Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 19
r________ irinn Föstudagur 17. desember 1982 19 Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Bókin „Eyjar gegnum aldirnar" sem er í stóru broti og mikið myndskreytt skiptist í marga aðal- kafla og má nefna kafla um myndun Vestmannaeyja, um upphaf byggðar í Eyjum og um íbúa Vest- mannaeyja. Þá eru í bókinni viðamiklir kaflar er nefnast: „Úr gömlum annálum og nýjum“ og „Slysfarir og hrakningar Vest- mannaeyjabáta." Þá eru kaflar m.a. um sögu vatnsveitunnar, um björgunarmál Eyjamanna, sam- göngumál og þróun þeirra og um eldgosið í Heimaey 1973. Þá er fjallað um alla alþingismenn Vest- mannaeyja frá upphafi, um sjúkra- hús og lækna í Vestmannaeyjum, presta og sýslumenn og bæjarfó- geta. Sem fyrr greinir er bókin mikið myndskreytt. Eru myndirnar nær hálft þriðja hundrað talsins og margar þeirra gamlar og fágætar. Einnig eru fjölmargar myndir úr bátamyndasafni Jóns Björnssonar. „Eyjar gegnum aldirnar“ er sett, umbrotin, filmuunnin, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Hólum hf. Bókarhönnun annaðist Steinar J. Lúðvíksson en kápuhönnun Sig- urþór Jakobsson. Á kápu er gömul mynd frá Vestmannaeyjum eftir C.W. Ludwig. og hann lést 10. júlí 1924. Hann nam bókband í Reykjavík og Kaupmanna- höfn og veitti um skeið forstöðu bók- bandsstofu ísafoldar. 1895-1902 stund- aði hann málaranám við listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann varð kenn- ari við Iðnskólann í Reykjavík og skóla- stjóri þar 1916-1923. Um aldamótin hélt Þórarinn fyrstur íslenskra málara sýningu hérlendis og hann mun einnig fyrstur mann hafa verslað hér með listmálaravörur. Eftir hann liggja fjölmargar landslagsmynd- ir, sem hans mun lengst verða minnst fyrir. Torfi Jónsson sá um tilhögun bókar- innar, setning Prentstofan Blik hf., lit- greining, umbrot og prentun Prent- smiðjan Grafík hf., bókband Bókfell hf. Bókin er 80 síður. Mál og menning Hjá MÁLI OG MENNINGU er komin út bókin Seld norðurljós eftir Björn Th. Björnsson, listfræðing. í bókinni eru viðtöl Björns Th. Björns- sonar við fjórtán fornvini Einars Bene- diktssonar, skálds, sem tekin voru haustið 1964, en 31. október það ár var hundrað ára afmæli skáldsins. Úr þess- um viðtölum voru teknar stuttar glefsur sem Björn Th. Björnsson skeytti inn í afmælisdagskrá þá sem honum hafði verið falið að gera, en segulbandsspólur af upphaflegu samtölunum voru inn- siglaðar og varðveittar af Ríkisútvarp- inu að beiðni Björns. Sextán árum síðar var hluti af þessum samtölum fluttur í útvarpinu og vöktu þau mikla eftirtekt. Um efni bókarinnar segir m.a. á kápu: „Því fer fjarri að ævi Einars Ben- ediktssonar hafi verið gerð tæmandi skil í ritum um skáldið. Hvað um um- svifatímana miklu í Lundúnum? Hvað um búsetuna í Kaupmannahöfn? Hvað um Títan? Hvað um glæsitírnann á Héðinshöfða og Þrúðvangi eða um auðnuleysi hans árin næst fyrir 1930? Hvað um suðurferðina til Túnis, eða þá unt ævikvöldið í dimmum hraunum Herdísarvíkur? Björn Th. Björnsson hefur leitast við að fylla í þessar eyður með því að leita uppi og ræða við fornvini Einars, fólk sem var nærri honum á hverju þessu æviskeiði. Um leið hefur hann bjargað dýrmætum fróðleik frá glötun. Nú, átj- án árurn eftir að viðtölin eru tekin, eru allir viðmælendur hans látnir, að einum undanskildum." Heiti bókarinnar, Seld norðurljós, telur til hinnar snjöllu og alkunnu þjóð- sögu um Einar Benediktsson. skáld, sem værislíkur töframaður að hanngæti jafnvel höndlað með gneistaflug him- insins. Seld norðurljós er 248 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prent- smiðjunni Odda. I bókinni er fjöldi mynda sem tengjast Einari og hafa margar hverjar aldrei áður birst á bók. Steingrímur Jónsson cand. mag. safn- aði myndunum í bókina og samdi skýr- ingar með hverri mynd. SOPHIA klassísk feguröjiýtt ilmvatn frá DALFELL HEILDVESIJJN IJUKÍAVEGI116 SÍMI 23099 Bjallan Nýlega er komin út hjá bóka- útgáfunni BJÖLLUNNI mjög athyglisverð barnabók, TÓTA OG TÁIN Á PABBA eftir Guð- berg Bergsson rithöfund. Þetta er fyrsta barnabókin sem Guðbergur skrifar og hann myndskreytir jafn- framt bókina. Hið sígilda ævintýri er jafnan á mörkum þess að vera raunveru- leiki og draumar. Bestu ævintýrin eru bæði fyrir börn og fullorðna. TÓTA OG TÁIN Á PABBA er ósvikið ævintýri. Það er dularfullt, táknrænt og kitlandi, en í senn ein- falt og glettið eins og lækur ómeng- aðs skáldskapar. Forsíðan er af málverki eftir René Magritte. PrentstofaG. Ben- ediktssonar sá um setningu og prentun. Bókfell annaðist bók- band. Nýlega er komin út hjá bókaút- gáfunni Bjöllunni 6. bókin í landa- bókaflokk Bjöllunnar BANDA- RÍKI Norður Ameríku, eftir John Bear í þýðingu Helgu Guðmunds- dóttur. Áður eru út komnar STÓRA BRETLAND, SPÁNN, FRAKKLAND og HOLLAND. Bækur þessar eru auðveldar í notkun fyrir börn og fullorðna. Lesefni er skipt niður í stutta kafla og ítarleg efnisorðaskrá auðveldar lesendum leit að einstökum atr- iðum. Fjöldi ljósmynda, korta, teikninga og línurita eru í bókinni. Prentstofa G. Benediktssonarsá um setningu, umbrot og filmu- vinnu. Bókin er prentuð í Bret- landi. Helgafell Bókaútgáfan Helgafell hefur gefið út bók um Þórarin B. Þorláksson listmál- ara. Bókin er með svipuðu sniði og fyrri listaverkabækur forlagsins. I bókinni um Þórarin eru birtar myndir af málverkum hans og teikning- um. Dóttir hans, Guðrún Þórarinsdótt- ir ritar persónulega og fræðandi grein um föður sinn og Valtýr Pétursson lista- maður og gagnrýnandi skrifar um lista- manninn Þórarin og verk hans. Þórarinn B. Þorláksson fæddist á Undirfelli í Vatnsdal 14. febrúar 1986 Metsölubókin, sem náð hefur miklum vinsældum í mörgum löndum Skjaldboigar Gissur Ó. Erlingsson islenskaði, en Brynleifur H. Steingrímsson, lækn- ir á Selfossi, las yfir handrit og ritar formála. Int i KsQNU eftir LUCIENNE LANSON M.D., F.A.C.O.G. BÓKAÚTGÁFAN SKJALDBORG Hafnarstræti 67, Akureyri Sími 24024 REYKJAVÍK Ármúla 38, 2. hæð Sími31599 Meðal hinna fjölmörgu atriða sem svaraðer í þessari bók má nefna: • Er nokkuð hægt að gera við fyrirtíðastreitu? • Er brottnám legs alltaf nauðsynlegt I sambandi við að- gerð við leghálskrabba á byrjunarstigi? • Er hugsanlegt að kona verði þunguð ef hún hefur barn á brjósti og hefur ekki haft á klæðum? • Geta getnaðarvarnapillur valdið blóösega og hjarta- áföllum? • Er nokkurt samband á milli getnaðarvarnalyfja og krabbameins? • Hvaða þættir ráða lífslíkum við brjóstakrabba? • Hversu öruggar eru getnaðarvarnir þinar? (Pillur? Lykkja? Hetta? Ófrjósemistímabil? o.s.frv.) Þessi bók nýtur sivaxandi vinsælda i mörgum löndum siðan hún kom fyrst út i Bandarikjunum árið 1975. - Bókin sviptir hinum uggvænlega dularhjúp af öllu þvi sem kvenlækningar varðar. - Margar skýringarmyndir eru í bókinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.