Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 24
Flott skal það vera og ekkert
/■ J til sparað. Austur í Japan er
1 álverksiniðja, dótturfyrirtæki
Alusuisse, að framleiða álplötur,
svokallaða álbala, sem nota á í
klæðningu á tvær efstu hæðir
Þjóðarbókhlöðunnar miklu á Mel-
unum. Er gert ráð.fyrir að heildar-
kostnaður við framleiðsluna og ás-
etninguna verði nærri tíu milljón-
um króna (gamall milljarður!) eða
sent svarar verði 3-4 myndarlegra
einbýlishúsa. Ákvörðun um þessi
flottheit tók ríkisstjórnin að tillögu
Byggingarncfndar Pjóðarbók-
hlöðu. Samstarfsnefnd um opin-
berar framkvæmdir, sem fjallar um
byggingamál ríkisins, vildi á sínum
tíma láta bjóða verkið út innan-
lands og nota ódýrari klæðningu,
t.d. trefjaplast, steyptar einingar
eða álplötur. Þáverandi formaður
nefndarinnar (á miðju ári 1981) var
Gísli Blöndal, sem þá var hagsýslu-
stjóri. Bygginganefndinni, tindir
formennsku Finnboga Guðmunds-
sonar landsbókavarðar, leist ekki á
tillögur nefndarinnar og því var
málinu skotið til ríkisstjórnar-
innar, sem veitti samþykki sitt fyrir
álbalaaðferöinni. Var á þeim tíma
talið, aö hægt væri að fá verkið
unnfð innanlands fyrir fimmtung
eða fjórðung af þeini kostnaði sem
nú er fyrirsjáanlegur. I ár og á
næsta ári er gert ráð fyrir á fjár-
lögunt að 26-27 milljónum króna sé
varið til byggingar Þjóðar-
bókhlöðu og þar af fer þriðjungur
eða meira í þessa makalausu
klæðningu. Segjum svo, að sam-
dráttur sé í opinberum rekstri og
krepputíð í landinu. ..
Fr* "3 Titringur eykst nú stig af stigi
/ J vegna væntanlegs prófkjörs
’S* Alþýðuflokksins hér í
Reykjavík í lok nóvembermán-
aðar. Einsog við I lelgarpóstsmenn
höfum greint frá, þá eru núverandi
þingmenn flokksins, Vilmundur
Gylfason, Jón Baldvin Hannibals-
son og Jóhanna Sigurðardóttir,
þegar komin á fullt í prófkjörs-
slagnum. Um síðustu helgi var kos-
iö á flokksþing og í fulltrúaráð Al-
þýöuflokksfélaganna í Reykjavík
og þau þrjú, sem hér voru nefnd,
voru þar íframboði til fulltrúaráðs.
190 félagar í Alþýðuflokksfélagi
Reykjavíkur munu hafa tekið þátt í
kosningunni og talsverð barátta fór
frarn bakatil milli prófkjörskandí-
datanna. A.m.k. urðu lyktir þær,
að Jón Baldvin hlaut llOatkvæði í
þessum kosningum og Vilmundur
79. Fróðir menn hafa lagt þetta
saman og fengið út 189 og segja
þarmeð ljóst, að aðeinsörfáir kjós-
endur hafi kosið þá báða í senn,
Jón Baldvin og Vilmund, enda þótt
kjósa ætti eigi færri en 50 manns.
Útilokunarherferðin hafi verið
svona kraftmikil. Þá mun Jóhanna
Sigurðardóttir hafa fengið rúm 100
atkvæði í þessari kosningu. Sigur-
vegarar í þessum innanflokksátök-
utn í innsta hring Reykjavíkurkrata
voru hins vegar „gömlu mennirn-
ir“, Eggcrt G. Þorsteinsson, Gylfi
Þ. Gíslason, Baldvin Jónsson og
Björgvin Guðmundsson......
1 Það berast fregnir af fleiri
'f' 1 skjálftum frá Norðurlands-
kjördæmi eystra en skjálftum
frá Kröflu. Við heyrum, að þar séu
um þessar mundir líka nokkrir
framboðsskjálftar, og framundan
séu nokkrar hræringar í fram-
tíðarmálum norðlenskra Sjálfstæð-
ismanna. Upptök framboðsskjálft-
ans eru þau, að meðal sjálfstæðis-
manna sem eru óánægðir með
skipan listans í kjördæminu vilja
koma Birni Dagbjartssyni for-
stöðumanni Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaðarins á listann. Hug-
myndin er sú, að annað hvort fari
hann í prófkjörsslaginn eða hann
verði settur í annað hvort annað
eða þriðja sæti verði ekki af próf-
kjöri. En ýmislegt bendir einmitt
til þess að prófkjör fari ekki fram.
Ýmsir þeirra sem skipa efstu sæti
listans nú eru ekki par hrifnir af
þessari uppákomu og neyta allra
bragða til að koma í veg fyrir að af
prófkjöri verði. Þar er Halldór
Blöndal fremstur í flokki, en hann
skipar nú annað sæti listans, næst á
eftir Lárusi Jónssyni. Þriðja sætið
skipar Vigfús á Laxamýri. En það
er einmitt óánægja með Halldór
sem er undirrót þess að ýmsir vilja
setja Björn í sæti hans. Óánægjan
með Halldór er ekki síst vegna þess
upphlaups sem varð á sínum tíma
vegna símreikninga Jóns Sólnes.
Því hafa norðlenskir sjálfstæðis-
menn ekki gleymt....
r‘^ Ólafur Jóhannesson, fyrrum
/ J formaður Framsóknarflokks-
S ins og utanríkisráðherra hefur
nú gefið endanlegt afsvar við fjölda
áskorana um að hann gefi enn kost
á því að vera í framboði fyrir flokk-
inn í næstu Alþingiskosningum.
Hann er víst búinn að fá nóg....
Annar ráðherra og flokks-
/ J bróðir Ólafs virðist hins vegar
S ekki þurfa að kvarta yfir
fjölda áskorana um að halda áfram
í pólitík. Það er Ingvar Gíslason,
menntamálaráðherra. Nú um helg-
ina fer fram önnur umferð í próf-
kjöri Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra, en í
því taka þátt fulltrúar í kjördæmis-
ráði flokksins. Niðurstaða fyrstu
umferðarinnar var sú, samkvæmt
heimildum Helgarpóstsins, að
Guðniundur Bjarnason, alþingis-
maður varð efstur, annar Stefán
Valgeirsson, alþingismaður, þriðji
Hákon Hákonarson, forseti Al-
þýðusambands Norðurlands en
hann var í fimmta sæti á lista Fram-
sóknar í kjördæminu við síðustu
kosningar. Ingvar Gísla-
son, menntamálaráðherra varðsvo
fjórði. Þetta þykir herfileg útreið
fyrir mann í hans stöðu, en megn
óánægja mun innan kjördæmisins,
- einsog reyndar víðar -, með
frammistöðu ráðherrans. Þykir
hann m.a. ekki sýna kjördæmi sínu
neina ræktarsemi. Nú um helgina
verður enn kosið milli tólf efstu
manna í fyrstu umferð og valdir sex
sem svo verður raðað niður í efstu
sætin í þriðju og síðustu umferð.
Niðurstaðan þá verður bindandi.
Velta menn nú fyrir sér hvort smöl-
un fyrir hönd ráðherrans geti orðið
til að bjarga andliti hans eða hvort
hætta sé á að hann detti hreinlega
út af þingi....
Áfram Framsókn: Kjördæm-
/ J isþing Framsóknarflokksins í
S* Norðurlandskjördæmi vestra
var haldinn fyrir skemmstu. Var
jafnvel búist við að þar yrði stáða
Páls Péturssonar á Höllustöðum og
þingflokksformanns nokkuð erfið
vegna Blöndumálsins. Annað kom
þó á daginn og fékk Páll að mestu
að vera í friði. Þarna var ákveðið
að láta ekki fara fram prófkjör í
kjördæminu, heldur mun uppstill-
ingarnefnd annast röðun manna á
lista, og mun sú niðurstaða ekki síst
vera sigur Páls á Höllustoðum....
w* 1 Vaxandi ókyrrð er innan Söl-
/ J umiðstöðvar hraðfrystihús-
S anna vegna starfsemi dóttur-
fyrirtækisins Coldwater í Banda-
Fnstiiriamir nktrihnr
'elgar-
Nýju
vasamýndavélarnar frá
Cfliion
ekkí sambærilegar
við venjulegar vasamyndavélar
AFSMELLARI
HNAPPUR
LJOSMÆLISSTILLIR
SJONGLUGGI
INNBYGGT
LINSULOK
AUTO-FOCUSGLUGGI
INNBYGGT FLASH
LJOSMÆLIR GLUGGI
4RA GLERJA
35 MM CANON-LINSA
AUTO-FOCUS GLUGGI
Athugíð eftirfarandi eiginleika
Snappy-vasam y ndavélarinnar:
SnRPPV vasamyndavélarnar nota 35 mm filmu sem skilar ávallt skarp-
ari og skýrari Ijósmyndum, heldur en venjuleg vasamyndafilma.
vasamyndavélarnar eru meö sjálfvirka filmuþræðingu.
vasamyndavélar eru meö sjálfvirka filmufærslu áfram og aftur-
ábak.
vasamyndavélar eru með innbyggt sjálfvirkt flash.
1 vasamyndavélar eru einfaldar og handhægar en nákvæmar.
vasamyndavélarnar sjá um allar stillingar fyrir þig svo aö þú
náir rétta augnablikinu áður en þaö er orðiö um seinan.
Lítiö inn hjá okkur og skoðið Snappy-vélarnar, þá sannfærist þið
um að Snappy er vélin fyrir ykkur.
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI.
tyli
Sérverzlun með Ijósmyndavórur.
Austurslræti 7.
Síniar: 1096fi, 26499
Póstsendum
UTSOLUSTAÐIR:
Filmuhúsið, Akureyri,
Fókus, Reykjavík,
Ljósmyndaþjónusta Mats,
Reykjavík,
Týli, Reykjavík,
Verslun Einars Guðfinnssonar,
Bolungarvík,
Verslunin Eyjabær,
Vestmannaeyjum.
ríkjunum. Á sama tíma sem dótt-
urfyrirtæki SÍS, Iceland -Seafood
hefur verið í uppgangi og aukið
markaðshlutdeild sína hafa erf-
iðleikarnir steðjað æ meir að Cold-
water og þykir mörgum sem þar sé
reksturinn farinn að slappast mik-
ið. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for-
stjóri SH sagði upp stöðu sinni hjá
Sölumiðstöðinni m.a. vegna óá-
nægju með afstöðu stjórnar SH til
rekstrarins í Bandaríkjunum, þar
sem hann taldi þurfa að gera á-
kveðnar breytingar. Stjóminni tókst
að fá hann til að draga uppsögn sína
til baka. En talið er að senn dragi til
tíðinda hjá Coldwater og þær radd-
ir gerast æ háværari sem telja nauð-
synlegt að skipta um menn á
toppnum. Þar hefur ríkt um
langt skeið Þorstcinn Gíslason og
hafa menn m.a. fundið að því hve
reksturinn undir hans stjórn hefur
fengið æ meiri svip af fjölskyldufyr-
irtæki....
fTl Farið er að styttast í að Davíð
J Ólafsson seðlabankastjóri
S verði að láta af störfum fyrir
aldurs sakir. Eru menn þegar farnir
að velta því fyrir sér liver muni
koma í hans stað, enda um feitt
embætti að ræða. Sagt er að Matt-
hías A. Mathiesen fyrrverandi fjár-
málaráðherra hafi áhuga á
stöðunni, og þyki tími til kominn
að fara að draga sig í hlé frá stjórn-
málavafstrinu, enda er Matthías nú
búinn að sitja á þingi í um þrjátíu
Búist er við hörðum átökum í
/ i komandi prófkjörum flokk-
anna vegna alþingiskosning-
anna, en sennilega verður slagur-
inn þó hvergi hatrammari en hjá
Sjálfstæðismönnum í Norðurlands-
kjördæmi vestra. Litlir kærleikar
munu milli stjórnarsinna og stjórn-
arandstæðinga innan Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu og líklega
hvergi eins skörp skil. TaliðvaTað
Pálmi Jónsson ætti nokkurn veginn
sigur vísan í slagnum, en fylgi hans
mun þó fara þverrandi og eins hafa
stjórnarandstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu unnið mjög
ötullega gegn Pálma um alllangt
skeið. Telja margir að Eyjólfur
Konráð Jónsson eigi nú öllu meira
fylgi í kjördæminu en Pálmi.
Vegna þess hve sjálfstæðismenn í
kjördæminu skiptast glögglega í
fylkingar kann þó svo að fara að
hvorugur þeirra Pálma og Eykons
hreppi efsta sætið í prófkjörinu.
þar sem þeir munu varla fá atkvæði
frá öndverðum fylkingum. Kynni
því svo að fara að Jón Asbjörnsson
á Sauðárkróki sem mun hafa hug á
þingmennsku yrði efstur í próf-
kjörinu og Pálmi og Eykon sætu
eftir með sárt ennið...
r'1 Önnur staða er hjá sjálfstæð-
/ ý ismönnum á vesturlandi en í
S Norðurlandskjördæmi vestra.
Þar sitja menn að mestu á friðar-
stóli og er talið víst að Friðjón
Þórðarson muni hljóta yfirburða-
fylgi verði efnt til {jrófkjörs. Vænt-
anlega yrði baráttan harðari um
annað sætið á lista flokksins milli
Akurnesinganna Jósefs H. Þorg-
eirssonar og Valdimars Indriða-
sonar og telja margir að Valdimar
standi nú betur að vígi í þeirri bar-
áttu en hann er sagður vera meira
„Gunnarsmegin" í flokknum...
Eitthvað hefur nýútkomin
Z' J hljómplata fanganna á Litla
Hrauni, Rimlarokk vafist
fyrir starfsmönnum útvarps. Var
vakið máls á því óformlega á fundi
útvarpsráðs í vikunni hvort eðlilegt
og rétt væri að ríkisútvarpið styddi
það að dæmdir sakamenn yrðu
poppstjörnur með því að spila plöt-
una í dagskránni. Útvarpsráð mun
hafa talið af og frá að þessi plata
fengi ekki sams konar meðferð og
aðrar plötur í hljóðvarpi. og fer því
„spilun" rimlarokks eftir gæðum
og vinsældum eins og gildir fyrir
hljómplötur almennt...