Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 17
~tpifísturinn. Föstudagur 21. janúar 1983 17 Yfirheyrsla 6 um venjulega Jóni Jónssyni? „Kemur það enn - hringlandaháttur. Millifærslur eru óeðlilegar. En það sent menn verða að skilja er að það var frarn- kvæmd stórkostleg millifærsla hér um ára- mót. Pær eiga sér stað í verðlagsráði sjávar- útvegsins þar sem er oddamaður frá ríki. Millifærslan er sú að það eru teknir fjár- munir og þeim ýtt til lakra fyrirtækja sem ekki geta rekið sig. Þeirra fjármuna er aflað með því að fella gengi krónunnar - með því að sækja þá til neytenda í landinu. Það frumvarp sem á eftir fylgir er sniærra þó það sé gallað. Eitt af stefnumálum okkar er að þeir sem draga fiskinn úr sjó og þeir sem vinna hann sernji um fiskverðið. Ríkis- stjórnin hefur nú setið í þrjú ár rúmlega, og landið er ekki sokkið enn. Þó því hafi verið illa stjórnað. Þegar við stöndum andspænis því að fleygja þjóðinni út í kosningar með stysta hugsanlega fyrirvara um leið og flotinn sigl- ir í land - eða að framlengja líf einhverrar ríkisstjórnar í nokkra ntánuði og leysa þar með stjórnarskrármálið eða hiuta af því, þá veljunt við seinni kostinn. Það er bara okk- ar röð mikilvægis. Ef þetta er hringlanda- háttur þá er allt hringlandaháttur. Því þó það séu ídealistar sem standa að Banda- laginu þá eru það ekki sérvitringar sem eru að draga sig útúr þjóðlífinu. Menn verða að taka tillit til aðstæðna." -Þú sagðir í viðtali við míg skömmu áður en þú sagðir þig úr Alþýðuflokknuni að þú værir ekki formannstýpa, heldur varafor- mannstýpa. Nú ertu formaður nýs stjórn- málaflokks. Hvernig má það vera? „Það er mín von og trú að Bandalagið bjóði ekki uppá formannshugsun. Og ég geri ráð fyrir því að þegar við eruin kontin vel úr vör þá verði þessu breytt. Við förum svona af stað, kannski vegna þess hver aðdragandinn var - en þetta er ekkert til lengri tíma. En það eru þversagnir í allri valddreifing- arhugsun. Sennilega hafa fáir skrifað betur um valddreifingu en Thomas Jefferson, en engu að síður sat hann einn í kytru sinni og skrifaði. Það var ekki mjög valddreift fyrir- komulag. Þetta er allt fullt af þversögnum. Og ég fellst á að þú hefur réttilega bent á eina af þeim". -Hvert verður fylgi Bandalags jafnaðar- manna í næstu kosningum? „Nú veit ég ekki. Hitt veit ég að það er allmikill fjöldi sem haft hefur samband við okkur. Vitaskuld eru skiptar skoðanir unt útfærslur og annað í stefnuskrá okkar. Við því er ekkert að segja, og við myndum fagna því ef til liðs við okkur gengju hópar í því yfirlýsta markmiði að ætla að breyta einhverju í þeim drögum að málefnagrund- velli sem til er. En enn sem kontið er má segja eitt öruggt um okkur sem erunt í Bandalagi jafnaðarmanna: Við trúum því sent við erum að segja og gera". Kvikmyndir 7 snarað á tjaldið. í þessari útgáfu er það róttækur hópur í friðar- máíum sem telur sig þurfa að beita ofbeldi til að ná fram friði. Hópurinn tekur sendiherrabúst- að Bandaríkjanna í Regent Park í London og hótar að drepa gíslana verði ekki gengið að kröfum þeirra, sem eru heldur ofsalegar. í upphafi myndar fáum við að kynnast SAS (Special Air Servi- ce) sem er þessi frábæra sveit sérþjálfaðra manna. Eftir þá viðkynningu telur maður henni ekkert ómögulegt. Þegar hún svo í lokin ræðst á sendiherrabú- staðinn þár sem skæruliðar eru fyrir, brosir maður út í annað og hugsar með sér að þetta er eins og að taka pela frá kornabarni. Og það er veiki bletturinn á þessari mynd. Hún nær aldrei að verða eins spennandi og hún ætti að geta orðið. Hinir kláru eru svo ofsa klárir og skæruliðarnir eru svo bláeygir að Mogginn roðnar. í vetur hefur okkur gefist kost- ur á að fylgjast nteð nýrri leik- konu, Judy Davis, sem sló í gegn í My Brilliant Career, ástralskri mynd frá 1979 og síðan sem Goldu (þeirri yngri) og nú sem Frankie í þessari mynd. Leikur hennar hér er hliðarspor og ef- laust leikstjórum að kenna hvað hún horfir mikið upp í brúnirnar, en að öðru leyti gerir hún þessu því skil sent hægt er miðað við handrit. Mér er sagt að síðan íslenskur texti var settur á allar myndir hafi sala á sýningarskrám (pró- grömmum) minnkað. í nokkrum prógrömmum Bíóhallarinnar hefur verið um nýjungar að ræða. Þar hefur verið að finna ýmsar upplýsingar um viðkomandi myndir, aðrar en beinan söguþr- áð. í þessu prógramnti er t.d. tal- ið upp það lið sem vinnur á bak við tjöldin (Technical Credits) og rná þar sjá að hernaðarsérf- ræðingur vill ekki láta nafns síns getið en landfræðingur er Ant- hony Van Laast. Popp 8 þeirrar skoðunar að listi þessi sé nú nokkuð réttur. /. Elvis Costello - IpmerialBed rooin 2. Dexy's Midnight Runners - Too Rye Ay 3. Simple Minds - New Gold Dream ftAlþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði og Garðabæ haiua hádegisverðarfund laugardaginn 22. janúar í Gaflinum við Reykjanesbraut og hefst kl. 12. Kynning á frambjóðendum í prófkjöri flokksins í Reykjaneskjördæmi. Avörp flytja: Ásgeir Jóhannesson, Gunnlaugur Stefánsson, Karl Steinar Guðnason, Kjartan Jóhannsson, Kristín Tryggvadóttir. Matarverð kr. 175,- á mann. Mætum vel. AUPÝÐU IskoliimimI í HEYKJAVÍK HVERFISGÖTU106 A 3HÆÐ SÍMI29244 STJÓRNMÁLANÁMSKEIB Almennt námskeið um jafnaðarstefnuna, Alþýðuflokkinn og starf hans fyrr og nú. Þjóðkunnirstjórnmálamenn munu flytja erindi og lögö verð- ur áherzla á að kryfja viðfangsefni til mergjar. Námskeiðið fer fram 22. og 23. janúar kl. 10-17. Leiðbeinandi verður Jón Baldvin Hannibalsson, alþm. Innritun fer fram í síma 29244 til 22. jan. nk. LEIKLISTARNÁMSKEIÐ Almennt námskeið þar sem kennd verða grundvallaratriði leikrænnar tjáningar og stefnt að myndun leikhóps í lok þess, er síðan setji leikrit á laggirnar í samvinnu við leiðbeinanda. Námskeiðið hefst í byrjun febrúar. Tímasetn- ing verður ákveðin í samráði við þátttakendur. Leiðbeinandi verður þjóðkunnur leikari og leikstjóri Innritun stendur yfir til jan.loka í síma: 29244. 4. The Clash - Contbat Rock 5. Yazoo - Upstairs At Erics 6. ABC - Tlie Lexicon of Love 7. King Sitnny A de -Jiiju Mttsic 8. Murvin Gaye - Midniglit Love 9. Associates - Sulk 10. Siottxie & the Banishees - A Kiss In Tlte Dream House Það sem kannski er nierki- legast fyrir okkur íslendinga ef litið er yfir lista þennan er að sú plata sem tvímælalaust er í fyrsta sæti hans, hefurenn ekki fengist á íslandi þó svo að tnargir mánuðir séu liönir frá útkomu hennar og hafa engin almennileg svör feng- ist við því frá hendi innflytjenda hvers vegna svo sé. Líka er vert að geta þess að helmingur þess- ara platna er einnig á DV listan- um. Mér vitanlega hefur það lag sem þessi þrjú blöð voru sam- mála um að prýddi bestu litlu plötu ársins heldur ekki fengist hér, en það er lagið The Message, sem flutt er af Grandmaster Flash. Lag þetta er fönkað í rap- stíl og texti þess þrælgóður. Lík- lega hefur það mikið verið vegna hans sem þetta lag líkar svona vel. Af öðrum litlum plötum sem vel líkuöu má nefna Sexual Hea- ling (Marvin Gaye),Come On Ei- leen (Dexy's),The Look of Love og All Of My Heart (ABC), Only You (Yazoo). Straight To Hell (Clash) og síðast en ekki síst frá- bært lag sem Elvis Costello samdi fyrir Robert Wyatt og heitir það Shipbuilding. Þaö fjallar um mann sem aftur fær vinnu við skinasmíöar, vegna stríðsins við Falklandseyjar þar sent hann missti son sinn. Öfugsnúið ekki satt? Gestir utan af landi - Ópera-Leikhús Arnarhóll tekur á mótí hóppöntunum óperu- og Ieikhúsgesta utan aflandí. m Auk hínnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og fjölbreyttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur Arnarhóll enn við umsvif sín. Við hínn almenna veitingarekstur hefur berlega komið í Ijós að margir af viðskiptavínum Amarhóls hafa brýna þörf fyrir aðstöðu til lokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma tíl móts við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita þessa þjónustu og eins og alltaf þegar Arnarhóll er annars vegar situr fjölbreytnin í fVrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum veitingastaðarins getur AmarhóII nú boðið fjölbreyttum hópi viðskiptavina sínna margvíslega þjónustu. KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK FYRIRTÆKI ArnarhóII býður ykkur aðstöðu til fastra hádegísverðafunda jafnt sem einstakra og einnig einkasamkvæma.____________________________ ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR: Smærri hópa (frá 10 manns) hádegí og kvöld alla virka daga(í koníakssal). EINKASAMKVÆMI Stórar veíslur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefnið er, brúðkaup, afmælí, fermingar, próflok, Arnarhóll annar öllu. ARNARHOLL BYÐUR AÐSTOÐU FYRIR: Stærri samkvæmí (allt að 100 manna matarveíslur og 200 manna hanastél til kl. 18.00) hádegi laugardaga og sunnudaga. Aukin

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.