Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 8
8 sÝuinjisirsalir Þjóöminjasafnið: „Fráeldaskálatil burstabaejar", heitir sýning, sem nú stendur ytir í anddyri safnsins. Þar er sýnd þróun íslenska torfbæjarins. Sýningin er opin kl. 13.30-16 á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum og lýkur henni um miðjan febrúar Nýiistasafnið: Á laugardag verður opnuð myndlistarsýning, þar sem sjö starfsmenn og vistmenn Geð- deildar Borgarspítalans að Arnarholti viðra árangur starfs síns. Sýningunni lýkur 30. janúar. Mokka: Danski listamaðurinn David Plum, sem jafn- framt er kennari við listaakademíuna í Kaup- mannahöfn, sýnir oliumyndir, teikningar og krítarmyndir. Ásgrímssafn: Vetrarsýning er opin sunnudaga^ þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Okeypis að- gangur. Árbæjarsafn: Opið samkvæmt umtali. Sími 84412 kl. 9-10. Djúpiö: I kjallarasalnum stendur nú yfir sýning á veggspjöldum eftir þekkta erlenda listamenn og eru þau öll til sölu. Sýningarsalur þessi, sem er undirveitingahúsinu Horninu eropinn kl. 11-23. Listasafn íslands: Myndir í eigu safnsins verða til sýnis út janúar. Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14-16. Gallerí Langbrók: Langbrókarsýning á keramiki, gleri, tauþrykki og grafík. Sýningin er opin virka daga kl. 12 -18. Skemmtilegir og gifurlega fallegir hlutir. Og ódýrir. Listasafn ASÍ: Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo 82 stendur nú sem hæst og eru þarna 150 myndir úr öllum heimshornum. Sýningin stendur til 6. febrúar. Norræna húsið: Aðeins ein sýning í húsinu þessa helgi: Brian Pilkington sýnir okkur hinar bráðskemmti- legu bókaskreytingar sínar. Kjarvalsstaðir: Norræn vefjarlist heitir farandsýning, sem nu er i öllum sölum hússins. Hlutur íslendinga er mikill og eiga fimm listakonur verk á sjálfri sýningunni. auk þéss sem 12 íslenskar konur mynda sérstaka sýningu á minitextíl. Sýning- in stendur til mánaðamóta. Listmunahúsið: Þórður Valdimarsson, öðru nafni Kikó Korr- író, sýnir myndir, sem hann hefur unnið i blek og oliukrítarliti. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, nema mánudaga. Þá ef nefnilega lokað. Um helgar er opið kl. 14-18. vidmréir Alliance Francaise: Næstkomandi þriðjudag kl. 20.30 mun Keld Jörgensen halda fyrirlestur á íslensku um franska sálgreiningarpáfann Jacques Lac- an. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður hann að Laufásvegi 12, 2. hæð. Kjarvalsstaðir: Samtök áhugamanna um fjölmiðlarannsókn- ir gangast fyrir fundi um fréttalindir og frétta- flæði, fimmtudaginn 27. janúar kl. 20.30. Verulegur viðburður. Iciklnís Þjóðleikhúsið: Föstudagur: Dagleiðin langa eftir O'Neill. Síðasta sýning kl. 19.30 Laugardagur: Lina Langsokkur eftir Lind- gren. Frumsýning kl. 15. Jómfrú Ragnþeiður eftir Kamban kl. 20. Sunnudagur: Lina langsokkur kl. 15. Garðveisla eftir Guðmund Steinsson kl. 20. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Forsetaheimsóknin eftir Régo og Bruneau. Laugardagur: Skilnaður eftir Kjartan Ragn- arsson. Sunnudagur: Salka Valka eftir Laxness. Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Sýn- ing á laugardag kl. 23.30. íslenska óperan: Töfraflautan eftir Mozart. Sýningar á föstu- dag, laugardag og sunnudag kl. 20. Fáar sýningar eftir. Leikfélag Akureyrar: Siggi var uti eftir Sígnýju Pálsdóttur. Sýning á föstudag kl. 18. Revíuleikhúsiö: Karlinn í kassanum eftir Arnold og Bach. 30. syning í Hafnarbíói á sunnudag kl. 20.30. Komið og skoðið gamla Garðaleikhúsið í nýju húsnæði. Miðasala laugardag kl. 17- 19, og frá kl. 17 á sunnudag í Hafnarbiói. Næsta sýning á fimmtudag. rarnabÓKAÁRIÐ 1982^1 Föstudagur 21. janúar 1983 JpiSsturinn, Innlendar bækur sæk/a á Bæði ég og fleiri sem verið hafa aðfylgjast með barnabókaútgáfu á liðnum árum hafa margsinnis lýst áhyggjum sínum af stöðu og þróun þeirrar útgáfu. Þróunin sem hér er um að ræða er í stuttu máli sú að í upphafi síðasta áratugar raskaðist all- harkalega hlutfallið á milli útgef- inna íslenskra og erlendra bóka á markaðinum. Var þetta að eiga sér stað allan áratuginn og var vegna tilkomu nýrrar prenttækni sem opnaði möguleika á fjöl- þjóðlegum útgáfum barnabóka sem aðallega voru myndasögur. Undir lok áratugarins hafði þetta hlutfall breyst úr því að vera 1:2- 3 í að vera 1:5—6. Eða með öðrum orðum að tala íslenskra bóka stóð í stað eða þeim jafnvel fækkaði á meðan tala þýddra bóka marg- faldaðist. Þó að margár misjafnar bækur væru í þessari viðbót má ekki gleyma því að einnig komu út margar góðar og fallegar bækur sem að öðrum kosti hefðu ekki náð til íslenskra lesenda. Einnig varð á skömmum tíma gjörbylt- ing á framboði bóka fyrir yngstu lesendur eða skoðara, sem eiga nú kostáfjölbreyttum bókakosti. Ennfremur hefur komið út tölu- vert af fræðandi bókum um hin ýmsu efni sem ekki voru áður til. Um myndasögurnar hefur margt misjafnt veriö sagt og það með réttu, en það má heldur ekki setja þær allar undir sama hatt, því gæði þeirra eru mjög misjöfn eins og annarra bóka. Hættan við myndasögurnar er að mínu áliti fyrst og fremst sú að börn lesi þær eingöngu, en þá verða foreldrar og skólar að bregðast við því með viðeigandi hætti. Þaö er einhæfnin sem er hættuleg, en ekki endilega bæk- urnar sem slíkar þó að slæmar séu sumar. Nýtt jafnvægi Um tíma leit svo út sem mynd- asögurnar ætluðu að kaffæra ís- lenska barnabókaútgáfu en nú allra síðustu ár hafa verið á lofti teikn um að svo verði ekki og að útgáfan sé að öðlast nýtt jafn- vægi. I fyrsta lagi virðist sem mark- aðurinn sé mettur af mynda- sögum því þeim hefur ekki fjölg- að síðustu þrjú ár og jafnvel fækkað. Að vísu er titlafjöldinn býsna hár, vel á annað hundrað þýddra bóka og stærsti hluti þeirra myndasögur, en þá eru taldar með smábækur ýmisskon- ar eins og Herramenn og Smjatt- pattarnir. í öðru lagi hefur íslenskum barnabókum heldur fjölgað á markaðnum og þónokkrir nýir höfundar komið fram sem skrifa fyrir börn. Þannig virðist sem þessi erlenda samkeppni hafi haft örvandi áhrif á íslenska höfunda og hvatt þá til dáða. Hitt er aftur á móti áhyggjuefni að sala íslensku bókanna virðist vera fremur dræm þó að frá því séu ánægjulegar undantekn- ingar. Sömuleiðis er það áhyggjuefni að þrátt fyrir það sent hér að frantan segir vantar ntikið uppá að nógu ntikið sé gefið út af góð- um íslenskum barnabókum og hef ég það fyrir satt að þar sé ekki um að kenna tregðu útgefenda heldur skorti á góðum sögum. Síðastliðið ár Við skulum fyrst líta á nokkrar tölur. Hafa verður í liuga að hér eru bráðabirgðatölur á ferðinni en ég held að þær séu nokkuð nærri lagi. Mér telst til aö alls hafi verið gefnar út nærri 140 bækur fyrir börn og unglinga á síðasta ári. Af þessu eru íslenskar bækur tæp- Íega 30 og hinar þýddu um 110. Af þýddu bókununt eru u.þ.b. 60 fjölþjóðlegar útgáfur og tæplega helmingur af þeim smábækur sem ég kalla svo. Nærri 10 þýddar bækur eru endurútgáfur. Enn heldur áfram sú ánægju- lega þróun að gefnir eru út vel á annan tug góðra þýddra bóka fyrir unglinga. íslensku bækurnar eru nærri 30 eins og áður segir og þar af eru 6-7 endurútgáfur. Nýjar frum- samdar íslenskar bækur fyrir börn og unglinga eru því eitthvað á þriðja tug. Ef þessar tölur eru bornar saman við næstu ár á undan kem- ur í ijós að þýddum bókum hefur nokkuð fækkað. En fjöldi ís- lenskra bóka stendur nokkurn- veginn í stað og þær eru heldur fleiri ef eitthvað er. Þessar tölur sýna að það sem að framan er sagt um nýtt jafnvægi á við ein- hver rök að styðjast og þróunin er innlendum bókum fremur í hag ef aðeins er tekið mið af titlafjölda. Hinsvegar liggja alls ekki á lausu tölur um upplög og sölu bók- anna, en hræddur er ég um að ef þær væru til yrði hlutur íslenskra bóka ískyggilega lítill. íslenskar barnabækur Tvær bækur skera sig verulega úr hópi hinna íslensku barnabóka að því er tekur til ntyndefnis og ytri frágangs. Er það hin lang- þráða og vandaða bók um ís- lensku húsdýrin eftir þá Stefán Aðalsteinsson og Kristján Inga Einarsson sem Bjallan gaf út. Hvar sem á þessa bók er litið er augljóst að bæði höfundar og út- gefandi hafa lagt metnað sinn í að gera bókina sem best úr garði. Hin bókin er útgáfa Iðunnar á þjóðsögunni um Gilitrutt með myndum Brian Pilkington. Eins og að frantan getur hafa að undanförnu komið fram þó- nokkrir nýir höfundar sem skrifa fyrir börn. Ekki varð neitt lát á þessu á síðasta hausti. Sætir þar skemmtilegustum tíðindum kostuleg barnasaga Guðbergs Bergssonar Tóta og táin á pabba, og mættu fleiri þjálfaðir höfundar taka sér fyrir hendur að sinna yngstu lesendunum. Það hefur reyndar Vésteinn Lúðvíksson gert og sendi frá sér aðra bókina um Sólarblíðuna. Báðar þessar bækur eiga það sameiginlegt að höfundar þeirra fara ekki troðnar slóðir og láta sögurnar gerast á mörkum ævintýris og veruleika. Mömmustrákur er fyrsta bók Guðna Kolbeinssonar og er hún með betri barnabókum í ár. Sagan er nokkuð hefðbundin í sniði en um leið og hún er býsna skemmtileg og fjörleg, er tekið á nærfærinn hátt á sálarlífi sonar einstæðrar móður sem þekkir ekki föður sinn en þráir að vita hver hann er og kynnast honum. Þorsteinn Marelsson hefur ekki áður skrifað sögur fyrir börn en saga hans, Viðburðaríkt sum- ar er fjölskyldusaga úr hversdags- lífi nútímans. Fjórði nýi höfundurinn er Iðunn Steinsdóttir með söguna Knáir krakkar. Annars er það einkennilegt hvað margar barnabækur sem nú eru að koma út eru hefðbundnar og fjalla um svipuð efni á svip- aðan hátt og áður hefur verið gert í mörgum barnabókum, með sög- usviðið í sveit eða í þorpi frá því á fyrrihluta aldarinnar. Með þess- um hætti eru sögur Marinós L. Sveinssonar, Mannilitli í Sólhlíð, Jóns Viðars Guðlaugssonar Áfram fjörulalli og Hreiðars Stefánssonar Tröllin í tilverunni (smásögur). Þetta á hinsvegar ekki við um sögu Guðjóns Sveinssonar Ævintýrið við Al- heimsstjörnuna sem er táknrænt ævintýri. Tvær unglingabækur komu út á síðasta ári Viltu byrja með mér eftir Andrés Indriðason, sem er svolítið sæt saga urn 13 ára krakka og Birgir og Ásdís sem fjallar um sumarbúskap 18 ára pars. Ekki finnst mér það sérlega góð bók, þó höfundi hafi farið fram í stíl eru hugmyndir hans um fólk og skoðanir þess á þessurn aldri undarlega á ská við veru- leikann. Að öllu samanlögðu er því ekki að leyna að íslensku barna- og unglingabækurnar sem komu út á síðasta ári eru æði misjafnar, en þó eru held ég fleiri en endranær sem telja ntá alveg bærilega góð- ar. G. Ást. Það besta breska Fyrir rúnium tíu árunt síðan völdu poppgagnrýnendur ís- lenskra blaða iðulega plötu árs- ins. Var þá fyrst og fremst valin íslensk plata en ntinna skeytt unt að benda fólki á hvað hefði merkilegast gerst erlendis, að mati þessara manna. Það voru varla fleiri en þrír eða fjórir menn hér þá, sem gagnrýndu pópp og satt að segja komu nú ekki marg- ar íslenskar plötur út á þessunt eftir Gunnlaug Sigfússon tíma, þannig að valiö var þeim í raun heldur auðvelt. Ég ætla að árið 1967 hafi fyrsta stóra Hljóma platan verið best, það kom jú engin önnur en íslensk stór popp- plata út það árið. Nú 1968 munu það líklega hafa verið Hljóntar aftur og þá af sömu ástæðu og árið áður. 1969 var það fyrsta Trúbrotsplatan, sem sigraði auðveldlega, enda var það góö plata á sínum tíma, en enn sem fyrr var nú ekki santkeppninni fyrir að fara. Árið 1970 lentu Gunnar & Co. hinsvegar í harðri samkeppni við Óðmenn, sent þá höfðu yfirhöndina yfir Trú- brotsplötunni Undir 'Áhrifum, með sínu tvöfalda albúmi. Sigur- inn var þó naumur og síðan þá hafa poppskríbentar blaðanna ekki látið frá sér fara neinn sam- eiginlegan dóm, þó svo að frá og með árinu 1975 hafi aldrei verið gefið jafn mikið út af plötunr á Islandi. Nú rétt fyrir jólin varð sú breyting á að þá birtist í DV listi poppgagnrýnenda þeirra blaða sent að staðaldri standa fyrir plöt- ugagnrýni á síðum sínum, yfir bestu plötur ársins að þeirra rnati. Að þessu sinni var þó eng- inn greinarmunur gerður á ís- lensku og erlendu poppi og er lík- lega rétt að svo sé, því afhverju ætti fólk að kaupa plötur bara fyrir það að þær eru íslenskar, ef þær eru jafnvel miklu lélegri en annað það sem á boðstólum er? Að mestu leyti er ég mjög sátt- ur við þá niðurstöðu sem fékkst á lista þessum en þó eru það nokk- ur nöfn sem stingur svolítið í augun að sjá þar. Nöfn eins og Paul McCartney, Iron Maiden og Spliff, en nú er ég víst farinnað dæma smekk annarra og það er víst ekki rétt að gera. í áraraðir, jafnvel áratugaraðir hefur það tíðkast að eriendir blaðamenn geri upp nýliðin ár á áramótum, m.a. með því að velja sér plötur ársins. Ef litið er á bresk tónlistarblöð, þá kemur í ljós að þau eru í megin atriðum yfirleitt sammála um bestu plötur, þó sjaldan gerist það að það sé eindóma álit þeirra að ein- hver ein platan sé best. Svo er einnig farið nú. Ef litið er á blöð eins og NME, Melody Maker og Sounds þá er ekkert þessara blaða sammála um bestu plötu ársins nú. Einna mest held ég að val NME á plötu-ársins hafi komið á óvart. Þar varð fyrir valinu plata með gamla Motown söngvaran- um Marvin Gaye, senr heitir Mid- night Love. Þó að þetta sé vissu- lega hin þokkalegasta plata þá er hún þó varla svo sérstök að hún verðskuldi þennan titil. Annars kemur nokkuð á óvart hversu smekkur blaðamanna NME virðist hafa breyst upp á síðkast- ið. því á lista þeirra má sj'á nöfn sem óhugsandi hefði verið að sjá þar fyrir svo sem einu eða tveimur árum. Nöfn eins og Sha- lamar. Donald Fagen, Curtis Mayfield, Donna Summer, Imagination og einhver fleiri. Sounds er nú helst þekkt nú orðið fyrir að vera þungarokk- blað eða að fylgja harðri pönk- línu og þess vegna kemur val ' bestu platna þeirra einnig talsvert á óvart. Clash eru þar í fyrsta sæti og þó þeir hafi nú byrjað sem pönkhljómsveit þá er all vafa- samt að telja þá enn til þeirrar stefnu. Á eftir Ciash fylgja svo Dexy’s Midnight Runners, Simple Minds, Scritti Politti, Yazoo og Elvis Costello. Fyrsta þungarokk platan er í sjöunda sæti, en það er plata Areosmith, Rock in a Hard Place (af öllunt hljómsveitum). Hjá MM er besta plata ársins valin á annan hátt en hjá hinum blöðunum. I fyrsta lagi velur hver blaðamaður, og ljósmyndarar víst líka, sé sínar tíu uppáhalds- plötur. Síðan eru ekki reiknuð út atkvæði þessara platna til þess að fá út plötu ársins, heldur er þar farin einhverskonar samninga- leið og plata ársins hjá MM nú var platan Sulk með Ássociates. Ef hins vegar hefði verið talið úr listum blaðamanna hefðu Simple Minds líklega orðið fyrir valinu en Costello hefði þó ekki fylgt þeinr Iangt eftir. Ég gerði það mér til gamans að reikna út úr listum þessara þriggja blaða, hvaða plötur það voru svona á heildina litið (ég veit ■þó að það er vafasamt að taka þessi þrjú blöð sem einhverja heild), sem voru plötur ársins. Aðferðinni sem ég notaði ætla ég mér að halda leyndri, bæði vegna plássleysis x>g svo einnig vegna þess að ég þoli illa að vera gagn- rýndur fyrir stærðfræðikunnáttu k mína. Enda er þetta fyrst °g|17 fremst birt til gamans. þó ég sé nú V _________________________________I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.