Helgarpósturinn - 11.03.1983, Síða 21

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Síða 21
jjostúririh Föstudagur 11. mars 1983 21 Aðspurður um hvert væri skemmtilegasta verkefnið, sem hann hefði tekið að sér, sagði Sæmundur, að það væri alltaf skemmtilegast að taka á móti þakklæti frá ánægðum við- skiptavinum. í síðustu viku hefði t.d. hringt í hann eldri kona, sem var að koma úr sinni fyrstu heimsreisu. Hún hefði flogið með fjór- um erlendum flugfélögum, og hefðu Flugleið- ir veitt bestu þjónustuna. „Þegar ég sagði henni, að unnið væri að því að bæta þjónustuna, sagði konan, að í fram- tíðinni myndi hún aldrei fljúga lengra en þangað sem Flugleiðir fljúga”, sagði Sæ- mundur Guðvinsson, fréttafulltrúi hjá Flug- leiðum. Vilborg Harðardóttir, Iðntæknistofn- un: „Agætt fram- hald af blaða- mennsku” Vilborg Harðardóttir réðst til Iðntæknistofnunar í nóvember 1981, en hafði áður starfað við Þjóðviljann í fjölda ára sem blaða- maður og fréttastjóri/verkstjóri. „Ég heiti útgáfustjórí og hef um- sjón með því, sem er gefið út á veg- um stofnunarinnar, samband við prentsmiðjur og þess háttar þjón- ustufyrirtæki”, sagði Vilborg, þeg- ar hún var beðin um að lýsa starfs- sviði sínu. Vilborg Harðardóttir: Að hafa nef fynr því til hverra þarf að beina upplýsingum myndir Jim Smart Haukur Már Haraldsson: Djúpavogsmálið svo- kallaða varð til þess, að hann sagði slarfi sínu lausu Sœmundur Guðvinsson: Skemmlilegast að taka á móti þakkleeti frá ánægðum farþegum Kjartan Stefánsson: Ekki ósvipað blaðamennsk- unni, nema hvaðframsetningin erdálitið einhliða Miklar breytingar eru framund- an á útgáfustarfsemi Iðntækni- stofnunar. Þar hefur verið gefið út blaðið Iðnaðarmál, en nú á að leggja það niður sem slíkt og gera það að ársriti. f staðinn á að fjölga fréttabréfunum og gefa þau út einu sinni í mánuði, auk þess, sem tvisvar til þrisvar í mánuði verða gefnir út sér kálfar til þess að koma til móts við þörfina á fagblöðum innan iðnaðarins. Vilborg sér einnig um að boða til blaðamannafunda ef eitthvað sér- stakt er að gerast innan stofnunar- innar, svo og að senda út fréttatil- kynningar. Hún hefur og verið lán- uð til aðila innan iðnaðarins, sem kunna ekki á blaðamenn. Þá hefur hún á sinni könnu námskeiðahald margs konar, og framundan er námskeið með þeim, sem þurfa að skrifa skýrslur. Um eiginleika góðs blaðafulltrúa sagði Vilborg, að þeir væru svipaðir og hjá góðum blaðamanni. „Hann verður að þekkja inn á kerfið, vita hver er hvað og hafa nef fyrir því til hverra þarf að beina upplýsingum. Það er ágætt að hafa verið blaðamaður”, sagði hún. — Hvers vegna fórstu út í þetta starf? „Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt, og auk þess var ég ákveðin i að hætta á Þjóðviljanum. Þetta er að sumu leyti ágætt framhald af blaðamennsku og það er ekkert, sem mælir gegn því, að ég verði ekki blaðamaður aftur”. — Spennandi? „Ekkert sérstaklega”. — Hvers vegna ertu þá í þessu? „Þetta er ágæt vinna og mér líkar vel við fólkið, sem ég vinn með. Það getur líka verið spennandi að vera þátttakandi í verkefnum, sem verið er að hrinda í framkvæmd”. Vilborg sagði, að aldrei hefði komið upp ágreiningur milli hennar og yfirmanna stofnunarinnar og hún gæti ekki gert sér grein fyrir í hverju hann gæti falist. „Það væri þá helst um áherslu- atriði, og ég býst við, að ég mundi fylgja eftir því, sem mér fyndist, en ég tæki mér ekki einræðisvald”, sagði hún. Skemmtilegasta verkefnið, sem Vilborg hefur glímt við hjá Iðn- tæknistofnun var skipulagning á námsstefnu um rafeindatækni, sem haldin var síðasta sumar. Leiðinleg- ast eða erfiðast finnst henni hins vegar að lesa yfir og leiðrétta málfar á vísindaskýrslum. „En svona almennt finnst mér fátt leiðinlegt”, sagði Vilborg Harð- ardóttir hjá Iðntæknistofnun Húsgagn sem er sýnt að SKEMMUVEG 4 Kópavogi *>'w~ Skála-skílveggurinn gefur ótrúlega möguleika. Skála-skilveggurinn er auðveldur í uppsetningu. Skála-skilveggurinn er sendur um allt land. Skála-skilvegginn er hægt að fá með mjög góðum greiðslukjörum. HUSGOGN Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími73100

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.