Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 21. janúar 1983 -pösturinn, „Dálítiö ævintýrí í birgöadeild hersins - Úr dóm- skjölum „dekkja- málsins“ mikla á Keflavíkur- flugvelli eftir Ómar Valdimarsson Þaö byrjaöi allt við Mývatn sumariö 1976. Þá hlekktist þar á bandarískri herflugvél af Keflavíkurflugvelli og skemmdist hún nokkuð. Um borö voru bæöi bandarískir hermenn og íslendingar, meöal annarra John Farrell höfuösmaöur, einskonar framkvæmd- astjóri varnarliösins, og Helgi Ernir Njálsson, aöstoöarmaður yfir- manns birgöadeildar hersins á Keflavíkurflugvelli. Farrell flaug vél- inni en tilgangur fararinnar var veiðiferð, sjálfu herliöinu óviö- komandi. Og ekki er alveg víst aö ferðin hafi verið farin meö fullu leyfi hernaöaryfirvalda, því þaö kom síðar á daginn aö Farrell höf- uösmaöur ætlaðist til þess aö Helgi borgaði viðgerðarreikningana, sem hljóöuöu upp á 400-500 þúsund gamlar krónur. Skömmu eftir ferðina kom Farrell aö máli við Helga og sagði honum aö ekki væri hægt aö láta herinn borga viðgerðina; Helgi yröi því aö finna ein- hverja leiö til að fá þetta greitt. „You find a way to take care of it, Helgi“, sagöi Farrell. Helgi skildi þaö svo, aö Farrell ætlaðist ekki til að hann greiddi þetta úr eigin vasa en kostnaðurinn mætti þó ekki koma fram í bókhaldi varnarliðsins. Nú var illt í efni en eftir aö Helgi hafði rætt við vin sinn og samstarfsmann, Berg Þ. Bjarnason, deildarstjóra birgöadeildar hersins, komust þeir að niðurstöðu. Og áöur en yfir lauk höfðu þeir ekki einasta aflað fjár til aö borga þennan viðgerðarkostnað, heldur tugi milljóna gkróna að auki. Nú hafa þeir, ásamt þremur öörum, verið dæmdir til fangavistar og til aö greiða a.m.k 2.5 milljónir króna (nýkróna, vel aö merkja) í skaöabætur aö auki. Þeir ákváðu nefnilega aö svindla á hernum og þaö gefst ekki alltaf vel aö ræna herinn. mynd: Jim Smart Dekk sem ekki voru til Þetta var upphaf dekkjamálsins fræga, sem upp kom á Keflavíkurflugvelli fyrir jólin 1978 og lauk ekki fyrr en nú um áramótin, þegar fimm menn voru dæmdir í tugthús og til greiðslu verulegra skaðabóta fyrir tiltækið. Athæfið var í stuttu máli það, að þeir Helgi og Bergur, ásamt þremur öðrum, létu banda- ríska herinn borga allt að 1800 fleiri hjól- barða en voru afhentir. Eða eins og segir í ákæruskjali ríkissaksóknara frá 11. janúar 1980: „Fjársvikin framkvæmdu ákærðu með þeirn hætti að ákærði, Guðjón Jónsson, náði á árinu 1976 samningum við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, í nafni einkafirma síns, Hjólbarðasölunnar, Borgartúni 24 í Reykjavík, um sölu á hjólbörðum og hjól- barðaslöngum til varnarliðsins, í framhaldi af þessu sammæltust ákærði, Guðjón, og ákærðu, Bergur og Helgi, sem önnuðust m.a. þessi viðskipti af hálfu varnarliðsins, að svíkja út fé með skipulegum hætti í gegnum þessi viðskipti, ýmist með því að afhenda alls ekkert eða aðeins hluta einstakra pantana á þessum vörum. Ákærði, Bergur, sá aðallega um að árita pöntunar- og greiðsluheimild- arskjöl um að vörumagn það, sem pantað var hverju sinni, væri móttekið af hálfu kaupanda, varnarliðsins, jafnframt því sem þeir ákærðu, Bergur og Helgi, sáu um að birgðabókhald varnarliðsins væri rangfært að sama skapi. Ákærði, Guðjón, annaðist síðan innheimtu reikninganna og skiptingu hinnar erlendu myntar í íslenskar krónur, sem þeir skiptu svo á milli sín. Akærðu, Hreinn Sigurðsson og Georg Pálsson sem báðir störfuðu um þær mundir við birgðavörslu hjá varnarliðinu, gengu svo nokkru seinna inn í svikastarfsemina og hirtu hlut af ávinningi hennar..."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.