Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 21. janúar 1983 Helgar--7-- pösturinn Steina Vasulka í Ameríku: cr (/> tí) 'zr. Cl •< Islenskur mynd- bandaframvörður merkir venjulega, Þau sjá meö tækjum sínum í staö þess að sjá í gegnum þau. Þau verða næstum óaöskiljanleg vinnutækjum sín- um, tvinna þannig saman list og tækni, mannlegri sýn og vélrænn- ar. Meö því aö nota tölvur og svuntuþeysara, oft án mynda- véla, hafa þau útvíkkað tjáning- armöguleika miöilsins. í verkum sínum leggja þau meiri áherslu á skipulagningu en athugun. Möguleikar myndbandatækn- innar til persónulegrar tjáningar, er stórt og ókannáð iand, sem Steina og Woody eru aö kanna. Það ætti ekki að vera meira undr- unarefni að þau skuli vera að uppgötva nýjar ,.myndir“ en upp- götvun „hinnar" hliðar tunglsins. Við vissum af þessari hlið tungls- ins, en við vissunt ekki hvernig hún leitút. Steina og Woody vita, að þeirra bíður eitthvað óþekkt í rásum tölva þeirra og á bak við sjónvarpsskjái þeirra. Þeirra markmið er að finna þaö. Steina Vasulka heitir íslensk knna, sem ásanit tékkneskum ntanni sínum, Woody, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1965. Það er í sjálfu sér ekki fréttnæmt nema vegna þess, að þau hjónín hafa um langt árabil verið í lrant- varðarsveit vídeolistamanna þar i landi. Ævintýriö byrjaði árið 1959, þegar Steina hélt til Tékkósló- vakíu til framhaldsnáms í tónlist, þar sem hún hitti Woody. Hann var þá allt í senn iðnaðarverk- fræðingur, skáld, Ijósmyndari og djassgagnrýnandi., Fyrsti viðkomustaður þeirra í Bandaríkjunum var New York, Steina og Woody með tækj- um sínum. Vision" eða Véiarsjón. „í þessari röð fer myndavélin eftir vél- væddri ákvarðanatöku tækjanna, þar sem hreyfingar og athyglin beinast að þeirra eigin vél-til-vél- ar athugunum". Steina og Woody skapa sjón- varp, sent á allan hátt er frá- brugðið því, sem, „sjónvarp" . . vandræðagatnamótin á mótum Breiðholts og Kópavogs: ástandið er svo slæmt, að það verður gott! Engu að síður kemur vel til álita að búa til hringtorg á þessum stað. - Mynd: Jim Smart Eitt stykki hringtorg Hluti þeirrar aðstöðu, sem Aðstaða býður upp á til kvik- myndagerðar. Hér er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. „Ef það stendur undir sér, verð ég ánægður” — segir Hannesson kvik- myndagerðarmaður um kvikmyndaver, sem nú hefur verið opnað í Reykjavík Það er kannski Ijós punklur í allri ófærðinni: menn eru farnir að spekúlera svolítið í umferðinni og götunum, sem eru undir ölltim þessuni ís og snjó. Ekki veitir af á umferðaröryggisárinu sam- norræna. Sumir Breiöholts- og Kópavogs- búar hafa til dæmis velt því fyrir sér að undanförnu hvort ekki mætti leysa vandann, sem er fólginn í gatnamótum á mótum Breiðholts- hverfa og Kópavogs, með einföldu hringtorgi. Á þessum stað þarf að taka krappar beygjur og fara jafn- vel yfir tvær akreinar. Þetta er ekki ný hugmynd. Þegar Kópavogur tengdist Reykjavík á Breiðholtsbraut (sem síöar á að heita Reykjanesbraut) lét Kristjáu Haraldsson verkfræðingur hjá gatnamálastjóra sér detta í hug að hringtorg gæti einmitt leyst vand- ann. Hugmyndin fékk ekki hljóm- grunn enda lítið til af peningum. „Mér hefur satt að segja komið á óvart hvernig umferðin þarna hef- urgengið nteð núverandi fyrirkom- ulagi", sagði Kristján. „Það er kannski kostur, að ástandið er svo slæmt að það fer ekki framhjá neinum og það hvetur menn til enn frekari aðgátar". Kristján sagðist hafa talið á þeim tíma, að hringtorg ætti ekki að þurfa að vera mjög dýr lausn, sem að auki myndi gefa fleiri möguleika en núverandi ástand. „Reykjanes- braut er væntanleg að sunnan eftir þrjú ár eða svo og þá er verið að tala um að leysa þetta með bygg- ingu brúar. Breiðholtsbrautin færi þá á brúna, Reykjanesbraut yrði undir. En þetta er feiknarlega dýrt. Trúlega flokkast þetta þó að ein- hverju leyti undir þjóðvegakerfið þannig að ríkið myndi væntanlega taka þátt í kostnaði ásamt Reykja- víkurborg og Kópavogskaupstað." Kristján taldi þó að gatnamót þessi væru ekki sérlega hættuleg né slysatíðni há, kannski vegna þess hve mikil aðgát er höfð. „Um- ferðarálag þarna er svipað og á Skúlatorgi. Hringtorgin hafa sann- að gildi sitt mjög rækilega og reynst býsna slysalaus. Það er helst að það sé um eitthert smánudd að ræða. Hringtorgahugmyndin stendur fyrir sínu þarna". Og það væri allt í lagi að rifja þá hugmynd upp þegar snjóa tekur að leysa - hvenær sem það verður. „Eg hef séð nokkur stúdíó er- lendis, m.a. stúdíó Europa Film í Svíþjóð, og þetta gefur þeini ekkert eftir." Svo mælti Jón Þór Hannesson kvikinyndagerðarntaður um nýtt kvikmyndaver, sem hefur tekið til starfa í Reykjavík. Kvikmyndaverið er til húsa inni í Vatnagörðum og er þar góð aðstaða til að taka kvikntyndir, vi- deo og 1 jósmyndir, og á hún eftir að batna. Meðal annars er verið að smi'ða fullkomna Ijósagrind. bar sem á verður fjarstýring fyrir ljós- kastara. Upptökusalurinn er 430 fermetra stór, og einnig er í húsinu aðstaða til förðunar, skrifstofa og kaffistofa. Þeir. sem standa að hinu nýja kvikntyndaveri eru kvikmyndafé- lögin Saga-Film og Hugmynd og hafa þau stofnað fyrirtækið Aðstöðu, sem rekur það. Fram- kvæmdastjóri Aðstöðu er Marta Eiríksdóttir. MULTI MEDIA í JL-HÚSINU þar sem þau tóku þátt í tilrauna- starfsemi með myndbönd. Woody fékk áhuga á myndböndum sem „orkukerfum", sem hann og Steina fóru.að kanna út frá eiek- trónískum forsendum en ekki myndlcgum. Árið 1971 stofnuðu þauThe Kitchen(Eldhúsið),sýn- ingarstað fyrir elektróníska iist, sem brátt varð eins konar Mckka fyrir myndbandatilraunamenn. Arið 1973 fluttu þau til borgar- innar Buffalo, þar sem Woody kenndi m.a. við SUNY's Center for Media Study, en þrem árum síðar fluttu þau svo til Santa Fe í Nýju Mexíkó. „Venjulega er sjónarhorn myndavéiarinnar tengt mannlegu sjónarhorni og það tekur tillit til mannlegra aðstæðna, sem eru til staðar", segir Steina, þegar hún ræðir um myndaröðina „Machine GLUGGA PÓSTUR „Það niá kalla þetta „multi me- dia show“. Eg reikna með, að þarna verði hátt í eitt hundrað listamenn, myndlistarmcnn, tón- listarmenn og Ijóðskáld, sem koina til með að experimenta og vinna saman.“ Þorlákur Kristinsson segir hér frá alls herjar listahátíð, eins konar listahátíð listamanna, sem haldin verður í húsakynnum Hringbrautar 119 á næstunni. Fyrirbæri þetta, sem enri hefur ekki hlotið nafn, opnar dyr sínar fyrir almenningi laugardaginn 29. janúar og stendur til 13. febrúar. Þeir listamenn, sem þarna munu sýna listir sínar verða fulltrúar yngri deildarinnar, fólk, sem borið hefur á að undanförnu. Tónlistin verður af öllum tegundunr, pönk, rokk, djass og klassík, og svipað verður með aðrar listgreinar. Það eru 20 myndlistarmenn, sem leigja hluta þessa rnikla húss, sem flestir þekkja sem JL-húsið. Þar hafa þeir vinnustofur st'nar og verða þær notaðar fyrir sýninguna. Það má því allt eins búast við því, að nokkrir þeirra verði ;ið vinnu á nreðan á sýningunni stendur. - Er þá verið að gera þetta hús að einhvers konar listamiðstöð? „Ekki með burókratíi, en það liggur í hlutarins eðli, að þegar svo margir listamenn konta saman, hljóta menn að nota það." Þorlákur segist ekki trúa öðru en að framhald verði á þessari starf- semi, ef vel tekst til í þetta skipti. „Gildi þessa liggur í því hve það. er spontant. Það tekst ekki nema nteð góðum hug allra þeirra, sem að þessu standa. Hugsjónin er að koma saman, gera eitthvað og láta það ganga", segir Þorlákur Kristinsson. Þeir sem eru bíllausir taka þrist- inn. Listamenn hafa nú hreiðrað um sig í JL-húsinu. Verður það næsta og stærsta listamiðstöð borgarinnar? „Við ætlum fyrst og fremst að nota þetta til þess að mynda eigin verkefni", sagði Jón Þór ennfrem- ur, „en við viljum líka, að aðrir -njóti þess, og húsnæðið stendur þeim til boða, senr viija leigja það." Jón Þór sagði, að ekki yrðu neinar stórmyndir teknar þarna upp á næstunni, en þau verkefni, sem biðu upptöku væru auglýsing- amyndir m.a. fyrir Sambandið og Flugleiðir. Hann sagði, að kvikmyndaver sem þetta væri ákaflega dýrt fyrir- tæki. „Svona stúdíó kemur aldrei til með að græða peninga, en ef það stendur undir sér. er ég ánægður", sagði Jón Þór Hannesson. Kvikmyndagerðarmenn okkar geta því óhræddir farið að undir- búa „kammerspiele" í gamla góða stílnum. Nú eða þá þeim nýja. Til hamingju strákar og stelpur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.