Helgarpósturinn - 11.03.1983, Page 11

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Page 11
11 ■Helgar --—i— -pösturinn Föstudagur 11. mars 1983 Galdra-Loftur ráðvilltur unglingur Thalía - Leiklistarsvið M.S. ’83: Galdra—Lojtur eftir Jóhann Sigur- jónsson Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Helstu leikendur: Kjartan Stefdns- son, Þórey Sigþórsdóttir, Arinbjörn Vilhjdlmsson, Þórhallur Vilhjdlmsson, Halla Helgadóttir o.fl. Mér finnst það ánægjuleg stefna sem mörg skólaleikfélög hafa tekið upp í seinni tíð að glíma við klassísk verk íslenskra leikbókmennta. Leikbókmenntir eru þess eðlis að þó að ágætt sé að eiga þær á bókum og reyndar nauðsynlegt, þá pðlast þær ekki eiginlegt líf nema að settar séu á svið. Hver ný kynslóð þarf að kynnast þessum verkum og heim- færa þau upp á sinn eigin tíma og sitt eigið líf. Það er því fullkom- lega eðlilegt og sjálfsagt að skóla- leikfélög reyni þessi verk, jafnvel þó að út frá einhverjum sjónar- hóli virðist það óðs manns æði. Reyndar er Galdra—Loftur þess eðlis að hann ætti að höfða til ungs fólks á öllum tímum, því þar er einmitt m.a. verið að fjalla um ungt fólk sem er leitandi og á krossgötum í lífi sínu. Það er reyndar hverju orði sannara að leikritið um Galdra— Loft býður upp á nánast ó- tæmandi túlkunarmöguleika, en einmitt það gerir það að freistandi viðfangsefni. í þessari sýningu hefur leikstjóri valið þá leið að leggja mesta áherslu á sálarástand og tilfinningalíf persónanna. í því augnamiði er leitast við að þurrka út sérstakan ytri tíma verksins og umhverfi. Með því er einnig verið að bægja frá þjóðhátta-og aldar- farslýsingu sem oftar en ekki einkennir sviðsetningar á leikrit- um sem eiga að gerast hér á landi fyrr á tímum. Leiksvæðið er annars fremur óvenjulegt á þessari sýningu. Fyrstu tveir þættirnir eru leiknir í litlum sal sem allur er á þverveg- inn, þannig að áhorfendum er skipað í þrjár langar raðir með- fram leiksvæðinu og gefur það leikendum skemmtilegt svigrúm. Hinn ógnþrungni þriðji þáttur er síðan leikinn í stóru stigaholi sem nýtt er mjög skemmtilega. Sviðs- myndin og búningarnir þjóna vel Erla Ólafsdóttir sýnir litljós- myndir í Gallerí Lækjartorgi: ,,Fór aö reyna aö grípa haustlit- ■ _ 5 J ina „Ég eignaðist fyrstu almennilegu myndavélina í ágúst 1980 og tók til að byrja með þessar venjulegu myndir; fjöll og fjölskylduna í sófa. Svo fór ég að reyna að grípa haust- litina og smám saman fór ég út í það að mynda það smáa í náttúrunni”. Þannig byrjaði Erla Ólafsdóttir, 35 ára gömul, að taka litljósmyndir. Árangurinn er til þessa tvær einka- sýningar, sú fyrri á Mokka í fyrra- vor og nú í Gallerí Lækjartorgi. Framundan er svo þátttaka í sýn- ingu ljósmyndaklúbbsins Hug- myndar, sem er fyrirhuguð í Nor- ræna húsinu. „Þegar ég var unglingur tók ég smávegis svart/hvítar myndir og framkallaði sjálf, en svo datt þetta uppfyrir. Fyrir nokkrum árum fór ég í Öldungadeildina þar sem það hafði farist fyrir hjá mér að ljúka stúdentsprófi. En haustið sem ég byrjaði aftur að taka myndir varð það úr, að ég skellti mér í Mynd- lista- og handíðaskólann og var þar einn vetur, enda hafði ég lengi haft áhuga á myndlist. Þar fór ég að hugsa um ljósmyndunina á allt ann- an hátt en áður. Mér hafði alltaf LEiKFÉLAG REYKjAVÍKOR SÍM116620 Jói í kvöld kl. 20.30. Salka Valka föstudag uppselt. miðvikudag kl. 20.30. Skilnaður laugardag uppselt Forsetaheimsóknin sunnudag kl. 20.30 Miðasala í Iðnó kl. 14—20.30 HASSIÐ HENNAR MÖM MIÐNÆTURSÝNING í AUSTURBÆJARBÍÓI LAUGARDAG KL. 23.30 Miðasala í Austurbæjarbíói kl 16-21. Sími 11384. „Trúði aldrei að ég gæti tekið slík- ar myndir sjálf ”, segir Erla Ólafsdótt- ir. En nú gerir hún meira en taka myndirnar, hún stækkar þær líka sjálf (mynd: Jim Smart). fundist myndir af þessu tagi falleg- ar en aldrei trúað að ég gæti tekið slíkar myndir sjálf’, segir Erla Ól- afsdóttir við Helgarpóstinn. Erla hélt áfram að taka svona „venjulegar” náttúrumyndir í „póstkortastíl” og seldi meðal ann- ars nokkrar á póstkort. En smámó- tívin í náttúrunni voru alltaf með, myndir af blómum, stráum, vatni, ís og snjó. Niðurstaðan er sú, að myndir Erlu eiga meira skylt við hreina list- sköpun en eiginlega ljósmyndun. Hún notar fyrst og fremst áhrif ýmisskonar birtuskilyrða, fegurð hins smáa, töfra haustsins og tæra vetrarbirtuna. Og myndefnið sækir hún ekki langt, það finnur hún í ná- grenni heimilis síns í Breiðholti og Elliðaárdalnum. „ Að lokum sá ég að þetta var orð- ið svo dýrt að ég varð að gera eitt- hvað til að fá upp í kostnað”, segir Erla, sem áður hafði orðið að selja íbúðina sína til að geta haldið á- fram námi.'Nú heldur hún sölusýn- ingar á myndum sínum til að geta haldið áfram að vinna að þessu hugðarefni sínu. Og fyrir þessa sýningu gerði Erla meira en taka myndirnar. Líklega er hún fyrsti ljósmyndarinn hér á landi sem heldur sýningu á litmynd- um og hefur sjálf unnið allar mynd- irnar á pappír. Það er hinn nýi Si- bacrhome pappír sem gerir það mögulegt, og þótt Erla hafi aldrei reynt litstækkun fyrr er ekki annað að sjá en árangurinn sé ótrúlega góður. Sýningu Erlu Ólafsdóttur í Gall- erí Lækjartorgi lýkur 13. mars. ÞG Athugasemd Vegna fréttar sem birtist í Helgar- póstinum siðastliðinn föstudag fer ég framá að eftirfarandi leiðrétting verði bir't í næsta blaði. Það er rétt að ég var heima í Reykjavík fyrir þrem vikum síðan til viðræðu um ýmis mál viðvíkj- andi rekstri félagsins í Bretlandi, en að ég hafi verið „settur í nýtt starf ’ er rangt. Jóhann Sigurðsson Flugleiðir, London V/6RZLUNRRBRNKI ÍSLRNDS HF Aðalfundur Verzlunarbanka íslands Hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, laugardaginn 19. mars 1983 og hefst kl. 14.00 Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. 18. grein samþykktar fyrir bankann. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aögöngumiöar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í af- greiðslu aðalbankans Bankastræti 5, miðvikudaginn 16. mars, fimmtudaginn 17. mars og föstudaginn 18. mars 1983 kl. 9.15—16.00 alla dagana. Bankaráð Verzlunarbanka íslands Hf. Sverrir Norland formaður undir það markmið að leggja áherslu á tímaleysi verksins. Það er ekki hægt að ætlast til þess af skólasýningu eins og þessari að þar séu unnin stór dramatísk afrek. Sá leikandi sem vakti mesta athygli mína og skilaði sínu hlutverki einna best var Soffía Gunnarsdóttir í hlut- verki Steinunnar. Hún sýndi bæði kraft, skapofsa og tilfinningaleg blæbrigði sem sómt hefði hverri þjálfaðri leikkonu sem væri. Að sjálfsögðu mæðir mest á Lofti sjálfum í sýningunni. Arinbjörn Vilhjálmsson skilaði nokkuð vel þeim þætti í fari Lofts sem snýr að hinum ósjálfbjarga og ráðvillta ungling, en aðrir þættir í persón- unni urðu útundan. TVíburabróð- ir hans, Þórhallur Vilhjálmsson, lék ráðsmanninn af skörungsskap og kom einnig fram sem spegil- mynd Lofts í lokaatriðinu. Kom samleikur þeirra vel út. Sólveig Þórarinsdóttir lék Dísu og lagði hæfilega Iítið upp úr sakleysi /fíÞJÓÐLEIKHÚSH) Jómfrú Ragnheiður I kvöld kl. 20 Lína Langsokkur laugardag kl. 14. uppselt sunnudag kl. 14 uppselt sunnudag kl. 18 uppslet Oresteia 4. sýning laugardag kl. 20 Litla sviðið: Súkkulaði handa Silju sunnudag kl. 20.30 þriðjudag kl. 17 uppselt þriðjudag kl. 20.30 Miöasala 13,15-20. Sími 1-1200 hennar, í samræmi við heildar- stefnu leiksins að færa það nær nútímaunglingum. í heildina séð er þetta býsna skemmtileg sýning, þó auðvitað megi margt að henni finna ef það stendur sérstaklega til, en eins og ég vék að i upphafi þá er það ánægjulegt að skólakrakkar skuli hafa kjark til að glíma við verk eins og Galdra—Loft og takast það bærilega miðað við gefnar forsendur „ .- ^ Óperetta eftir Gilbert &. Sullivan í ís- lenskri þýðingu Ragnheiðar H. Vigfúsdóttur. Leikstjóri Francesca Zambello. Leikmynd og Ijós Michael Dee- gan og Sarah Conly. Stjórnandi Garðar Cortes. Frumsýning föstudaginn 11. mars kl. 20.00. 2. sýning sunnudaginn 13. mars kl. 20.00 Athugið breyttan sýningartíma. Miðasalan er opin milli kl. 15—20.00 daglega. Sími 11475. Stofnfundur samtaka um kvennalista Verður sunnudaginn 13. mars. kl. 13.30 á Hótel Esju Konur fjölmennið. Áhugahópur um kvennalista til alþingis. ÉVINNUEFTIRLIT RÍKISINS Síðumúla 13, 105 Reykjavík, Sími 82970 Lausar stöður eru til umsóknar við Vinnueftirlit ríkisins: EFNAVERKFRÆÐINGUR EÐA EFNAFRÆÐINGUR Starfiö felst meðal annars í aö gera mengunarúttekt- ir á vinnustöðum, leiðbeina um notkun varhuga- verðra ef na á vinnustöðum og veita ráðleggingar um úrbætur vegna mengunar á vinnustöðum. IÐJUFRÆÐINGUR (V4 staða) Viðkomandi skal hafa staðgóða menntun og starfs- reynslu á sviði iðjufræði (ergonomics). RANNSÓKNARFULLTRÚI (1/2 staða) Viðkomandi skal vera sérmenntaður heilsugæslu- hjúkrunarfræðingur eða hafa jafngilda menntun auk starfsreynslu. Launakjör eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist Vinnueftirliti ríkisins, Síðu- múla 13, 105 Reykjavík eigi síðar en 21. mars 1983.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.