Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 23
23 ~$3£)sturinn_ Föstudagur 17. desember 1982 sögur og er ein þeirra töluvert lengri en hinar. í öllum sögunum er beitt sams- konar frásagnaraðferð. Sögurnar eru sagðar í fyrstu persónu og eru að formi til upprifjun sögumanna á atburðum sem gerst hafa í þeirra lífi. Persónurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa lent í óhugnanlegri lífsreynslu og tvær þeirra enda í hreinni blindgötu. Fyrsta sagan greinir frá fé- lögum sem stunda saman veiðar á trillu frá þorpi á Austfjörðum. Félagi sögumanns er alkóhólisti sem hefur losað sig undan brenni- víninu fyrir nokkru Sög- umaður greinir nokkuð frá sögu þessa félaga síns og er hún nokk- uð dæmigerð fyrir mann sem smám saman ánetjast áfenginu þar til komið er í hreinar ógöngur en honum tekst að komast yfir hvers vegna bóndi úr Mývatns- sveit brá búi og gerðist forstöðu- maður utanríkisverslunar sveit- unga sinna. Af frásögn hans virðist hann hafa verið óánægður með að búa á leigujörð. Hann var áhugasamur um umbætur, en landsdrottinn hans, séra Bene- dikt Kristjánsson í Múla, lét sér fátt um finnast. Segir Jakob, að hann hafi ekki viljað selja sér jörðina. Virðist því Jakob hafa haft bolmagn til þess að kaupa jörðina eins og Þorsteinn Thorar- ensen fullyrðir (Gróandi þjóðlíf, bls 360). En lá ekki beinna við fyrir mann, sem stundað hafði búskap frá barnæsku að reyna að festa kaup á annarri jörð, en hefja kaupskap og standa í félags- stofnun? Þetta fæst ekki skýrt. Að vísu kemur mjög vel fram hjá Jakobi trú hans á félagsskap og áhugi á margskonar samtökum. Grein Jakobs „Eitt orð um við- skipti“ sem birtist í Ófegi 1892 og er prentuð hér, er svargrein við nokkrum greinum í tímaritinu. Jakob vitnar í greinarhöfunda með númerum, t.d. höfundur nr. 1 og höfundur nr. 8, en ekki er þess getið hvaða menn þetta voru. Rýrir það gildi svargreinar Jakobs. Einn þessara höfunda virðist hafa álitið kaupfélag eins- konar trúfélag, þar sem menn störfuðu saman af fullkominni óeigingirni án þess að vera knúðir af sérstakri ábatavon. Jakob segir hins vegar: „...eiginhagsum- hyggja einstaklinganna er megin- strengur samkeppninnar, og um leið er þetta grundvöllur sá, er bæði kaupmennska og kaupfé- lagsskapur er byggður á, en alls ekki ríkjandi kærleiki, er viðhaldi félagslegri samvinnu hvað sem á bjátar.“ Þessi orð og fleiri benda til þess að Jakob hafi ekki verið einfaldur sveitamaður, sem fórn- aði sér fyrir félagshugsjónina, eins og stundum er látið í veðri vaka, heldur hagsýnn kaupsýsl- umaður á 19. aldar vísu. Hið merka brautryðjendastarf Jakobs Hálfdánarsonar er óum- deilt og kjarkur hans og dugn- aður, þegar erfiðleikar dundu yfir hið unga kaupfélag, með fá- dæmum. Ekki dylst heldur, að hann var bæði hjartahreinn og heiðarlegur í öllum mannlegum skiptum. Hánn hefði átt fyllilega skilið, að ævisaga hans væri þann- ig úr garði gerð, að ekki þyrfti að leita til annarra rita til þess að fá heildarmynd af framtaki hans og lífsferli. Ekki verður sakast við Jakob sjálfan, því að ekkert bendir til þess að hann hafi ætlast til að æviágrip hans væri prentað óbreytt. Birgir Engil- ; berts - „Stíll ! sagnanna er vandaður og gott samræmi milli hans og efnisins", segir Gunnlaugur Ástgeirsson í . umsögn sinni um Andvöku- skýrslurnar._________________ það í bili að minnsta kosti. í róðri verða þeir fyrir því láni eða óláni að rekast á trossu af spírabrúsum á reki. Félaginn ætlar sér heldur betur að búa til peninga úr þessu og drífur sig til Reykjavíkur með fenginn en stenst ekki freisting- una og drekkur sig í hel. í annarri sögunni og þeirri lengstu er sögumaður stúlka sem verður ólétt eftir strák sem hún hittir eina kvöldstund. Þrátt fyrir óvilja hennar giftast þau á end- anum vegna þrálátrar ásóknar hans til hennar. Þau fara að búa en fljótlega kemur í ljós að samband þeirra er byggt á sandi. En hann sem er ríkur pabba- drengur, telur sig eiga hana eins og hvern annan húshlut og fyllist brjálæðislegri afbryðisemi og reynir að einangra hana algerlega frá umhverfinu. Þannig leiðir eitt af öðru og þau verða bæði hálf sturluð, hún vegna einangrunar- innar og hann vegna afbrýðisemi og eignarhugmyndarinnar. Sam- bandið milli þeirra og líf konunn- ar verður að hreinu helvíti sem hún gerir vægast sagt örvæntingarfullar tilraunir til að brjótast út úr. Það tekst henni að lokum en er þá svo skemmd á sál og líkama að hún á sér vart viðreisnar von. En hann getur hafið nýtt líf eins og ekkert hafi í skorist. Báðar þessar sögur eru kyngi- magnaðar. Það er einhver djöfull innra með persónunum sem drífur þær áfram og leiðir tortím- ingu yfir þær. Hér eru innri eyðingaröfl á fullu. Stíll sagnanna er vandaður og gott samræmi milli hans og efnisins. Höfundi tekst að leiða okkur frá tiltölu- lega venjulegum aðstæðum yfir í heim ógnar og myrkurs. Spennan og óhugnaðurinn er stigvaxandi og nær föstum tökum á lesandan- um. Lífssýn höfundar í þessum sögum er svört og engin von um að neitt sé að skána. Þriðja sagan er nokkuð annars eðlis. Þar segir frá rnanni sem lent hefur í bílslysi og fallið í dá um tíma og í því dái hefur hann orðið fyrir óvenjulegri reynslu, dulinni reynslu eins og það heitir, farið í ferðalag til annars heims. Það sem hann sér og heyrir minnir um margt á hugmyndir spíritista um hvað tekur við fyrir handan og má vel skilja söguna sem eins- konar skopstælingu á frásögnum þeirra að handan. Það er þó ekki rétt nema að nokkru leyti, því yfir frásögninni er svipaður óhugn- aður og í hinum og varla annað að skilja en að það sem við taki fyrir handan sé síst skárra en það sem jarðlífið býður uppá. Sögur Birgis Engilberts eru ntjög vel unnar og óvenjulegar. Þær miðla dökkri lífssýn sem þessir síðustu og verstu tímar gefa vissulega tilefni til kjósi menn að líta á tilveruna þeim augum. G.Ást. Besti vinur blomanna Meðal upplýsinga um hverja plöntu: OBirta Vatn ' o Roki y Mold Bókin 350 stofublóm er traustur vinur blómanna og ómissandi uppsldttarriþ blómaeigenda. Hún hjálpar þeim að til hlítar einkenni, rœktun og umhý^. algengustu blóma sem hag^Ajprö heimahúsum. ^amydflegum litmyndum, sem auðvelda jp|ú do greina tegundir blómanna, eru í «5dnni nákvœmar upplýsingar um hverja plöntu og í almennum leiðbeiningum um blómarœkt er víða komið við. M.a. er íjallað um hvernig koma má íyrir blómum í gluggum, kerjum og blómaskálum, rœktun í ílöskum, vatnsrœkt, gróðurvinjar á skriístofum o.s.frv. Góð bók fýrir sanna blómavini ImI Mél og menning

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.