Helgarpósturinn - 11.03.1983, Síða 9

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Síða 9
9 Ípi5sturinn„ Föstudagur 11. mars 1983 Óresteia — yítahringhyggja Þjóðleikhúsið sýnir: Oresteiu (Agamemnon, Sáttafórn, Hollvœtti) Höfurndur: Eskýlos Þýðandi: Helgi Hálfdanarson Leikstjóri: Sveinn Einarsson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Leikhljóð: Þorkell Sigurbjörnsson Dansar og hreyfingar: Marjo Kuusela Búningar: Helga Björnsson Lýsing: Arni Baldvinsson Leikendur: Bríet Héðinsdóttir, Arnar Jónsson, Hjalti Rögnvaldsson, Sigrún Björnsdóttir, Bessi Bjarnason, Helga Bachmann, Arni Blandon, Róbert Arn- finnsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Hákon Waage, Jón S. Gunnarsson. ogfleiri. Dauði og upprisa Mér fannst eins og þessi sýning kæmist fyrst í almennilegan gír þegar Klítemnestra-Helga Bach- mann mætti til leiks. Það er sama hvað reynt er að gera tæmandi grein fyrir leik leikara; alltaf er eftir auð spássía sem ekki verður skilgreind, sem orð komast ekki að; upplifun getum við reynt að kalla þessa tilfinningu sem býr yfir dularfylgsnum sem aldrei gefa upp alian sannleika sinn og aldrei verða tæmd af merkingu. En þetta þýðir ekki, að það sé til einskis að reyna að skilgreina. Spássían verður ekki til nema eitt- hvað sé ritað á örkina. Menn hafa oft reynt að gera sér grein fyrir hvað sé kjami leiklistar og hugsað sér.í því sambandi hvað það er sem mætti sleppa í leik- húsi. Hvernig er hægt að flysja leikhús ef svo má segja. Hverju mætti fleygja. Þetta endar alltaf á þann veg að leikarinn stendur einn eftir i leikrými sinu og and- spænis honum áhorfandinn, þög- ult vitnið. Leikarinn, líkami leik- arans fullur af texta í víðtækari merkingu, bæði töluðum og þög- ulum. Mér flaug þetta í hug þegar Helga kom inn. Þarna var kom- inn kjarni máls og fram að þvi var eins og sýningin hikaði ögn og vantreysti sér að stinga sér til sunds í skálddjúp Eskýlosar. Helga stakk sér og hún synti glæsilega. Umyrðalaust. Það er nú svolítið síðan Eskýlos skrifaði þetta. 458 f. Kr. eða svo. Ég fæ út úr samlagningunni að liðin séu 2441 ár síðan kappinn meitlaði þennan þríleik. Samt streymir hann enn. Mér flaug í hug: þetta er kemía, þetta eru einhverjar dul- arfullar efnabreytingar sem gerast í líkama leikarans og líkama text- ans. Leyfa steindauðu letri frá gullöld Grikkja að lifa hverfula örskotsstund og svo heldur hann áfram að hvíla steindauður og sprelllifandi. Sígildur einungis vegna þess að hann hefur megnaö að segja hverri kynslóð eitthvað sem hún hefur verið að leita að eða velta fyrir sér. Eskýlos er ský- laust dæmi þess sígildis. (Nú er farið að kalla hann Æskýlos; kannski vegna þess að æ stefnir hann að því að losa um skýin, þ.e. að stuðla að aukinni birtu og birt- ingu.) Þetta mun vera í fyrsta sinn sem hann er leikinn hér á landi og ekki seinna vænna. Ég sá einhvers staðar að ekki væru nema tveir grískir harmleikir sem hefðu verið sviðsettir hér áður og leiðir það hugann að því hversu íslenskt at- vinnuleikhús er í rauninni ungt. Sveinn Einarsson setti Antígónu á svið 1969 og Helgi Skúlason Ödí- pus konung fyrir einum fimm ár- um eða svo. Klassík Gríska klassíkin er leikhús- mönnum sifellt umhugsunarefni og ögrun og þarafleiðandi ekki bara sígildar bókmenntir heldur leikmenntir. Leiklist. Það hefur heldur færst í vöxt undanfarið að leikstjórar glími við Grikkina og klassík yfirleitt. Oft er engu líkara en fólk sé hálflamað af misskil- inni virðingu og ótta við klassík- ina, og líti á hana sem eitthvað sem hljóti að valda „venjulegu fólki h/f’ yfirliði úr leiðindum en sé að vísu voða hollt og menning- arlegt; nokkurs konar menningar- lýsLVissulega snýst leikhúsfólkið sjálft stundum á þessa sveifina og framreiðir klassíkina af hyldjúpri respekt sem kaffærir gjarnan líf- rænt efnisstreymi verkanna. Það er náttúrlega aðalatriði, sem aldrei fyrr, hvernig leikstjórn er háttað í þessum leikjum og það sem m.a. freistar leikstjóra í klass- íkinni er undarlega mikið frelsi sem þessi vérk bjóða upp á í svið- setningu. Umfram margt sem næst okkur stendur og er í raun bundnara hefð í framsetningu. Það verður að segja strax að Sveinn tekst á við sviðsetningu þríleiksins laus við óþarfa hræðslu í meðförum efnisins. Það er mikils virði. Hann tekur efni Óresteiunnar allrar, þ.e. leikrit- anna þriggja,og framreiðir efnis- heild hennar á sinn hátt. Þetta er eini heili þríleikurinn sem varð- veist hefur frá gullöld Grikkja. (í raun vill það gleymast að við bæði vitum minna um og eigum minna af grísku klassíkinni en í fljótu bragði er ljóst: sjö leikrit Eskýlos- ar t.d. hafa varðveist, önnur sjö eftir Sófókles, en báðir skrifuðu marga tugi leikja. Af fjórum teg- undum Ieikja eru tvær glataðar eða sama sem: dítýrambleikir og satýrleikir, en harmleikir og gam- anleikir hafa varðveist). Refsing og diskó í þremur orðum 'mætti segja að efni þríleiksins sé glæpur, refsing, fyrirgefning. Sveinn kýs að byrja á refsinornaþætti úr þriðja leik- ritinu (Hollvættum) og rekja sig aftur í orsök þeirra ofsókna sem Órestes verður fyrir af refsinorna hálfu og ákæru sem beint er að honum. Móðurmorðingjanum. Refsingin er semsé mætt til leiks i upphafi (en ekki í dostójevskri merkingu, þar sem líta má svo á að hún komi fyrst og glæpurinn sé í raun uppfylling þess tómarúms sem hún hefur myndað), Þátt- ur nútíma refsinorna er felldur inní réttarhöldin yfir Órestes. Þessi röðun og framsetning efnis- ins er allra góðra gjalda verð en hins vegar sé ég ekki betur í fljótu bragði (hef ekki séð sýninguna nema einu sinni) en skírskotunin til nútímans sé veikasti hlekkur- inn í heild sýningarinnar og drepi henni á dreif og færi hugmyndir þríleiksins ekki nær okkur. Það er i þessum köflum sem vottar fyrir einhvers konar vantrausti fannst mér, að þetta sé í alvöru sígilt efni, þ.e.a.s. eins og væri verið að byggja vafasama brú frá Eskýlosi til einhvers konar „nútíma”, m.a. í réttarhöldunum þar sem refsi- nornir hafa á sér öll teikn nútíma- kvenna og diskóatriði sem ég kem Helga og Hákon — sýning Þjóðleikhússins á Óresteiu komst fyrst í almennilegan gír þegar Klítemnestra Helgu Bachmann mætti til leiks, segir Sigurður m.a. í umsögn sinni ekki almennilega heim og saman. Ekki ber að skilja þetta svo að nú- tímatilvísanir hvers konar eigi ekki rétt á sér í sviðsetningum klassískra verka; þar er einmitt upplagt að láta gamminn geisa. En hvað er þá að? Ja, t.d. í diskó- atriðinu skil ég ekki hlutverk þess- ara kvenna sem eiga víst að vera refsinornir. Það sem ég á við er, að mér finnst þessi útfærsla á skjön við hugmið textans og verksins, þ.e.a.s. ógn og ofsóknir refsingarinnar sem aldrei linnir látum meðan móðurmorðinginn (og aðrir sem glæp hafa drýgt) hefur ekki fengið makleg mála- gjöld. Ég gat ekki með nokkru móti séð neina ógn í fallegum dansi diskóstúlknanna. Við þessa breytingu á refsinornunum varð Órestes einhvern veginn eins og að feimni og uppburðarleysi væru hans aðalvandamál. Ég fjölyrði svolítið um þetta mál vegna þess að mér finnst sýn- ingin af því kalíber að fyrrgreind hliðarspor séu óþörf. Þarna er semsé margt mætavel gert og get ég tekið um það mörg dæmi. Ég hef þegar minnst á það sem snart mig mest: Klítemnestra H. Bach- mann. Anna Kristín var líka gler- fín Kassandra og atriðið frá inn- komu Agamemnons-Róberts fram að morði hans með þeim þéttari. Hringur og ferhyrningur Sömuleiðis fannst mér atriðið við gröf Agamemnons með þeim Hjalta-Órestes, Helgu Jóns-El- ektru og afbragðs kór ambátta (Herdís — Bryndís — Guð- björg) mjög svo einlægt spilað og þar var treyst á textann númer eitt og einfaldleikann: myrkur í bak- sýn (eins og myrkur tvígengivélar glæps og refsingar sem verður nýr glæpur) og í forgrunni gröf eins fórnarlambs þessa vítahrings hefndarinnar. Órestes og Elektra eins og tvö saklaus börn, sem verða að axla byrði sektarinnar, morðsins. Það er einmitt þessi vítahringur sem þríleikurinn reyn- ir að rjúfa og lausnin hefur lengi valdið mönnum heilabrotum, þ.e.a.s. hvaða skilning megi leggja í niðurstöðu Pallas AþenU, t.d. hafa sumir litið á þetta sem upp- • gjör við leifar mæðraveldis. Ekki er það einhlít skýring. Hins vegar er hægt að líta á Eskýlos sem tengilið goðsögutímans og sögu- lega tímans. Tímaskyn þess fyrr- greinda býður upp á hringrás, endurtekningu en þess síðar- nefnda upp á rás, beina línu: sögulega vitund. Þríleikurinn er nokkurs konar lausn á hring- hyggju sem orðin er vítahring- hyggja. Leikmynd Sigurjóns byggir hins vegar á ferhyrningum. Fram- arlega er nokkuð þungur rammi og innst endurtekning hans og dyr á þeim ramma með rammgerðri þverslá breiðri. Þyngd hennar kom til skila þeim þunga sem hvíl- ir á húsi þessarar hörmungaættar. Einkar fundust mér dyrnar skemmtilegar annars vegar (mannverur inni í ferhyrndum ramma eins og þrælar í skókassa eða persónur harmleiksins inni í ramma örlaganna — óumflýjan- legum) og myndin af Heru í baði uppi (frelsisþrá, fæðing, umönn- un, lýðræði Grikkja).Þá var leik- rýmið uppi á þverbálkinum ansi skemmtilegt. Þetta efra leikrými virkaði mjög vel (léttleiki og formfesta) t.d. í atriðinu með Klí- temnestru í upprisusólarrauðum bjarma lýsingar Árna. Ennfremur er bráðskemmtileg tilvitnun í gangi í grískt ekiklema, þ.e. sviðs- vagn. Tónlist og grímur Það er nú því miður ekki rúm til þess að fjalla um sýningu sem þessa að neinu gagni í fáum orð- um og án þess að hafa séð hana nema einu sinni. Ég gæti minnst á búninga í löngu máli; í stuttu máli voru þeir klárir og lausir við einn ,-k höfuðkvilla búninga í klassískum 18y liíwin ★ ★ ★ ★ framúrskarandl ★ ★ ★ ágat ★ ★ góð ★ þolanleg 0 léleg Bíóbær: Aö baki dauöans dyrum (Beyond Death’s Door).Bandarisk kvik- mynd, byggð á metsölubók Dr. Maurlce Rawlings. Leikendur: Tom Halllck, Melind Naud. Leikstjóri: Henning Schellerup. Frásagnir fólks, sem séö hefur inn f landið fyrir handan landamærin. /Evar R. Kvaran flytur fyrirlestur á undan sýningunni. Heltar Dallasnætur (Hot Dallas Nights). Bandarísk kvikmynd, ár- gerö 1981. Leikendur: Hillary Summer, Raven Turner, Tara Flynn, Leikstjóri: Tony Kendrick. J.R. og félagar skemmta sér á heitum sumarnóttum. Very hot. Undrahundurinn. Á laugardag og sunnudag kl. 14 og 16. Nýja bíó: Veiöiferöin (Shoot). Bandarfsk kvik- mynd, árgerð 1981. Leikendur: Cliff Robertson, Ernest Borgnine, Henry Silva. Leikstjórl: Harvey Hart. Saga um nokkra gamla félaga úr hernum, sem fara saman i veiðiferðir. í þeirri, sem hér um ræðir, lenda þeir á hálfgeröum mannaveiöum. Bíóhöllin: Allt á hvolfi (Zapped). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Scott Baio, Willle Ames, Robert Mandan, Felice Schachter. Leikstjóri: Robert J. Rosenthal. Gagnfræöaskólakrakkagrinmynd i anda Svinhausanna i Porky's. Chest- er úr Lööri leikur eitt aöalhlutverkið. Óþokkarnir (The Blackout). Banda- rísk kvikmynd, árgerð 1980. Leik- endur: Robert Carradine, Jim Mitchum, June Allyson, Ray Mil- land. Leikstjóri: Eddv Matalon, Dularfulla húsiö (The Evictors). Bandarlsk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Vic Morrow, Jessica Harper, Michael Parks. Leikstjóri: Charles B. Pierce. Hjón flytja inn i hús i kyrrlátum ame- riskum bæ. Þá fer allt á annan end- ann. Gauragangur á ströndinni (Malibu Beach). Bandarísk kvikmynd. Leik- endur: Kim Lankford, James Daughton, Susan Player Jarreau. Leikstjóri: Robert J. Rosenthal. Hressir og lifsglaöir unglingar stunda strandlífið og veröa ástfangnir. Hvern dreymir ekki um þaö? Fjórir vinir (Four Friends). Banda- risk, árgerö 1982. Handrit: Steven Tesich. Leikendur: Craig Wasson, Jody Thelen, Michael Huddleston, Jim Metzler. Leikstjóri: Arthur Penn. ** Fram í sviösljósiö (Being There) Bandarísk, árgerö 1981. Handrit: Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld- sögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shlrley MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby. *** Regnboginn: Saeðingin (Inseminoid). Breskkvik- mynd, árgerö 1982. Leikendur: Judy Geeson, Robin Clarke, Jenni- fer Ashley. Önnur pláneta og fornleifafræöingar, sem grafa upp gamla menningu. Ó- kindin stekkur fram og sæöir unga konu. Skrlmsliö fæöist. Vigamenn (Raw Force). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Aðalhlut- verk: Cameron Mitchell. Munkar á suðurhafseyju stunda mannát og vekja upp dauða til aö berjast fyrir sig. Sem sagt: blóðug mynd. Einfaldi morðinginn (Den Enfaldiga Mördaren). Sænsk árgerö 1982. Leikendur: Stellan SkarsgSrd, Hans Alfredson. Höfundur og lelkstjóri: Hans Alfredson. *** Áhrifamikil og vel gerö mynd um þann ósiö þjóöfélagsins aö brjóta niður þá, sem eruööruvisi. Stórkostlegur leikur og myndataka. Góö mynd. — GB Á ofsahraöa (Hi-Riders). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Darby Hin- ton, Diane Peterson. Unglingaflokkar, óeirðir og ofsahraði. Ökutæki spyrna grimmt. Laugarásbíó: *** Týndur (Missing). Frönsk-banda- risk, árgerð 1982. Leikendur: Jack Lemmon, Sissy Spacek. Leikstjóri: Costa Gavras. Gavras ræðst enn einu sinni á suöur- ameríska harðstjóra. Hér sýnir hann fram á hvernig Bandarikin flæktust inn i valdaránið í Chile 1973. Skemmti- leg mynd og eftirminnilegur leiksigur Jack Lemmon. Vekurtil umhugsunar. Háskólabíó: Með alltá hreinu.ÁgústogStuömenn á föstudag. Húslö-Trúnaöarmál. íslensk kvík- mynd, árgerð 1983. Handrlt: Björn Björnsson, Eglll Eðvarðsson og Snorri Þórisson. Kvikmyndataka: Snorri Þórisson. Leikmynd: Björn Björnsson. Leikendur: Lilja Þóris- dóttlr, Jóhann Sigurðsson, Þóra Borg, Helgi Skúlason, o.fl. Leik- stjóri: Egill Eðvarðsson. Fyrsta íslenska myndin á þessu ári. Um ungt fólk, sem flytur inn (gamalt hús. Dularfullir atburðir. Frumsýning á laugardag. Stjörnubíó: * Maöurinn með banvænu lins- una — Wrong is Right. Bandarfsk. Árgerö 1982. Handrlt og leikstjórn: Rlchard Brooks. Aðaihlutverk: Sean Connery, George Grizzard o.fl. Richard Brooks hefur gert margar ágætar myndir á löngum ferli I Holly- wood. Hann er metnaðarmikill leik- stjóri og hefur vott af heimsósóma- skáldi í sér á borö viö Paddy Chayef- sky. Þessi viðamikla mynd hans minnir lika einna helst á vandræða- lega blöndu af Network Chayefskys og Dr. Strangelove Kubricks. Hún rembist ákatlega við aö vera mein- fyndin satíra á stööu heimsmála al- mennt og bandariskra stjórnmála sérstaklega þar sem allt er i blygöun- arlausum gróðasjúkum greipum sjónvarpsins. Og hún rembist lika viö aö vera hasarmynd, alvarleg ádeila og svört kómedía. Þetta gengur eng- an veginn upp og veröur stundum býsna pínlegt. — Á.Þ. Hetjurnar frá Navarone (Force Ten of Navarone). Bandarisk kvlkmynd. Leikendur: Robert Shaw, Harrlson Ford. Gömlu kempurnar frá byssuleiöangr- inum koma saman á ný og lenda i enn kraftmeiri ævintýrum. Keppnin (The Competition). Bandarisk kvikmynd árgerö 1980. Leikendur: Richard Dreyfuss, Amy Irving, Lee Remick. Leikstjóri: Joel Ollansky. ** Austurbæjarbíó: Loginn og örin (The Flame and the Arrow). Bandarísk kvikmynd, ár- gerö 1950. Leikendur: Burt Lan- caster, Virginia Mayo. Leikstjóri: Jacques Tourneur. Ævintýramynd eftir einn fremsta B-mynda kóng Hollywood. Skemmti- leg og spennandi. Tónabíó: ** Monty Python og rugluðu riddar- arnir — Monty Python and the Holy Grail. Bresk. Árgerð 1979. Handrit: Monty Python. Leikstjórar: Terry Jones, Terry Gllliam. Aöalhlutverk: Graham Chapman, John Cleese. Monty Python-hópurinn er mein- fyndnustu hirðfifl sem heimurinn á um þessar mundir. Þeir eru æringjar og einskærir ruglarar sem snúa viö- teknum hefðum og formúlum i sögu og samtima á haus og náðu meistara- legum tökum á þessu I frægum breskum sjónvarpsþáttum sem hér hafa ekki veriö sýnir. Þar var fléttaö saman leiknum skissum og teiknuö- um atriöum Terry Jones af stakri kúnst og útkoman var óborganleg (Ég gett.d. aldrei gleymt meðferö þeirra á Islendingasögunum í skissu sem hét Njorl’s Saga). Menn sem brillera í skissuforminu þurfa ekki aö brillera í hinu framlengda kvikmyndaformi, þar sem veriö er að bögglast meö ein- hverja söguþráðarómynd. Það sann- ast nú á þessari mynd um Arthúr kon- ung og riddara hringavitleysuborös- ins. En hún er verulega hugkvæm og fyndin i einstökum bútum. fólllist Veitingahúsiö Borg: Síðdegiskonsert á laugardag. Rokk. Háskólabíó: Lúörasveit Verkalýðsins leikur nall- ann og aðra góöa slagara á laugar- dag kl. 14. Afmælistónleikar og ó- keypis aögangur. Sinfóniuhljómsveit Islands, ásamt einscngvurum og kór undir stjórn Jacquillat flytja óperuna Toscu eftir Puccini á mánudag kl. 20. Ógleyman- leg reynsla. Söngvararnir eru stór- kostlegir. Gamla bíó: Islenska hljómsveitin heldur fyrstu tónleika sina á síöara misseri á fimmtudagskvöld, 17. mars. kl. 20.30. Tónleikarnir eru helgaðir tónskáldinu Kurt Weil. Enn er hægt að nálgast á- skriftarkort í síma 22035 kl. 9—12. Stúdentakjallarinn: Djass á sunnudagskvöld kl. 21. Eyþór Gunnarsson á pianó, Sigurður Flosa- son á sax og Tómas Einarsson á bassa. Hvar er týndi trommarinn? viólmróir Norræna húsiö: Menningar- og friðarsamtök kvenna efna til fundar á laugardag kl. 14. M.a. verður sungið. Árnagaröur, H.í: Arnór Hannibalsson flytur fyrirlestur er hann nefnir Heimspeki og sögu i stofu 201 á laugardag kl. 14. ðllum er heimili aðgangur. Hótel- og veitingaskóli Nemendur skólans starfrækja veit- ingasölu um helgina á 2. hæð Hótels Esju. Girnilegir réttir á vægu veröi. Opið kl. 18—22.30 á laugardag, og 12—15 og 18—22.30 á sunnudag.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.