Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 11
svar áður en uppþvottavél er sett í gang. Og óhætt er að fara að byrja að venja heimilisfólkið á að slök- kva ljós þar sem enginn er inni. En það er fleira sem þeir er enn hjala um ódýra orku úr hinum ís- lensku fallvötnum þurfa að reyna að koma inn í höfuðið á sér. Taxtar Landsvirkjunar eru orðnir svo háir að síðan 1. okt. hefur ríkisstjórnin séð sig til neydda að greiða niður rafmagnsverð tiT húshitunar um 20% til þess að geta framfylgt þeirri stefnu sinni að jafna húshit- unarkostnað í landinu. Þessi niður- greiðsla nær til fimm veitufyrir- tækja. þess að um og eftir 1970 fór veru- legur halli að verða á rekstri Lands- virkjunar. En fleira þarf að taka með í reikninginn til að skilja hvar við stöndum í dag. Hinn dýrkeypti stórhugur Oft á því ferli, sem hér er verið að fjalla um, virðast þeirsem gerðu athuganir og tillögur hafa verið haldnir óbifanlegri trú á hag- kvæmni stærðarinnar. Og oft blandast hún trúnni á nauðsyn þess að hafa hraðan á - svo að gulliö STÓRIÐJUDRAUMARNIR ^^^HAFABRUGÐIST Er eintómur taprekstur framundan? smiðjunni á Grundartanga. Var þó hvorki búið að tryggja að sú gufa fengist við Kröflu eða það verð fyrir málmblendi að þetta gæti nokkurn tíma borgað sig. Hvort tveggja er ófundið enn. A þessum árum fór þess að gæta að einhverskonar nauðhyggja hefði gripið þá sem réðu ferðinni. Aldrei mátti snúa við. Jafnvel eftir að hið sérfróða samstarfsfyrirtæki ríkisins í Járnblendifélaginu fyrra, Union Carbide, dró sig út úr fyrir- tækinu og borgaði 850 miljón kr. fyrir að sleppa, reyndist ókleift að endurmeta stöðuna rétt af okkar hálfu. Stefán Valgeirsson, alþingis- rnaður vék að þessari nauðhyggju í áðurnefndum umræðum á alþingi. „Eg verð að játa það alveg hrein- skilnislega að þær umræður setn hafa farið franr að undanförnu um þessi mál, næstum að segja skelfa tuig. Það er í sjálfu sér eins og menn séu t'ainir að trúa því að við geturn alls ekki komist hjá því að byggja stóriðjuver hér og þiar, það sé okkar einasta lífsvon. Eg lít allt öðruvísi á þetta mál. Ég hcld að við þurfunt ekkert á stóriðju að halda, Fáum reynist auðvelt að endur- meta viðhorf sín og breyta þeim í Ijósi nýrrar reynslu. Að minnsta kosti tekur það að jafnaði langan tíma-stundum of langan. Það gild- ir jafnt í einkaiífi og á sviði þjóðmálanna. Hér verður fjallað um það síðarnefnda, nánar til tekið: endurmat á ráðandi stefnu í virkjun fallvatna og orkusölu til stóriðju. Ég tel að atburðir síðustu mánaða hafi sannað nauðsyn breyttrar stefnu á þessu sviði með óvenju áþreifanleguin hætti - enda þótt skylt sé að viðurkenna að mörg hafa áföllin verið og stór á þeim tuttugu árum sem drauminum um stóriðjugull hefur verið haldið að þjóðinni. Á þessu árabili hefur það gerst að stjórnmálaflokkarnir hafa orðið nokkuð samróina í boðskap sínum til þjóðarinnar um þetta efni, þrátt fyrir mjög andstæð sjónarmið lengi vel. Síðustu ár deila stjórnarmennirnir helst um það hver þeirra kunni að eiga mesta sök á þeim glæp að enn renna óbeisluð fallvötn til sjávar! Enda þótt brestirnir í drauma- maskínu stóriðjupostulanna blasi við og frá henni berist sífellt hærri aðvörunarhljóð - stendur býsna öflugt lið í því að smyrja hana og halda henni gangandi. Enda í því smyrjaraliði margir sem hafa hags- muna að gæta og verða með hlið- sjón af þeim að leggja sitt til að áfrain sé haldið - hvað sem það kostar. En víkjum nánar að því síðar og lítum fyrst á þann veru- leika sem blasir við. Vaknað við vondan draum Afleiðingarnar af stórvirkjana- og stóriðjustefnu tveggja síðustu áratuga bitna með óvenju miklum þunga á almenningi í landinu um þessar mundir. Málmblendiverk- smiðjunni og Kröflu er haldið gangandi með framlögum úr ríkis- sjóði sem nema allt að 400 miljón- um sl. ár. Og stefnir í verri stöðu í ár. Hér er bæði um að ræða afborg- anir og vexti af gömlum lánum og ný lán til að Málmblendiverk- smiðjan geti haldið áfram að þyng- ja skuldabagga sína/okkar. Én þó þetta eigi að sínu leyti þátt í að þyngja skattbyrði á almenningi finnur hann að líkindum meira fyrir rosalegri hækkun á rafmagns- reikningum sínum í ár. Heildsöluverð á raforku frá Landsvirkjun hækkaði um tæplega 119% sl. ár, síðast um 29% 1. nóv. sl. Hækkunin hafði verið ákveðin 35% en stjórn Landsvirkjunar varð við beiðni ríkisstjórnarinnar um að láta hækkanirnar ganga hægar yfir. Hallinn á rekstri þessa undirstöðu fyrirtækis í raforkusölu er áætlaður 200 miljónir króna sl. ár. Og sam- kvæmt rekstraráætlun þess fyrir 1983 er reiknað með 159% hækkun á heildsöluverði á raforku, eða úr meðalverðinu 36.6 aurar á kíló- wattstund í 94.8 aura. Það er sem- sagt orðið í hæsta máta tímabært fyrir okkur að hugsa okkur um tvi- Þær hækkanir, sem eru að dynja yfir nú, virðast benda til að raforka verði ekki samkeppninsfær við olíu í ýmsum greinum atvinnulífsins. Aldrei hefur draumurinn um að raforka gæti leyst svartolíu af hólmi í hinum orkufreku fiskimjölsverk- smiðjum, sementverksmiðjunni og graskögglaverksmiðjunum verið fjarlægari en nú. Sementverk- smiðjan hættir raunar að nota olíu næsta ár en fer ekki yfir í rafmagn - heldur kol. Hækkanirnar leggjast þungt á þau atvinnufyrirtæki sem nota mik- ið rafmagn, þ.á m. frystihúsin og hvers konar verkstæði sem fram- leiða iðnaðarvörur. Eigi rekstur að ganga snurðulaust samt sem áður verða þau að fá hærra verð fyrir framleiðsluvörur sínar. Því er að jafnaði bjargað með gengisfellingu eins og allir vita. Þannig leiða hækkanir raforkuverðsins að sínu leyti til þess að glíman við verð- bólguna verður erfiðari en ella- og virðist þó ekki á þær þrautir bætandi. Hvað veldur? Stutt og laggóð skýring á því sem býr að baki hækkunum á raforku- verði frá Landsvirkjun kom fram í ræðu Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, á vetrarfundi Sambands íslenskra rafveitna, 8. nóv. sl. Þar sagði hann: „Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér, hvað valdi slíkri óheillaþróun hjá þessu undirstöðufyrirtæki í raforku- iðnaðinum. Meginástæðan er sú, að rúm 60% af orkusölu Lands- virkjunar fara til stóriðju sam- kvæmt sérstökum samningum, sem breytast lítið sem ekkert umfram gengisviðmiðun, en aðeins tæp 40% orkunnar renna til almenn- ingsveitna. Það er þessi minnihluti orkusölu Landsvirkjunar sem tekur að óbreyttu á sig megnið af kostnaðarhækkunum. og það ásamt háum fjármagnskostnaði af lántökum fyrirtækisins er megin- ástæða fyrir því í hvert óefni stefn- ir." (Þjóðviljinn, 16. nóv. ’82). I framhaldi af þessu má minna á af raforkan til álversins var frá upp- hafi seld undir kostnaðarverði. Kostnaður við Búrfellsvirkjun fór nefnilega langt fram úr áætlun og um leið þeirri viðmiðun sem lögð var til grundvallar þegar samið var um raforkuverðið við til Isal 1966. Ekki nóg með það, heldur þurfti strax að fara út í aðra virkjun, Sig- öldu. sem reyndist helmingi dýrari kostur en Búrfell, því að álverið fékk 95% af orkunni þaðan. Hið lága raforkuverð til ísal var ríg- bundið í samningum til 25 ára og hefur numið u.þ.b. 10% af heildartekjum fyrir selda raforku í heildsölu þó að um væri að ræða 40%-50% af heildarmagni ork- unnar. í fyrstu munaði um 80% á verðinu til ísal og verði til almenn- ingsveitna, en nú munar um 400%! Allt þetta ásamt fjármagnskost- naðinum við hina kostnaðarsömu stórvirkjun við Sigöldu leiddi til renni okkur ekki úr greipum. Páll Pétursson, alþingismaður, vék að þessu í umræðum á alþingi 8. mars 1977 þegar fjallað var um þings- ályktunartillögu frá Eyjólfi Konr- áð Jónssyni um staðarval fyrir stór- iðju á Norðurlandi og Austurlandi. Hann sagði þá'. „Ég held að orku- málastefna okkar hafi verið röng - ákaflega röng. Við höfum virkjað of ört og of stórt. Við höfum ein- blínt á hagkvæmni stærðarinnar, sem ekki er algild, vegna þess að við höfum orðið að selja rafmagnið til erlendrar stóriðju við allt of lágu verði.“ (Alþ.tíð. 18, 1976-77). Margir þingmenn Aiþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins tóku í sama streng í þessum um- ræðum - eins og raunar gerðist allt fram á síðustu ár. Og þingmenn Alþýðuflokksins reyndu að kveða niður Kröflugaldurinn eins og menn muna - en fengu ekki stöðvað stórhuga stjórnmálamenn í öðrum flokkum. Verkfræðingar og tæknifræðing- ar gera sína útreikninga og skila tillögum til stjórnar Landsvirkjun- ar og hlutaðeigandi verkefna- stjórna. Eftir athugun í iðnaðar- ráðuneytinu fara þær síðan til al- þingis, sem hefur síðasta orðið. Enginn efast í sjálfu sér um að það geti að jafnaði orðið tiltölulega ó- dýrara að framleiða hverja kílów- attstund af rafmagni þegar virkjað er stórt og fljótt. En við höfum reynt bæði í háu rafmagnsverði og löngum skuldahala að þessi stefna er ekki einhlít. Að því þarf að hy- ggja oftar í framtíðinni - og gæta þess vandlega að sérfræðingar og verktakafyrirtæki, sem hafa hags- muna að gæta í því að stöðug upp- gripavinna í virkjunum og verk- smiðjubyggingum sé í gangi, ráði ekki ferðinni. Stórhugur og snör handtök ein- kenndu ýmsar örlagaríkar á- kvarðanir á síðasta áratug. Tvær vélasamstæður voru keyptar handa Kröfluvirkjun og tveir bræðslu- ofnar settir upp í Málntblendiverk- Raddir sem þessar heyrðust æ sjaldnar næstu árin. Stórhugurinn fékk að ráða ferðinni í meginatr- iðum. Eftir að Sjálfstæðisflokkur- inn lenti í stjórnarandstöðu 1978 sáu talsmennhans sig oft knúna til að lýsa ábyrgð á hendur iðnáðar- ráðherra Alþýðubandalagsins fyrir það hve hægt gengi að beisla hina ódýru orku í fallvötnum landsins og lýstu áhuga sínum á að hún yröi seld erlendum stóriðjufyrirtækj- um. íslendingar áttu ekki að taka neina áhættu. Ekki hef égséð skýr- ingu á því hvað reka ætti erlenda aðila til að sækjast eftir áhættu- sömum rekstri hér á landi. Sjálf- stæðisflokkurinn vildi ekki frekar en aðrir draga úr ríkisumsvifum í orkuframleiðslunni. Andstæð við- horf hans og Alþýðubandalagsins birtast nú einkum í afstöðunni til eignarhalds á stóriðjuverum og aö- ferðum við að fá hærra raforkuverð frá Isal. Fróðlegt væri að velta nán- ar fyrir sér spurningunni um hvers vegna stjórnmálaflokkana greinir nú orðið óverulega á í þessum mál- um - hvers vegna goðsagan um hina ódýru orku og ábatasömu stóriðju lifir enn svo góðu lífi. Nærtækasta skýringin liggur að lík- indum í þeim samanburði sem gera má á endurnýjanlegum orku- lindum eins og fallvötnum og orku- lindum sem ekki eru það - eins og olíulindir. En það er fleirasem vert er að líta á í því sambandi. Vítahringur hagsmuna- streitunnar Ég vék hér að ofan aö því hvern- ig hagsmunir vissra sérfræöinga- hópa og verktaka tengjast stefn- unni í þessum málum. En það er fleira sem hangir á hagsmunaprik- inu: Samhliða því að draumurinn um að sækja gull í greipar fossanna og stóriðjuveranna náði sterkari tökum á almenningi breyttust að- stæður á markaðstorgi stjórnmál- Sú samtvinnaða stóriðju- og stórvirkjanastefna, sem hefur verií ffylgt, ber vott um skilningsleysi á mörgum grundvallareinkenn >um á tækni- og þjóðfélagsþróun vorra tíma. Það ætti að ver« orðið Ijóst fyrir löngu að á þeirri leið munu engir velmegunar- draumar rætast - hún liggur nefnilega norður og niður. anna. Þeir sem leituðu þar fjölda- fylgis, stjórnmálamenn í atkvæða- leit, fóru að sjá þann kost vænstan að boða hið nýja fagnaðarerindi og gerast stóriðjupostular. Blekking- avefurinn styrkist því í hinum gagn- kvæmu samskiptum stjórnmála- mannanna og kjósenda. Þeir eru nú komnir í eins konar vítahring sem erfitt verður að brjótast út úr. Þetta hefur að sínu leyti leitt til þess sem gerst hefur með stefnu flokk- anna í þessum málum. Gagnrýnið viðhorf var ekki lengur vænlegt í kosningabaráttu. Nú eru hins vegar svo ískyggi- legar blikur á lofti að einhverra breytinga má e.t.v. vænta í þessu. Tap og meira tap Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn er rekin með tapi síðustu árin. Samt fær hún gufuaflið sem hún notar á u.þ.b. hálívirði. Álverið tapar þrátt íyrir hið lága orkuverö sem það greiðir. Úti í heimi er verið að loka álverum og nýlega voru fregnir í blöðum um gjaldþrot öflugrar álsamsteypu í Bandaríkjunum. En hérá landi eru hörkuumræður í gangi um staðar- val fyrir íslenskt álver! Seni betur fer hafa engar ákvarðanir verið teknar. Málmblendiverksmiðjan á I Grundartanga hefur veriö rekin með vaxandi tapi síðan hún hóf starfsemi fyrir þremur árum. Samt fær hún rafmagn langt undir kostn- aðarverði. Fjármagnskostnaður reyndist hærri en búist hafði verið við og markaðurinn mun lakari. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra lýsti ástandinu þar á bæ með svo- felldum orðum í umræðunum um vantraust á ríkisstjórnina fyrir skömmu: „Ríkið verður nú með fárra mánaða millibili að útvega tugi miljóna í erlendum rekstrar- lánum til að halda verksmiðjunni gangandi. í september var með- lagið frá ríkinu um 38 miljónir króna og næsta meðlagsgreiðsla, sem leggja þarf fram þegar í þessari viku, nemur um 26 miljónum króna - allt fengið að láni er- lendis.“ Varla þarf lengur blöðum um það að fletta að þarna hafa alv- arlegustu mistök okkar í fjárfest- ingu í orkúfrekum iðnaði átt sér stað. Þessi mistök verða þeim mun torskildari þegar áðurnefnd af- staða fyrsta meðeigandans í járn- blendifélaginu er höfð í huga - og raunar fór samdráttareinkenna í stáliðnaði að gæta fyrir meira en 20 árum síðan. (Málmblendi er notað í stál). Og nú stöndum viö frammi fyrir þeirri stóru spurningu hvort þessi saga muni endurtaka sig í sam- bandi við kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Stofnun hlutafélags um hana var heimiluð með lögum frá alþingi í vor. I athugasemdum með frumvarpinu kom fram að stofnkostnaður var áætlaður 750 miljónir króna á verölagi 1. mars sl., starfsmannafjöldi yröi um 130, og raforku ætti að kaupa á 15 aura kwh fyrstu 10 árin. I forsendum hagkvæmni útreikninganna var miðað við meðalverð 1525 dollara fyrir tonnið af framleiðsluvörunni. Þegar lagafrumvarpið var kynnt á alþingi var það komið niður í 1200- 1350 dollara en er nú í 800-900. Kísilmálmur er notaður í álsteypu og siliconiðnaði. Hér ber allt að sama brunni og áður í áformum um orkufrekan iðnað. Fá ný atvinnufyrirtæki skapast og þau kosta offjár. Raf- orkuna á að kaupá undir kostn- aðarverði. Framkvæmdir á að fjár- magna með erlendum lánum eins og þá virkjun sem verður að fylgja í kjölfarið. Og markaðshorfurnar eru vægast sagt ískyggilegar. En lokaákvörðun alþingis er eftir í þessu máli að fenginni skýrslu og tillögum frá stjórn hlut- afélagsins sem fékk 25 miljónir til frekari undirbúnings- og hag- kvæmniathugana. En ugg vekja þær fréttir sem borist hafa frá henni að undanförnu. Þannig segir í frétt sem hún sendi DV vegna skrifa blaðsins um að hugmyndir væru

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.