en nú
veitingahúsið Svarta pannan. Ekki
tókst þó betur til en svo, að gamla
húsnæðinu var ekki sagt upp tíma-
nlega og urðu þeir að greiða tvö-
falda húsaleigu uni tíma. Jafnframt
þessu var pantað inn gífurlega mik-
ið af allskonar vélum frá Olivetti
þrátt fyrir aðvaranir fráfarandi
framkvæmdastjóra.Enda fór svo,
að lítið sem ekkert seldist af vélun-
um og Rank Xeros umboðið fór
aldrei í gang- efri hæðin við Ármú-
lann stóð auð. Erfiðleikarnir juk-
ust nú óðum þar til fyrirtækið hætti
að geta greitt laun, og nú í haust var
ákeðið að leggja það niður, áður en
það væri lýst gjaldþrota. Olivetti-
umboðið á Islandi er þó ekki alvee
dautt, en Hans Árnason keypti
verkstæði Skrifstofutækni og fékk
með því umboðið og gerða samn-
inga. Sem stendur er Olivettium-
boðið rekið í Mosfellssveit, og
viðskiptavinir sem óska eftir þjón-
ustu verða að leggjá inn pantanir í
símsvara. Það er mál manna, að
Leó M. Jónsson hafi gert skyssu
með því að leggja niður ráðgjafa-
þjónustu sína. Hann hefði líklega
orðið ágætur viðskiptavinur
sjálfur....
SPARISJOÐUR
REYKJAVÍKUROG NÁGRENNIS
Skólavörðustig 11. Sími 27766. 101 Reykjavik. Pósthólf 457
SÝNING
á tillögum í samkeppni um iðnhönnun
í afgreiðslusal Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis,
Skólavörðustíg 11.
Til sýnis verða allar þœr tillögur
sem hlutu verðlaun
eða sérstaka viðurkenningu dómnefndar.
Sýningin er frá
28. október til 14. nóvember og er opin alla daga
á venjulegum afgreiðslutíma sparisjóðsins
og að auki laugardaga og sunnudaga kl. 14-18.
mmm