Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 17. desember 1982 jpifisturinn. Sveitaforlög „Að þjóna norð- lenskum höfund- umM - segir Björn Eiríksson í Skjaldborg. „Það var ríkjandi stel'na hjá okk- ur að þjóna norðlenskum höfund- um, sem við höfum og gert, en við erum farnir að leita víðar eftir efni til útgáfu“, segir Björn Eiríksson útgáfustjóri Skjaldborgar á Akur- eyri um stefnu forlagsins. Skjalclborg var stofnuð árið 1967 af Svavari Ottesen, en Björn tók við stjórninni árið 1975. Utgáfunni hefur töluvert vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og frá árinu 1979 hefur titlum fjölgað úr sjö í tuttugu og fjóra í ár. Og aila jafna eru endurminn- ingabækur af ýmsu tagi um helm- ingur útgáfunnar. Af tuttugu og fjórum titlum, eru nítján eftir íslenska höfunda. Þar má nefna hið sérstæða endurminn- ingasafn „Aldnir hafa orðið“, sem Erlingur Davíðsson hefur tekið saman, en ellefta bindi þess kemur út á þessu hausti. Nýr höfundur, Vigfús Björnsson, kveður sér hljóðs með bók fyrir fullorðna, „Skógarkofann". Vigfús þessi hafði áður skrifað barnabækur undir nafninu Gestur Hansson. ’Einar Kristjánsson frá Hermund- arfelli heldur áfram með ævi- minningar sínar og heitir nýja bók- in „Dagar mínir og annarra". Þá hefur göngu sína ný ritröð eftir Eið Guðmundsson á Þúfnavöllum og heitir fyrsta bókin „Mannfellirinn mikli“. Segir þar frá Móðuharðind- unum. Á meðal þýddu bókanna er „Frá konu til konu“ eftir Lucienne Lan- son, sem er frægur kvensjúkdóma- læknir í Bandaríkjunum. Skjaldborg er með dreifingar- miðstöð í Reykjavík að Ármúla 38. Að sögn Björns hefur samkeppnin við stóru útgáfufyrir- tækin í Reykjavík gengið prýði- lega. „Við erum nokkuð sér á báti og höfum ekkert af þeim að segja.“ Hörpu- útgáfan er borg- firsk útgáfa Bragi Þórðarson segir frá. „Útgáfan hefur á seinni árum þróast upp í að verða borgfirsk út- gáfa, eftir að við fórum að gefa út ritsafn Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirska blöndu. Við höfum hug á að gefa út borgfirskt efni og gerum það“. Þannig mæltist Braga Þórðar- syni, sem ásamt eiginkonu sinni Elínu Þorvaldsdóttur, rekur Hörpuútgáfuna á Akranesi. Hörpuútgáfan var stofnuð árið 1960, en þrem árum áður hafði Bragi gefið út skátabók í nafni Akrafjallsútgáfunnar. Auk borgfirsks efnis, gefur fyrir- tækið út margvíslegan þjóðlegan fróðleik annan, eins og ritsöfnin „Því gleymi ég aldrei“ og „ís- lenskar ljósmæður“. Ennfremur eru spennu- og ástarsögur stór þáttur í útgáfunni. Titlarnir í ár verða 11 og kennir þar margra grasa. Hallgrímur Jóns- son hefur skrifað sögu Ljárskóga í Dölum, sögu bæjarins og fólksins og er frásögnin krydduð með þjóð- sögum. „Glampar í fjarska á gullin þil“ heitir bók eftir Þorstein Guð- mundsson á Skálpastöðum. Áfram er haldið með útgáfu stríðsbóka norska rithöfundarins Asbjörn Öksendal. Heitir sú nýj- asta „Föðurlandsvinir á flótta". Éftir Duncan Kyle kemur út bókin „Hættuför á Norðurslóð", þar sem m.a. er höfð viðkoma á ís- landi. Hörpuútgáfan flutti í nýtt húsnæði í sumar að Stekkjarholti 8-10, þar sem m.a. er rekin bóka- verslun. Reykvíkingar eru ekki einir um að gefa út bækur. Úti á landi eru starfandi nokkur gamalgróin forlög, sem láta mikið til sín taka á hverju ári. Við kynnum þrjú þeirra hér á eftir; Skjald- borg, Bókaforlag Odds Björnssonar og Hörpuútgáfuna. Að finna réttu bókina - seglr Geir S. Björnsson Bókaforlagi Odds Björnssonar. „Kúnstin er að finna bókina sem selst“. Það er skoðun Geirs S. Björns- sonar útgáfustjóra Bókaforlags Odds Björnssonar á Akureyri. Norðanmönnum hefur greinilega gengið vel í þeirri kúnst, því að for- lagið er nú komið á níræðisald- urinn. Oddur Björnsson prentmeistari stofnaði fyrirtækið í Kaupmanna- höfn árið 1897 og hóf starfsemina með útgáfu bókaflokksins „Bóka- safn alþýðunnar", sem var bylting í íslenskri bókagerð á sínum tíma. Vandaðar bækur og ódýrar, enda var líka útgáfu þeirra hætt árið 1904. Þær báru sig ekki. Ekki vill Geir kannast við, að einhver sérstök stefna sé ríkjandi í útgáfunni, en þó er óvenjulegt, að í ár kemur engin íslensk skáldsaga frá forlaginu. Titlarnir að þessu sinni eru um tíu. Gunnar Bjarna- son sendir frá sér fjórða bindi af ættbók og sögu íslenska hestsins. Gísli Högnason frá Læk í Flóa hef- ur skrifað sagnaþætti mjólkurbíl- stjóra á Suðurlandi frá 1930 og þar til að tankbílarnir tóku við. Nafn bókarinnar er „Ysjur og austræna". Bömin fá tvær svokallaðar „lyftir spjaldabækur" um hundinn Depii. í bókum þessum eru spurningar fyrir börnin og svörin fást með því að lyfta upp flipa á hægri síðum. Spennuunnendur bíða í ofvæni eftir Manninum frá Sankti Péturs- borg eftir Ken Follet. Svo er að sjá hvernig kúnstin leikur þá í þetta sinn. Fæst í snyrtivöruverslunum 1&lQ)Bi4bffl§3]i8W Laugaveg 178 — P.O. Box 338 — 105 Reykjavlk — Iceland

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.