Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 24
^'1 Úttekt Helgarpóstsins á um- / jjsvifum Pcturs Einarssonar í S'- síðustu viku vakti gífurlega at- hygli. Næstu dagana hringdi fjöldi fólks sem hefur átt viðskipti við hann og aðrir sent þekkja til starf- senti hans í gegnum árin. Eyndi manna var ýmist að lýsa yfir ánægju sinni með að þetta mál hef- ur verið afhjúpað, eða beinlínis að bjóðast til að gefa frekari upplýs- ingar verði framhald á umfjöllun Helgarpóstsins uin Pétur. Meðal annars var athygli okkar vakin á því, að það voru aðeins tvær dætra hans scm stóðu að stofnun íslensk- kanadíska verslunarfélagsins, ekki þrjár eins og sagt var. Kristrún S. Pétursdóttir birti tilkynningu þess efnis í Lögbirtingarblaðinu 13. jan- úar síðastliðinn. í tilkynningunni segir hún að hún hafi sagt sig úr stjórn félagsins 1976 og hafi „starf- semi og skuldbindingar félagsins því veriö henni með öllu óviðkom- andi um árabil" eins og segir orðrétt. - Pá höfum við fengið upp- lýsingar um, að Pétur hafi komið til landsins aðfaranótt föstudagsins 14. janúar.... \ t Enn velta menn því fyrir sér ] hver verði næsti flugmála- V stjóri enda er vandfyllt í skarö fyrrverandi flugmálastjóra. Pað er fullyrt við okkur, þótt við seljum það ekki fokdýrt, að nú sé róið að því öllum árum að Kristinn Finn- bogason hljóti embættið, hann hafi þegar öðlast nokkra reynslu... v J í framhaldi af þessu: Pað hef- ur ekki farið fram hjá neinum að konur sækja allstaðar fram. Flugmálin hafa þó verið það virki karlrembunnar sem lengst hefur staðið. Nú þegar flugmála- stjóraembættið er laust til umsókn- ar og verið er að nefna til kandídata til starfsins, hefur komið á daginn að áhugi er hjá konum að minna á tilvist sína og að þær séu víða gjald- gengar. Helsti gallinn er sá hvað konur varðar, að þær eru ekki margar sem hafa fengið tækifæri til að afla sér sérþekkingar á þessu sviði. Engu að síður iriun áhuginn fyrir hendi og sem hugsanlegan kandídat kvenna í þennan starfa höfunt við heyrt nefnda Ernu Hjaltalín, sem stundum hefur verið kölluð hin ókrýnda drottning ís- lenskra flugfreyja en hún hætti störfur.i hjá Flugleiðum á sl. ári. Hún var lengst af yfirflugfreyja Loftleiða og aðalkennari á nám- skeiðum félagsins en auk þess fyrsta íslenska konan sem tók flugleiðsögumanns- og þotuflug- stjórapróf og mun hafa mestu sér- menntun og reynslu allra hérlendra kvenna í flugmálunt, utanlands sem innan. Hún var einnig um tíma stöðvarstjóri Loftleiða í Kaup- mannahöfn og það féll fyrst og fremst í hennar hlut að móta róm- aða þjónustu um borð í flugvélum Loftleiða á sínum tíma auk þess sem hún hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á láði og í lofti. Og heftu enn brennandi áhuga á flugmálum... 'V'l Það er alltaf gaman að því /" 1 þegar guðsmenn hafa húmor, ^ þótt það kunni að vera eitthvað á kostnað boðorðanna, sem okkur öllum og einkanlega þeim er ætlað að halda. Þess vegna getum við ekki stillt okkur um að segja eftirfarandi sögu: Það var á Föstudagur 21. janúar 1983 !p§sturinn„ 5 ár á íslandi. Stórkostlegt úrval af glæsilegum fatnaöi á alla fjölskylduna. Hraóari afgreiösla en nokkru sinni fyrr Beint tölvusamband viö London. Vörurnar teknar frá samdægurs og pöntunin berstokkur. Engin innborgun. Auóvelt aö panta. | Já takk! Vinsamlega sendiö mér nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. Nafn: Heimili: Staöur: Sendist til FREEMANS of London 220 Hafnarfirði Reykjavíkurvegi 66, of London dögununt að Happdrætti Há- skólans hélt sitt árlega samkvæmi og þar kontu fjölmiðlamenn og vinningshafar, sem sagt fólk hvert úr sinni áttinni. Forráðamenn happdrættisins gerðu sitt besta til að þjappa samkvæminu saman eins og góðum gestgjöfum sæmir. Með- al þeirra var Björn Björnsson, guðfræðiprófessor, og undir borð- haldinu datt út úr honum eftirfar- andi saga: Þetta gerðist við hlið himnaríkis. Lykla-Pétur þurfti að bregða sér frá stundarkorn og tékk Jesú til að standa vörðinn fyrir sig. Litlu síðar koni gamall maður að hliðinu og var að væflast eitthvað fyrir framan það, hálf umkomulaus og upp- burðarlítill. Jesús gekk til hans og spurði: „Get ég eitthvað aðstoðað þig, gamli maður?" Gamli maður- inn svaraði: „Ja, ég er nú eiginlega að leita að syni mínum". Jesús svaraði uppörvandi: „Það eru nú svo margir hér fyrir innan, geturðu lýst honum fyrir mér?" Gamli mað- BILALEIGA Mesta úrvalið. Besta þjónustan. Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915 Tryggvabraut 14, 600 Akureyri s. 96-23515 urinn sagði þá: „Það er nú kannski einna helst hægt að þekkja hann á því að hann er með naglaför á höndum og fótum". Jesú varð orð- fall smástund og breiddi svo út faðminn og hrópaði: „Pabbi, pabbi, ertu loksins korninn?" Gamli maðurinn gekk hikandi á móti útbreiddum faðmi og sagði: „Gosi?" Eðlilega skemmti obbinn af sam- kvæminu sér konunglega yfir brandaranum, en einhverjir vissu þó ekki hvernig þeir ættu að taka þessu af vörum guðfræðingsins. Björn reyndi þá að bjarga málum með því að segja að fólki þætti ef til vill óviðurkvæmilegt að heyra þetta af hans vörum. „En yitið þið bara hvar ég heyrði hann. Igær-á fundi hjá Prestafélagi Suður- lands..." ■’F'lMaður nokkur, sem á ytir / Jhöfði sér nokkurra mánaða -^fangelsisdóm, hringdi nýlega í fullnustudeild dómsmálaráðu- neytisins og óskaði eftir að fá að fresta því urn nokkurn tíma að hefja afplánun dómsins. Hann hafði þá skömmu áður fengið til- kynningu um að mæta í tugthúsið á tilteknum degi og stundu. Embætt- ismenn í ráðuneytinu vilja gjarnan aðstoða menn eítir mætti og spurðu hver væri ástæða beiðn- innar. Ja, ég er að vinna fyrir Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra í prófkjörinu fyrir vestan, svaraði fanginn. Beiðninni var synjað umsvifalaust... ' Pólitíkin snýst meira og minna / i um prófkjör þessa dagana og S allstaðar blasir við augum upplausnarástandið. I Jjá sjálfstæð- ismönnum í Norðurlandskjördæmi eystra er sagt að þeir Halli og Laddi séu nokkuð öruggir að fara í tvö fyrstu sætin þar, en svo kalla norð- lendingar í gamni þá Halidór Blöndal og Lárus Jónsson. Er sagt að kosningabandalag þeirra virðist ætla að halda og atkvæði and- stæðinganna dreifist um of til að ógna þeint... Sjálfstæðismenn á Suðurlandi /J berjast hart um þingsætin þar. Þorsteinn Pálsson er síður en svo sagður öruggur um þingsæti á listanum, þvíað Gunnarsmaðurinn Óli Þ. Guðbjartsson, sveitarstjórn- armaður frá Selfossi, á ntikið fylgi þar í kring og þótt ntenn þykist sjá ráðherraefni og forustumann í Þor- steini þá óttast sumir sunnlending- ar að hann ntuni verða þingmaður á landsvísu ineðan Óli yrði fyrst og fremst kjördæmisþingmaður. Er þetta einatt notað í áróðri gegn Þorsteini. Á sama hátt er sagt að Árni Johnsen eigi meira fylgi en andstæðingar hans í Vestmanna- eyjum áttu von á svo að þar þorir enginn að spá unt hvor hafi það Árni eða Guðmundtir Karlsson... r‘ ’l1 0\ Enn um sjálfstæðismenn. / j Mikla athygli hefur vakið að sjálfstæðismenn á Reykjanesi séu í þann mund að verða afhuga prófkjöri, og stemmning sé í þá veru að halda listanum óbreyttum frá 1. og upp í 4. sæti. Sagt er að Matthías Á. Mathiesen sé fylgjandi prófkjöri en Ólafur G. Einarsson og Salome Þorkelsdóttir séu því andvíg og óttist þau aðallega að Davíð Sch. Thorsteinsson láti undan áskorunum fjölmargra um að gefa kost á sér í prófkjöri. Hafi þau fengið Kópavogsmennina til að bera fram hugmyndina unt að halda ekki prófkjör, svo að and- staða þeirra væri ekki eins áber- andi. Hvað sem til er í þessu, þá er hitt víst að menn í Reykjaneskjör- dæmi eiga allt eins von á svipaðri uppákomu þar um slóðir og átti sér stað á Vestfjörðum þegar kjör- dæmisráðið felldi að hafa prófkjör og ákvað sjálft framboðslistann... T Sagt er að ntikill halli sé á / í innanlandsflugi bæði Flug- <^4 leiða og Arnarflugs. Þetta kemur þó snöggtum harðar niður á Arnarflugi, þar sem stoðir þess eru veikari, og er því haldið fram að halli á rekstri félagsins á síðasta ári nemi um 10 milljónum króna... rí-% i Gárungarnir í menntamanna- /'J klíkunni í Alþýðubandalaginu ’ gantastnúmeðþað sínámilli, að Guðmundur J. Guðmundsson kunni að hafa vakið upp draug sem hann geti átt eríitt með að kveða niður. Er þar vitnað til bréfs sem Guðmundur Jaki og Ásmundur Stcfánsson sendu út til Alþýðu- bandalagsfélaga fyrir fyrri umferð forvalsins og minntu þar á fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar, einkan- lega þá Grétar Þorsteinsson og Guðjón Jónsson í Blikkinu. Á dag- inn kom að Allaböllum leist svona ljómandi vel á Grétar Þorsteinsson að hann flaug upp í efsta sætið í forvalinu og nú segja þessar rætnu tungur að Guðntundur Jaki sé far- inn að verða ókyrr og óttast um sinn hag ef úrslitin í seinni uniferð- inni verði eitthvað í líkingu við þau fyrri. Bíða menn nú spenntir eftir því hvort nú komi nýtt bréf. þar sem flokksmenn eru beðnir að glevma Grétari Þorsteinssyni...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.