Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 16
Stuðarinn fór í bæjarferð til að athuga hvort einhverjir væru á ferli í ófærðinni. Jú, jú við hittum nokkra krakka í Austurstrætinu, sem virtust ekki láta veðrið og ó- færðina hafa mikil áhrif á sig. Spurningin var auðvitað: LESTU STUÐARANN,?, og fleira sem tengist honum... Torfi Geir: „Ég les hann stundum og finnst ágætt aö fá fréttir af nýjum plötum". „Ég vildi reyndar fá meira af erlendum plötudómum og þá alveg eins um klassíska tónlist, þó ég viti aö þaö falli ekki í góðan jarðveg". Auglýst eftir skoðunum Hvert er ykkar álit á Vídeoi, nýbylgju, diskói, hernum eða jafnrétti svo eitthvað sé nefnt? Sendið okkur línu þar sem þið segið álit ykkar á einhverju af þessu. Ekki gleyma að láta símanúmerið ykkarfylgja með bréfinu, því það er ætlunin að þikka úr einhverja tvo, tvær eða tvö með ólíka skoðun og taka viðtal við þau. Leggiði nú hausinn í bieyti og pælið í þessu. Jón Egili: „Ég les Stuðarann þegar ég sé hann og finnst hann bara ágætur. Mér finnst gott að hljómsveitir séu kynntar þar. Ég held það sé bara ekkert sem vantar". Erla: „Ég les aðallega um músíkina í Stuðaranum og finnst það ágætt, ég held að þetta sé bara fínt hjá ykkur". Rebekka: „Stundum les ég Stuðarann. og finnst hann stundum skemmtilegur og stundum sæmilegur". „Það er aðallega músíkin sem ég hef áhuga á“. Gunnhildur: „Ég les hann einstaka sinnum, en yfirleitt ræð ég krossgátuna í Helg- arpóstinum frekar en að lesa Stuð- arann". „Jú. jú ég les Stuðarinn og finnst allt í Iagi með hann. Ég les aðailega vinsældalistana og plötudómana. Mér finnst að það eigi helst að kynna yngri hljómsveitir á svona síðu, en ekki stjörnurnar." Helga: „Ég les hann svona stunduin, og les þá allt í honum því mér finnst liann góður". „Pað er oft einum of mikið af pönki í honum annars er hann fínn". OHÁBI VINSÆLDALI5TINN 1 (2) STUÐMENN/GRILURNAR: Með allt á hreinu -lér eru Gaukarnir eldhressir! Ykkur gefst tækifæri til að sjá þá á Borginni á fimmtudaginn, ásamt DRON og Centaur... GRAMM-FRÉTTIR Það stendur mikið til hjá Gramm- inu þessa dagana. Eins og þið vit- ið væntanlega hafa þeir séð um dreifíngu á nýjustu Þeysara plötunni og líka á plötunni með Þorsteini Magnússyni gítarleikara í Pey. Þetta eru auðvitað aðal plöturnar á nýliðnu ári... eða það segja þeir hjá Grammi... En hvað skyldi vera á döfinni?? Jú, Þeyr ætla að bæta einni í safnið í febrúar. Vonbrigði verða væntan- lega á ferðinni með sína aðra plötu í mars, og svo stendur líka til að gefa út plötu með Q4U í mars... Líst ykkur ekki vel á það?? Á pönk-knæpu í Dússeldorf í V- Þýskalandi byrjuðu 4 stelpur að spila saman árið 1978. „Við fórum að gera þetta af því það er ekki hægt að semja einlæga músík með strákum", segja þær galvaskar. Textarnir segja frá reynslu stelpnanna sjálfra, og þær syngja um lífið eins og það kemur þeim fyrir sjónir. Nafn hljóm- sveitarinnar er þannig til komið að Östró er fyrri hluti orðsins östróg- en, sem er kvenhormón, en 430 er víst númer umferðarlögreglunnar í Dússeidorf... Oháði vinsældalistinn Bla, bla, bla, bla, bla, bla, bla, bla

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.