Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 19
19 Jplfisturirin. Föstudagur 11. mars 1983 Sænska stálið Sú var tíðin að ekki var völ á betra stáli en því sem unnið var með sænskum viðarkolum. Þá þurfti að fara allt suður til Toledo eða austur til Damaskus til þess að fá sverð er jöfnuðust á við hin sænsku. Þá var Svíþjóð stórveldi og sendi riddara sína lan.gt suður og austur um Evrópu. Nú er öldin önnur, Svíar eru friðsöm þjóð sem hefur tekist að halda sér utan við tvær heims- styrjaldir. í stað riddaranna senda þeir afreksmenn í íþróttum út um heiminn, menn eins og Ingmar Stenmark og Björn Borg. Allir eldri skákmenn kannast við þrí- stirnið Stoltz-Stáhlberg-Lundin, frægustu skákkappa Norður- landa á sinni tíð. Nú er Lundin Skák vígi, en það gerir ekkert til því að honum finnst gaman að tefla endatafl. En það finnst andstæð- ingnum ekki eins skemmtilegt, að minnsta kosti ekki ef hann stend- ur Iakar. Nánast án þess að gera sér grein fyrir því styttir hann sér aldur í 70-80asta leik — en kannski endist hann þó 100 leiki. Þessi fallega og rökrétta fram- vinda bregst þó stöku sinnum, annaðhvort vegna þess að and- stæðingurinn fellur fyrr, eða Ulfi sést yfir eitthvað í því æðisgengna timahraki sem hann kemst oft í. Við skulum líta á eina Ulfsskák af styttra taginu, hann á þar í höggi við annan stórmeistara frá Norðurlöndum, Westerinen. einn á lífi þeirra þriggja og hefur ritað minningar sínar. Nú en Svíar eiga þó aftur þann taflmeistara sem stigahæstur er á Norðurlöndum: smávaxinn ljós- hærðan mann sem verður 32 ára á þessu ári. Það var árið 1972 að hann náði síðari áfanga að stór- meistaratitli hér í Reykjavík. Mér er hann minnisstæður frá þessu skákmóti: ákaflega Ijós og ótrú- lega smáveixinn, hann hreiðraði um sig eins og kettlingur í stólnum þegar hann var að tefla. Ulf And- ersson er ávöxtur af fræðslustarfi Svía í skákmálum. Hann fæddist í Arboga, sveitarfélagi í útjaðri Stokkhólms, þar sem mikið er gert fyrir skákina, hún er kennd ungum börnum í grunnskóla. Ulf lærði því mjög ungur að tefla og varð skákmeistari Svíþjóðar 18 ára gamall. Síðan hefur hann unnið margan ágætan sigur á skákmótum og verður það ekki rakið nánar hér. Þessir sigrar hafa ýtt honum upp í allra fremstu röð taflmeistara nú. Ulf var tvö ár rík- isþjálfari Kúbu í skák og þar fann hann sér konu. Árið 1975 voru honum veitt listamannalaun í Sví- þjóð og er hann fyrsti skákmaður Svia er þau hlýtur. Ulf Andersson er laus við allt yfirlæti og enginn auglýsinga- maður fyrir eigin hönd. Hann gerir lítið að því að tefla fjölskákir og skrifar aldrei í blöð. Skákstíll Ulfs er jafn yfirlætislaus og mað- urinn sjálfur. í skákum hans eru fjörugar sveiflur sjaldgæfar, hann virðist ekki áleitinn að fyrra bragði, en undiraldan er þung. Bent Larsen sem er sjaldan myrk- ur í máli hefur lýst skákstíl Ulfs á þessa leið í sænska tímaritinu Schacknytt: Venjuleg Ulfsskák er löng. Hún hefst á rólegu forspili, því að Ulf- ur er ekki áreitinn og gildir þá einu hvort hann hefur hvítt eða svart. Eftir mikla og langa liðs- flutninga er andstæðingurinn kominn með peðaveilu eða kannski lélegan biskup. Þá eru drottningakaup næst á dagskrá og síðan fer skákin í bið. Ulfur stendur ekki nema örlítið betur að Andersson Westerinen Genf 1977 ENSKUR LEIKUR 1. c4-Rf6 3. g3-Bg7 0-0-d6 d3-e5 a3-Bd7 axb4-Dc8 12, 5. 7. 9. 11. 2. Rf3-g6 4. Bg2-0-0 6. Rc3-Rc6 8. Hbl-a5 10. b4-axb4 Bg5-Bh3 Með þessum leik lætur svartur hvít eftir of mikil völd á miðborð- inu. Re7 var betra. 13 Bxf6!-Bxf6 14. Rd5-Bd8 Biskupinn verður að valda e7, því að ella kemur 15 b5. 15 Bxh3-Dxh3 16. Hal!-Hxal Líklega var skárra að leika Dc8, en það er aðeins farið að halla undan fæti fyrir svarti. 17. Dxal-Dc8 Hann varð að koma í veg fyrir Da8. 18. b5-Rb8 Var ekki Re7 betra? Þá er hægt að svara 19 d4 með f6 eða jafnvel Rxd5 20 cxd5 e4. 19. Da8-He8 Svartur er kominn í klípu, 19 - c6 20 bxc6 bxc6 21 Hbl gengur sýni- lega ekki. 20. Hal-e4 Þegar góða leiki skortir sækja fingurbrjótarnir á. 21. dxe4-Hxe4 22. Ha7-Hxc4 23. Kg2! Ekki má vera of veiðibráður: 23. Hxb7? Dh3! En nú er taflið tapað, t.d. 23-c6 24. Hxb7 cxd5 25 Hxb8 og vinnur biskupinn. Hér gafst Westerinen upp. Spilaþraut helgarinnar Spilaþraut. Báðir í hættu. Vestur gefur. S Á-K-7-4-3 S 9-6-5 H K-G-6 H Á-D-9-5-2 T Á-K-6-2 T 8-5-3 L 8 L 9-4 Sagnir: Vestur Austur 1 spaði 2 spaðar 4 spaðar pass Gegn fjórum spöðum vesturs lætur norður laufa kóng og held- ur áfram með lauf. Hvað gerir vestur? Það er Ijóst að liggi spaðarnir þrír-tveir, þá fær vestur ellefu slagi. En ef þeir eru fjórir-tveir? Þannig voru öll spilin: S 2 H 10-8-7, T D-10-9-4 L K-D-10-5-3 S Á-K-7-4-3 S 9-6-3 H K-G-6 H Á-D-9-5-2 T Á-K-6-2 T 8-5-3 L 8 L 9-4 S D-G-10-8 H 4-3 T G-7 L Á-G-7-6-2 Auðséð er, að láti spilarinn út hátromp, þá er spilið tapað. Reyndu sjálfur! Vinningsleiðin er sú, að vestur lætur lítinn spaða í þriðja útspil. Suður lætur svo rautt spil sem 15 É. FRÁ KRYDDVILLU Ég biðst velvirðingar á því að andi minn skuli ekki hafa svifið yfir blaðasúpunni sl. tvær vikur. Fjarvera mín stafaði þó hvorki af leti né útmánaða- sleni, heldur líkamsrækt sem snerist,upp í and- hverfu sína, m.ö.o. jazzballett sem endaði í sjúkra- leikfimi. Minn skakki hryggur þoldi ekki sumar af þeim fettum og brettum sem jazzballett útheimtir. og að endingu hélst ég varla við ógrátandi nema annað hvort gangandi eða syndandi, allra síst sitj- andi við ritvé!. Ég ráðlegg öllum þeim sem ntí eru í líkamsræktarhugleiðingum með hækkandi sól að ráðfæra sig við sjúkraþjálfara eða samviskusaman heimilislækni áður en þeir hefjast handa, annars getur illt af hlotist. Nóg um það. Blaðstjórnin fór þess á leit við migað ég fjallaði um krydd í nokkrum pistlum, þar sem sumir/ stjórnarmeðlimir væru kryddvilltir eins og svo margir aðrir. Mér er ljúft að verða við þessari beiðni, þó ekki væri nema í þakklætisskyni fyrir að matkrákupistlarnir hafa aldrei verið ritskoðaðir (þrátt fyrir að í þeim hafi stundum mátt finna bæði guðlast og klám, að sumra dómi...). Sést af þessu hversu frjálslynt blað Helgarpósturinn er. líkast til það eina frjálsa og óháða hér um slóðir... Af þessum sökum verður þessi pistill og þeir næstu helgaðir kryddi og notkun þess. Um efnið hafa náttúrlega verið ritaðar margar lærðar bækur, en plássins vegna'verður ■ umfjöllunin á þessum vettvangi að vera í harðsoðnara lagi. En frá kennslufræðilegu sjónarmiði held ég að heillavænlegra sé að birta í hverjum pistli vel krydd- aða uppskrift og gera í framhjáhlaupi grein fyrir þeim kryddum sem í henni eru, fremur en að ég fari með kryddstafrófið í belg og biðu. Vonandi verður þessi viðleitni til að leiða einhverja af kryddvillu síns vegar. Aiatkraksin eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Krydd og kryddjurtir Venja er að greina á milli krydda og kryddjurta. Krydd eru ilmandi og bragðsterkir hlutar ýmissa jurta sem einkum vaxa í hitabeltislöndunum þar sem þær verða bragðsterkastar. Hinn eftirsótti hluti viðkomandi plöntu er þurrkaður, hvort sem það er börkurinn, berin, ávöxturinn eða ræturnar. Þá eru og fræ ýmissa plantna notuð sem krydd. Ýmist eru kryddin notuð 1 heilu lagi eða steytt. Sem dæmi má nefna að af kúmenplöntunni eru fræin notuð en börkurinn af kanelplöntunni. Af svokölluðum kryddjurtum eru það aðeins blöðin sem notuð eru. Þær má og margar hverjar rækta á norðlægari slóðum en hinar fyrrnefndu. Agnarögn um sögulegt hlutverk kryddsins Kryddnotkun i einhverri mynd er sjálfsagt jafn- gömul mannkyninu, t.d. hafa þau mikið verið not- uð til lækninga. — En þegar ég las mannkynssögu hér í gamla dagá átti ég bágt með að skilja hvers vegna stjórþjóðir háðu blóðugar styrjaldir um krydd, þ.e. nýlendustríð Portúgala, Frakka, Hol- lendinga og Breta á 16.,17. og 18. öld snerust ekki sist um yfirráð yfir verslun með austurlensk krydd. Menn þá á tímum notuðu krydd eins og við gerum enn fdag: til að auka bragð matarins eða gera það fjölbreytilegra, en þeir voru reiðubúnir að berjast um það af annarri ástæðu; krydd deyfir nefnilega bragð, eða öllu heldur hylur bragð leg- innar fæðu sem enn heldur næringargildi en væri án krydds óhæf til manneldis. Auk þess erú sumar kryddtegundir rotvarnarcfni sem gera mönnum kleift að halda kjöti óskemmdu í ár eða lengur án kælingar. Negull hefur t.dví sér efnið eugenol sem hindrar gerlagróður. (Negull er enn notaður til að verja ákveðnar matartegundir skemmdum, t.d. við vissa verkun á svinakjöti). Fyrir daga tæknivæðingarinnar komu krydd því i staðinn fyrir ísskápa og frystikistur. Þar sem krydd var ófáanlegt svarf sulturinn stundum að mönnum, því að þeir gátu ekki lagt upp nægilegan vetrarforöa. Enda var kryddverð á síðmiðöldum óheyrilegt: pund af engifer kostaði sauðarverð; múskatpundíð var virt á þrjár kindur eða hálfa kú. Pipar var öllu öðru kryddi verðmætari, hann var talinn í piparkornum og piparsekkurinn sagður mannlifs ígildi. Því voru nýlendustríðin sem fylgdu í kjölfar landafund^r Vasco da Gama ekki háð af nautnasýki einni saman, eins og ætla mætti i fljotu bragði af lestri harðsoðinna kénnslubóka, heldur, brýnni lífsnauðsyn. Indverskur lambakjötsréttur Hér kemur uppskrift að einföldum karrýrétti, ekki þó mjög sterkum, handa fjórum. Hann stend- ur alveg fyrir sínu með hrisgrjó'num og kókósmjöli einum saman, en ef þið viljið hafa meira við getfð þið aukið fjölbreytni meðlætisins: berið fram í litl- um skálum bananasneiðar, bleyttar rúsínur, gúrku- sneiðar, þeyttan rjóma, saxaða papriku og salt- hnetur. ^ . 800 g lambakjöt 1 stórir laukar, saxaðir 2 hvítlauksrif, marin eða smátt söxuð 3 msk smjör eða smjörliki 3 dl vatn 1 súputeningur 1 kanelstöng Vi tsk karrýduft Vt tsk cayennepipar 2 meðalstórar kartöflur 200 g kókósmjöl -4 skammtar af hrísgrjónum salt eftir smekk j. Hitið smjörið í potti og steikið laplc og hválauk upp úr því örstutta stund. Bsétið út í kanel, karrý- dufti, cayennepipar og vatni. 2. Skerið kjötið í u.þ.b. 3 cm þykka bita og.setjið í pottinn ásamt súputeningnum. Látið sjóða við vægan hita í u.þ.b. 35 mín. 3. Á meðan afhýðið þið kartöflurnar og skerið í litla teninga. — Leggið kókósmjölið í skál og hellið yfir það sjóðandi vatni, nægilega miklu til að þekja kókósmjölið. Látið standa þar til rétturinn er til- búinn. 4. Hafið nú til annað meðlæti. Vænlegast er að bleyta rúsínurnar, þ.e. setja þær í pott ásamt vatni, láta suðuna koma upp og sía vatnið strax frá. — Sjóðið hrisgrjónin samkvæmt leiðbeiningum utan á umbúðum. 5. Þegar rétturinn hefur mallað i u.þ.b. 35 mín. eru kartöflubitarnir settir út i og allt látið sjóða í 15 min. til viðbótar. Smakkið þá á sósunni; e.t.v. kjós- ið þið að salta hana meira eða styrkja kryddbragð- ið með ögn meiri cayennepipar. 6. Síið vatnið frá kókósmjölinu og hellið vatninu í pottinn og berið frám ásamt rjúkandi réttinum og öðru meðlæti. í þennan rétt eru notuð þrenns konar krydd fyrir utan hvítlauk, þ.e. kanejl, karrý og cayennepipar og nú skulu sögð deili á þeim. Kanell (cinnamon) Kanell er börkur af sígrænum runna sem vex t.a.m. á Indlandi. Þegar börkurinn hefur verið flettur af greinunum er hann sólþurrkaður og við það vefst hann upp, verður að hinum svokölluðu . kanelstöngum. Kanelstangir eru t.d. notaðar til að krydda vín, svart kaffi og pottrétti. Steyttur kanell (kanelduft) er notaður i kökur, búðinga og kex. Hann er einnig notaður í ýmsar kryddblöndur, s.s. karrý. Cayennepipar eða chilipipar Cayennepipar og chilipipar eru krydd alls óskyld hinum eiginlega pipar. Þau eru fengin úr fræ- hylkjum runna sem er upprunninn í Mið- eða Suð- ur-Ameríku. Sömu ættar er paprikan líka sú sem er ræktuð hér á landi. Tegundirnar eru missterkar eft- ir stærð ávaxtanna, cayennepipar er hvað smá- vaxnastur og jafnframt hvað sterkastur, paprikan mildust. Spánverjar kynntust chilipipar af Aztekunum í Mexíkó og fluttu með sér til Evrópu. Þetta sterka krydd hefur löngum verið mikið notað af fátæku fólki, því agnarögn af kryddi þessu getur gert margt óætið ætt. Fræhylki plantnanna eru þurrkuð og síðan möl- uð í fíngert duft.Cayennepipar er yfirleitt blanda af -nokkrum chilipipartegundum. 1 Ameríku er chili- pipar notaður í ólíklegustu rétti, s.s. baunarétti, sbr. chilli con carne, hrísgrjónarétti, kjöt-, fisk- og grænmetisrétti. Karrýduft (curry powder) Af því sem fram hefur komið er ljóst að karrý- runninn vex hvergi. Karrýduft er vestræn útgáfa af hinu indverska garam masala og er kryddblanda úr allt að þremur tugum kryddtegunda. Þær al- gengustu eru svartur pipar, chilipipar, negull, kan- ell, kardímommur, kóríander, kúmen, engifer, múskat, sinnepsfræ og'turmerik, þarhf chilipipar- inn sterkastur. Karrý er notað jafnt í grænmetis- rétti sem i fisk- og kjötrétti, svo og í sérstakar sósur. Og lýkur hér frá kryddi að segja í bili.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.