Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 21. janúar 1983 „Þingmannavísir" er lausnaroröið í kjör- dæmamálinu. Deilitalan sem fulltrúar allra flokka eru sammála um að leiði til æskilegs jafnvægis í þingmannatölu þeirra í öllum kjördæmum. Af umræðu undanfarinna daga má ráða, að á Alþingi séu flestir á því, að afgreiða skuli í það minnsta þann hluta stjórnarskrárinnar sem snýst um kjördæmamálið þegar á þessu þingi, annað megi bíða næsta þings. Rök Al- þýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins fyrir því eru fyrst og fremst þau, aö kynna þurfi hinn almenna hluta stjórnarskrárinnar rækilega fyrir almenningi og koma af stað almennum umræðum um svo mikilvægt mál sem hún er. Að mati margra er spurningin núna fyrst og fremst sú hvort kosningar fara fram í apríl, án þess að stjórnarskráin hafi verið afgreidd. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að „Þingmannavísir" sé lausnarorðið í kjördæmamálinu. „Þingmannavísir” er lausnin eða í júní, að stjórnarskránni afgreiddri. Þetta skiptir talsverðu máli, sérstaklega hvað varðar kjördæma- og kosningamálin. Ástæð- an er sú, að verði þau ekki samþykkt á yíir- standandi þingi er ekki hægt að kjósa sam- kvæmt nýjum reglum fyrr en í þriöju kosning- um héðan í frá. Fræðilega séð gætu verið átta ár í þau. Forystumenn flokkanna gera sér grein fyrir þessu, og eftir að þeir höfnuðu endan- lega Lagúe reglunni við útreikning á at- kvæðamagni bak við hvern kjörinn mann, sem var til umræðu fyrir áramót, náðist sam- komulag sem þeir eru allir sáttir við. Það var nefnilega Ijóst, að hefði átt að ná algjöru jafnvægi í þingmannatölu milli kjör- dæma og auk þess að fá samræmi milli at- kvæðahlutfalls hvers flokks og fjölda kjör- inna þingmanna, hefi orðið að fjölga þing- mönnum upp í 120 og auk þess fækka lands- byggðarþingmönnum verulega. Á það gat enginn fallist. Þaö varð því úr, að áfram verður að notast viö D’hont deiliregluna við úthlutun þing- sæta, sem var fyrst og fremst krafa Sjálfstæð- isflokksins. Aðal rök hans gegn Lagúe regl- unni voru ■ að miðað við úrslitin í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík í fyrra sé hún mjög óheppileg fyrir fíokkinn. F ramsóknarmenn fengu því hinsvegar framgengt, að flestir uppbótarþingmenn eru bundnir við Reykjanes og Reykjavík. Það þýðir í rauninni, aö uppbótarjsingsætunum verður fækkað úr 11 í 10 og fjögur ætluð Reykjavík, fjögur Reykjanesi, eitt Akureyri og einu verður úthlutað eftir búsetuhlutfalli. Það kemur þannig út, að haldi t.d. áfram að fjölga í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur á kostnað hennar endar með því að þetta þingsæti flyst yfir í Reykjaneskjördæmi. Með þessu móti heldur Framsóknarflokk- urinn þingsætum sínum að mestu miðað við óbreytt fylgi, en fá uppbótarsæti hafa yfirleitt fallið honum í skaut. Þó má reikna með því, að Framsóknarflokkurinn missi einn til tvo þingmenn í dreifbýlinu. Með hinni nýju reikniaðferð kemur nefnilega ekki til greina, að einn flokkur hljóti 60% þingsæta út á 40% atkvæða eins og gerðist hjá Fram- sóknarflokknum í Norðurlandskjördæmi vestra í síðustu kosningum. Fulltrúar Alþýðubandalagsins og Sjálf- Ringulreið í Washington rýrir traust á Reagan í næstu viku leggur Reagan Bandaríkja- forseti fram nýtt fjárlagafrumvarp. Undir- búningur þess hefur gengið með slíkum harmkvælum, að bandarísk blöð tala um að ringulreið og skelfing ríki í stjórnarskrifstof- unum í Washington. Ástæðan sé að forsetinn neiti að viðurkerina staöreyndir og skipi starfsliði sínu og ráðherrum að framkvæma ógerlega hluti. Kjörtímabil Reagans er nú hálfnað, og við blasir að stefna hans í efnahagsmálum og fjármálum hefur í meginatriðum reynst röng. Samkvæmt áformum forsetans átti afturbati í atvinnulífinu að komast vel á veg á liðnu ári. Auknum umsvifum fyrirtækja og vaxandi neyslu einstakiinga fylgdu svo hækkandi rík- istekjur, sem nægðu til að þurrka út hallann á ríkissjóði. Allt hefur farið á þveröfugan veg. Hagtöl- Ronald Reagan ur birtar í gær bera með sér að árið 1982 dróst þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna saman um 1.8 af hundraði og atvinnuleysi komst veru- lega yfir tug milljóna manna. Afturkippurinn í hagkerfinu er því orðinn hinn mesti á fjórunt áratugum. Og það alvarlegasta er, að engin leið er að sjá fyrir endann á efnahagsþrengingunum. Forsetanum og samstarfsmönnum hans hefur tekist að þrýsta niður verðbólgu, en það kem-' ur að Iitlu haldi, þegar bandarískt hagkerfi og stjórnvöld í Washington eru að öðru leyti í efnahagslegri sjálfheldu. Vaxtalækkun samfara minnkandi verð- bólgu hefur alls ekki nægt til að ýta undir aukna fjárfestingu og atvinnuumsvif. Kemur þar til vaxandi greiðsluhalli ríkissjóðs, sem aftur stafar fyrst og fremst af aðgerðum Reagans fyrsta árið sem hann sat að völdum. á fékk forsetinn lögfesta stórfelida skatta- lækkun í þrem áföngum. Jafnframt var á- kveðið að hækka að miklum mun fjárveiting- ar til landvarna, einkurn kjarnorkuher- væðingar. Samkvæmt framboðshagfræðinní. sem forsetinn og nánustu ráðgjafar hans aðhylltust, átti þetta að koina heim og saman. Skattalækkunin skyldi örva hjól at- vinnulífs og kaupsýslu svo fé streymdi í ríkis- sjóð til að standa straum af vígbúnaðinum. Stefna Reagans reyndist skýjaborgir einar. Hernaðarútgjöldin eru meginástæðan fyrir vaxandi halla á ríkissjóði, sem fyrirsjáanlegt er að fer yfir 200 milljarða dollara á næsta fjárhagsári, sé ekki gripið hart í taumana í ríkisfjármálum. Þar næsta ár má gera ráð fyrir að hallinn nemi að öllu öðru óbreyttu 300 milljörðum dollara. Rekstrarhalli ríkisins veldur því svo, að ógerlegt hefur reynst að koma vöxtum niður til jafns við lækkun verðbólgu. Ríkið tekur til sín bróðurpartinn af fáanlegu lánsfé, oghorf- urnar á að hallinn aukist enn magna efa- stæðisflokksins höfðu fengið það í veganesti frá flokksmönnum sínum að þeir mættu sam- þykkja fjölgun þingntanna allt upp í 69 þing- menn. Það var því auðvelt að samþykkja ósk Alþýðuflokksins um 63 þingmenn, en auk þess var það krafa Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins, að þeir þyrftu ekki að ótt- ast tap á mönnum úti á landsbyggðinni. Enda fækkar kjördæmakjörnum mönnum þar ekki, fjölgar hinsvegar í þéttbýlustu kjör- dæmunum. Par kom svo „þingmannavísirinn“ tíl sög- unnar. Hann er fundinn með því að deila með fjölda þingsæta í hverju kjördæmi fyrir sig upp í fjölda kjósenda. Utkoman er síðan not- uð til að úthluta þingsætum. Til glöggvunar skal sett upp dæmi. Við hugsum okkur, að í kjördæmi þar sem eru fimm þingsæti séu 10 þúsund kjósendur, og úrslit úr kosningunum verði sem hér segir: Flokkur X fær 4300 atkvæði Flokkur Y fær 2500 atkvæði Flokkur Z fær 1900 atkvæði Flokkur Þ fær 1300 atkvæði Með gömlu reikniaðferðinni hefði skipting þingsæta orðið þannig: X = 1. maður, 3. maður og 5. maður Y = 2. maður Z = 4. maður Þ = enginn maður kjörinn. Með „þingmannavísinum", sem hér er 2000, yrði útkoman hinsvegar þessi: X = þingmannavísir 2,15, tveir menn kjörnir Y = þingmannavísir 1,25, einn maður kjörinn Z = þingmannavísir 0,95, einn maður kjörinn Þ = þingmannavísir 0,65, einn- maður kjörinn Munurinn er sá, að þegar komið er undir töluna 1 fær sá flokkur næsta mann, sem hef- ur þingmannavísi næst einum - og svo koll af kolli. Með þessu móti eru hagsmunir minni flokka semsé tryggðir, en líka gengið til móts við stærri flokkana. En í framhaldi af þessu hefur skotið upp spurningunni um það, hvort VFIRSVIM semdir um efnahagslegan afturbata. At- vinnureksturinn miðar því ákvarðanir sínar við þrengingatímabil svo langt fram sem séð verður. Hávextirnir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að draga til landsins fjármagn frá Evr- ópu, stjórnum Vestur-Evrópuríkja til hrell- ingar. En þegar það fer saman að vextir á bandarískum lánsfjármarkaði þokast niður á við og greiðsluhalli í utanríkisviðskiptum Bandaríkjanna eykst fram úr öllu valdi, þverr fjármagnsstraumurinn frá Evrópu og gengi dollarans tekur að lækka. Þetta setur banda- rísk stjórnvöld í eina klípuna enn, stuðli þau að vaxtalækkun, sem bandarískt atvinnulíf þarf tvímælalaust á að halda, efna þau um leið til verulegrar lækkunar á gengi dollarans. 'Við undirbúning fjárlagafrumvarpsins hafa horfurnar á risavöxnum greiðsluhalla ríkis- sjóðs skelft bæði embættismenn Reagans og þingmenn. Starfsmenn forsetaskrifstofunnar í Hvíta húsinu riðu á vaðið og fluttu forsetan- um ótíðindin. Þeirra ráð voru að gera hvort- tveggja í senn, auka tekjur, jafnvel með því að taka aftur áður ákveðna skattalækkun, og skera niður útgjöld, þar á meðal til land- varna. Forsetinn vísaði öllu slíku tali á bug, sín stefna væri mótuð í eitt skipti fyrir öll. Verkefni starfsmanna sinna væri að fram- kvæma hans stefnu út í æsar en ekki koma og heimta frávik og undanslátt frá hinu eina retta. Embættismennirnir reyndu þá að beita fyrii sig þingmönnum til að reyna að sýna forset- anunt fram á raunverulegar aðstæður og kosti, en það fór á sömu leið. Nánasti vinur Reagans á þingi, Paul Laxalt öldunga- deildarmaður, sagði fréttamönnum, að for- setinn væri „eins og greyptur í steinsteypu", þegar hann kom á fundi um fjárlögin. Mesta athygli hefur þó vakið á síðustu vik- um, að þeir tveir öldungadeildarmenn úr JpSsturinn þetta kerfi riðlist ekki gersamlega fj ölgi fram- boðum verulega, t.d. upp í sjö. Talnaglöggir menn og menn með pólitískt nef, tóku sig því til og settu upp kosningaúr- slit með hliðsjón af úrslitum úr skoðanakönn- unum DV í haust, en gerðu þó ráð fyrir sjö framboðum. Niðurstaðan varð sú, að þessi nýja reikniaðferð stóðst prófið, þótt vitan- lega mætti hugsa sér öfgakennd úrslit þar sem mikill þingstyrkur, sem ekki væri hægt að jafna með uppbótarþingsætum, fengist í litl- um kjördæmum. Enn er þó eftir að ná samkomulagi um ýmis atriði varðandi kjördæmamálið. Eitt þeirra er spurningin um það hvort Alþingi á að vera ein málstofa, annað er lækkun kosningaald- urs niður í 18 ár. Líkur eru þó á því, að um þetta náist samkomulag. Meiri óvissa er um það hvort flokkur sem fær einn mann kjörinn í kjördæmi á að fá uppbótarmann, og eins það hvort setja á þá reglu, að enginn flokkur fái mann kjörinn nema hann nái 5% at- kvæða. Þessi regla gildir víða um lönd en er að margra mati hæpin hér. Hún þýddi, að ein- staklingsframboð kæmu ekki til greina, nema helst í Reykjavík. 5%-reglan er þó mikilvæg að mati margra verði þróunin sú, að smá- flokkum fari að fjölga eins og ýmislegt bendir til að geti gerst í náinni framtíð. Margir smá- flokkar geta nefnilega leitt til þess að enn erfíðara verði að mynda ríkisstjómir í fram- tíðinni en verið hefur um skeið, og er þá langt til jafnað. Verði hinsvegar ofaná hugmyndir um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmd- avalds skiptir ekki máli hvað flokkarnir eru margir. í rauninni yrði það þá þeim mun meiri styrkur fyrir lýðræðið sem flokkarnir yrðu fleiri- þeim mun fleiri sjónarmið fengju þá að heyrast á Alþingi. Enda þótt þessi mál séu ennþá í lausu lofti er þetta þó kjarninn í því sem er að gerast í kjördæmamálinu þessa dagana. En það mun varla líða á löngu þar til þessi mál og stjórnar- skrármálið í heild verði tekið til umræðu á Alþingi. Þá mun það fljótlega skýrast hvort þessar nýju reiknireglur taka gildi þegar á þessu ári - eða kannski eftir átta ár. Repúblikanaflokknum, sem líklegastir eru til að sækjast eftir forsetaembættinu gefi Reag- an ekki kost á sér til endurkjörs, eru teknir að bæra á sér. Robert Dole hefur lýst yfir opin- berlega óánægju sinni með hversu Reagan heldur á málum. Howard Baker, leiðtogi repúblíkana í Öldungadeildinni, hefur geng- ið enn lengra. Hann lýsti því yfir að yfirstand- andi kjörtímabil yrði sitt síðasta þar í deildinni. Jafnframt gaf hann til kynna, að yrði Reagan ekki í kjöri á ný, myndi hann sækjast eftir forsetaútnefningu flokks síns. Fram til þessa hefur Reagan forðast að láta nokkuð uppi um áform sín eftir að yfirstand- andi kjörtímabi! er úti. Ummæli Bakers og fleiri repúblikana knýja á að hann geri upp hug sinn fyrir vorið, svo flokkurinn hafi gott ráðrúm til að velja sér annan frambjóðanda, ef til þess kemur. Fréttamenn í Washington halda því fram, að ringulreiðin í ríkisstjórn Reagans sé orðin slík, að vandséð sé að hann geti gert sér í hugarlund að koma málum í það horf, að nokkur von sé til að ná endurkjöri. James Reston, hinn gamalreyndi Washingtonfrétta- ritari New York Times, tekur einna dýpst í árinni. Hann segir, að reynslan af Reagan í Hvíta húsinu hafi orðið nákvæmlega sú sama og meðan hann var fylkisstjóri í Kaliforníu. Forsetinn hafi aldrei verið foringi né leiðtogi, heldur áferðarfallegur talsmaður tiltekinna viðhorfa. Hann skorti bæði vilja og getu til að kynna sér mál til hlítar og móta samfellda, gerhugsaða stefnu. Nú er svo komið að dómi Restons, að vona verður að ráðherrar Reagans og leiðtogar á þingi taki saman höndum tii að bjarga því sem bjargað verður. Af forsetanum sé einskis að vænta sem úrslitum rdði til að svara kröf- um tímanna. Þegar þar að kemur rís hann úr sæti, veifar góðlátlega í kveðjuskyni og held- ur heim til Kaliforníu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.