Helgarpósturinn - 11.03.1983, Page 16

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Page 16
 „Ég hex nú aiárei íaiiiö fyrir neinni poppstjörnu, en hlusta á allt nema Mozart, Bach og svoleiðis leiðindamúsík. Mér finnst Bob Marley ágætur og flest öll Reggae-tónlist.” Segir Hjördís Arnardóttir 15 ára. ,,Eg var einu sinni eitthvað að danglast í píanótímum, en haetti af því mér fannst svo leið- inlegt að hanga svona inni yfir einhverju, ég vil heldur vera úti og gera eitthvað skemmti- legra.” Reykeitrun „Ég fer mikið á skíði og hef gert það alveg síðan ég var lítil. Núna er ég í stjórn Garpanna sem er ferða- félag í skólanum og við förum svo- lítið á skiði, en flestir eru með skíðadelluna. Þetta er alveg æðis- legt sport. Ég hef verið í skíðaskól- anum í Kerlingafjöllum og það var mjög skemmtilegt, en ég hef ekki farið þangað síðan Heklugosið var og allir fengu reykeitrun. En þó það sé gaman á skíðum tek ég samt hestamennskuna fram yfir, hún er það skemmtilegasta sem ég veit. Maður kynnist svo skemmtilegu fólki í gegnum þetta og svo á ég frá- ybæran hest þótt hann sé nú stund- um alveg snarvitlaus. Ég fékk hestinn í fermingargjöf, en ég lét nú samt ekki ferma mig hans vegna, þvi ég hef náttúrlega einhverja trú. Það er gott að biðja þegar manni líður illas en ég fer aldrei í kirkju.” Hryiiingsiiiynuii — Ferðu oft í bió? „Ekkert sérstaklega, en ég hef gaman af hryllingsmyndum, grín- myndir eru oft svo þunnar. Besta mynd sem ég hef séð er Equus, en hún var um strák sem átti í geð- rænum erfiðleikum. Þessi mynd hafði áhrif á mig. Nei, ég fer ekki oft í leikhús, en sá samt Oresteiu í Þjóðleikhúsunu um daginn og fannst hún flott þótt ég skildi ekki allt í henni”. — Ertu aldrei á Hlemmi? „Jú, þegar ég er að bíða eftir strætó, en ég fatta ekki hvað krakk- ar fá út úr því að hanga þar. Þeir hafa örugglega ekkert að gera, en ég hef bara svo mikið að gera”. Kröfuganga „Fyrir utan skólann geri ég nú lítið annað en vera á skíðum eða hestbaki, ég les alveg ferlega lítið og horfi ekki á videó. Eins hef ég lítinn áhuga á pólitík. Þegar ég var í 12 ára bekk fórum við stelpurnar í kröfu- göngu niður í bæ með spjöld þar sem við heimtuðum jafnrétti. Meira hef ég nú ekki gert á þessu sviði, en finnst fínt að konur skuli vera farn- ar að pæla meira í stjórnmálum. Ég gæti örugglega hugsað mér að fara út í þetta einhvern tímann.” — Hvað ætlarðu svo að verða? „Mig langar alveg æðislega að verða dýralæknir, en ég held að það sé orðið allt of mikið af þeim. Helst vildi ég samt verða einhvers konar læknir. Bannað að hlæia Bæjaryfirvöld Kópavogi hafa sýnt vilja til að bæta úr þeim ólestri sem unglingamál bæjarins hafa verið í og sxðan fyrir jól hafa þrír hópar hist reglulega, rætt málin og safnað hugmyndum. I hverjum hópi voru u.þ.b. 10 manns, þar af aðeins einn fullorðinn. Við hittum að máli þær Hólmfríði Ólafsdóttur og Rögnu Sæmundsdóttur úr 8 bekk Víghólaskóla og Þórdísi Inga- dóttur úr 7. bekk sama skóla: „Okkar hópur tók fyrir Hallærisplanið, unglinga- vinnuna og strætómálin, en við viljum að strætó gangi lengur um helgar a.m.k. á sumrin. Við töluðum líka um unglingaat- hvarf og útideild en við höfum hvorugt í Kópavogi“. Sjálfstæðishúsið „Um síðustu helgi héldum við svo ráðstefnu í Manhattan þar mættu 200 manns og var kosinn 9 manna framhaldshópur til að fylgja kröfunum eftir. Við erum nokkuð bjartsýn, við höldum að strætókerfið breytist eitthvað og að við getum fengið Sjálf- stæðishúsið fyrir okkur, en það Aldrei fallið fyrir popp- stjórnu SPtubmi i '&ce/cwiclic PeccfomA ^cn/icnccticm Icelandic Seafunk Corporat- ion heitir ný fjúsjonhljómsveit sem vakti fyrst athygli á sér á Borginni um daginn þegar Mezzoforte héldu þar upp- hitunarhljómleika fyrir heims- frægðina. Hljómsveitin varð til uppúr Friðbirni og fiskiflug- unum í des. síðastliðnum og er skipuð Einari Braga, — saxó- fónn, ilauta, Styrmi (að vestan í aðra ættina), — hljómborð, Lárusi, — bassi, Óskari („á klósettinu”), — gítar og hann er einnig aðallagasmiðurinn og Þorsteini, — trommur. Eftir Borgina hefur ISC komið víða fram og alls staðar verið vel tekið. „Það virðast margir halda að við höfum orðið til vegna velgengni Mezzoforte”, segja Einar Bragi og Styrmir í upphafi súkkulaði- drykkju með Stuðaranum á Torf- unni, „en það er mesti misskilning- ur. Málið er það, að á undanförnum árum hafa margar fjúsjonhljóm- sveitir sprottið upp í bænum en þær hafa bara aldrei komist útúr bíl- skúrunum og Mezzó verið eina bandið sem hefur spilað þessa tón- list opinberlega. Við erum ekkert að stæla Mezzoforte frekar en þeir eru að stæla Spyro Gyra. Hinsvegar er fjúsjontónlistin í miklum upp- gangi, bæði hér sem annars staðar í Evrópu:’ Rollur fjölga sér í Hrútafirði — Þið hafið vakið athygli fyrir frumlegar og skemmtilegar nafn- giftir á lögum, — eftir hverju farið þið? „Já, en það er nú ekkert grín að finna nöfn, hvorki á hljómsveitina eða lögin. T.d. þegar við vorum að leita að nafni á hljómsveitina þá gerðum við það þannig að hver okkar þuldi uppúr sér hugsanlegum og óhugsanlegum nöfnum í 5 mín- útur, og þá komu allskonar fríkuð nöfn upp, þrátt fyrir að það yrði síðan fyrsta nafnið sem nefnt var sem varð hlutskarpast. Nú, í sam- bandi við lögin þá varð nafnið Bird- ie nummnumm til þegar við fórum tveir að sjá myndina Partý með Pet- er Sellers í Tónabíó á dögunum, en þar kom þessi frasi fyrir í einu alveg sprenghlægilegu atriði. Fyrsta lagið sem hljómsveitin samdi og æfði saman heitir Fyrsta reynslan, þó fólk með saurugan hugsunarhátt haldi auðvitað að þar sé verið að fjalla um eitthvað allt annað. Við reynum að hafa léttfríkaðan húmor í hlutunum og Rollur fjölga sér í Hrútafirði var t.d. það fríkaðasta sem Styrmi datt í hug einhverntíma þegar vantaði nafn á lag. En auðvit- að kemur húmorinn mest fram í tónlistinni sjálfri. Það má gjarnan koma fram í þessu sambandi að mesta vanda- málið okkar á æfingum er hlátur og í húsnæðinu okkar hanga spjöld með áletrunum einsog Bannað að hlæja, hlátur + fusion = pönk o.s.frv. ” Að læra danstónlist — Þið eruð flestir nemendur í tónlistarskóla F.Í.H., — að hvaða leyti er námið þar ólíkt því sem stundað er í öðrum tóniistarskól- um? „Það er gjörólíkt í flestum atrið- um. Þetta er eini skólinn á landinu fyrir fólk sem er ekki bara í klass- ískri tónlist. í klassíkinni er fólki sett verkefni eftir nótum, ekki kennd bókstafatákn fyrir hljóma einsog notuð eru í djassi, fjúsjon og rokki og það er rígbundið við nót- urnar, ekkert pláss fyrir impró- viseríngarog svoleiðis. Innan F.Í.H. skólans eru starfræktar hljómsveit- ir sem æfa undir leiðsögn kennara og stundum höfum við fengið ameríska djassleikara til að halda námskeið. Én það verður að undir- strika það að Icelandic Seafunk Corporation er ekki F.Í.H. hljóm- sveit einsog margir halda, við höf- SfoelcmcUc SPectfevn/c ^cnývc/ccctccm ú fa/tu 'rrv^rvct: SPvcccn/vctduA 36l'öcíweAbetótttA um lengi verið kunningjar og spilað í hljómsveitum utan skólans!’ — Búist þið við þvi að hljóm- sveitin verði langlíf? „Já, við höfum allir mikinn á- huga á því að halda áfram að spila saman, auk þess sem við erum sam- eiginlegir áhugamenn um íslenska loðdýrarækt. Það er mjög góður mórall innan hljómsveitarinnar, og einhvern veginn er það nú svo að þegar menn koma saman til að spila vandaða tónlist þáviljahlutirnir haldast betur saman. Við förum í stúdíó bráðlega þarsem við unnum 20 stúdíótíma í maraþonkeppni S.A.T.T. um daginn og stefnum að stórri fjögurralaga plötu!’ Að lokum má geta þess, þar- sem fólki hefur reynst erfitt að hafa upp á Icelandic Seafunk Corporation, að hafi einhver á- huga á að fá hljómsveitina til dans- leikja- eða tónleikáhalds þá svarar Einar Bragi í síma 52228 og Styrmir í síma 84044.v.. c/aM er mjög hentugt og á góðum stað. Það yrði opið fjóra daga í viku og rekið með svipuðu sniði og félagsmiðstöðvar, þótt auð- vitað vildum við helst hafa það frjálslegra“. Ball í Tónabæ — Hvernig er félagslífið í skól- unum? „Það er nú frekar lítið félagslíf í skólunum. Krakkarnir segja að það sé skást i Þinghólsskóla en lélegast í Snælandsskóla. Það er sæmilegt hjá okkur, en það kemur aldrei í sama stað niður að skemmta sér í skólan- um, kennararnir eru með og svoleiðis. Ballið sem við héldum i Tónabæ eftir ráðstefnuna var alveg frábært og vel mætt á það. Tappi tíkarrass spilaði og svo- komu fram fjórar aðrar hljóm- sveitir sem allar eru úr skólun- um hér í Kópavogi“. Við þökkum þá bara fyrir og vonum að draumar Kópavogs- krakkanna um einhverja að- stöðu rætist sem fyrst.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.