Helgarpósturinn - 11.03.1983, Síða 12
Það var jökulkalt og næðingssamt uppundir væntanlegu rjáfri Halk
grímskirkju þegar við vorum þar.að príla með sóknarprestinum, séra
Karli Sigurbjörnssyni. Þar er verið að steypa hvelfingar í loft kirkjuskips-
ins og kallarnir sem þar voru að vinna rauðir eins og nýsoðnir humrar þeg-
ar við fikruðum okkur áfram.
Séra Karl er svo sem ekki óvanur því að stunda sinn prestskap við ó-
þægilegar aðstæður. Um það leyti sem hann ákvað að láta vígjast til Vest-
mannaeyja í ársbyrjun 1973, fyrir tíu árum, sprakk jörðin þar og Heima-
eyjargosið hófst. Og líklega eru þeir ekki margir prestarnir hérlendis —
eða annarsstaðar — sem vígst hafa til fimm þúsund manna bæjar þar sem
varla nokkur maður býr. Þá hafði séra Karl aldrei komið til Vestmanna-
eyja.
„Allt mitt starf þar og starfsaðstaða var
með mjög óvenjulegu móti!’ sagði séra Karl
þegar við höfðum komið okkur fyrir i skrif-
stofu hans í norðurvæng Hallgrímskirkju. „
Ég byrjaði að þjóna sem prestur flóttafólks.
Samfélag þess hafði sundrast og fólkið bjó
víðsvegar um landið í bráðabirgðaaðstöðu af
ýmsu tagi. Ég flutti svo út þegar Vestmanna-
eyjar voru að byrja að rísa úr öskunni. Þá var
allt þar mjög frumstætt, búið í tíunda hverju
húsi!’
Einbeitni og
kjarkur
Eyjamanna
— Ef hægt er að tala um að eitthvað sé í
kaldakoli, þá hefur það líklega verið þar og
þá...
„Já einmitt. En þegar ég svo fór um ára-
mótin '74/75 var lifið byrjað að færast í
sæmilega eðlilegt horf. Það var eiginlega með
hálfum huga sem ég fór frá Eyjum, því mér
þótti afskaplega spennandi að vera þar. Vest-
mannaeyjar heilluðu mig — þær eru mjög sér-
stakur partur af íslandi. Mér fannst mikið í
fólk þar spunnið — það sýndi ótrúlega ein-
beitni í að sigrast á aðstæðunum og byggja
bæinn upp aftur. Til þess þurfti mikinn kjark-
— og hann höfðu heimamenn!’
— Þannig að það er varla hægt að biðja þig
að bera saman prestskap úti á landi og hér i
höfuðborginni?
„Nei, ég hef ekki þann samanburð nema að
Iitlu leyti. Þegar ég vígðist til Eyja var það
prestakall af þægilegri stærð og á þeim tveim-
ur árum sem ég var þar fjölgaði íbúunum úr
400-500 í hátt á þriðja þúsund. Þó þori ég ekki
alveg að fara með þessar tölur. Hér í Reykja-
vík er verkahringurinn ekki eins skilgreindur
og til dæmis í Eyjum. Hér er manni ætlað að
þjóna ákveðinni sókn en í rauninni er það svo,
að allir borgarbúar eiga kröfu á þjónustu
minni. Fjöimennið er svo mikið og kröfurnar
svo miklar, að maður sér aldrei út yfir það sem
þarf að gera og á að gera. Þótt Hallgrímssókn
sé fámenn sókn þá er starfið afar margskipt
og það hefur fjölgað mjög ýmsum stofnun-
um, sem krefjast prestþjónustu. Fyrir utan
kirkjuna sjálfa erum við prestarnir hér, við
séra Ragnar Fjalar Lárusson, með guðsþjón-
ustur á fimm stöðum, eða Hvítabandinu,
Droplaugarstöðum, Heilsuverndarstöðinni
og Landspitalanum, sem er tvískiptur!’
Selt fyrir
meira í
Ríkinu
— Finnst þér gaman að vera prestur?
„Já. Oft er það..!’
— Oft leiðinlegt? Eða eru þetta of einföld
orð?
„Já, ætli þau séu það ekki. Það er ekki leið-
inlegt að vera prestur, það getur oft verið erf-
itt. Starfsaðstaðan er mjög erfið og getur verið
Ieiðinleg að miklu leyti. Til dæmis gagnvart
fjölskyldulífi. En það er margt spennandi í
þessu starfi og það getur gefið mikið í aðra
hönd!’
— Sérðu fram á að þú munir messa hér í
fullbúinni Hallgrimskirkju?
„Já já. Hins vegar veit ég ekki hvenær það
verður. Það er áætlun í gangi um að kirkjan
verði vel á veg komin 1986, á tvö hundruð ára
afmæli Reykjavíkur. Það er svo að vona að
hægt verði að láta þá áætlun standast. Hún
kostar gífurlega mikið, þessi bygging. Og yfir
60% af byggingarfénu til þessa hefur komið
frá einstaklingum um allt land og erlendis.
Opinberir aðilar hafa lagt fram um fjörutíu
prósent!’
— Hún kostar gífurlega mikið, segirðu.
Hefði ekki verið hægt að verja þessum fjár-
munum á annan hátt, til dæmis til að létta
kvöl milljóna hungraðra um allan heim?
„Jú, ábyggilega hefði það verið hægt. En
við getum spurt svona á öllum sviðum. Ég
fullyrði að allt það fé, sem fór í byggingu Hall-
grímskirkju á síðasta ári, náði ekki þeirri upp-
hæð, sem selt var fyrir i Ríkinu á Þorláks-
messu. Menn sjá nefnilega oft ofsjónum yfir
því, sem varið er hér til kirkjubygginga, en
gefa því síður gaum að því sem þeir eyða sjálf-
ir í ýmsa vitleysu. Og ég veit að fólkið sem gef-
ur til kirkjubygginga, Hallgrímskirkju og
annarra kirkna, það er hið gjafmilda fólk,
sem gefur líka til liknarmála af ýmsu tagi.
Byggingarkostnaður Hallgrímskirkju er á-
kaflega lítið brot af eyðslunni í landinu, núll
komma núll núll eitthvað!’
Kirkjan veikari
í Reykjavík
— Hin lifandi kirkja á að vera fyrir utan
sjálfar byggingarnar. Hvernig meturðu stöðu
kirkjunnar á Islandi í dag? Er hún öflug og á-
hrifamikil, máttlaus eða mátulega sterk?
„Á vissum sviðum er kirkjan afskaplega
öflug. Ótrúlega öflug. Mér sýnist hún njóta
tiltrúar og hún hefur haldið sínum hlut í svipt-
ingum undanfarinna áratuga... Það er
kannski líka veikleikamerki, það er erfitt að
meta það. Ég held þó, að kirkjan grípi inn í á
mjög mörgum sviðum í lífi fólksins. Og ég
held að fólk vilji að kirkjan geri það. Níu af
hverjum tíu börnum eru skírð til kirkjunnar.
Flestar hjónavígslur fara fram í kirkjum og
nær allar útfarir.
Nú, það má kannski segja að þetta bendi til
þess að við séum
föst í viðjum vanans en þessar staðreyndir eru
þó jafn góður mælikvarði og hver annar. En
ég tel þó að kirkjan sé miklu veikari í Reykja-
vík en úti á landi. Hún er víða mjög sterk á
landsbyggðinni!’
— Áttu við trúarlíf fólksins?
„Já, þátttöku í lífi kirkjunnar utan hátíða-
halda. En það er svo sem ekkert einskorðað
við Reykjavík, kirkjulegur doði er algengur
fylgifiskur borga á Vesturlöndum. Þar er fólk
að koma sér fyrir, gjarnan í nýju umhverfi,
hefur flosnað upp frá sínum heimabyggðum
og svo framvegis. í borgum er heldur meira los
á fjölskylduböndum, samheldnin er minni.
Annars hefur kirkjan alltaf verið á eftir
byggðaþróuninni í Reykjavík. Kirkjubygging-
arnar eru ágætt dæmi um það. Víðast hvar út
um landið eru kirkjur fullbúnar og hafa verið
það árum og áratugum saman. Hér í Reykja-
vík eru stofnaðir söfnuðir, skikkaðir til þeirra
prestar og þeim sagt að hefja starfið. Þeim er
ætlað að halda uppi kirkjulífi án þess að
nokkur ytri aðstaða sé fyrir hendi. Þetta hefur
gerst hvað eftir annað í gegnum tíðina og hef-
ur vitanlega haft sín áhrif. Það hefur verið
bent á, og ég skal gera það aftur, að þetta er
jafn fráleitt ðg að skipa skólastjóra, senda
hann út á einhvern mel og segja honum að
hefja skólastarf.”
Alvarlegasta
hœttumerkib
— En segir ekki einmitt þetta sitthvað um
hug ráðamanna og fólksins til kirkjunnar?
„Það má kannski segja það. Út um land er
kirkjan staðreynd og hefur verið það í þúsund
ár. Fólkið er hluti af henni og tekur þátt í dag-
legu starfi kirkjunnar. Þetta er ekki eins ljóst
hér á höfuðborgarsvæðinu enda er samfélags-
gerðin öðruvísi. En ég er hiklaust þeirrar
skoðunar, að Islendingar séu afar trúhneigð
þjóð — eins og raunar allir menn. Maðurinn
er skapaður til samfélags við Guð. Hann
þarfnast Guðs og þráir Hann. Það er mjög
mannlegt að trúa.
Hitt er annað, að trú, þar sem vantar þá
vídd er felst í guðsþjónustu og tilbeiðslu, sú
trú er afskaplega fötluð og bjöguð. Hún verð-
ur vart annað en fálm eða móralismi, illa
grundaður móralismi oft. Kirkjusókn hér í
borginni hefur verið upp og ofan, um 2%
borgarbúa sækja guðsþjónustur á venjuleg-
um helgidegi. Það er að vísu mjög lág hlut-
fallstala en miðað við t.d. almenna fundar-
sókn í félögum, þá er hún ekki svo skelfilega
lág.
Burðarásinn í trúarlífinu í landinu í gegn-
um aldirnar var trúariðkun heimilisins. Það
voru húslestrar, Passíusálmalestur, bænalest-
ur með börnum fyrir svefninn. Og ég held satt
að segja að alvarlegasta hættumerkið fyrir ís-
lenska kirkju sé að þessirsiðirséu aflagðir hjá
allt of stórum hluta þjóðarinnar”
/
A forsögulegum
tíma —fyrir
daga Sjónvarpsins
— Nú ímyndar maður sér að þinn uppvöxt-
ur hafi verið með nokkuð öðru sniði en flestra
okkar hinna — faðir þinn var jú biskup.
„ Já, ég var tólf ára þegar pabbi varð biskup.
Þá urðu vitaskuld miklar breytingar á högum
okkar. Og það er ekkert ólíklegt, að trúarlíf
hafi verið meira á mínu heimili en víða annars
staðar. Kirkjuganga á sunnudegi var alltaf
mjög eðlilegur þáttur heimilislífsins — og ég
held að ég hefði orðið andvaka ef ekki hefðu
verið lesnar bænimar með mér á kvöldin.
Þetta var náttúrlega löngu fyrir daga sjón-
varpsins — allt að því á forsögulegum tíma —
og ég minnist þess vel að það voru einskonar
kvöldvökur heima hjá mér, eitthvað í líkingu
við það sem gerðist í baðstofunum fyrrum.
Foreldrar mínir lásu fyrir okkur þjóðsögurn-
ar, Odysseifskviðu og fleira. Þetta voru fastir
punktar í tilverunni. Svo var mikill gestagang-
ur á heimilinu, þangað kom margt kirkjufólk,
meðal þess prestar utan af landi, sem höfðu
margir áður verið nemendur pabba í háskól-
anum. Það er því líklega rétt, að með móður-
mjólkinni hefur maður fengið vitund fyrir því
lífi, sem púlserar í kirkju Islands.”
— Var óhjákvæmilegt að þú, biskupsson-
urinn, yrðir prestur? Og tveir aðrir bræður
þínir.
„Nei, það var ekkert óhjákvæmilegt. Þú
mátt ekki gleyma því, að það eru ekki nema
50% bræðranna, sem hafa farið í prestskap!
Hvað mig varðar, þá var ég lengi mjög á báð-
um áttum um hvað ég tæki mér fyrir hendur.
Ég var lengi með óskaplega arkitektúrdellu og
dreymdi lengi um að verða arkitekt. Það kitlar
mig meira að segja ennþá. Nú er ég að byggja
hús og hefði gjarnan viljað teikna það sjálfur.
En það má víst ekki”
Enginn þrystingur
heima
— Fannstu fyrir þrýstingi heima hjá þér,
var þér beint út í guðfræðinám?
„Nei. Ég man aldrei eftir því að það hafi
verið talað um þetta heima hjá mér. Nei, mér
var ekki beint inn á þessa' braut. Ég efa það
ekki að foreldrum mínum líkaði það vel þegar
ég hóf guðfræðinámið en ég fann aldrei fyrir
þrýstingi eða stýringu í þessa átt!’
— Nú varst þú ekki nema rétt tvítugur þeg-
ar uppreisn æskunnar svokallaða fór um
heiminn. Þú hefur ekki lent í þeirri uppreisn?
„Jú, ábyggilega. Ég er þó ekki mikill upp-
reisnarmaður í mér. Vitanlega gekk ég í gegn-