Helgarpósturinn - 11.03.1983, Page 7

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Page 7
7 Mikado undir leikstjórn Fran- cesca Zambello frumsýnd í kvöld: „Ópera er þaö stórkost- legasta sem til er“ „Þetta er Marc. Ég er á íslandi, og þeir ætla að fara að setja upp Mikado. Hefurðu áhuga?”. Þannig hófst símtal milli Marc Tardue hljómsveitarstjóra í Töfra- flautunni hjá íslensku óperunni og Francesca Zambello aðalleikstjóra við óperuna í Colorado. Og því lauk með þvi að sú síðarnefnda sló til og ákvað að breyta öllum áætlunum sínum til að geta farið til íslands og leikstýrt óperettu Gilberts og Sulli- van, Mikado, á sviði íslensku óper- unnar í Gamla bíói. Hún kom fyrir þremur vikum á- samt kunningjahjónum sínum, Michael Deagan og Sarah Conly leiktjaldamálurum, og fara aftur úr landi á laugardaginn. En fslenska óperan frumsýnir Mikado í kvöld, föstudagskvöld. Francesca Zambella leikstjóri og Michael Deagan leikmynda- málari meö líkan af sviösmynd í Mikado á milli sín — sviöiö í Gamla biói hálfkláraö í baksýn. (Mynd Þorri). „Mikado er eiginlega óperetta eða „musical” og ég hef aldrei fyrr leikstýrt óperu eftir Gilbert og Sullivan. Ég hef hingað til næstum eingöngu fengist við „standard” ó- perur, eftir Puccini, Mozart og aðra af þessum gömlu. En ég hef haft gaman af að vinna með Mikado, eins og alltaf þegar maður gerir eitt- hvað nýtt”, segir Francesca við Helgarpóstinn. „Þetta er alveg stórkostlegt leik- hús, og þessi hópur sem ég vinn með er mjög góður. Margt af þessu fólki er ungt og lítið reynt, en þeirra á meðal eru gamalreyndir leikarar eins og Bessi, sem hefur verið til mikillar hjálpar í þeim efnum”, seg- ir hún. — Er ekki erfitt að leikstýra verki á máli sem maður skilur ekki? „Nei, það er ekki erfitt. Óperan er full af kímni, og fyndni er al- þjóðleg. Hópurinn vinnur líka vel saman, fólkið kastar hugmyndum á milli sín og ég á auðvelt með að sjá hvað fellur að mínum hugmyndum um uppsetninguna. Þarna er líka verið að fjalla um þjóðfélag sem ekkert okkar þekkir — en eru ekki hugmyndir fólks á íslandi og í Ameríku um Japan mjög líkar? Ég reyni ekki að sýna Japan eins og það er, heldur eins og við höldum að það sé. Og yfir- bragðið reyni ég að hafa eins ís- lenskt og mögulegt er”. Miðað við aðsókn að sýningum íslensku óperunnar hefur fjórði hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sótt leikhúsið. Það þykir Francesca vera ævintýri líkast. „í stærstu borgunum í Ameríku er þetta hlutfall kannski einn á móti hundrað. Þetta sýnir einstæðan menningaráhuga íslendinga, og stofnun þessarar óperu er ekki síst stórkostlegt átak, miðað við fá- mennið hér. En ópera er í mínum huga það stórkostlegasta sem til er. Hún er stærri en lífið sjálft, í óperunni höf- um við allt, leik, dans, tónlist og stórkostlegar tilfinningar”, segir Francesca Zambello, leikstjóri Mikado. ÞG „Tónlistarunnendur hafa áhuga á heimafólki“ — segir Guömundur Emilsson stjórnandi íslensku hljómsveitarinnar „Fólk getur enn sýnt fyrirtækinu velvild og við þurfum á því að halda, án þess þó að við séum ör- væntingarfullir”. Þetta sagði Guðmundur Emils- son, stjórnandi íslensku hljóm- sveitarinnar í samtali við Helgar- póstinn, en fimmtu tónleikar hljómsveitarinnar á þessu starfsári og jafnframt hinir fyrstu á síðara misserinu verða haldnir á fimmtu- dag kl. 20.30, í Gamla bíói. Guðmundur sagði, að fyrra miss- erið hefði gengið vel að því leyti, að alltaf hefði verið Ieikið fyrir fullu húsi, en það væri fyrirsjáanlegt, að endar myndu ekki ná saman, ef tekjur kæmu eingöngu af tónleika- haldi. „Við lýstum því yfir í haust að við ætluðum að reyna að leita ekki til opinberra aðila um styrki. Það er kannski óþarfa stolt, en við höldum enn í það. Við ætlum að reyna að brúa bilið með hugviti okkar, eins langt og það nær. En við höfum sýnt og sannað það, sem við ætluð- um okkur, að tónlistarunnendur í bænum hafa áhuga á heimafólki og geta vel hugsað sér að sækja tón- leika, þó þar leiki ekki erlend stór- stirni”, sagði Guðmundur. Tónleikarnir á fimmtudagskvöld eru helgaðir þýska tónskáldinu Kurt Weil, sem kunnastur er fyrir ó- perur sínar eins og Túskildingsó- peruna. Sjöttu tónleikar ársins eru með tónverkum þekktra tónskálda, sem voru samin er höfundar þeirra voru undir tvítugu. Einleikari verð- ur Sigrún Eðvaldsdóttir. Á sjöundu tónleikunum verður lögð aðalá- herslan á hið sjaldgæfa. Þar verður t.d. saxófónkonsert og leikið verður á óvenjulegt japanskt hljóðfæri. Áttundu og síðustu tónleikar ársins verða svo helgaðir konum. Leikin verða verk eftir konur, tileinkuð konum eða þar sem kona leikur ein- leik. íslenska hljómsveitin hefur í hyggju að starfa áfram næsta vetur og þeir, sem vilja leggja henni lið, geta enn gerst áskrifendur að tón- leikunum. Síminn er 22035 kl. 9—12. — GB Lilja Þórisdóttir i hlutverki sínu í nýjustu íslensku kvikmyndinni, Húsinu—trúnaðarmál. né spil. Þetta er kvikmynd. Hún er spennandi og skilur kannski eitt- hvað örlítið eftir. Að öðru leyti læt ég öðrum eftir að dæma um hvaða sess hún skipar í íslenskri kvik- myndasögu", segir Egill. Kostnaður við Hus*ð—trúnaðar- mál er orðinn mikill. Endanlegt uppgjör hljóðar upp á 4,3 milljónir króna. „Þetta hefði ekki verið hægt hefði Saga film ekki átt nokkurt reiðufé í byrjun og þau tæki sem til þurfti. Viðskiptabanki okkar veitti Iíka góða fyrirgreiðslu, og starfsmenn lánuðu hluta af launum sínum. Auk þess voru nokkrir þeirra fyrir á launum hjá Saga film og Hugmynd, sem stóðu að gerð myndarinnar“, segir Jón Þór Hannesson fram- kvæmdastjóri myndarinnar. „SPENNANDI OG SKILUR KANNSKI ÖRLÍTIÐ EFTIR" — segir leikstjórinn Egill Eövarösson „Ég held að við séum með kvik- mynd sem á eftir að skipta ein- hverju máli í þessari nýbyrjuðu bylgju í íslenskri kvikmyndalist. Að minnsta kosti er þetta öðruvísi mynd en áður hefur verið gerð“, segir Egill Eðvarðsson, leikstjóri nýjustu íslensku kvikmyndarinnar, Húsið — trúnaðarmál. Eftir að hafa sýnt myndina nokkrum íslendingum í Svíþjóð í litlum sýningarsal hjá AB Film Teknik höfðu aðstandendur myndarinnar ekki aðeins filmurnar meðferðis til íslands í tösku á þriðjudaginn, heldur líka þá til- finningu að efni hennar hefði komist til skila hjá þessum „til- raunahópi“. „Ef þetta fólk var dæmigert fyrir venjulega íslenska kvikmynda- áhorfendur, eins og ætlunin var, er ekki langt frá því af viðbrögðum þess að dæma að við séum með það efni sem ætlunin var að koma til skila“, segir Egill við Helgarpóst- inn. Aðrir íslenskir kvikmyndagest- ir fá svo að dæma fyrir sig á næst- unni, en myndin verður frumsýnd á morgun, laugardag. „Það vil ég að komi fram, að þetta er hvorki bókmenntaverk, kassetta Af þessum fjórum milljónum lagði Kvikmyndasjóður aðeins 200 þúsund til myndarinnar, auk 50 þúsund króna láns. Stærsti kostnaðarliðurinn var smíði leik- myndarinnar við hús upp á tvær hæðir. Hún kostaði hvorki meira né minna en rúmlega 600 þúsund krónur. Þá er ótalin dvöl kvik- myndafólksins í Vinarborg, þar sem hluti myndarinnar gerðist. Hún var óhemju kostnaðarsöm, þrátt fyrir að Flugleiðir veittuþar góða fyrirgreiðslu. Eftir stendur um tveggja milljón króna skuld, sem þýðir meðal annars, að Saga film mun ekki ráð- ast í nýtt verkefni á þessu ári. Það sem aðstandendur myndarinnar binda nú vonir sínar við er að hún fái þá 60 þúsund áhorfendur sem nauðsynlegir eru til að hún standi undir sér. „En við erum ekki með neinn barlóm, á það vil ég leggja áherslu. Þvert á móti erum við bjartsýnir og erum á þeirri skoðun að íslensk kvikmyndagerð hefði ekkert betra af því þótt greiðsla á öllum kostnaði við kvikmyndagerð væri tryggð fyrirfram. Slíkt væri bara til þess að drepa niður þann listræna metnað og þá starfsgleði sem nú ríkir meðal kvikmyndafólks“, segir Jón Þór Hannesson. Þ.G. Að láta sér líða vel Á fimmtudagskvöld í síðustu viku léku tveir svartir Bandaríkja- menn og tveir hvítir íslendingar á Borginni. Það voru orgelleikarinn Lou Bennett og gítarleikarinn Paul Weeden svo og tenórsaxist- inn Rúnar Georgsson og tromm- arinn Guðmundur Steingríms- son. Þeir Bennett og Weeden eru ekki í hópi hinna miklu djassein- leikara. Þeir fylla þann stóra flokk handverksmanna sem er undirstaða hverrar listgreinar. Eitt kunna þeir félagar þó til hlít- ar — það er að fá fólk til að líða vel og taka þátt í tónlistinni af lífi og sál. Efnisskráin samanstóð af blús- um og gömlum standördum. Fyrsta settið var svolítið stirt og Guðmundur Steingrímsson dálít- ið utanveltu í upphafi, enda höfðu þeir ekkert æft saman og efnis- skráin ekkert ákveðin fyrirfram. Bennett fór þó oft á kostum og var sérílagi gaman að hlusta á bassaleik hans. Með öðrum fæti lék hann hinn ljúfasta bassa og var sóló hans í Autum Leaves hinn ágætasti einsog þeir bassasólóar þar sem hinn hefðbundni kontra- bassaleikur var ekkert að þvælast fyrir honum. Hitt er svo annað mál að raf- magnsorgelið er eitthvert erfið- asta djasshljóðfærið. Eðli þess er slíkt að auðvelt er að falla í gryfju smekkleysis og væmni. Bennett var ansi hætt kominn í Lament J.J. Johnsons. Þar bjargaði bass- inn honum einsog endranær. Paul Weeden hefur lengi búið í Evrópu og þykir hann ágætasti kennari. Hann er smekklegur gít- arleikari, þótt ekki hafi hann hinn gullna þumal Wes Montgomerys. Sólóar hans eru oft góðir, en yfir- leitt er einsog herslumuninn vanti og tilvitnanir hans lýta þá stund- um. En Weeden er mikill sjómað- ur og tókst að fá fólk til að klapþá og raula og í lokin söng ung stúlka blúsinn með bandinu, hárri sópr- anröddu. Rúnar Georgsson bættist í hóp- inn í öðru setti og ekki hafði hann blásið Dolphin strætið lengi þegar heyra mátti að hann hefur engu gleymt, en nú er um það bil ár síð- an hann lék síðast djass opinber- lega. Það er mikill skaði að annað eins náttúruundurog Rúnar skuli ekki rækta gáfu sína betur og mér er til efs að nokkuð hafi verið bet- ur gert þetta kvöld en blústenór- inn sem hann blés í lokin. Þvilíkur tónn, þvílík tilfinning! Sem betur fer virðist Rúnar ætla að láta oftar heyra i sér á næstunni og hann mun blása í tenórinn á tónleikum sem haldnir verða í minningu Gunnars Ormslevs þann 22. mars í Gamla bíói. Þar verður Rúnar í Bennett, Weeden og Georgsson á Borginni — fengu áhorfendur til að taka þátt í tónlistinni af lífi og sál. samfloti með tenóristanum sem Iengi blés í Basiebandinu, Ernie Wilkins. í upphafi virtist svo vera sem mars yrði súperdjassmánuður, en Gerry Mulligan frestaði Evrópu- ferð sinni frammí október og kemur hann þá vonandi hingað á vegum Jazzvakningar. Áhuga- hópur um jazz ætlaði að halda tónleika méð Lester Bowie og gospel sönghóp hans í lok mars, en við það var hætt. Jazzdeildin fékk svo Weeden og Bennett hing- að og einsog fyrr sagði verða minningartónleikar um Ormslev þann 22. n.k. Það er bara vonandi að djass- unnendurnir láti sig ekki vanta á það sem uppá er boðið.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.