Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 3
He/< <ar e^fi irinn Föstudagur 21. janúar 1983 Helgai--------------- posturinn Blað um þjóömál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, - Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríð- ur Halldórsdóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ást- geirsson, Jón Viðar Jónsson, Sigurður Svavarsson (bók- menntir&leiklist),ÁmiBjömsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Guð- bergur Bergsson (myndlist), Gunnlaugur Sigfússon (popptón- list), Vemharður Linnet (jazz). Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guðjón Amgríms- son, Guðlaugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Amlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir. Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverð kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla38. Símar 81866 og 81741. Prentun: Blaðaprent hf. Stjórnarskrárdrögin Helgarpósturinn var rétt mátu- lega byrjaður á kynningu stjórnar- skrármálsins í síoustu viku, þegar stjórnarskrárnefnd gerði myndar- legt átak í því efni með það f'yrir augum að fá umræðu í þjóðfé- kaginu um einstök atriði og nýmæli í tillögum stjórnarskrárnefndar. Um sama leyti tók formannafundur flokkanna um kjördæmamálið sig til, féll frá ö II u ui hugmyndum um uppálöppun gamla kerfisins og hef- ur nú nokkurn veginn komið sér saman um nýjan grunn við út- reikning á úthlutun þingsæta, sem á að leiða til aukins jafnvægis niilli dreifbýlis og þéttbýlis. Að þessari reikniformúlu er nánar vikið í Inn- lendri yfírsýn Helgarpóstsins í dag. I hugmyndum formannanna er að vísu gert ráð fyrir fjölgun þing- manna um þrjá, og þótt áreiðan- lega séu flestir landsmenn inn á óbreyttri þingmannatölu, er þriggja þingmanna aukning tæpast svo stór biti í hálsi að íslenska þjóðin fái ekki kyngt honum. Helgarpósturinn vill hins vegar ekki láta sitt eftir liggja í að gera athugasemdir við þær tillögur stjórnarskrárnefndar, sem nú liggja fyrir og nefndin hefur sjálf auglýst eftir. Taka verður þó fram, að þetta eru aðeins fyrstu fyrirvar- arnir sem settir eru fram gegn stjórnarskrártillögunum eftir • skjótan yfirlestur. En almennt tal- að um stjórnarskrártillögurnar verður ekki annað séð en stjórnar- skrárnefnd hafí unnið verk sitt samviskusamlega og mörg nýmælin og endurbæturnar sem nefndin set- ur fram við núgildandi stjórnar- skrá eru áreiðanlega til mikilla bóta. Tillögurnar eru þó varla bylting- arkenndar og til eru þeir innan nefndarinnar sem segjast hafa vilj- að fá fram róttækari breytingar og þá einkum í þá veru að fá fram meiri aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds, undir það er hægt að taka. Sitthvað í kaflanum er lýtur að stöðu og störfum Alþingis er í þessum anda, en þó má sjá þess merki að alþingismenn hafí átt sæti í nefndinni og ekki viljað sleppa sumu af því er þeir hafa nú. í ágæt- um kafla stjórnarskrárdraganna um dómstólana er kveðið á um að ekki megi fela dómurum „föst um- boðsstörf nema með lögum", það vill segja föst aukastörf. Fyllilega eðlilegt væri að hafa samsvarandi ákvæði um störf alþingismanna, ef mönnum er á annað borð alvara í því að vilja auka aðskilnað löggjaf- arvalds og framkvæmdavalds. Taka verður midir það með Þór- arni Þórarinssyni, einum nefndar- manna, að stjórnarskráin sé aðeins rammi, sem löggjafarvaldinu beri að fylla út í, almenn grundvallar- atriði, sem beri að fara eftir. Þess vegna er til að mynda ástæðulaust að binda í stjórnarskránni ákvæði um eignarrétt á landi utan heima- landa, eins og Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag vilja. Þó að Helgar- pósturinn sé efnislega sammála þessum sértillögum flokkanna, tel- ur hann eðlilegra að kveðið sé nán- ar á um þessi atriði í sérstökum lögum, sem fari eftir pólitískum vilja löggjafarvaldsins hverju sinni. Svipað er að segja um sértillögur Alþýðubandalagsins um að ísland sé friðlýst land og stuðning við af- vopnun. Svo og er ástæðulaust að binda í stjórnarskránni að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja. Hér ættu að nægja almenn ákvæði um trúfrelsi, og þá nánar kveðið á um það af hálfu löggjafarvaldsins með lögum að einhver tiltekin kirkjudeild sé þjóð- kirkja, ef það stangast þá ekki á við trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinn- ar. Mannréttindakafli stjórnar- skrárdraganna er merkilegt ný- mæli, svo og I. greinin þess efnis að lýðræði, þingræði og jafnrétti séu grundvallaratriði stjórnskipunar landsins. I 63. grein mannrcttinda- kaflans er kveðið á um að mann- réttinda skuli menn njóta án mann- greinarálits vegna kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernis, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags og hér mætti skjóta inn aldurs eða stöðu sinnar í öðru tilliti. Að Helgarpóst- urinn vill skjóta inn ákvæði um aldur er að gefnu tilefni, og lýtur að sérkennilegri þversögn í stjornar- skrárdrögunum að mati Helgar- póstsins. 11. grcin er jafnrétti talið eitt af grundvallaratriðum ís- lenskrar stjórnskipunar en í 4. grein, sem lýtur að embætti forseta lslands, lætur stjórnarskrárnefnd haldast óbreytt orðalag um að „Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Al- þingis." í Ekki verður betur séð en með því '• að binda í stjórnarskrá lágmarks- aldur varðandi kjörgengi til forseta sc verið að búa til annars flokks kjörgcngi til handa þcim scm yngri cru en 35 ára, og varla cr það í anda jafnréttishugmyndar 1. grein- arinnar. Scm sagt fyrstu athugasemdir við stjórnarskrárdrögin, þótt margt fleira megi tína til. Helgar- pósturinn óskar eftir stuðningi við þessi sjónarmið cða mótrökum. Er beðið eftir fýrverkeríi í Kvikmyndasafni íslands? Þótt mannskepnunni hafi reynst erfitt að læra af siðmenningunni að halda frið við sjálfa sig hafa fáir menn með fullu viti lagst svo lágt í tómhyggju að ef- ast um gildi hennar. Það hefur alltaf orðið ríkur þáttur í menningarlífi þjóða - eftir að þær hafa komist af frumskeiði - að grafast fyrir um fortíð sína, varðveita það í sögu sinni og menningu sem helst getur orðið til þess að styrkja sjálfsvitund þeirra og skila því áfram til kom- andi kynslóða. Meira að segja nasistar, sem voru því að sú þjóð sem glatar vitundinni um menningar- sögu sína glatar einnig vit- undinni um sjálfa sig í nú- tíðinni og áttunum til framtíðarinnar. Að því ó- gleymdu að saga hverrar þjóðar er jafnframt saga mannkynsins, jafnvel þótt smáþjóð eigi í hlut: Litlu ljósin lýsa nefniiega líka. X misskonar söfn, sem varðveita heimildir um menningarsögu. listaverk, handrit o.s.frv., eiga snaran þátt í að tryggja langlífi þjóðvitundar, þótt hrinqborbiö i dag skrifar Birgir Sigurðsson allra kvikinda menningarlausastir, voru svo taugaóstyrkir gagnvart menningunni að þeir reyndu að stela sem mest af listaverkum annarra þjóða og færa heim til sín. Og Neró, sem var svo miklu verri borgarstjóri en Davíð að hann lét kveikja í höfuðborg sinni, varð að hafa á því menningarlegt yfirskin: Hann ætlaði að yrkja ódauðleg ljóð um bruna Trójuborgar. Svona er nú menningin traust og djúpstæð í mannssálinni: Meiia að segja vondir menn verða að taka svo- lítið mark á henni. Mc Lenningarsaga íslend- inga er töturleg miðað við þá sem orðið hefur meðal sumra stórþjóða og ríkja (Grikkja, Rómverja, Kín- verja ofl.) en hún er okkur ekki minna virði fyrir það hvað varðar sjálfsvitund og menningarlega reisn, ekki dugi þau ein sér. ís- lendingar eru að vísu ekki bólgnir af söfnum en þeir eiga þó nokkur þar sem hægt er að hafa aógang að þjóðinni og sjálfum sér um leið. Yngst þessara safna er Kvikmyndasafn ís- lands. Lög um það voru samþykkt á Alþingi 1978, og þótti mörgum góð tíð- indi. Megintilgangur safnsins skyldi að safna ís- lenskum kvikmyndum og kvikmyndum um íslenskt efni og varðveita þær. í helgarblaði Þjóðviljans 15.-16. þessa mánaðar má fræðast um hvernig til hef- ur tekist. Þar er viðtal við Erlend Sveinsson for- stöðumann safnsins. Er- lendur er maður ekki stór- orður en þeim mun á- leitnari eru orð hans: „Við höfum ekki einu sinni fjár- magn til að bjarga gömlum filmum frá eyðileggingu, en fjöldi filma er á mörk- um þess að eyðileggjast vegna þess að um nítr- at-filmur er að ræða." Erlendur . upplýsir að senda verði þessaf filmur til sérstakra stofnana þar sem unnt er að taka af þeim kópíur á nútímafilm- ur, annars sé ekkert hægt að gera til þess að varðveita þær. Hann lýsir því hvernig nítratið leysist upp og segir: „En það ver- sta er að þessar filmur eru stórhættulegar. Pað má líkja þeim við púðurtunn- ur og sannarlega þyrftum við að losna við nokkrar slíkar „púðurtunnur" úr safninu. Eldhættan og sprengihættan a'f þessum filmum er óskaplega mikil. Ég get nefnt þér sem dæmi að í mars í fyrra sprakk hús kvikmyndasafns Mexíkó- borgar í loft upp. 5 manns létu lífið og 40 særðust. Það var einmitt deildin sem nitrat-filmurnar eru geymdar í, sem sprakk með þessum óskaplegu af- leiðingum". Ur l ndirritaður er þess full- viss að ef brotabrotabrot af þessari hættu væri í Landsbókasafni, Þjóð- skjalasafni, Listasafni (að ekki sé minnst á Árna- stofnun) yrði rekið upp slíkt hneykslunarvein að heyrast myndi um allt land og kannski víðar. For- stöðumenn þessara safna þyrftu ekki lengi að æpa áður en aukafjárveiting rynni til safna þeirra og all- ir gætu slakað á í sameigin- legu menningarbrosi. Svo skjótt yrði brugðist við að þeir í Kastljósi hefðu ekki einu sinni tíma til þess að búa til þátt um málið. Meira að segja eldvarnar- eftirlitið myndi hrökkva upp með andfælum og heimta að eitthvað yrði gert í málinu svo að það hefði svefnfrið. En þeir sem eiga að útdeila pen- ingum til menningarinnar, svo að hún verði sæl og bústin f mannlegum fögn- uði yfir því að hún skuli yfirleitt vera til meðal þjóðarinnar, hlusta ekki á forstöðumann Kvikmyndasafns íslands. Þótt hann upplýsi að sumir þeirra dýrgripa sem þetta yngsta safn í fjölskyldu safnanna á íslandi geymir, séu að eyðileggjast, og safnið geti þar á ofan sprungið í loft upp, skal það vera eins og yngsta barnið í ævintýrunum: Olnbogabarn. H, Luggun ævmtýrisins er sú að það endar vel. Veru- leikinn er hinsvegar oft án þeirrar huggunar. Ósín- gjarnir menningarmenn hafa af einskærum áhuga, launalausum dugnaði og á stundum ótrúlegri heppni, haft upp á filmum sem taldar voru glataðar og fært Kvikmyndasafninu svo að kvikmyndasaga ís- lendinga lenti ekki í glat- kistunni. Það er hrá- slagaleg umbun og sár ef þeir síðan mega horfa á þessar f'ilmur eyðileggjast einmitt á þeim stað þar sem þær áttu að varðveitast. Og ótrúlegt lánleysi er það að handhafar ríkis- og borgarvalds skuli vera svo fjarri menningu þjóðar- innar að þeir þumbist og tregist við að láta af hendi þá lítiifjörlegu fjárhæð sem þarf til þess að bjarga kvikmyndum safnsins frá eyðileggingu. Enda- punktur lánleysis þeirra yrði ef kvikmyndasafn ís- lendinga fyki upp í einu allsherjar fýrverkeríi eins og þeirra í Mexíkó, hverju guð forði. JT östudaginn 14. janúar hneykslaðist Þjóðviljinn á því með réttu að sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn hafi fellt tillögu Alþýðu- bandalagsins um 200.000 kr. fjárveitingu til þess að forða merkri kvikmynd frá eyðileggingu: Heimildar- mynd um Reykjavík sem Loftur Guðmundsson gerði 1940-42. Sýningar- eintakið er ónýtt og nega- tívið á sömu leið. Með röngu þegir Þjóðviljinn hinsvegar yfir því að ríkis- valdið ber mesta ábyrgð á safninu og kvikmyndum þess og ætti því án múðurs að leggja fram 200.000 krónur til að bjarga þessari Reykjavíkurmynd, enda er Reykjavík nú einu sinni í ríkinu hvað sem Davíð segir og gerir. Annað mál er það að Davíð og hans lið ætti að íhuga þann sóma sem þeim væri í að bjarga þessari stórmerku kvik- mynd, þótt ekki væri nema vegna Reykjavíkurborgar sem þeim sjálfstæðis- mönnum þykir svo vænt um. Það væri ólíkt ærlegra en sá auvirðilegi og stráks- legi baunabyssuleikur sem Davíð hefur undanfarið verið í við ríkisstjórnina um það hver á að borga hvað hér og þar. Á meðan Davíð íhugar málið ætti Þjóðviljinn að hressa upp á ærleika sjálfs sín og leggja út af viðtalinu sínu við Erlend Sveinsson fyrir menntamálaráðherra og fjármálaráðherra svo að þefr megi skilja hvar sómi þeirra liggur í þessu efni. Það væri heldur ekki úr vegi að eldvarnareftirlitið færi í morgungöngu til Kvikmyndasafnsins. Að öðrum kosti verður að ætla að allir þessir séu sam- einaðir í því að bíða eftir fýrverkeríinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.