Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 21
pðsturinru Föstudagur 17. desember 1982 21 Nýjar bækur Heitur snjór - ný skáldsaga eftir Viktor Arnar Ingólfsson Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hef- ur sent frá sér skáldsöguna „Heitur snjór“ eftir Viktor Arnar Ingólfsson og er það önnur skáldsaga höfundarins. Saga Viktors Arnar er samtímasaga og gerist að mestu í Reykjavík, þótt sögu- sviðið sé reyndar einnig í útlöndum. I bókinni fæst Viktor Arnar við mál sem segja má að brenni heitt á mörgum um þessar mundir - eitur- lyfjavandamálið, en heitur snjór er einmitt það fíkniefni kallað sem nú stendur mest ógn af, þ.e. heróínið. Saga Viktors Arnar fjallar unt ósköp venjuleg ungmenni í Reykjavík nútímans - ungmenni frá venjulegum heimilum sem búa einnig við aðstæður sem eru síst verri en gengur pg gerist. Hún fjallar einnig um mennina á bak við tjöldin sem telja að tilgangurinn helgi meðalið þegar þeir afla sér auðs og hika ekki við að stíga yfir hvern sem er á leið sinni. Bókin fjallar á átakan- legan hátt um hvernig ungmennin vill- ast inn í hulduheim fíkniefnanna, meira af tilvilj un en ásetningi og hvernig fíkni- efnin ná tökum smátt og smátt, uns þau stjórna algjörlega viljanum til athafna og orða. Eftir lestur bókarinnar mun sú magnþrunga spurning myndast hvort þvílíkt gerist í raun í Reykjavík - hvort slík „dýragarðsbörn" séu til í raunveru- leikanum. Svarið er til. Það þarf ekki annað en fylgjast með blaðafréttum til þess að vita að allt sem gerist í þess- ari skáldsögu gæti verið raunvcruleiki’ „Heitur snjór“ er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnar- felli hf. Kápuhönnun önnuðust Karl Óskarsson og Fanney Valgarðsdóttir. Þriðja bindi bókaflokksins Landið þitt Island er komið út. Það nær yflr bókstaflna L—R. Fyrsta uppsláttarorðið er Lagarfljót, þar sem ormurinn mikli er sagður bundin við fljótsbotninn og skata ráði ríkjum undir Lagarfossi. Síðasta uppsláttarorðið er Rútsstaða—Suðurkot, en þarfæddist Ásgnmur Jónsson listmálari. I þriðja bindi er sérstakur Reykjavíkurkafli eftir Pál Lindal, sem talinn er fróðastur núlifandi manna um sögu borgarinnar. Reykjavíkurkafli Páls er byggður upp í stafrófsröð og er svo sérstæður að fullyrða má að höfuðborginni hafa aldrei áður verið gerð slik skil. Landið þitt Island, bækur i algerum sérflokki, sem opna nýja og víðari sýn til sögu og sérkenna lands og þjóðar og farnar eru að vekja eftirtekt langt út fyrir landssteinana. SAGA OG SÉRKENNI ÞÚSUNDA STAÐA BÆJA, KAUPTÚNA, HÉRAÐA OG LANDSHLUTA ÁSAMT HUNDRUDUM LITMYNDA. ÖRN &ÖRLYCUR Síóumúla 11, simi 84866 Sparisjóður Eyrarsveitar hefur sameinast Búnaðarbankanum BÚNAÐARBANKINN CRlllVDARFIRÐI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.