Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 9
9
-jpíSsturinn
Föstudagur 21.janúar1983
Dönsk mannúð í Reykjavfk
Gísli Agúst Gunnlaugsson:
Ómagar og utangarðsfólk.
Fátœkramál Reykjavíkur 1786-
1907
Sögufélag 1982.
Þetta er fimmta ritið í rit-
röðinni Safn til Sögu Reykjavík-
ur, gefið út af Sögufélagi með
styrk frá Reykjavíkurborg og
fjallar um framfærslu fátækra í
Reykjavík frá 1786-1907. Verkið
er að hluta byggt á ritgerð höf-
undar til BA-prófs í íslandssögu
frá Háskóla Islands um fram-
iærslumál á íslandi 1870-1907 og
kandídatsritgerð hans um fram-
færslu í Reykjavík og Seltjarn-
arneshreppi frá 1786-1847 frá
sama skóla.
Af hverju velur höfundur þetta
tímabil? Fyrri viðmiðunin liggur í
augum uppi. Áriðsem Reykjavík
varð kaupstaður, en í lokaorðum
kemurfram, að miðaðer við 1907
af því að þá gekk í gildi ný löggjöf
um bæjarstjórn Reykjavíkur og
ný fátækralög komu til fram-
kvæmda. í lokaorðum segir enn-
fremur: „Eftir 1907 dró smánt
saman úr umfangi framfærslunn-
ar, ekki einasta í Reykjavík,
heldur á landinu öllu. Þessu réðu
m.a. breyttar þjóðféiagsástæður í
kjölfar fjölbreyttari atvinnu- og
búsetuhátta, en ekki hvað síst, að
á fyrstu áratugum þessarar aldar
varð smám saman til vísir að al-
þýðutryggingakerfi sem tók yfir
ýmis þau verkefni sem fátækra-
framfærslunni hafði áður verið
ætlað að sinna.“ (bls. 179)
í formála segir höfundur til-
gang verksins fyrst og fremst „að
kanna stjórn fátækramála
Reykjavíkur, umfang framfærsl-
unnar, kostnaðinn við hana og
ekki síst mikilvægasta þátt fram-
færslumálanna, hagi þurfamanna
og félagslega stöðu þeirra." (bls.
VI) Höfundi tekst vel að ná
þessu marki, þótt lesandi hefði
þegið að fá að vita meira um síð-
asta þáttinn. Að vísu eru beinar
tilvitnanir í bréf þurfamanna til
yfirvalda, sem varpa Ijósi á þetta
atriði, en nota hefði mátt þessar
heimiidir meira til þess að skapa
heildarmynd af kjörum þurfa-
manna og um leið gera bókina
skemmtilegri lestur fyrir almenn-
ing.
Auk meginmarkmiðsins
kveðst höfundur leitast við að
kanna hvort þéttbýlismyndun og
þróun atvinnuhátta í Reykjavík
hafi greint framfærsluna þar frá
framfærslunni í öðrum héruðum
landsins. Bendir hann á ýmislegt
athyglisvert í því efni. Áður en
nánar er að því vikið er rétt að
gera stuttlega grein fyrir tveimur
tegundum framfærslu. I fyrsta
lagi voru niðursetningar, bjarg-
þrota fólk, sem sett var niður hjá
bændum eða öðrum húsráðend-
um í sínu framfærsluhéraði. í
öðru lagi voru bændur, sem gátu
ekki framfleytt sér og sínum og
fengu sveitastyrk til að komast á
réttan kjöl. Voru þeir nefndir
þurfabændur meðan þeir nutu
styrksins.
Gís.li Ágúst segir, að minni til-
hneiging hafi verið í Reykjavík
en annars staðar á landinu að
leysa upp fjölskyldur og setja þær
niður. Hafi fremur verið reynt að
styðja við bakið á þeim í von um
að þær yrðu sjálfbjarga á ný.
Nefnir hann tvær skýringar á
þessu. Önnur er í beinunt tengsF
um við þéttbýlismyndun. I
dreifbýlinu lá beint við að setja
menn niður, þar var heimilið
framfærslueining, allt starf fór
fram innan þess og bændur gátu
nýtt vinnuafl niðursetninganna
væru þeir vinnufærir á annað
borð. í þéttbýli var fjölskyldan
neyslueining, fólk sótti atvinnu
utan heimilisins og skilyrðin til
niðursetu voru önnur, a.m.k.
þegar vinnufærir einstaklingar
áttu í hlut.
Hin skýringin er mjög athyglis-
verð, en hún er sú að forstöðu-
menn fátækramála í Reykjavík
hafi haft ríkari skilning á högum
bjargþrota fólks og hlutskipti
heldur en sveitastjórnir annars
staðar á landinu. Höfundur segir
að vísu, að framkvæmd fátækra-
mála hafi verið með líkum hætti í
Reykjavík og Seltjarnarnes-
hreppi meðan þeir aðilar höfðu
samstarf um hana, eða fram til
1847. Þó kemur fram, að 1822 var
tekið upp það nýmæli að kröfu
borgara Reykjavíkur, að skipuð
var fátækranefnd sniðin að
lögum, sem giltu um framkvæmd
fátækramála í dönsku kaupstöð-
um. Því miður er ekkert nánar
vikið að þessunr dönsku lögum,
þótt fróðlegt hefði verið að vita
hve frábrugðin þau voru þeim,
sent hér giltu. Gísli Ágúst tekur
nokkur dæmi um mannúð fátækr-
anefndarinnar, flest frá árunum
fyrir 1847, og ekki keniur fram
hvað breyttist í viðhorfi Reykja-
víkur til þurfamanna við skiln-
aðinn frá Seltjarnarneshreppi.
Segir að fátækranefndin hafi ekki
sýnt utansveitarþurfamönnum
eins mikla hörku og títt var ann-
ars staðar og höfundur kveðst
ekki hafa fundið dæmi þess að í
Reykjavík hafi tíðkast sú
ómannúðlega aðferð að halda
einskonar uppboð á þurfa-
mönnurn og fela þá umsjón þess,
sem lægsta meðlagsins krafðist úr
sveitarsjóði.
í niðurstöðum segir Gísli Ág-
úst: „Það virðist óhætt að fullyrða
að þannig hafi málefni þurfa-
manna einatt mætt meiri skilningi
hjá fátækranefndarfulltrúum í
Reykjavík, en hjá hreppsstjórn-
armönnum víðast annars staðar á
landinu." (bls. 178) Þetta er hóg-
vær ályktun. Efni bókarinnar
gefur tilefni til að taka dýpra í
árinni og halda því fram varnagl-
alaust að svo hafi verið, einkum
fyrir dönsk áhrif, sém bárust
hingað ineð Dönum, sem hér
bjuggu og eftir öðrum leiðum. Er
þetta athyglisverðasta niðurstaða
bókarinnar og sýnir, að ekki
þáðu íslendingar ilit eitt frá Dön-
um á 19. öld.
Gísli Ágúst gerir ekki grein
fyrir því hvernig fátækrafram-
færslu var háttað í Danmörku,
sem þó yirðist liggja beint við þar
sem ísland var hluti Danaveldis á
tímabilinu, sem hann fjallar um.
Ekki er heldur nefnt hvernig
framfærslunni var háttað í öðrum
nágrannalöndum þótt slíkur
samanburður hefði veriö fróð-
legur til að átta sig á hvar íslend-
ingar stóðu miðað við þær.
Frágangur bókarinnar frá
hendi höfundar er nokkuð fljót-
færnislegur og bendir til að hann
hafi verið í tímahraki. Til dæmis
má nefna óþarfaendurtekningar
eins og þegar sagt er þrisvar sinn-
um með stuttu millibili að þurfa-
mönnum í Reykjavík hafi fækkað
vegna breyttra atvinnuhátta. Of
oft er sagt að eitthvað verði rætt
nánar síðar. Slíkum innskotum
verður að stilla í hóf, ekki síst þar
sem höfundur getur þess sjaldan
hvar í bókinni viðkomandi atriði
verði rædd aö nýju. Ergir þetta
forvitinn lesanda. Einnig kemur
fyrir að höfundur vekur spurn-
ingar, sem hann lætur ósvarað.
Til dæmis má nefna dönsku lögin
um fátækranefndirnar, sem rædd
eru hér að ofan.
Við unrræður um kjör þurfa-
manna ,eru fjárhæðir nefndar í
ríkisdölum og skildingum án þess
að reynt sé að gefa lesanda við-
miðun, en án viðmiðunar segja
slíkar tölur ekkert. T.d. hefði
mátt geta um verð á helstu lífs-
nauðsynjunt þá og nú eða verð á
búpeningi. Slík viðmiðun er
auðvitað aldrei hárnákvæm, en
betri en engin.
Þegar höfundur sest niður til
að semja rit sem þetta, hlýtur
hann að ákveða hvort hann ætlar
að koma fram í fyrstu persónu
eða ekki. Gísli Ágúst virðist hafa
ákveðið að nota ekki fyrstu pers-
ónu, enda er það sjaldan gert í
fræðiritum, en á bls. 115 kemur
fornafnið ég allt í einu eins og
skrattinn úr sauðarleggnum.
Tilvísanir til heimilda eru
vandaðar og auðveit að átta sig á
hvaðan höfundur hefur vitneskju
sína. Eitt athugavert smáatriði
má þó nefna. Um fátækrareglu-
gerð 1834 og nýja sveitastjórn-
arlöggjöf á Islandi er ekki vitnað í
frumheimildir, heldur bók Lýðs
Björnssonar, Saga sveitastjórnar
á íslandi I, Rvk. 1972. Er hér alls
ekki verið að varpa rýrð á Lýð
eða rit hans, heldur vekja athygli
á þeirri meginreglu að leita til
frumheimilda, þegar þær eru
fyrir hendi.
Það ber að fagna bók Gísla Ág-
ústs. Hún fjallar um efni sem allt
of lítill sómi hefur verið sýndur til
þessa, um þá, sem minnst mega
sín í þjóðfélaginu. Oft er kvartað
undan því, þegar sagnfræði ber á
góma, að þessi hópur þjóðfélags-
þegna hafi orðið útundan, en
skýrt með því að heimildir séu af
skornum skammti. Sem beturfer
er þessi skýring ekki alltaf rétt,
eins og ljóst kemur fram af riti
því, sem hér er til umræðu. Gísli
Ágúst hefur fundið heimildir ein-
mitt um þennan hóp og gefur
skýra mynd af stöðu hans í
þjóðfélaginu. Hann vinnur vand-
lega úr frumheimildum, sem eru
undirstaða bókarinnar, bréfa- og
gjörðabókum fátækranefndanna
og öðrum gögnum, einkum í
borgarskjalasafni, sem fjalla um
fátækramál tímabilsins. Er mikill
fengur að slíkum rannsóknum og
útgáfu á niðurstöðum þeirra, en
sagnfræðingar ættu að hafa það f
huga, að framsetning sem höfðar
til almennings þarf ekki að vera á
kostnað fræðimannlegrar ná-
kvæmni.
I bókinni eru margar töflur og
línurit, til stuðnings textanum og
er hvorutveggja vel unnið og
varpar skýrara ljósi á viðfangs-
efnið.
Allur ytri frágangur bókarinn-
ar er til fyrirmyndar, myndir sýna
vel umhverfið, sem fjallað er um.
Sérstakiega ber að geta kápu-
myndarinnar, sem er ótrúlega
heillandi, en það er Kolaburður
eftir Guðmund Thorsteinsson
(Mugg), máluð 1919 og í eigu
Listasafns íslands.
Þótt þurlamenn í Reykjavík
hafi ekki átt eins mikilli harð-
neskju að niæta og annars staðar á
landinu, voru kjör þeirra ömur-
leg. Fólk sótti ekki um sveita-
styrk, fyrr en hungurvofan var
komin inn að rúmgafli. Menn
urðu bjargþrota af ýmsum orsök-
um t.d. vegna aflabrests, slæms
tíðarfars og veikinda, og börn og
gamalmenni sem misstu fyrir-
vinnuna urðu að leita á náðir hins
opinbera. Þykir ómannúðlegt nú
á dögum, að þeir sem þáðu
sveitastyrk misstu persónuleg
réttindi eins og kosningarétt. Var
það ekki fyrr en 1934, sem
sveitastyrkþegar fengu að kjósa.
Þótt undan mörgu megi kvarta
í nútímaþjóðfélagi, færir bók
Gísla Ágústs okkur enn einu
sinni heim sanninn um, að við
erum á réttri leið.
Sólrún B. Jensdóttir.
* ir * ★ framúrskarandl
★ ★ ★ ág*t
★ ★ góð
★ þolanleg
0 léleg
llíÓÍll
Stjörnubíó:
Snargeggjað (Stir Crazy). Bandarísk, árgerð
1981. Handrit: Bruce Jay Friedman.
Leikendur: Gene Wilder, Richard Pryor.
Leikstjóri: Sidney Poitier.
Peir Wilder og Pryor eru bráðskemmtilegt par í
þessari „snargeggjuðu" sogu um tvo náunga
frá New York, sem freista gæfunnar í Kaliforníu
en lenda i fangelsi i staðinn. Frammistaða aðal-
ieikaranna er reyndar mun betri en efni standa
til. handritiö og leikstjórnin missa dampinn eftir
miðbik myndarinnar, en þeir Pryor og Wilder
eru i stuði allt til loka.
-ÁÞ
Allt á fullu með Cheech og Chong (Nice
Dreams). Bandarisk kvikmynd. Leikendur.
Thomas Chong, Cheech Marin, Stacey Keach.
Leikstjóri: Thomas Chong.
Hver kannast ekki við ærslabelgina og háðfug-
ana tvo með síða hárið og djoíntið í trantinum.
Hér eru þeir komnir í nýrri mynd með nýjum
ævintýrum, sem kitla taugarnar, hláturtaugarn-
ar.
Tónabíó: *
Moonraker (Tunglrakarinn). Bresk kvik-
mynd, árgerð 1979. Handrit: Christopher
Wood. Leikendur: Roger Moore, Lois Chi-
les, Michel Lonsdale, Richard Kiel. Leik-
stjóri: Lewis Gilbert.
Bond-formúlan er alltaf söm við sig, en hér er
hún þó i slappara iagi vegna illa unnins og
ófrumlegs handrits. Bond er alltaf i eltingar-
leik um allan heim til þess að bjarga þessum
sama heimi frá eyðiieggingu. Steiþurnar eru
sætar, landslagið lika. Leikur er lítill, en
Bondfrikar skemmta sér sæmilega. Hinir
líka.
G.B.
Háskólabíó:
★
Með allt á hreinu. íslensk kvikmynd, árgerð
1982. Handrit: Ágúst Guðmundsson og
Stuðmenn. Leikendur: Stuðmenn, Grýlur,
Eggert Þorleitsson, Sif Ragnhildardóttir.
Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson.
Hin viðfræga íslenska söngva- og gleðimynd
gengur enn fyrir fullu húsi áhorfenda. íslensk
skemmtun fyrir allan heiminn.
Nýja bíó: * * *
Villimaðurinn Conan (Conan the Barbari-
an). Bandarisk, árgerð 1981. Handrit:
John Milius og Oliver Stone. Leikendur:
Arnold Schwarzenegger, Sandahl Berg-
man, James Earl Jones, Max von Sydow.
Leikstjóri: John Milius. Þetta er fyrst og
fremst ævintýramynd með hrottafengnum
húmor og minnir um margt á gullaldarbók-
menntirnar. Kvikmyndatakan er i betra lagi
og áhrifsmyndun góð, en leikurinn í myndinni
er jafn hryllilegur og myndin er hrottaleg.
- JAE
Fjalakötturinn:
Rokksvindlið mikla (The Great Rock and Roll
Swindle) Bresk kvikmynd. Leikendur: Sex Pist
ois og lestarrænínginn mikli Ronald Biggs.
Þrusugóð og skemmtileg pönktónlistarmynd
fyrir alla landsins unglínga. Sýnd kl. 3 og 5 á
laugardag og kl. 5, 7 og 9 á sunnudag.
Laugarásbíó * * *
Geimálfurinn E.T. Bandarisk kvikmynd, ár-
gerð 1982. Handrit: Melissa Mathison.
Leikendur: Henry Thomas, plastbrúða o.fl.
Leikstjóri: Steven Spieiberg.
Sagan segir frá Elliot Taylor (takið eftir upp-
hafsstöfunum) sem finnur geimveruna E.T. og
skýtur yfir hana skjólshúsi svo illir menn nái
henni ekki. Kvikmyndataka er einföld óg blátt
áfram. Myndáhrif koma mjög vel vel út, en eru
sjraeinfold I sjálfu sér og er það gott.
-JAE
★ ★ ★
Austurbæjarbíó:
Arthur. Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981.
Leikendur: Dudley Moore, John Gielgud.
Liza Minelli.
Gamanmynd með Óskarsverðlaun i farangrín-
um. Ungur piltur á ríkan föður og lifir hátt á hans
kostnað. I staðinn skal hann kvænast ungri
stúlku, sem á ríkan föður. En allt fer öðru visi en
ætlað er... Sprell og aftur sprell.
Bíóbær:
Að baki dauðans dyrum (Beoynd Death's
Door). Bandarísk kvikmynd, byggð á metsölu-
bók Dr. Maurice Rawlings. Leikendur: Tom
Hallick, Melind Naud. Leikstjóri: Henning
Schellerup.
Myndin er byggð á frásögnum fólks, sem hefur
séð handan dauðadyra. Ævar R. Kvaran flytur
stutt erindi áður en sýningar helgarinnar hefj-
ast. FlutningurÆvarshefstkl. 18.30 og kl. 21 á
laugardag og sunnudag.
Hrói Höttur. Skemmtileg barnamynd. Sýnd
ókeypis fyrir börnin á iaugardag og sunnudag
kl. 14 og 16.
MÍR-salurinn:
Á sunnudag kl. 16 verður sýnd hin opinbera
ólympiumynd frá OL í Moskvu árið 1980. Þar
verður reynt að koma andrúmsloftinu til skila,
bæði meðal áhorfenda og keppenda. Öllum
heimill aðgangur.
Bíóhöllin:
Flóttinn (Pursuit). Bandarisk kvikmynd, árgerð
1981. Leikendur: Roberl Duvall, Treat Wil-
liams, Kathryn Harrold. Leikstjóri: Roger Spott-
iswoode.
Maður heitir J.R. Meade. Hann sleppur undan
lögreglu á hreint alveg ævintýralegan hátt.
Myndin greinir frá þessum flótta og er hún
byggð á sannsögulegum heimildum.
Sá sigrar sem þorir. - Sjá umsögn í Listapósti.
*
Konungur grinsins (King of Comedy).
Bandarísk, árgerð 1982. Leikendur: Ro-
bert DeNiro, Jerry Lewis. Leikstjóri: Mart-
in Scorsese. í myndinni er sagt frá frímúrara,
sem ætlar sér að verða grinisti. Frimúrara?
Já, því hann vinnur ekki, er alltaf múraður og
á alltaf frí. Myndin er hundleiðinleg, langdreg-
in og ekki fyndin fyrr en i lokin, ef hægt er að
brosa út í annað að fimm mínútna Woody
Allen fyndni.
- JAE
Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Alec Gu-
inness, Ricky Schroder, Eric Porter. Leik-
stjóri: Jack Gold.
Hugguleg fjölskyldumynd um lítínn lávarð og
annan stærri. Jólamyndin i ár.
Bilþjófurinn (The Grand Theft Auto). Banda-
risk kvikmynd. Leikendur: Ron Howard,
Nancy Morgan.
Fjörug unglingagrínmynd i anda amerisku
veggskriftarinnar.
Snákurinn (Venom). Bresk kvikmynd, ár-
gerð 1982. Leikendur: Klaus Kinski, Nicol
Williamson, Oliver Reed, Sterling Hayden.
Leikstjóri: Piers Haggard.
Góður þriller af gamla skólanum. Spennan er
byggð upp hægt og sígandi og helst allan
timann. Góð afþreying í skammdeginu.
- JAE.
★ ★ ★
Fram i sviðsljósið (Being There). Bandarísk,
árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir
eigin skáldsögu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik-
stjóri: Hal Ashby.
Regnboginn:
Ævintýri píparans (The Adventures of a
Plumber’s Mate) Bresk mynd, árgerð 1979.
Leikendur: Christpoher Nell, Stephen Lew-
is, Anna Quayle. Leikstjóri: Stanley Long.
Léttklædd gamanmynd, þar sem pipulagning-
arsveinninn lendir í ævintýrum með meyjunni.
*
Cannonball Run. Bandarisk kvikmynd, ár-
gerð 1980. Leikendur: Burt Reynolds, Ro-
ger Moore, Farrah Fawcett, Dom DeLuise.
Leikstjori: Hal Needham.
Hér segir frá kappakstrí, þar sem nota má
hvaða farartæki sem er og beita öllum brögðum
til þess að verða fyrstur yfir þver Bandaríkin. Ég
myndi nota eldflaug.
Vikingurinn (The Noresman). Bandarísk
kvikmynd. Leikendur: Lee Majors, Cornel
Wilde. Leikstjóri: Charles B. Peirce.
Hér eru víkingarnir séðir með augum Hoilywo-
od. Þeir hefðu betur beðið eftir Gústa og lært
eitthvað af honum. Hér eru örugglega allir með
horn. Annars er leikstjórinn nokkuð góður.
Grasekkjumennirnir (Grásánklingarna).
Sænsk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur:
Janne Karlsson, Gösta Ekman. Leikstjóri:
Hans Iveberg.
Tveir kunningjarverðagrasekkjumenn íviku og
ætla að eyða henni hvor með sínum hætti. En
áætlanir þeirra standast þó ekki alveg. Hressi-
leg gamanmynd.
★ ★ ★
Kvennaborgin (Cittá di donna). ítölsk kvik-
mynd. Aðalhlutverk: Marcello Mastroianni
og fullt af konum. Handrit og stjórn: Feder-
ico Fellini.
Maður nokkur lellur i draumsvefn og lendir f
Kvennabænum, þar sem konurnar eru af öllum
stærðum og gerðum. En er þetta draumur?