Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 13
irinn ^östudagur 21. janúar 1983 13 Þá var ennfremur samið um 12 daga orlof, og að orlofslög skyldu sett. Helstu áfangar í verkalýðsbaráttunni, sem ég tel mig hafa átt nokkurn þátt í, aðrir en kaupbaráttan, og mér þykir vænst um, snerta tryggingamál. Eg nefni þar atvinnuleysis- tryggingarnar 1955, sjúkrasjóði verkalýðsfél- aganna 1961 og almennu lífeyrissjóðina 1969. Samningar og lög um þessi atriði hafa gjör- breytt afkomuöryggi verkafólks þegar eitthvað á bjátar, og þessi réttindi verða ekki af því tekin“. Verkalýðsflokkur? - En svo við snúum okkur að stjórnmála- ferlinum. Þú fórst á þing fyrir Alþýðubanda- lagið, verkamaður og gamall baráttumaður af fremstu vígstöðvum verkalýðsbaráttunn- ar. Flokkurinn hefur hinsvegar verið sakaður um að fjarlægjast verkafólkið stöðugt meir. ,sJá, það er umdeilanlegt hvort forystu- menn í verkalýðsfélögunum eiga jafnframt að vera þingmenn og verður alltaf. En vera mín á Alþingi hefur ekki orðið til þess að Dagsbrún bíði neinn hnekki af. Það er þvert á móti skoðun mín, að verka- lýðsflokkunum sé það nauðsyn að hafa slíka menn inni á Alþingi, ég held það hljóti að styrkja þingflokkana". - Er ekki Alþýðubandalaginu mestmegnis stjórnað af „menntamannaklíkunni"? „Nei, alls ekki. Auðvitað geta verið skipt sjónarmið milli þessara þjóðfélagshópa, en mín skoðun er sú, að í verkalýðsflokki eigi sjónarmið verkafólksins að vera alls ráðandi". - Er Alþýðubandalagið ennþá verkalýðs- flokkur? „Já, það tel ég vera. En aðstæður hafa breyst. Verkafólk er ekki sú stærð og það afl i þjóðfélaginu sem áður var og það hefur áhrif inn í pólitísku flokkana". - Verkalýðsbaráttan nú og á síðustu tím- um. Hvaða augum lítur þú hana? „Mér mislíka mest þessi sérhagsmuna- sjónarmið og háu kröfur einstakra hópa, sem stundum eru markaðar tillitslausri eigingirni. En sá blær hjálpseminnar sem að mínu viti verður alltaf að vera aðall verkalýðshreyfing- arinnar er ekki jafn sterkur og áður var. Inni- haldið í baráttunni hefur tekið á sig annan svip og þá þróun er ég ekki sáttur við. Ef samhjálpin - við eigum ekki til annað orð yfir solidarity - og áhersla á kjör þeirra sem eru lakast staddir eru ekki í fyrirrúmi erum við ekki á réttri leið“. Samviska allra ríkisstjórna - Tengsl Alþýðubandalagsins og Alþýðu- sambandsins, verkalýðshreyfingarinnar, hafa líka oft verið gagnrýnd. Það að verka- lýðshreyfingin hefur sýnt hægri stjórnum klærnar en verið þolinmóð við vinstri stjórn- ir. Hver er þín skoðun á þessu? „Það hefur alltaf verið mín skoðun, að verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera háð pó- litísku flokkunum. Hún eigi áð vera óháð þeim en hinsvegar að hafa samstarf við verkalýðsflokkana. Á sama hátt á verkalýðs- hreyfingin að taka sjálfstæða afstöðu, hún getur ekki leyft sér að hafa eina afstöðu í dag og aðra á morgun. Ég hef sagt það áður og ég get sagt það enn, að ég held að verkalýðshreyfingin eigi að vera samviska hvaða ríkisstjórnar sem er. Og það er eðlilegur hlutur, að það hljóti að vera nokkur aðstöðumunur eftir því hvort við völd er ríkisstjórn vinsamleg verkalýðs- hreyfingunni eða fjandsamleg henni. Það liggur í augum uppi, að sé fjandsamleg ríkis- stjórn við völd hljóti afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar að vera harðari". - En ert þú sjálfur jafn róttækur enn og hérna áður fyrr? „Ég tel mig nú vera það. En tímarnir breytast og mennirnir með. Hvorttveggja er, að ég h'eld ég hafi aldrei verið neitt sérstakt efni í byltingarmann, og eins hitt að ég er ekki ungur lengur og viðhorf mín eru kannski þess vegna önnur. Hinsvegar hef ég gaman af að fylgjast með ungum og reiðum mönnum ef reiði þeirra beinist í jákvæðan farveg. Eftir sem áður er það þó mín bjargfasta skoðun, að dægurbaráttan, þessi frumstæða hagsmunabarátta, geti aldrei verið neitt tak- mark í sjálfu sér. Enn sem fyrr er það mín skoðun, að takmark verkalýðshreyfingarinn- ar á íslandi þurfi að vera það að alþýðan hafi óskoruð völd yfir landi sínu öllu og auðæfum þess“. Eftir meira en hálfrar aldar baráttu í fremstu víglínu verkalýðshreyfingarinnar er Eðvarð Sigurðsson „viðloðandi" skrifstofu Dagsbrúnar, eins og hann orðar það kominn hátt á 73. ár. Hann getur ekki slitið sig frá því sem segja má að hafi verið lífsstarf hans um- fram flest annað - og það sem halda mun nafni hans á lofti. Við kveðjum hann þar sem hann situr undir stóra rauða Dagsbrúnarfánanum, slær úr pípu sinni í öskubakka sem er afskorin strokkur úr vél og getur litið með ánægju yfir lífsstarfið. Hann hefur átt þátt í að ná fram mörgum hagsmunamálum verkafólks. En hann ber ekki ábyrgð á neyslu- og kapp- hlaupsþjóðfélagi nútímans. Þeir sem stóðu í fylkingarbrjósti í verkalýðsbaráttu kreppuár- anna stefndu ekki að slíku þjóðfélagi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.