Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 6
Föstudagur 21. janúar 1983 "^p^sturínn Vilmundur Gylfason heldur áfram að vera í fréttum. A stofnfundi Bandalags jafnaðarmanna um síðustu helgi var hann kjörinn formaður afþrjátíu ogfjögurra manna miðstjórn, og í vikunni lýsti hann þvíyfirað hann mundi veita ríkisstjórninni örlítið lengri lífdaga í fiskverðsmálinu með hlutleysi. Vilmundur Gylfason er í yfirheyrslu Helgarpóstsins í dag. Nafn: Vilmundur Gylfason Starf: a.lbingismaður Fæddur: ?• ágGst 1948 Heimili: Haðarstigur 2 Heimilishagir: kv/æntur Valgerði B jarnad6ttur, 2 börn Bifreið Datsun Áhugamál: b6klestur og skák Við gefumst ekki upp -Skýtur ekki skökku við að Vilmundur Gylfason, boðberi opinna starfshátta stjórnmálaflokka og valddreifingar skuli standa að stofnun nýs stjórnmálaflokks fyrir lokuðum dyrum? „Svona spurningu ætti ég nú frekar von á frá Aiþýðublaðinu en Helgarpóstinum. En látum það liggja milli hluta. Bandalag jafn- aðarmanna er stofnað af hópi áhugafólks utan um hugmyndafræði. Bandalag jafn- aðarmanna er ekki einn flokkurinn til. Það hefur ekki á stefnuskrá sinni að fjölga flokkum úr fjórum í fimm, og láta þar við sitja. Og það er þetta sem þessi þrönga flokksblaðamennska áttar sig alls ekki á. Við erum ekki að þessu til að bjóða öllum sem til vilja koma í nýjan stjórnmálaflokk - og síðar verði ákveðið hvaða stefnu hann tekur í byrjun. Þá væri til lítils unnið. Fáeinar grundvallarhugmyndir -eru lagðar til grundvallar því sem við erum að gera, - algjörlega nýjar lausnir á stjórnar- skrár-og kjördæmamálum, það er jöfnun atkvæðisréttar með því að kjósa forsætis- ráðherra, framkvæmdavaldið, beinni kosn- ingu. Sem byggir á þeirri lykilhugsun að aðskilja framkvæmda- og löggjafarvald. Hugmyndin er að brjóta hin þröngu flokks- völd á bak aftur, en sú valddreifing sem af því mundi leiða er einmitt eitt af þessum atriðum sent við leggjum mesta áherslu á. Pað eru hópar fólks, smáir og stórir, sem hafa unnið að þessum hugmyndum og þeir koma sér svo saman um skipan miðstjórn- ar. Þetta er ennþá frjálst land! Það er ekk- ert sem bannar það að 34 einstaklingar komi saman og myndi miðstjórn og bjóði síðan öðrum að koma til liðs við sig. Það er engin furða að stjórnmálaflokkarnir vilji að haldinn sé fundur í Háskólabíóí, þar sem öllum er boðið að koma. Fundur um ekki neitt. Það er engin furða, því þeir eru svona.“ -Hefði þá ekki verið eðlilegra að leggja fram hugmyndirnar og bjóða síðan áhuga- fólki að koma og taka þátt? „Það er nákvæmlega það sem gerðist. Það var fjallað um þetta svolítið í fjöl- miðlum og allur þorri þessa fólks hafði samband í framhaldi af því, við mig eða Helga Má sem höfðum verið nafngreindir í fjölmiðlum. Það hefur engum verið vísað frá.“ -Þú ert kjörinn formaður miðsíjórnar af þessum 34 sem virðast vera sjálfkjörnir í þá stjórn, og sem þú virðist útávið hafa pikkað upp af götunni. Getur einræðishneigðin verið öllu sterkari en þetta? „Pikkað upp af götunni! Ég bið bara um að mönnum sé sýnd full virðing þó þeir heiti ekki Geir Hallgrímsson eða Svavar Gests- son, eða þó þeir séu ekki ritstjórar Morgun- blaðsins eða Þjóðviljans. Ég óska bara eftir því að þeim sem sitja í miðstjórn Bandalags jafnaðarmanna sé sýnd sama virðing og öðrum sem taka þátt í félagsstörfum á ís- landi. Þetta gerðist alls ekki með þessum hætti. Að þessu hefur unnið hópur sem er verulega mikið stærri en miðstjórnin. Fólk kom sér bara saman um þetta í mesta bróðerni“. -Hver valdi þessa þrjátíu og fjóra? „Fólk gerði þar bara sjálft? -Var þá haldinn einhver allsherjar fjöl- mennur undirbúningsstofnfundur? „Nú spyr ég þig á móti: Hvernig varð fyrsta lífið til? Hinn valkosturinn var sá að efna til einhvers opins fundar í því skyni að búa til fimmta flokkinn og þá væntanlega á sömu forsendum hinir byggja á. Við erum ekki að því. Þetta er stofnað utan um hug- myndir. Og mér finnst að þið blaðamenn verðið að koma því inn í kollinn á ykkur“. -Stofnun þessa bandalags bar að með þeim hætti að þú sagðir þig úr Alþýðu- flokknum og lýstir því strax yfir að þú myndir stofna Bandalag jafnaðarmanna. Af því dregur maður þá ályktun að það hafi verið áður en þú talaðir við þessa þrjátíu og fjóra. Hlýtur þetta ekki að líta þannig út að þú hafir fyrst ákveðið að stofna Bandalagið, síðan spáð í hugmyndafræðina og loks hóað í fólkið? Sem sagt: Að þú hafir valið þér jábræður? „Ein leið er sú í fjölmiðlun að byggja hana uppúr því að gera lítið úr hvötum manna. Ég nefni til fjölmiðla eins og Morg- unblaðið, Þjóðviljann, Tímann og Alþýðu- blaðið, ekki síst það. Svo ég segi nú nokkur varnaðarorð unt sjálfan ntig, þá hef ég tekið eftir því að í þeirri gagnrýni og umfjöllun sem við höfum fengið í fjölmiðlum að undanförnu - þá hefur enginn haldið því fram að ég persónu- lega hafi verið að skipta um skoðun. Ekki ntínir gömlu flokksbræður einu sinni, og hafa þeir þó sagt sitthvað. En af hverju var þá ekki haldið áfram að óbreyttu? Hlýtur það ekki að vera vegna þess að eitthvað hefur breyst hjá öðrum. Ég hef áður staðið í kosningabaráttu og sagt: Þetta ætlum við að gera. Að afloknum kosningum gekk nú ekki alveg eftir sem við höfðum lofað. Sjálfur lenti ég mikið til í pólitískri einangrun. Og eftir flokksþingið í haust sá ég frammá það að nákvæmlega sama sagan mundi endurtaka sig. Og ég bara treysti mér ekki í það. í nokkra daga var ég helst á því að hætta þessu, og mér sýnist núna að ég sé ekki einn um slíkar vangaveituraf þingmönnum. í kjölfarslíkr- ar umfjöllunar færðu nokkrir nánir sam- verkamenn það í tal við mig að þrátt fyrir allt þá væri þessi hugmyndafræði þess eðlis að fólk vildi hana, þótt flokkar vildu hana ekki. Því er þessi tilraun gerð. Tilraun sem kannski heppnast og kannski misheppnast. Við eigum vonandi jafnan rétt á við aðra." -Hefðirðu lagt útí stofnun Bandalags jafnaðarmanna ef þú hefðir náð kjöri sem varaformaður Alþýðuflokksins? „Ég vildi stundum óska að þið fjölmiðla- menn köfuðuð stundum á bak við hlutina svolítið dýpra og reynduð að átta ykkur á samhengi hlutanna. Þið þekkið tilraunir í Alþýðuflokknum þess efnis að breyta hon- um í valddreifð „Umbrella“ samtök. Þið þekkið hugmyndir um samninga á vinnu- stöðum, um aðskilnað framkvæmda- og löggjafarvalds. En þessar hugmyndir urðu undir. Auðvitað er það þannig í stjórnmál- um að stundum ertu undir og stundum yfir - en þegar þú ert alltaf undir í því sem mestu máli skiptir, þá kemur að því að menn geta ekki meir. Sú staða hefði getað koinið upp eftir landsfundinn að persónulegur sigur hefði unnist með litlum mun, en síðan hefði ég málefnalega orðið undir. Og þá hugsun þori ég bara ekki að hugsa til enda. Það hefði verið afleit staða. Eitt verð ég að segja: Ég trúi því að þess- ar hugmyndir séu réttar. Mér tókst ekki að sannfæra forystumenn Alþýðuflokksins á sínum tíma. Þá hætti ég. Aðrir segja að þetta séu hugmyndir sem séu þess virði að ekki verði gefist upp. Og við gefumst ekki upp. Ég vona bara að sem fyrst hætti Bandalag jafnaðarmanna að tengjast mínu nafni“. -Hvernig getur maður orðið félagi í Bandalagi jafnaðarmanna? „Með því að annaðhvort að sækja um einstaklingsaðild eða þá - og það er það sem við leggjum mest uppúr - að fólk stofni hópa, litla eða stóra, sem síðan sækja um aðild. Annars erum við að mótá þetta núna þessa dagana. En í upphafi stefnuskrár er einmitt tekið fram að innan tveggja ára verði miðstjórnin leyst upp og síðan muni þessir hópar velja fulltrúa í hana“. -Svo við snúum okkur að kosningunum í vor: Verða viðhöfð prófkjör við val á fram- bjóðendum Bandalagsins á framboðslista fyrir næstu kosningar? „Það þykir mér ólíklegt“ . -Hvcrnig getur þú, sjálfur prófkjörsboð- berinn, varið að ekki skuli viðhaft prófkjör í nýja flokknum? „Ég tek fram að ég vil ekkert fullyrða um þetta, því þessi 34 manna hópur hefur ekki tekið um það neinar ákvarðanir. Ég bið þig að skilja að við erum að fara af stað. Þetta getur heppnast hjá okkur, þetta getur mis- heppnast. Við erum til utan um hugmynda- fræði. Mér er ekki kunnugt um að hjá okk- ur séu nein átök um einstaklinga. Ég geri ráð fyrir að menn muni líta í kringum sig eftir þeim sent menn telja vænlegustu tals- menn þeirrar hugmyndafræði. Ég hef ekki að neinu leyti skipt um skoðun hvað varðar prófkjör. en þessa hluti verður auðvitað að miða við aðstæður, eins og allt annað". -Við fljótan yfirlestur á miðstjórnar- mönnum verður ekki betur séð en þar sé á ferðinni einskonar menntamannaelíta að megninu til. Hvar er grasrótin sem félags- hyggjufiokkur á borð við Bandalag jafn- aðarmanna hlýtur að sækja frjómagn sitt til? „Grasrótin er útum allt“. -Náinn samstarfsmaður þinn, Helgi Már Arthúrsson, sem vann mikið mcð þér þegar bandalagið var að fæðast á ekki sæti í mið- stjórninni. Er kominn upp ágreiningur ykk- ar í milli? „Nei, aldeilis ekki. Bandalagið á sér fleiri aðstandendur en þá sem eru í miðstjórn. Surnir eru þar, aðrir ekki. Allt gerist þetta í fullu samkomulagi allra aðila. Enda held ég að blöð væru fljót að fiska það upp ef svo væri ekki. Við erum til utan um hugmyndir. Og af hverju megum við ekki vera í friði til þess. Er á meðan er!“ -Þér er tíðrætt um að þetta séu samtök utan um hugmyndir. Og að manni skilst þínar hugmyndir. En er ekki orðið augljóst að þú ert „besservisser“ í pólitík - pólitíkus sem telur þig vita allt betur og getur ekki unað því að önnur sjónarmið en akkúrat þín verði ofan á innan þeirra flokka sem þú ert í? „I fyrsta lagi er nú fullyrðingin í spurning- unni röng, um að þetta séu fyrst og fremst mínar hugmyndir. Hér sátu menn löngum, all stór hópur, og vann að þeim. En vald- dreifingartemað sem gengur í gegnum þetta er ég auðvitað mjög sáttur við. En ég veit ekki hvað þú ert að gefa í skyn að þetta séu einhverskonar fasistasamtök eða...?“ -Eg er að spyrja hvort þetta séu ekki fyrst og fremst samtök utan um Vilmund Gylfa- son og þínar skoðanir. „Þá segi ég enn og aftur: Fjölmiðlar leituðu hér logandi ljósi að svokölluðu frægu fólki. En ég vek bara athygli á því að hinir eiga sér nú óvart rétt líka. En áttarðu þig á því hvað það er verið að gera óendan- lega Iítið úr öðru fólki þegar spurningin er formúieruð svona. Ég fullyrði að miðstjórn Bandalagsins og aðrir aðstandendur þess eru ekki þannig fólk að það láti slíkt gerast. Ég veit að þú spyrð sem hluti af þeirri heild sem þú tilheyrir. En þú ert faktíst að flokka fólk niður í þá sem lúta besservisserum og þá sem lúta ekki besservissurunt. Ég geri þá ráð fyrir að þeir sem ekki lúta þeim séu svona elegant fólk, eins og flokkstopparnir og fjölmiðlafólk og fleiri, en aðrir séu þeir sem lúta besservisserum. Ég vil þá bara halda uppi vörnum fyrir það fólk“. -í framhaldi af síðustu spurningu: Get- urðu bent á eitthvað í þessari nýju stefnu- skrá sem ekki er akkúrat eftir þínu höfði? „Ég er mjög sáttur við stefnuskrá Banda- lags jafnaðarmanna, og ég geri ráð fyrir að það gildi um aðra aðstandendur þess". -Nú ætlar Bandalagið að veita ríkis- stjórninni ofurlítið lengri lífdaga í fisk- verðsmálinu, þrátt fyrir að sú lausn sem þar er að finna sé í meginatriðum andstæð sjón- armiðum Bandalagsins. Hvernig ætlarðu að útskýra svona hringlandahátt fyrir hin- eftir Þorgrim Gestsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.